Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 178. tbl. 71. árg.___________________________________FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Pólland: Sleppa enn einum Samstöðuleiðtoga Varsjá, 8. ájfúst. AP. ________________I ANDREZEJ Rozpl- F’ ochowski, einn g leiðtoga Samstöðu, JPH var látinn laus úr fangelsi í dag að JtÉL 8 sögn lögfræðings 4 hans' Þar með er ein- ungis einn hinna Hk WBKm sjö leiðtoga Sam- stöðu, sem sakaruppgjöf sú sem pólsk stjórnvöld veittu pólitískum föngumti síðasta mánuði náði til, enn eftir í haldi. Eftir að Rozpl- ochowski var látinn laus var hon- um ekið til heimaborgar sinnar, Katowice, sem er um 280 km. frá Varsjá. Rozplochowski var formaður verkfallsnefndar i stáliðjuveri heimaborgar sinnar meðan á verkfalli starfsmanna þar stóð yf- ir í ágústmánuði 1980. Hann var settur í fangelsi eftir að herlög voru sett í landinu í desember 1981. Lech Walesa leiðtogi Samstöðu fór fram á í dag, að Alþjóðlegu verkamannasamtökin og verka- lýðsfélög um allan heim, beittu pólsk yfirvöld þrýstingi til að tveir félagar Samstöðu, sem sakaðir eru um landráð, verði leystir úr haldi. Sakaruppgjöf pólitísku fang- anna nær ekki til þeirra, sem Þrengt að Scharansky Moskvu, 8. ágúst. AP. SOVÉSK yfirvöld hafa þrengt kost andófsmannsins Anatolys Schar- anskis í fangelsinu að sögn móður hans í dag. Sagði hún að matskammtur hans hefði verið minnkaður, og honum meinað að taka við sendi- bréfum. Hún sagði ennfremur, að henni væri nú ekki lengur gert kleift, að hitta son sinn í fangels- inu á þriggja mánaða fresti eins og venjulega, heldur einungis einu sinni á ári. Auk heldur gat hún þess, að leyfi hennar til að sækja Schar- anski heim í júlí hefði verið aft- urkallað. ákærðir eru fyrir landráð, en pólskir embættismenn hafa gefið í skyn, að eftir að rannsókn máls þeirra lýkur sé hugsanlegt, að fall- ið verði frá kæru um landráð. Þannig mundi sakaruppgjöfin ná til þeirra. Walesa sagði að ljóst væri að sakaruppgjöfin væri marklaus yrðu tvímenningarnir, Bogdan Lis og Piotr Mierzewski, ekki látnir lausir. Hann lét einnig í ljósi áhyggjur yfir að pólsk stjórnvöld notuðu mál félaganna tveggja sem átyllu til að ákæra þá Samstöðu- menn fyrir landráð, sem hyggjast halda áfram að starfa að verka- lýðsmálum. Þyrlur á vettvang Flutningaflugvél bandaríska flughersins fer frá Norfolk með þyrlur, sem eru sérstaklega útbúnar til þess að slæða tundurdufl. Þyrlurnar eru sendar Egyptum til þess að auðvelda þeim að hreinsa Súes-flóa og Rauðahaf. Fá bandarískar þyrlur til að finna tundurduflin Washinfpon, 8. ágúst AP. Varnarmálaráduneyti Bandaríkj- anna skýrði frá því í dag, að fjórar þyrlur yrðu sendar til Súez-flóa og Rauðahafs til að slæða tundurdufl þar upp. Verður bækistöð þyrlanna á bandarísku skipi, sem væntanlegt er á leitarsvæðin eftir viku. Egypskir tundurduflaslæðarar hafa verið í Súez-flóa og í land- helgi Egyptalands við Rauðahaf síðan 30. júlí sl. Varnarmálaráð- herra Egyptalands, Abdel-Halim Abu Ghazala, sagði að Egyptar og Bandaríkjamenn hefðu ekki náð íranska flugvélin, sem rænt var í gær, á flugvellinum f Kaíró, þar sem hún tók eldsneyti. samkomulagi um hvenær banda- rísku þyrlurnar ætluðu að byrja að slæða upp tundurdufl á þessum svæðum. Hins vegar sagði ónafngreindur egypskur embættismaður í dag, að bandarískt herskip hefði í síðustu viku hafið leit að tundurduflum í Rauðahafi í samvinnu við egypsku landhelgisgæsluna. 1 frétt frá bandaríska varnarmálaráðuneyt- inu sagði, að skipið væri nú í Súez-flóa einvörðungu í þeim til- gangi að vera bækistöð 15 banda- rískra tundurdufla- og sprengju- sérfræðinga. A.m.k. 14 skip hafa orðið fyrir skemmdum af völdum sprenginga í Rauðahafi og Súez-flóa síðasta mánuðinn. Kínverjar skýrðu frá því í dag, að tvö kínversk skip hefðu laskast í upphafi þessa mánaðar þegar þau rákust á tundurdufl á Rauða- hafi, annað þeirra mikið. Engin skýring var gefin á ástæðu þess að ekki var greint frá þessu fyrr. Sovétmenn gáfu í skyn í dag að Bandaríkjamenn hefðu komið tundurduflum fyrir í Rauðahaf- inu. I grein, sem birtist í Prövdu og reist er á ónafngreindum aðiljum og arabíska dagblaðinu A1 Fajr, segir að Bandaríkjamenn hafi haft í hyggju að magna togstreitu í þessum heimshluta, og dregið er í efa, að það sé á færi samtaka hryðjuverkamanna að koma fyrir tundurduflum á svo stóru svæði sökum þess að til þess þurfi bæði skip og háþróaða tækni. Bandarískir embættismenn sögðu í dag, að ekki væri enn vitað hverjir bæru ábyrgð á tundurdufl- unum, en íranar hafa sagt, að Jihad-samtök öfgamanna standi þar á bak við. Ræningjar írönsku þotunnar gáfust upp Róm, 8. ágúst. AP. FLUGRÆNINGJARNIR tveir, sem rændu íranskri flugvél af gerðinni Airbus, gáfust upp síödegis í dag, eftir að hafa leyft öllum farþegunum, um 300 að tölu, að fara frá borði. Voru þeir að vísu á meðal farþeg- anna þegar þeir fóru úr flugvélinni á flugvelli í Róm, en gáfu sig fljót- lega fram við ítölsk yfirvöld. Fyrst var haldið að flugræningj- arnir væru 18, en er upp var staðið kom t ljós að þeir voru tveir. Þó hafa flugræningjarnir, sem eru frá Iran, verið í yfirheyrslu hjá ítöl3kum yf- irvöldum frá því þeir gáfust upp til að ganga úr skugga um hvort ein- hverjir farþeganna séu riðnir við flugránið. Flugvélinni, sem var í píiagríms- flugi frá íran til Jidda, var rænt yfir Iran í morgun. Hafði hún viðdvöl bæði í Kaíró og Bahrain áður en hún lenti á Ciampino-flugvelli í Róm. Er talið að flugræningjarnir,sem sagðir eru andstæðingur Khomeinis erkiklerks í íran, hafi viljað fara til Parísar, en frönsk yfirvöld lýstu yfir þvl að flugvélinni yrði ekki leyft að lenda þar. Flugræningjarnir heimiluðu fyrst 129 farþegum að yfirgefa vélina í Róm, og itölsk yfirvöld sáu þeim farþegum sem eftir voru fyrir mat og læknislyfjum. Flugræningjarnir kröfðust síðan þess, að sett yrði eldsneyti á flugvélina, en því var hafnað. Gáfust þeir upp nokkru síð- ar. Búist var við flugvél frá íran í kvöld til að flytja farþeganna til Jidda í kvöld. Hvetur til lengri greiðslufrests lána Washington, 8. ágúst AP. BANKASTJÓRI bandaríska seðlabankans, Paul A. Volcker, hvatti eindregið til þess í dag að framlengdur yrði greiðslufrestur á lánum vanþróaðra ríkja. Volcker sagði í yfirlýsingu í dag áður en hann kom fyrir utanríkismálanefnd fulltrúa- deildarinnar að nokkrar hinna skuldugu þjóða, s.s. Mexíkó, Venezúela og Brasilía, hefðu sýnt vilja til að bæta efnahags- ástand sitt með því að draga úr halla á ríkisfjárlögum um 4% eða jafnvel meira. Volcker kvaðst ekki geta látið hjá líða að nefna, að veigamesta framlag Bandaríkjamanna til Paul A. Volcker, bankastjóri bandaríska seðlabankans. lausnar vandamálum hinna skuldugu ríkja væri að minnka halla á eigin fjárlögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.