Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 Talsmenn flokkanna um niðurstöður Hagvangs NIDURSTÖÐUR skortanakönnunar Hagvangs hf. um fylgi stjórnmála- flokkanna og fylgi ríkiastjórnarinnar sem birtar voru I Morgunblaðinu I gær og sl. laugardag leiddi f Ijós aö ríkisstjórnin hefur tapað fylgi fri því síðasta skoðanakönnun var gerð opinber í apríl sl. og að stjórnarand- stöðuflokkarnir hafa bætt við sig fylgi fri því f aprfl, misjafnlega miklu þó. Morgunblaðið snéri sér til nokkurra forystumanna stjórnmilaflokk- anna í gær og spurði þi hvað þeir vildu segja um þessar niðurstöður skoðanakönnunarinnar. Þorsteinn Pálsson: Sýnir mikinn studning við Sjálfstæðis- flokkinn „Þessi könnun sýnir mjög mik- inn stuðning við Sjálfstæðisflokk- inn og hún sýnir meira fylgi en hann hefur notið í Alþingiskosn- ingum. Auðvitað tekur maður því þessum tölum með varfærni. Á sama hátt er augljóst að ríkis- stjórnin hefur notið mikils stuðn- ings. Þó að ástæða sé til þess að taka niðurstöðutölum með var- færni, þá er ástæðulaust annað en að taka mark á þeirri visbendingu sem þarna kemur fram um hreyf- ingu á fylgi og stuðningi við rfkis- stjórnina. Það hlýtur að hvetja okkur til þess að takast á um nýja verkefnaáætlun fyrir ríkisstjórn- ina. Það er augljóst að þau vanda- mái sem ríkisstjórnin lenti í sl. vetur og fram á vor, þegar hún var mánuðum saman að koma saman fjárlögum, hafa auðvitað haft áhrif. Það er mjög mikil- vægt, eins og fram hefur komið af hálfu beggja stjórnarflokkanna aö setjast niður og marka nýja stefnu — því þau verkefni eru að baki sem samið var um fyrir ári síðan. í rauninni má segja að það sé einstæður árangur að hafa náð fram þvi sem næst öilu sem samið var um í upphafi. Þannig að í heildina séð held ég að sú vísbend- ing sem þarna kemur fram, sé fyrst og fremst hvatning til þess að slaka ekki á og halda áfram að vinna að stöðugleika f efnahags- málum og uppbyggingu atvinnu- Iffsins. Það er auðvitað það verkefni sem skiptir meginmáli, eins og sakir standa." Halldór Ásgrímsson: Sýnir hvernig straumar liggja „Ég hef haft meiri trú á skoðanakönnunum DV en Hag- vangs, en ég er samt sem áður þeirrar skoðunar að niðurstöður þessarar skoðanakönnunar Hag- vangs sýni hvernig straumarnir liggja. Þó hef ég ekki trú á að þessi niðurstaða varðandi Fram- sóknarflokkinn sé rétt. Ég tel að ekki komi fram rétt mynd af fylgi Framsóknarflokksins úti á lands- byggðinni. Það er auðvitað ljóst að viö erum að ganga f gegnum mikið erfiðleikatimabil og það mæðir ekki hvað síst á okkur hvað varðar sjávarútveginn. Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að það muni koma f ljós að við erum þar á réttri braut. Hvað varðar niðurstöðu um fylgi ríkisstjórnarinnar sérstak- lega, það þarf það ekki að koma nokkrum á óvart að fylgi rfkis- stjórnarinnar sveiflist eitthvað til. Ríkisstjórnin hefur að undan- förnu verið í nokkurri vörn, en ég tel að það dæmi sé nú nokkuð aö snúast við. Svavar Gestsson: Alþýðubandalag- ið hefur sæmi- lega viðspyrnu „Ég taldi að skoðanakönnun Hagvangs frá f april gæti ekki staðist hvað okkur varðar og mér sýnist að þessi könnun sé ekki fjarri þvi sem kom út úr skoðana- könnun DV í júní sl. Þetta sýnist mér sýna að Alþýðubandalagið hafi sæmilega viðspyrnu miðað við aðstæður — einkum þá þungu áróðursaðstöðu sem við hðfum. Það sem er auðvitað athyglis- verðast er ( rauninni fylgi ríkis- stjórnarinnar og stjórnarflokk- anna, sem er að dala. Alþýðu- bandalagið fær heldur betri út- komu en Framsóknarflokkurinn, sem má verða bændum á þeim bæ umhugsunarefni nokkurt. Ég er sannfærður um að staöa stjórnar- innar og stjórnarflokkanna er ennþá verri i dag en hún var þeg- ar þessi könnun var gerð. Þvi kynnist ég á ferðum mfnum um landsbyggðina þessa dagana. Gagnvart rfkisstjórninni er þetta því á réttri leið að mínu mati, — menn eru að átta sig á hvers kon- ar fyrirbrigði þetta er.“ Kristín Halldórsdóttir: Er fyllilega sátt við útkomu Kvennalistans „Niðurstöður þessarar skoðana- könnunar kemur mér ekki á óvart. Ég er fyllileg sátt við útkomu Kvennalistans varðandi fylgi flokkanna, annað væri óréttmætt. Þó hefði ég jafnvel búist við fylg- isaukningu úti um landið vegna þess hvað við fengum góðar við- tökur á hringferð okkar í sumar, en uppskera þeirrar ferðar á áreiðanlega eftir að skila sér. Fylgi stjórnarinnar minnkar jafnt og þétt, eins og við var að búast og þefði þessi könnun verið framkvæmd eftir siðustu ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar, þá hefðu þessar niðurstöðutölur orðið rík- isstjórninni enn óhagstæðari. Guðmundur Einarsson: Fylgi okkar fer vaxandi „Mér sýnist sem BJ og Kvenna- listinn séu að festa sig f sessi. BJ hefur unnið talsvert á siðan f apr- il og það kemur okkur ekki á óvart, því við höfum lagt dag við nótt, síðan þinginu lauk, við ferðalög og kynningu á málsstað okkar og móttökurnar sem við höfum fengið hafa borið þess vitni að fylgi okkar hefur varið vax- andi. Mér sýnist öruggt að í næstu skoðanakönnun, þá verður að fara að endurskoða það hvaða flokka á að kalla hér smáflokka. Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur augljóslega minnkað, en alls ekki nóg, enda eru þeir heppnir að þessi skoðanakönnun er gerð áður en þeir opinbera árangur eins árs stjórnarstefnu með svokölluðum efnahagsaðgerðum og skattseðl- unum sem allir eru nú búnir að fá. Það er aldeilis ótrúlegt langlund- argeð sem þjóðin sýnir þessari stjórn, en vonandi verður áfram- hald á að fylgi hennar minnki, reyndar er nokkuð öruggt að fylgi hennar fer hraðminnkandi með hverjum deginum sem lfður og líklegast er öruggast fyrir Steingrfm að setjast að f LA.„ Ékki tókst að ná sambandi við neinn úr forystuliði Alþýðu- flokksins í gær, til þess að spyrja um álit Alþýðuflokksins á útkomu flokksins f þessum skoðanakönn- unum. Ljósm. Mbl./Árni Sæberg. Ingólfur Arnarson, starfsmaður Fiskifélags íslans, Jónas Blöndal, skrifstofu- stjóri, Þorsteinn Gíslason, fiskimálastjóri og Guðmundur Ingimarsson, full- trúi, kynna blaðamönnum aflatölur fyrstu 7 mónaða þessa árs. Þorskaflinn: Um 40 þúsund tonnum minni Loðnuveiðin er 440 þús. tonnum meiri en í fyrra FISKIFÉLAG íslands hefur gef- iö út gæðaskýrslu fyrir árið 1983 auk ritsins Útvegur og bráða- birgðatalna fyrir fyrstu sjö mán- uði þessa árs. Þorsteinn Gislason, fiskimála- stjóri, sagði að harðar hefði verið sótt á miðin nú en f fyrra. Mikill munur væri á því milli staða hversu mikið magn aflans færi í 1. flokk. Á því væru margar skýr- ingar, m.a. gæti mismunandi mat á stöðunum ráðið nokkru. Eins væri það áberandi að netafiskur væri yfirleitt lélegri á Austfjörð- um en annars staðar og væri því um að kenna, að Austfirðingar þurfa að sigla langan veg með aflann og mat því lélegra. Af bráðabirgðatölum júlímán- aðar í ár má sjá að þorskafli sið- asta mánaðar var tæp 29.700 tonn, á móti rúmlega 30.400 tonnum á sama tíma í fyrra. Heildarafli júlímánaðar var þó meiri en í fyrra, eða alls tæp 60 þús. tonn á móti rúmum 56 þús. tonnum í fyrra. Þorskafli fyrstu sjö mánuði þessa árs er rúm 176 þús. tonn, en var á sama timabili f fyrra 215.500 tonn og hefur því dregist saman um tæp 40 þúsund tonn. Heildarafli þessa sömu mánuði er rúm 830 þús. tonn í ár, en var tæp 430 þús. tonn í fyrra. Mest munar um loðnuna, sem nú hafa veiðst tæp 440 þús. tonn af, en aðeins veiddust 107 þús. tonn af henni á þessu tímabili í fyrra. mestur afli hefur borist á land í Vestmannaeyjum það sem af er árinu, eða alls tæp 117 þús. tonn. í ritinu Útvegi er tafla, þar sem vinnslustöðvum er raðað upp eftir brúttóverðmæti afla, sem landað var hjá stöðvunum á síðasta ári. Þar kemur í ijós, að Cuxhaven f V-Þýskalandi greiddi tæpar 194 milljónir fyrir íslensk- an fisk og er því efst á blaði. Næst í röðinni er Bæjarútgerð Reykjavíkur, sem greiddi rúma 171 milljón. Það er athyglisvert, að BÚR keypti tvöfalt meiri fisk en Cuxhaven, eða rúm 24.200 tonn á móti 11.500 tonnum Þjóð- verjanna, en þó er brúttóverð- mæti aflans sem BÚR keypti litlu minna. Rækjuafli þessa árs hefur ver- ið góður og má því til sönnunar nefna, að af rækjunni hafa nú veiðst tæp 14 þús. tonn á fyrstu sjö mánuðum ársins, en heildar- afli rækju á síðasta ári var tæp 13.100 tonn. EHiðaárnar góðar Jöfn og góð veiði hefur verið í Elliðaánum það sem af er veiði- tíma, en hann hófst 10. júnf. Eink- um hefur þó kraftur verið í afla- brögðunum frá 4. júlí. Nú eru komnir um 900 laxar á land, sem er betra en á sama tfma í fyrra. 5. ágúst voru komnir 883 laxar á land og er sú tala nefnd, vegna þess að Mbl. fékk samsvarandi veiðitölu síðasta sumars hjá Frið- rik D. Stefánssyni framkvæmda- stjóra SVFR í gær. 5. ágúst f fyrra höfðu veiðst 837 laxar. Stærsti lax sumarsins var 18,5 pund, laxinn er yflrleitt smár, en enn veiðast einn og einn vænir. Laxá í Þing. gruggug Laxá í Aðaldal hefur gefið um 1.000 laxa það sem af er sumri og á það við ána alla. Er það stórum betra en á sama tíma f fyrra, en það veiddist litlu meira allt sfð- asta veiðitímabil. Þó hefur veiðin verið róleg yfirleitt, en veiðin sprottið upp öðru hvoru. Áin hef- ur verið gruggug siðustu daga og full af slýi. Slýið er árvisst, en mál kunnugra að gruggið stafi hreinlega af hinum miklu hlýind- um sem verið hafa. Að sögn kunn- ugra gæti nokkurra daga norðan- átt hreinsað ána bæði af gruggi og slýi og þá væri gaman að eiga veiðileyfi í Laxá, því talsvert er talið af laxi í ánni og talsverð smálaxaganga fyrir neðan Æðar- fossa. Sem dæmi um þann veiði- bata sem komið hefur f Laxá má geta þess að á Núpasvæðinu hafa veiðst það sem af er milli 60 og 70 laxar, en allt síðasta sumar veidd- ust þar aðeins 35 laxar. Neðri Kista í Elliðaánum. Leirvogsá svipuð og í fyrra Leirvogsá hefur verið mjög góð, en þar eru komnir hátt f 300 laxar á land. 1. ágúst voru 220 komnir á land og er það sérstaklega gott f Leirvogsá, þar sem aðalgöngurnar koma vanalega ekki fyrr en um miðjan júlí. Laxinn er smár, en einn og einn vænn á milli. Ný- runnir laxar hafa veiðst jafnt og þétt. Selá ekki laxamörg Lítið er af laxi f Selá í Vopna- firði og aðeins komnir milli 50 og 60 laxar á land á 6 stangir. BesU „hollið" var að veiðum fyrir skömmu og fékk 10 laxa á 4 stang- ir á 4 dögum. 2 stangir sem eru í efri ánni fengu 2 laxa. Segir þetta nokkra sögu. Þarna er teljari og hafa rúmlega 90 fiskar „skráð sig“. Það er þó mál manna að eitthvað af því sé sjóbleikja sem talsvert hefur veiðst af. Mbl. hefur ekki haldbærar töl- ur, en þó fregnað að ívið betur hafi gengið í Hofsá. Hún sé þó óralangt frá sínu besta og afar léleg þó hún sé betri en Selá. Þá mun Vesturdalsá vera laxlaus að mestu. Metveiði í Stóru Laxá Ljóst er, að metveiði verður í Stóru-Laxá f Hreppum í sumar, en komnir eru yfir 500 laxar á land þar. Byrjunin var afar góð, sfðan kom tímabil að kalla mátti reytingsveiði, en fregnir herma að mjög hafi glæðst á ný upp á síð- kastið. Best hefur veiðst á 1. og 2. svæðunum, en þar hafa fengist rúmlega 200 laxar á 3 stangir, milli 70 og 80 stykki á 2 stangir á svæði 3, loks rúmlega 200 laxar á 5 stangir á 4. svæði. Stærsti lax- inn sem fregnast hefur um var 21 pund og veiddist hann í Bergsnös. Sumir þakka þessari góðu veiði í Laxá hversu snemma laxinn gekk í sumar, því hafi meira magn en ella sloppið fram hjá netabænd- unum við ölfusá og Hvítá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.