Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 5 Dr. Þórður Snorri Óskarsson Doktors- próf í vinnu- sálfræði HINN 27. júlí varði Þórður Snorri Óskarsson doktorsritgerð ( vinnu- sálfræði (Applied l’sychologv) við sálfræðideild Hofstra University í New York. Ritgerðin ber heitið „Sel- ected Objective Measures of Organ- izational Climate in the Prediction of Organization Effectiveness". Er í rit- gerðinni gerð könnun á því hvort nota megi valdar breytur um atferli starfsfólks og stjórnenda til að spá fyrir um vöxt og viðgang fyrirtækis. Þórður lauk kennaraprófi 1971 og stúdentsprófi 1972 frá Kennara- skóla íslands. BA-prófi í sálarfræði lauk hann 1976 frá Háskóla ís- lands. Þá lauk Þórður MA-prófi 1978 og M.Sc. f vinnusálarfræði 1982 frá Stevens Institute of Technology í New Jersey. Undanfarin ár hefur Þórður unnið með námi sem sérfræðingur við vinnusálfræðilegar rannsóknir hjá ýmsum fyrirtækjum f New Jersey og New York. Má þar eink- um nefna ráðgjafarstörf fyrir EXXON Corporation 1981 og 1982. Síðan 1982 hefur Þórður starfað sem sérfræðingur í tölfræði- og stjórnvísindadeild Pitney Bowes Corporation í Stamford, Connectic- ut. Þórður hlaut „NATO Science Fellowships“-styrk meðan á námi stóð til framhalds i vinnusálfræði. Þórður Snorri er fæddur 24. nóv. 1950 í Reykjavík og eru foreldrar hans Óskar Þórðarson, fv. deildar- stjóri og kona hans Ingunn Eyjólfsdóttir. Eiginkona Þórðar er Hanna Dóra Birgisdóttir kennari og eiga þau einn son. Þau búa f New York. Hólahátíð um helgina: 400 ára afmæl- is Guðbrands- bibiíu minnst SauAárkróki, 8. ágúsL NÆNTKOMANDI sunnudag, 12. ág- úst, verður hin árlega Hólahátíð hald- in að Hólum í Hjaltadal. Verður þess þá sérstaklega minnst að 400 ár eru liðin frá prentun Guðbrandsbiblíu. í messu í dómkirkjunni mun biskup ís- lands, herra Pétur Sigurgeirsson, raessa en kirkjukórar Sauðárkróks og Siglufjarðar syngja. Kaffisala verður að messu lok- inni en þar á eftir verður hátíðar- dagskrá í Hóladómkirkju. Stefán Karlsson handritafræðingur flytur þar erindi og Margrét Bóasdóttir syngur við undirleik Jóns Stefáns- sonar. í tengslum við hátfðina verður til sýnis gamalt Hólaprent, bækur prentaðar í gamla prent- verkinu á Hólum. Bækurnar eru í eigu Héraðsskjala- og héraðsbóka- safnsins á Sauðárkróki og taldir miklir dýrgripir. - Kári. Konungleg kaf- bátaheimsókn EINN af kafbátum konunglega breska sjóhersins, HMS Opossum heimsækir ísland 10.-—15. ágúst næstkomandi og mun dvelja í Reykjavíkurhöfn. Farkosturinn verður til sýnis al- menningi sunnudaginn 12. ágúst milli kl. 10.00 og 16.00. Hann er 90 metra langur og um borð er 70 manna áhöfn. Skipstjóri er J.A. Boyd sjóliðsforingi. Báturinn er hér í venjulegri kurteisisheim- sókn. kr. VERÐLÆKKUN Ný sending af hinum vandaöa Suzuki Swift er nú komin til landsins á lækkuöu veröi til afgreiðslu strax. 21 SUZUKI SWIFT Á LÆKKUÐU VERÐI Þessir bílar eru til: Suzuki Swift Suzuki Swift SA 310 GA SA 310 GL með útvarpi. Verð aðeins 242.000 kr. Verð aðeins 260.000 kr. (áður 262.000 kr.) (áður 280.000 kr.) 5 stk. (hvítur, rauður, drapplitur, 6 stk. (grænn, grár, 2 drapplitir, blár og grár). rauður og blár). 8 Suzuki Swift SA 310 GL með stereo-útvarpi, kassettutæki og snúnings- hraðamæli. Verð aðeins 268.000 kr. (áður 288.000 kr.) 10 stk. (4 drapplitir, 3 grænir, 1 rauður, 1 blár og 1 grár). Hann hefur þaö allt SVEINN EGILSSON HF. Skeifan 17 Sími: 685100 SUZUKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.