Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 Um 100.000 manns hafa nú farið með Norrönu og Smyrli um Seyðisfjörð „ÞAÐ HAFA margir skýjabólstrar hlaðizt upp annað veifið, en ef við hugsum sem svo, að þetta dæmi gangi upp, sem allir aðilar þess óska, eru líka miklu meiri mögu- leikar á framhaldinu. Þetta er bara eitt skip, sem hlut á að máli. Það er siglt fjórum sinnum á Færeyjar vikulega í sumar, Winston Church- ill siglir tvisvar og Norröna tvisvar og það búa bara 45.000 manns í Færeyjum, sem eru aðeins um 12.000 ferkflómetrar. Auk þessa eru daglegar fiugsamgöngur milli Færeyja og Danmerkur. Ef þetta er skoðað með tilliti til þess, að ísland er 104.000 ferkflómetrar og íbúar um 240.000 með eina sigl- ingu á viku, er það ekki mikið. Hvað okkur varðar er þetta því nánast óplægður akur, en við plægingu hans verður að gæta þess, að vegagerð verði þannig háttað, að hægt verði að fara um landið á þess að eiga það á hættu að tapa hjólunum undan bílnum. Þá þarf að stýra þessum ferða- málum miklu betur en gert er, Norrönm á leið frá Þórshöfn í Færeyjum. ir frá þeim stöðum, sem þeir fá ekki að ganga illa um. Við þekkj- um ekki slæma umgengni af hálfu útlendinga. Þessar samgöngur eru nauðsynleg viðbót Það vill nú svo til, að þetta framtak okkar Austfirðinga og Færeyinga er tilfærsla á fjár- munum frá höfuðborgarsvæðinu til okkar á landsbyggðinni, við beinum jú ferðamannastraumin- um með þessum hætti frá Reykjavík og nágrenni að miklu leyti. Þvi er ekkert óeðlilegt við það, að þeir, sem unnið hafa að ferðamannaiðnaði á suðvestur- horninu, mikið og gott starf, séu ekki fyllilega ánægðir með svona framtak. Við höfum alltaf óskað þeim alls góðs og viljað að þeirra vegur yrði sem mestur. Það er okkar viðhorf og verður svo enda litum við á ferðirnar milli ís- lands, Færeyja og annarra Norð- urlanda sem viðbót við það, sem Amaliel Knudsen, skipstjóri, Óli Hammer, framkvæmdastjóri, og Jónas Hallgrfmsson við komu Norrönu til Seyöisfjarðar í vor. áður var, mjög nauðsynlega viðbót. Bezti staðurinn var valinn „Tað er hundrað prosent sikk- urt,“ eins og Færeyingarnir segja, að bezti viðkomustaðurinn hefur verið valinn i þessu sam- bandi. Þegar þetta byrjaði fyrir 10 árum var það almennt álit manna, að það væru ekki annað en sjómenn, fiskiðnararfólk og bændur, sem byggju austur á landi. Það var alveg rétt, en það er haröur og góður kjarni til að takast á við hlutina, ekki síður ferðamál en það, sem þeim hefur verið nærtækast til þessa. Þegar hægt er að fá fjöldann til að taka þátt í ævintýri eins og þessu, gengur það upp. Það veit reynd- ar enginn ævina fyrr en öll er. Þetta fyrirtæki, Smyril-Line, á við sína erfiðleika að etja eins og flest öll önnur i dag. Ég er hins vegar ekki i vafa um það, að bæði Færeyingar og Austfirð- ingar vilja leggja mikið á sig til að halda siglingunum gangandi og aðrir, sem hlutafé hafa lagt i fyrirtækið. Það hefur því komið til greina að auka hlutafé íslend- inga fáist til þess leyfi gjaldeyr- isyfirvalda. Þessar samgöngur eiga rétt á sér, þær verða til vegna þess og þeim verður að halda áfram,“ sagði Jónas Hall- grímsson. Hr, Viö erum aðeins á miðjum sjó, möguleikarnir eru miklu meiri — segir Jónas Hallgrímsson á Seyðisfirði um siglingar Norrönu þó menn geri sitt bezta eins og er. Því vil ég segja eins og skip- stjórarnir í brúnni: „Við erum á miðjum sjó,“ þegar þeir vilja ekki gefa upp hvar þeir eru,“ sagði Jónas Hallgrímsson, einn helzti hvatamaður að samgöng- um á sjó milli íslands og Fær- eyja, i samtali við Morgunblaðið. Norrænt samstarf felst ekki bara í fundum, ferðalögum og ráðstefnum „Siglingar Norrönu eru eitt ljósasta dæmið um það, að nor- rænt samstarf er ekki aðeins til í ræðum, fundum, ferðalögum eða ráðstefnum. Þetta er talandi dæmi um það, hvað hægt er að gera í samstarfi þjóða og það er hægt að gera miklu meira. Þetta samstarf hófst veturinn 1975, þegar þeir komu hingað til lands Sigurður Sfmonsen, forstjóri Föroya Ferðamannastovu og Tómas Arabo, þáverandi fram- kvæmdastjóri Strandafaraskipa landsins. Þá höfðu ekki margir trú á því, að f þessu fælust ein- hverjir framtiðarmöguleikar. Ég sá strax í þessu nokkra verulega ljósa punkta, þegar ég fór að skoða þetta niður i kjölinn og það hefur komið í ljós, að það reyndist rétt að eyða sínum tíma að vérulega miklu leyti í upp- byggingu þessa samstarfs. Þetta hefur svo vaxið og dafnað frá upphafi og er orðið það, sem það er í dag. Idag er þetta ekki bara Norröna og siglingar hennar. Það er miklu meira á döfinni. Vest-norræna nefndin, sam- starfsnefnd Færeyinga, Græn- lendinga og íslendinga, hefur skapað verulega athafnasemi á Austurlandi. Við höfum verið í samstarfi við Færeyinga og er- um byrjaðir með Grænlending- um svo framtíðarmöguleikarnir eru verulegir. Góðar viðtökur og skilningur en engir peningar Ég tók fyrir nokkru þá ákvörðun að helga mig þessu samstarfi og þá helzt samgöng- unum milli Islands og Færeyja. í þvi skyni hef ég hætt sem bæjar- stjóri á Seyðisfirði og byggt hús við höfnina til að veita farþegum Norrönu aukna þjónustu. Ég hafði reyndar hugsað mér að það mál gerðist öðru vísi. Síðastliðið haust voru uppi um það hug- myndir meðai alþingismanna fjórðungsins og Ferðamálaráðs, að bæta úr þjónustu við ferða- menn hér. í byrjun voru góðar viðtökur og skilningur á þessum hugmyndum, en engir peningar. Kaupstaðurinn hefur lagt í ær- inn kostnað vegna þessa frá byrjun, aðallega höfnin og ekki var hægt að leggja meira á þá. Því fór það svo, að ég sagði þess- um aðilum, að þessi mál yrði að leysa á annan hátt og það hefur verið gert og til þess hef ég hlot- ið stuðning margra. Ég vil taka það fram, að bæði fyrrverandi formaður Ferðamálaráðs og ein- stakir starfsmenn þess hafa sýnt þessum samgöngum mikinn skilning og veitt bænum 100.000 króna stryk til að sinna þeim, en úr öðru hefur ekki verið úr að spila. 100.000 manns farið um Seyóisfjörð vegna siglinganna Það er engin spurning um það, að ferðamannaiðnaðurinn er gíf- urlega þýðingarmikill fyrir Austur- og Norðurland. Þar er nánast ekkert annað en grunn- atvinnuvegimir, sjávarútvegur og landbúnaður og því verður fjölbreytni í atvinnulífinu að aukast og þar getur ferða- mannaiðnaðurinn skipt miklu máli. Það er allt hálf heimalegt, sem ekki breytist og þetta er að stækka landið. Þetta er tíunda árið, sem siglingar Smyrils og Norrönu standa yfir og á þeim tíma hafa áreiðanlega nálægt 100.000 manns farið um Seyð- isfjörð vegna siglinganna. Það er augljóst hve mikla þýðingu það hefur fyrir staðinn og landið í heild, að hægt sé að taka á við- unandi hátt á móti þessu fólki og því leiðbeint um þá staði, sem eru mikilvægir frá náttúrulegu sjónarmiði og þannig komið í veg fyrir að þeim verði spillt. Ég þekki þessa útlendinga ekki af öðru en að fara eftir því, sem þeim er sagt, því þeir koma flest- Hin nýja þjónustumiðstöð sem Jónas Hallgrímsson hefur byggt á Seyðis- firði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.