Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 Vísnavinir í opnu húsi Fimmtudaginn 9. ágúst verður íslensk þjóðlaga- og vísnatónlist á dagskrá Nor- ræna hússins „Opið hús". Þá munu félagar úr Vísnavinum syngja og leika og hefst dagskráin að vanda kl. 20:30 og er um klukkustundar löng. Að loknu kaffihléi, um kl. 22:00 verður síðan sýnd stutt kvik- mynd eftir Ósvald Knudsen, sem nefnist "Fráfærur". Kaffi- stofa hússins og bókasafn verða opin til kl. 22:00 svo sem venja er í opnu húsi. í anddyri hússins stendur nú yfir sýning á íslenskum skor- dýrum, sem sett var upp í sam- vinnu við Náttúrufræðistofnun íslands og í bókasafni er sýning á íslensku prjóni frá Þjóðminja- safni íslands. í syningarsölum í kjallara hússins er um þessar mundir sýning á verkum sex norrænna textíllistamanna, sem kalla sig Hexagon. Er hér um að ræða farandsýningu, sem hingað er komin frá Noregi. Sýningin er opin daglega kl. 14.00-19.00 til 12. ágúst næst- komandi. (Frétutilkjrnning.) Menningarstofnun Bandarfltjaniia: Kvikmynd Páls Árdals um Parkinson-veikina Listamennirnir sem sýna f austursal. Á myndina vantar Sigurbjörn Jónsson. Kjarvalsstaðir: Tvær sýningar opn- aöar á laugardag í tilefni af komu Páls Árdals beimspekiprófessors til íslands en hann dvelst í Kanada, hafa Park- inson-samtokin á íslandi fengið leyfi til ao sýna hina frábæru nýju kvikmynd hans um Parkinson- veikina. Prófessor Páll mun eftir sýn- inguna svara spurningum og ræða við áhorfendur. Myndin fjallar um áhrif sjúkdómsins og leiðir til að halda honum í skefj- um. Myndin verður aðeins sýnd einu sinni í salarkynnum Menn- ingarstofnunar Bandaríkjanna, Neshaga 16, sunnudaginn 12. ág- úst næstkomandi kl. 14.00. Sýn- ingin er ollum opin og aðgangur ókeypis. Veitingar verða seldar á staðnum. Páll Árdal prófessor Herstöðvaand- stæðingar með minningarfund UM ÞESSAR mundir eru liðin 39 ár síoan kjarnorkusprengjunum var varpað á japönsku borgirnar Hirósíma og Nagasaki. í tilefni þess efna samtök herstöðvaand- stæðinga til minningar- og mótmælafundar við bandaríska sendiráðið við Laufásveg í kvöld fímmtudaginn 9. ágúst kl. 22.00. Á fundinum, sem er haldinn undir yfirskrifinni „Á elleftu stundu", flytur Sigurður Skúla- son, leikari, ljóðið „Herleiðing" eftir Þorstein frá Hamri og Ingi- björg Haraldsdóttir, eðlisfræð- ingur, flytur ávarp. Þá verður þeirra sem létust minnst með tveggja mínútna þögn og kerta- ljósum, sem tendruð verða í lok fundarins. (Fréttatilkynning.) LAUGARDAGINN 11. ágúst verða opnaðar tvær sýningar á Kjarvalsstöðum. í austursal sýna 5 ungir myndlistarmenn, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Lára Gunnars- dóttir, Sigurbjörn Jónsson og Svala Jónsdóttir. Þau hafa rekið saman grafík-verkstæði sl. eitt og hálft ár og eru þau ðll út- skrifuð frá Myndlista- og hand- íðaskólanum. I vestursal sýna 9 myndlist- arkonur verk sín sem er bæði skúlptúr, teikningar og málverk unnin með olíu og akrýl. Þær sem sýna eru: Ásta Ríkharðs- dóttir, Björg Örvar, Erla Þórar- insdóttir, Guðný Björk Richard, Harpa Björnsdóttir, Jóhanna Kristín Yngvadóttir, Ragna Steinunn Ingadóttir, Sóley Ei- ríksdóttir og Steinunn Þórar- insdóttir. |MflaaMlHHMMM| 'K \0] *»3 0 1 ¦^¦^¦^¦¦¦¦W á4LJfti HPw1^**) Kvartett Kristjáns á færeyska jazzhátíð Hluti kvennanna sem sýnir f vcstursai Kjarvalsstaða. JAZZKVARTETT Kristjáns Magnússonar tekur þátt í fyrstu Egilsstaðir: Atlavíkurhátíðin gekk mjög vel — segir Björn Halldórsson, lögregluvarðstjóri KgilsstoAum, 8. ágúsrt. „ÉG HAFDI satt að segja ekki trú á því að Atlavíkurhátíðin '84 gengi svo vel sem raun hefur orðið á. Ölvun var að vísu tals- verð og líklega ekki minni en á fyrri samkomum í Atlavík en fór samt á allt annan veg en í fyrra. Það bar hreinlega minna á ölv- uninni og hefur veðurblíðan sjálfsagt átt sinn þátt í því," sagði Björn er tíðindamaður Mbl. innti hann frétta af gangi mála í Atlavík um verslunar- mannahelgina. „Jú, ég er feginn að þetta er afstaðið. Þessi útihátíð kemur sem hrein viðbót við háannatíma okkar loggæslumanna — sem er frá miðjum júní fram í miðjan ágúst — en þá er ferðamanna- straumurinn mestur og mest um dansleikjahald hér á loggæslu- svæðinu." Hvað voru margir lögreglu- menn að störfum hér um versl- unarmannahelgina? „í Atlavík voru 22 lögreglu- menn á tvískiptum vöktum og á lögreglustöðinni hér á Egilsstöð- um voru 3 logreglumenn á vakt þegar mest var að gera — auk þess sem ein vegalögreglubifreið var á ferðinni alla helgina. Jú, við þurftum að hafa af- skipti af nokkrum samkomu- gesta vegna ölvunar — og taka um 15—20 manns úr umferð um tíma. Hins vegar hafði gæslu- og hjúkrunarlið UÍA afskipti af mun fleiri, líklega milli 150—200 manns." — Var ekki þröngt um 6.500 manns þarna í víkinni? „Jú, svo sannarlega. Við hleyptum ekki einkabílum niður í víkina og því sköpuðust veruleg vandræði vegna skorts á bíla- stæðum — en þetta gekk samt allt ótrúlega vel miðað við allan þennan mannsöfnuð." — Og hverju þakkarðu það? Ljósm. Mbl./Ólafur Björn Halldórsson, iögregluvarð- stjóri á Egilsstöðum. „Þar kemur sjálfsagt margt til og styður hvað annað. Einmuna veðurblíða, reynsla mótshaldar- anna og gott skipulag." — Þú ert sem sé ánægður með útkomuna? „Já, að vísu fer alltaf eitthvað úrskeiðis, t.d. voru gripdeildir alltof tíðar, átta ökumenn teknir vegna meintrar ölvunar og þvi miður var nokkuð um likamsár- ásir — en alvarleg slys urðu ekki á mönnum. Umferðaróhöpp urðu nokkur — þar af tvær bílveltur á Breiðdalsheiði og gjöreyðilagðist önnur bifreiðin þar. Ef unnt reynist að losna við glerflöskur af slíkum útisamkomum mun margt færast til betri vegar — því að margur skarst vegna brot- inna flaskna. Þá þarf að mínu viti að lagfæra lítillega aðstöðu f Atlavfk — auka bflastæði, bæta hreinlætisaðstöðu og koma upp sturtuklefum og gangstfgur meðfram vegi milli hótels og Atlavíkur er nauðsynjamál," sagði Björn að lokum. — Ólafur. jazzhátíðinni í Færeyjum um helgina. Fjórmenningarnir halda utan á laugardaginn og leika þá um kvöldið og næstu sex kvöld. Meðal annarra kunnra jazzmanna, sem leika í Færeyj- um í næstu viku, eru Putte Wickman, Svend Asmussen og fleiri. Kvartett Kristjáns, sem situr fremstur á myndinni, skipa auk hans (frá vinstri): Árni Scheving, rafmagsbassi, Guðmundur Steingrímsson, trommur og Jón Páll Bjarna- son, sem leikur á gítar. Kukl: Tónleikar í Safarí AÐ MINNSTA kosti er þao Kukl sem hefur ákveðið að bæta við auka- tónleikum hjá sér hér á landi. Er það gert vegna mikillar aosóknar á fyrri tónleika hljómsveitarinnar I Safari. Verða þessir tónleikar í kvöld í Saf- ari. Til leiks með Kukl á þessum tónleikum koma hljómsveitirnar Bara-flokkurinn og Vonbrigði. Þetta verða síðustu tónleikar Kukls hér á landi um langt skeið því þann tuttugasta ágúst hefja þau Evrópuferð sína í London. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.