Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Pizza er ítalska orðid fyrir pie, þaö er brauðbotn með fyllingu. Pizza var í fyrstu búin til þegar nýta þurfti afganga af brauðdeigi. ftalir nota sem fyllingu m.a. bragðsterka tóm- atsósu, Pepperoni (bragðsterkt kjötbjúga) og Mozzarella sem er mjúkur mildur ostur. Við sem ekki búum á Ítalíu, notum það hráefni sem fáanlegt er í landinu. Árangur er oft góður. Pizza 214—3 bollar hveiti (1 bolli = 125 gr.) 1V4 tsk. sykur 1—2 tsk. salt 1 xk matsk. þurrger (DCL) 1 bolli volgt vatn 2 matsk. matarolía 2 bollar rifinn ostur 2 til 3 bollar tómatsósa i fyllingu (uppskrift fylgir) eða önnur fylling Brauðbotn: 1. Setjið xh bolla af ylvolgu vatni í skál (volga). Bætið síðan þurr- geri og sykri í vatnið og látið standa í 15 mín. eða þar til ger- ið hefur „vaknað" og tvöfaldast í vatninu. Sykurinn flýtur því, enda nærist gerið á sykrinum. 2. Brauðið er síðan búið til á venjulegan hátt. Hveitið bland- að salti er sett í skál. Gerið, vatnið og matarolían sett í miðju og hveitið unnið upp í það með sleif. Síðan er það hnoðað létt og mjúkt. 3. Setjið 1 matsk. matarolíu í djúpa skál, veltið deiginu í olí- unni (þá festist það ekki við skálina) og látið það síðan lyfta sér í 30 mín. Uppskriftin er fyrir 2 hringlaga pizzur eða 5 litlar bakaðar í tertu- botnum. Deiginu er þrýst saman (það er ekki hnoðað aftur) og því er síðan skipt í hluta. Á plöturnar er fyrst sett örlítil matarolía og deiginu þrýst frá miðju að rönd formsins og mótaður kantur. Tómatsósan er sett á botnana og ostinum dreift yfir. Pizzurnar eru síðan bakaðar við meðalhita í 30 mín. Tómatsósan V4 laukur saxaður smátt 1 hvítlauksrif — pressað eða sax- að örsmátt 2 matsk. mataroiía !4 bolli paprika söxuð smátt 1 lftil gulrót niðurrifin 1 lárberjablað 1 tsk. oregano V* tsk. basil V4 tsk. timian 2 bollar niðurskornir tómatar eða 2 dósir niðursoðnir tómatar niður- skornir 2 dósir (litlar) tómatkraftur (puree) 1 tsk. salt V4 tsk. pipar Laukurinn og hvítlaukurinn eru látnir linast í heitri matarolíunni smá stund. Þá er gulrót, papriku og kryddi bætt út í og blandað vel. Síðan er tómatpuree, tómatar, salt og pipar sett saman við og soðið við vægan hita í 30 mín. Lárberja- blaðið er fjarlægt og sósan kæld. Sveppa og laukfylling: Fyrir 1 pizzu 1 bolli laukur saxaður 1 tsk. salt 1 tsk. oregano V* bolli matarolía paprika 1 dós sveppir (lítil) 1 bolli rifinn ostur (Gouda 26%) Laukur, salt og oregano er soðið i feitinni þar til laukurinn er ljósbrúnn orðinn, nokkrar mín. Látið á pizzabotn, niðursneiddum sveppum dreift þar yfir og að síð- ustu ostinum. Paprikudufti er stráð yfir ostinn áður en pizzan er bökuð. Verð á hráefni: Ostur 350 gr. kr.70.00 Tómatpuree (2) kr 11.20 Tómatar niðursoðnir (2 dósir) kr. 71.80 Samtals kr. 153.00 Áætla má, að hráefni í tvær heimatilbúnar pizz- ur kosti um kr. 190.00. Þeir félagar, Eirfkur (t.v.) og Jón, útbjuggu kort til þess að auðvelda sér leitina að hlutnum og takmarka það svæði sem leitin færi fram á. Ratleik Seiko lokið: Hluturinn fannst eft- ir vel skipulagða leit Ratleiknum, sem Þýsk-íslenska verslunarfélagið, Auglýsingastöðin Örkin og Gunnar Gestsson stóðu fyrir, er lokið. Tveir vaskir sveinar, þeir Eiríkur Eiríksson og Jón Aðal- björn Jónsson, fundu hlutinn sem komið hafði verið fyrir í beinni stefnu vestur af Arnarfelli hinu litla í Hofsjökli í um 33ja km fjarlægð frá því. í sumar kom upp sú hugmynd að koma fyrir einhverjum hlut á að- gengilegu svæði sem næst miðju landsins i því skyni að ratvísir ferðamenn gætu spreytt sig á að reyna að hafa uppi á hlutnum. Margir munu hafa reynt að finna hlutinn en ekki haft erindi sem erfiði fyrr en þeir sjónfráu sveinar, Eiríkur og Jón, komu til sögunnar. Þeir sögðu að Jón hefði átt hugmyndina að því að taka þátt í leiknum og hefði hann skundað á fund Eiríks, þar sem hann var að störfum uppi í Kerlingarfjöllum, og fengið hann i lið með sér. Þeir kváðust síðan hafa farið á vett- vang til að leita að hlutnum. Einu upplýsingarnar sem þeir höfðu var að hluturinn væri í u.þ.b. 33,5 km beinni stefnu vestur af Arnarfelli og á svæði sem hefði um 0,5 km radíus. Þeir sögðust hafa hafist handa við að skipta svæðinu niður í sex jafna hluta og einsett sér að fínkemba hvert svæði fyrir sig. Skipulagða leit hófu þeir síðan 23. júlí í þoku og og varð það til þess að þeir könnuðu fyrsta hlut- ann af mikilli nákvæmni. Leituðu þeir að hlutnum í um 9 klukku- stundir í fyrsta hlutanum en ekk- ert fannst. Daginn eftir könnuðu þeir næsta hluta án árangurs. Þá höfðu þeir kannað um xh af svæð- inu og fóru heim við svo búið. Þeir hófu síðan leit aftur þann 31. júli og eftir um sex klukku- stunda leit fundu þeir hlutinn. Jón sagði að þeir hefðu fyrst komið auga á eitthvað hvítt í um 30 metra fjarlægð en haldið í fyrstu að um plastpoka væri að ræða eða snjóhrafl. Þeir hefðu því haldið áfram að leita á því svæði sem var á milli þeirra og hlutarins. Það var síðan er þeir voru í um fjögurra metra fjarlægð frá hlutnum að þeir áttuðu sig á hvað það var sem fyrir framan þá lá og þeir hefðu því ekki verið lengi að stökkva á hann. Þegar þeir voru að því spurðir hverju þessi ratvísi sætti svöruðu þeir því til að sá sem væri einu sinni skáti væri ávallt skáti og skátar yrðu að kunna á áttavita. Þeir hefðu fyrst kynnst þeim merka hlut i skátunum og slðan hefðu þeir aukið kynni sín við hann er þeir gengu í Björgunarsveitina Ingólf, því ekki væri til neins að ætla sér að leita að týndum mönnum upp til fjalla og víðar ef ekki væri til staðar næg kunnátta á áttavita. Að launum fyrir fundvísina verðlaunaði umboðsaðili Seiko á íslandi, Þýsk-íslenska verslunarfé- lagið, þá félaga fyrir fundvísina og færði þeim vandað karlmannsúr af gerðinni Seiko Quartz. Þrír ungir ítalir sem unnu í hugmyndasamkeppni Renault-bflaverksmidjunnar á Ítalíu: S^ín^iígfSm^ð'&í eina viku til að skoða okkur um. Þá förum við einnig til Vestmanna- eyja.“ Sögðust þeir félagar lítið sem ekk- ert hafa vitað um landið áður en þeir sendu ferðatillöguna inn. Luca og Luigi leggja stund á landafræði- nám í háskóla í Mílanó, en Michele er auglýsingahönnuður. „Það var töluvert erfitt að safna upplýsingum um Island," segja þeir. „Við reynd- um að ná sambandi við sem flesta ítali sem við vissum að hefðu komið til landsins og einnig fengum við bæklinga og bækur á ensku og frönsku. Island er búið að koma okkur skemmtilega á óvart og við höfum haft samband við Háskóla íslands til að grennslast fyrir um upplýs- ingar um land og þjóð, bækur, bækl- inga og ýmiskonar kort sem nota mætti í háskólanum í Mílanó.“ Hvernig leist fjölskyldum ykkar á hugmyndina um að fara til íslands? „Það eru ekki margir Italir, utan þeirra sem vinna á ferðamannastöð- um, sem vita eitthvað um landið, svo óneitanlega þótti fjölskyldum okkar þetta undarlegt. Þær höfðu ekki óhyggjur af ferðalaginu sem slíku, heldur fremur af náminu hjá okkur Luca og Luigi, en við ættum að vera að lesa núna... En eftir að við fór- um að vinna að undirbúningi ferðar- innar urðum við enn spenntari en áður að koma hingað. Þetta er of gott tækifæri til að sleppa því,“ sögðu þremenningarnir itölsku að lokum. Btom. skemmtilega á óvart í samtali við blaðamann Mbl. sögðu mennirnir að alls hefðu borist 800 ferðatillögur til ítölsku dóm- nefndarinnar, en fimm þeirra hefðu verið valdar úr, þar á meðal þessi ferð til íslands. Verksmiðjan leggur til bifreið, bifvélavirkja, greiðir bensinkostnað, filmukostnað og fleira þess háttar, en fyrirtæki sem fá auglýsingar límdar á bílinn leggja til ýmiskonar viðlegubúnað, svo sem tjöld, svefnpoka, fatnað og fleira. Þremenningarnir lögðu af stað frá Ítalíu í byrjun júlí og óku um Evr- ópu. Síðan komu þeir með Norröna frá Danmörku til Seyðisfjarðar. Sögðust þeir hafa áætlað að tveir mánuðir væri nægur tími til að aka um landið og skoða náttúru þess, en nú hefðu þeir komist að því að til að kynnast landinu að einhverju marki þyrfti miklu lengri tíma til, og hyggjast þeir allir koma aftur til landsins í vetur. Einn þeirra. Mich- Luigi, Luca og Micheli við Renault 4, bifreiðina sem Renault bílaverksmiðjan i Italíu lét þeim í té fyrir ferðina til Islands. Ljósm. Mbl. Bjarni. ele Costantino, kveðst jafnvel hafa áhuga á að setjast hér að. En hvernig datt þeim í hug að ferðast um ísland? „Okkur datt nú fyrst í hug að fara til Kína, en við nánari athugun kom í ljós að það yrði erfitt að koma bílnum þangað og þar að auki yrði ferðalagið tímafrekara. Við erum afskaplega hrifnir af náttúru landsins, hún vekur alveg sérstaka tilfinningu upp í manni. Við lögðum af stað frá Seyðisfirði sama daginn og við komum og höf- um nú ferðast um Norður- og Aust- urland og miðbik landsins. Við kom- um meðal annars við á Vatnajökli og skoðuðum okkur um þar. Það var ótrúleg sión. og áhrifamikil Við ætlum að fara aftur að Vatnajökli í lok ferðarinnar og skoða okkur bet- ur um. Við verðum í Reykjavík í þrjá eða fjóra daga og höldum svo til Vestur- lands og höfum í hyggju að ganga á Snæfellsjökul og einnig ætlum við að ganga á Drangajökul á Vestfjörð- um. Við höfum heyrt að landslagið á ÞRÍR ítalir, Luca Navarra, Luigi Pagli- aro og Micbele Costantino eru nú í hringferð um landið á vegura Renault bílaverksmiðjunnar á Ítalíu. Mennirnir þrír, sem eru allir um tví- tugt, unnu hugmyndasamkeppni um ferðalög á Renault bifreiðum, en sam- keppnin var haldin á Ítalíu í vetur á vegum bílaverksmiðjunnar. Var þetta í fyrsta sinn sem slík keppni var haldin þar í landi, en hún er haldin árlega í Frakklandi. ísland kom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.