Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 40 Minning: Ása Steinunn Sverrisdóttir Fædd 19. júlí 1950 Dáin 3. ágúst 1984 Þeear fjalla vötn luktust saman fyr Asu Steinunni Sverrisdóttur og hún átti aö baki mikilvægustu reynslu lífsins, sjálfan dauðann, eins og höfundur Sólarljóða hefur trúað okkur fyrir henni, og hugur- inn leitaði hana uppi i gömlum minningum sá ég hana fyrir mér eins og blóm sem brosir við sumri og sól, vitandi um nálægð þess sem slær allt hvað fyrir er. Samt teygaði hún sól hvers dags 1 botn eins og liljur vallarins sem lýst er í helgri bók. Og ég sé hana fyrir mér hávaxna og kvenlega, dökkleita og spyrjandi, hárið mik- ið og slegið en frjálst eins og óbeizluð æskuþrá og umgjörð augnanna lituð af gáskafullri kímni eins og til að lífga upp á umhverfið. Ása Steinunn minnti mig helzt á hvað það er skemmti- legt að lifa og hvað lífið getur ver- ið margbreytilegt þrátt fyrir fá- breytt störf og daga sem eru hver öðrum líkir. Og nú er hún öll. Ung kvaddi hún þetta hvunndagslega leiksvið okkar af ástæðu sem eng- inn veit, alltof ung. Samt er eins og okkur gruni einhvern leyndar- dóm sem við þekkjum ekki nema af afspurn: Við hinum látna blasir vera svo björt sem sólin og fylgir honum inní ókunna veröld mikilla ævintýra, ef marka má höfund Sólarljóða, en hann kunni skil á ýmsu því sem lærðir háskólamenn glíma nú við af eðlislægri forvitni. Að Ásu Steinunni stóðu sterkir stofnar, íslenzkar bjarkir og danskur ilmviður. Ásgeir móður- afi hennar var kunnur skipstjóri, Þórður föðurafi hennar læknir á Kieppi og atkvæðamikill stjórn- málamaður og þjóðsaga bæði lífs og liðinn. Minnisstæðustu tíðindi af því óskiljanlega astralplani sem mér hafa enn borizt eru bundin sálförum hans. Eyjólfur vinur minn Eyfells sagði mér frá því þegar hann hitti Þórð við skyldu- störf á eilífðarplaninu og lýsti því nákvæmlega, en Eyjólfi voru sál- farir einnig jafnhversdagsleg reynsla og sálubótarganga á sumardegi. Mörgum árum seinna sagði Þórbergur mér frá því hvernig Þórður á Kleppi hafði sagt honum þegar hann hitti Eyj- ólf á astralplaninu og lýsti því fyrir mér nákvæmlega eins og Eyjólfur hafði gert mörgum árum áður. Sama reynsla úr tveimur ólíkum áttum, það var eftirminni- legt. Ásu Steinunni og ættmenn- um hennar voru slíkir leyndar- dómar ekki ókunnir með öllu. Því er þetta nú rifjað upp. Það sakar ekki þótt meira sé um vert að eiga nú og ávallt þau fyrirheit sem flutt voru blómstrinu eina í orðum Jesú Krists. Það vita þeir bezt sem mest hafa hugsað um astralplanið. Þegar Ása Steinunn veiktist báðum við þess í kvíða og van- mætti að henni yrði hlíft, svo ungri. En þegar á leið veikindi hennar vissum við betur, vissum að ekki varð undan litið. Það var sárar en lýst verður. En þó sárast að horfa upp á sársauka vina sinna. svo vanmáttug sem við vor- um. Ása Steinunn, þetta brosandi vorblóm, átti ekki að fá að blómstra áfram í sól og birtu sinna nánustu. En því meiri varð virðingin fyrir hógværð vina okkar og þreki sem innri sársauki jókst. Sjálf hélt Ása Steinunn sál- arþreki sínu til hinztu stundar. Það er raunar með ólíkindum hvernig henni var líknað með and- legum styrk, svo viðkvæmri konu. Hún kvartaði aldrei mér vitanlega eða harmaði hlutskipti sitt, fylgd- ist samt með hverju eina og spurði undir lokin hverjar batahorfur væru — þráði að sjálfsögðu að lifa svo ung sem hún var. Eins og hríðirnar fylgja fæðing- unni, þannig kemur dauðinn einn- ig í heimsókn — og því skyldi hon- um þá ekki fylgja nýtt vor, guðleg forsjón vonar og gleði sem okkur sést yfir á leið um þá dimmu dali sem Davíð yrkir um í sálarstyrkj- andi sálmi sínum. Við Sverrir töl- uðum eitt sinn um hvort dauðinn mundi ekki vera slík reynsla, slík fyrirheit, svo ægileg sem örlög mannsins væru. Ekki vissu dýrin hvað biði þeirra. Þeim væri hlíft við vitneskjunni um dauðans óvissan tíma. Einnig blómunum sem við rífum upp og geymum til næsta dags. En við vitum. Þessari vitneskju sem er óbærileg þjáning í sjálfri sér hlýtur að vera ætlað eitthvert hlutverk i lífi mannsins og dauða. Það er ekki einasta að allt hafi sinn tíma, heldur hefur þekkingin sinn tilgang. Og ekki kæmi mér á óvart að vissan um dauðann sé krossfestingin fyrir upprisuna. Ég ætla að minnsta kosti að hafa það fyrir satt þangað til annað kemur í Ijós, en þá skipt- ir það hvort eð er ekki máli frekar en þau örlög, ef örlög skyldi kalla, sem bíða blindrar og skynlausrar náttúru. Ung vorum við Hanna á heimili foreldra Ásu Steinunnar að Leifs- götu — ung og eins hamingjusöm og grasið er grænt, svo vitnað sé í frægt ljóð eftir Dylan Thomas frá þeim árum. Ilmur í lofti, gróandi. Allt óráðið. Sverrir og Hildur einnig ung og engum hefði dottið annað í hug en Ásu Steinunni væri ætlað að standa yfir moldum okkar. En við erum ekki spurð. Hitt skiptir þó mestu hvernig Ása Steinunn lifði og hvernig hún tók hlutskipti sínu. Jákvæð stúlka, góð og glaðvær óx hún úr grasi og varpaði fallegu Ijósi á umhverfi okkar sem fengum hlutdeild í þessu heillandi vori. Oft vorum við Sverrir saman á vöktum á Morg- unblaðinu og fylgdumst að heim um nætur eftir langa og erfiða vinnudaga. Morgunblaðið batt okkur Hönnu vináttuböndum við Sverri og Hildi, ásamt öðru. Marg- ir eru vinirnir orðnir á vegum blaðsins. Þangað höfum við sótt dýrmæta reynslu. Gleðin var okkur Sverri börnin og heimilið, sorgin þeir sem við höfðum skrif- að um fréttir og áttu um sárt að binda, því það er ekki einasta í skáldinu sem fólk á bágt, heldur blaðamanninum. Tungl og stjörn- ur, Leifsgata og Nökkvavogur, allt hefur sinn stað og sinn tíma — einnig gleðin og sorgin. Og nú er það sorgin. Hún var víðs fjarri þegar börn okkar voru að vaxa úr grasi og Ása Steinunn réðst ung að Morgunblaðinu og veröld okkar var björt veröld, án skugga. Aldrei var svo létt yfir starfsfólki Morg- unblaðsins að Ása Steinunn yki ekki á gleðina og hafði þannig sömu gáskafullu áhrifin á um- hverfi sitt og faðir hennar þegar við vorum ungir. Síðan vann hún skyldustörf sín af sama áhuga á auglýsingadeild blaðsins og hann á ritstjórninni. Þannig fylgdust þau að, feðginin. Og þannig höfum við öll fylgzt að. Nú síðast um dimma dali þegar ekkert getur huggað nema einn stafur. Og einn sproti. Af tregafullum vanmætti skrifa ég þessar línur í þotu yfir Atl- antshafi. Hugurinn leitar heim, ótal hugsanir leita heim. Okkur er þungt fyrir brjósti. Og í 34 þúsund feta hæð yfir suðurhluta Atlants- hafs verður ísland eins og á mörk- um draums og veruleika. Eða hvað á að segja á slíkri stundu annað en að Ása Steinunn megi látin halda áfram að minna okkur á fögnuð lífsins eins og hún gerði á hérvistardögum sínum; að ástvinir hennar megi lifa í þeirri fullvissu að hún eigi eftir — meira að starfa guðs um geim. En eitt er víst: Minningin er öðrum veru- leika mikilvægari. Minninguna getur enginn tekið frá okkur; þannig munum við ávallt eiga Ásu Steinunni og aðra vini okkar. í harmanna helgilundi höfum við skjól af minningu sem tekur á sig gervi sorgar og gleði — og nú er það sorgin sem við blasir. En þá er að muna það að án gleði engin sorg. Sól fylgja skuggar, en myrk- ur sólarfalli. Við stöndum nú í miðjum skugga af mikilli birtu. Á slíkum stundum, þegar tungan er til trés metin, þá er minningin því mælskari. Mágur, oft ert þú vitrari en ég, segir Einar Ingibjargarson við Hvamm-Sturlu. Andspænis dauð- anum eru allir vitrari en ég. Því eru þessi orð af vanmætti skrifuð. Þau eru einungis kveðja, þegar þögnin hæfir aðstæðum bezt. Tallahassee, Florida, 8. ágúst. Matthías Johannessen Ása Steinunn er látin. Við sem störfuðum með henni á auglýs- ingadeild Morgunblaðsins höfum vitað að hverju stefndi í erfiðum veikindum Ásu Steinunnar en vegna lífsgleði hennar og dugnað- ar kom það engu að síður sem reiðarslag er þessi setning hljóm- aði á föstudagsmorguninn í síð- ustu viku. Ása Steinunn Sverrisdóttir starfaði í mörg ár á auglýsinga- deild Morgunblaðsins og þar áður gegndi hún öðrum störfum á blað- inu. Hún var einstök. Einlægur vinur vina sinna sem flestir voru jafnframt samstarfsmenn hennar og vinsæl meðal viðskiptavina blaðsins — hún var í stuttu máli hvers manns hugljúfi. Frá henni stafaði í senn gleði og kraftur þannig að hún hlaut að hrífa fólk með sér. Gamansemi hennar setti svip á umhverfið. Það er skarð fyrir skildi á Morg- unblaðinu. Ása Steinunn lét aldrei deigan síga andspænis erfiðum verkefnum heldur tók jafnan for- ystu þegar mest á reyndi. Starfs- þreki hennar var viðbrugðið og hún gekk hiklaust að hverju við- fangsefni og hvatti aðra til hins sama. Ása gaf umhverfinu ætíð eitt- hvað af sjálfri sér. Hún sinnti störfum sínum af lífi og sál en átti jafnan nóg til að gleðja aðra ef á þurfti að halda. Ekki síst vegna þessarar gjafmildi hennar er kveðjustundin þungbær fyrir sam- starfsmenn hennar og vini á Morgunblaðinu. Fyrir hönd Morgunblaðsins er mér ljúft að færa Ásu Steinunni Sverrisdóttur hugheilar þakkir fyrir frábær störf. Við samstarfsmenn á Morgun- blaðinu vottum vinum okkar, ómari Skúlasyni, Petru og Sverri Þórðarsyni og öllum ástvinum Ásu Steinunnar dýpstu samúð. Blessuð sé minning góðrar stúlku. Baldvin Jónsson Við sem erum ung að árum eig- um erfitt með að sætta okkur við að fólk í blóma lífsins sé frá okkur tekið á svo dapurlegan hátt sem oft vill verða. Svo var með vinkonu okkar og samstarfskonu Ásu Steinunni Sverrisdóttur sem lést aðfaranótt föstudags eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir þeim mætti sem fyrr eða síðar bankar upp á hjá okkur öllum. Það er ekki auðvelt fyrir okkur sem með henni unnum svo og viðskiptavini okkar að hugsa sér auglýsingadeild Morgunblaðsins án hennar. Á farsælan hátt auðn- aðist henni að leysa úr þeim vandamálum sem upp komu, hún bar virðingu fyrir lífinu og þeim sem minna máttu sín. Ása var einstakur dýravinur og tók dýrunum sem jafningjum okkar mannanna. Hún var frá okkur tekin í blóma lífsins en það sem hún gaf okkur af sinni skemmtilegu kímnigáfu og fallega brosi eigum við til minningar um góða stúlku. Okkur langar til að kveðja vinkonu okkar með þessum orðum sem standa í Spámannin- um eftir Kahlil Gibran um leið og við vottum ómari sambýlismanni hennar, bræðrum og foreldrum okkar innilegustu samúð. „Ég kveð ykkur synir og dætur. Þessi dagur er liðinn. Skamma stund mun ég hvíla í faðmi vindanna og síðan verða endurborinn af nýrri móður.” Guð blessi minningu hennar. Andrea og Sigga Ása Steinunn bjó sem barn ásamt foreldrum sínum og systk- inum í sama húsi og við, fjöl- skyldufeðurnir voru bræður. Börnin okkar voru bræðrabörn, mikill samgangur á milli og oft glatt á hjalla. Ása Steinunn var myndarlegt og bráðþroska barn. Sérstaklega er mér minnisstætt hve músikölsk hún var. Hún sat oft tímunum saman í rólu í eldhúsdyrunum hjá mömmu sinni, söng hvert lagið á fætur öðru og kunni lögin rétt og textana 4—5 ára gömul. Seinna skildu leiðir og við sáum hana sjaldnar þegar hún var að vaxa upp sem falleg og myndarleg kona, ákveðin í fasi og hafði sínar skoð- anir, en átti auðvelt með að sjá broslegu hliðarnar á tilverunni, og hló þá oft hjartanlega og smit- andi. Við söknum af heilum hug þessa glæsilega fjölskyldumeðlims, sem varð að fara frá okkur svona ung og full af lífskrafti og starfsgleði. Við biðjum guð að blessa for- eldra hennar, systkini og eigin- mann, sem hún var svo mikils virði. Einkadóttirin, sem alltaf var þeim öllum til sóma og gleði alla sína daga, og stóð sig eins og drottning í sínum óumflýjanlegu örlögum. Hjartans kveðjur til Ásu Stein- unnar. Við hittumst öll aftur. Guð blessi sálu hennar. Herdís Þorvaldsdóttir Nú blundar fold í blíðri ró, á brott er dagsins stríð, og líður yfir land og sjó hin ljúfa næturtíð. Þá mæða sálar hverfur hver, svo hvílst þú getur rótt, og sjálfur Drottinn sendir þér, er sefur, góða nótt. J. Helgason Í dag er borin til hinstu hvíldar mín besta vinkona, Ása Steinunn Sverrisdóttir. Það er erfitt að trúa því, að þessi lífsglaða og góða stúlka sé horfin hér á jörð. Ása Steinunn var fædd 19. júlí 1950 og því aðeins 34 ára er hún lést. Foreldrar hennar voru hjónin Petra G. Ásgeirsdóttir og Sverrir Þórðarson, blaðamaður. Ég man þá tíð er ég hóf störf á auglýsingadeild Morgunblaðins fyrir um það bil 13 árum og hitti Ásu Steinunni. Persónuleiki henn- ar og lífsþróttur snart mig strax og ég átti því láni að fagna að með okkur þróaðist mjög góð vinátta, er hélst til hinstu stundar. I blfðu og stríðu var Ása Steinunn alltaf sannur vinur vina sinna. Hún var opinská, hrein og bein í framkomu við alla sem við hana mæltu. Það er ekki orðum aukið að Ása Stein- unn hefur verið einn besti starfs- maður auglýsingadeildar Morgun- blaðsins árum saman. Það sýndi sig ávallt í verkum hennar og við- móti við samstarfsfélaga, við- skiptamenn blaðsins og alla þá er í hlut áttu. öllum gat hún komið til að brosa með sinni einstöku kímnigáfu. Allir nutu hlýja við- mótsins hennar, sem hún sýndi þeim, er við hana áttu samskipti. Þegar Ása Steinunn veiktist snögglega í marsmánuði 1983 trúði maður því alls ekki að þessi lífsglaða og hressa stúlka hyrfi okkur svona fljótt sjónum, en veg- ir Guðs eru órannsakanlegir. Ég trúi því núna sem sagt er „þeir sem guðirnir elska deyja ungir". Ása Steinunn var hetja í þung- bærum veikindum. Andlegur styrkur hennar efldist við hvert nýtt áfall í sjúkdómsbaráttunni og alltaf var henni efst í huga hvern- ig okkur stallsystrum hennar og ástvinum öllum reiddi af. Þannig var hugur Ásu Steinunnar allt fram á síðustu stund. Ása Steinunn var sannur mannvinur og einstakur dýravin- ur. Allt líf var henni mikils virði. Hún naut þess ávallt að vera úti í náttúrunni ásamt sambýlismanni sínum, ómari Skúlasyni, og finna fegurð landsins okkar. Ég og fjölskylda mín vottum öll- um ástvinum Ásu Steinunnar okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð varðveita minninguna um góða og trygglynda stúlku um ókomin ár. Hvíli hún í friði. Kristín Andrewsdóttir í dag er lögð til hinstu hvílu vinkona mín, Ása Steinunn, en hún andaðist fyrir aldur fram eft- ir baráttu við þungbæran sjúkdóm aðeins 34 ára gömul. Margs er að minnast er litið er til baka siðustu 20 ár og margt að rifja upp, en kynni okkar Ásu hófust er við vor- um aðeins 14 ára gamlar í gagn- fræðadeild Miðbæjarskólans og hélst vinskapur okkar allt til hinstu stundar. Árið 1967 var ég svo lánsöm að Ása vinkona mfn útvegaði mér vinnu á Morgunblað- inu og urðum við því ekki aðeins vinkonur heldur samstarfsmenn líka. Ása var traustur vinur og sannkallaður vinur vina sinna og alltaf var gott að leita til hennar ef eitthvað var sem vantaði svar við. Ása var sterkur persónuleiki og sá sem sá hana og hitti einu sinni gleymdi henni ekki aftur. Hún var húmoristi mikill og hélt alltaf sinni góðu kimnigáfu, þótt hvert áfallið ræki annað í veikindum hennar. Sonur minn, Óli, 15 ára gamall átti því láni að fagna að vera f miklu uppáhaldi hjá henni allt frá fæðingu og má segja að fyrstu 5 árin hafi hún átt mikinn þátt i uppeldi hans með mér og vorum við oft stoltar yfir því hvað vel gekk. Sem fyrr segir vann Ása Stein- unn í um 20 ár hjá Morgunblaðinu og undanfarin ár var hún hægri hönd auglýsingastjórans og verð- ur seint eða aldrei fyllt það skarð sem varð við fráfall hennar, en við munum alltaf minnast hins góða anda er henni fylgdi jafnt í starfi sem annars staðar. Hugur Ásu var mikið bundinn starfi hennar á Morgunblaðinu og má með sanni segja að hún hafi unnið meðan kraftar hennar ent- ust. Ég trúi því að Ásu líði vel núna. Þegar sonur minn 5 ára heyrði að Ása væri dáin sagði hann: „Mamma, þá er hún farin til Guðs og afa óla og þá verður hún glöð.“ Þetta voru hans huggunarorð til mín. ómari, foreldrum hennar og bræðrum votta ég og fjölskylda mín hina dýpstu samúð. Hvíli hún f friði og hafi þökk fyrir allt. Magga Ólafs Laugardaginn 30. júnf sl. hringdi Lilja vinkona okkar í mig og sagði mér þau sorglegu tíðindi að hún Ása Steinunn væri þungt haldin á sjúkrahúsi og ætti sennilega ekki afturkvæmt heim. Nú, rúmum mán- uði síðar, er hún öll. Ég vissi að hún átti við alvarlegan sjúkdóm að stríða, en ég vildi ekki trúa þvf og hleypti þeirri hugsun aldrei að mér, að hún, þessi duglega og sfkáta stúlka, myndi ekki sigra. Ásu Steinunni kynntist ég fyrir fjórtán árum á mfnum gamla og góða vinnustað og er erfitt að fmynda sér að koma við á Moggan- um án þess að hitta hana með allar sfnar brellur og fjör. Þær eru svo ótal margar ánægju- og gleðistund- irnar sem hún veitti okkur vinnu- félögum sínum, við komum aldrei að tómum kofunum hjá Ásu, það var eins og hugmyndaflug hennar og húmor væri ótæmandi. Það eru liðin níu ár frá því að ég hætti á Mogganum, en þrátt fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.