Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 179. tbl. 71. árg.___________________________________FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandarísku spretthlaupararnir f.v. Kirk Baptiste, Thomas Jefferson og Carl Lewis, hlaupa heiðurshring í Memorial Stadium í Los Angeles eftir að hafa hafnað í þremur fyrstu sætunum í 200 metra spretthlaupi á Ólympíuleikunum. Lewis sigraði, annar varð Baptiste og þriðji Jefferson. Sjá nánar íþróttafréttir á blaðsíðum 28 til 31. Bretar og Frakkar að- stoða við duflaleitina Kaíró, 9. ágúst. AP. írakar hæfðu olíuborpall Manama, Bahrain. 9. ágúst. AP. Hernaðaryfirvöld í írak lýstu yfir í dag, að herþotur þeirra hefðu „hsft mikilvæg skotmörk" í herferð í morgun. Irna, ríkisfréttastofan ír- anska, greindi frá því að eidfiaug frá íraskri herþotu heföi hæft olíubor- pall skammt frá Kharg-eyju. Stríðsaðilana greindi á um hversu víðtækar skemmdir urðu á skotmarkinu, Iranir sögðu skemmdirnar litlar. írakar minnt- ust ekki einu orði á olíuborpall, en þar eð ekki spurðist um árásir á olíuflutningaskip var talið líklegt að þeir ættu við borpallinn í frá- sögn sinni. Beirút: Sprenging á markaðstorgi drap þrjá Beirút, 9. ágúst. AP. ÖFLUG sprengja sprakk á grænmet- ismarkaði í fátækrahverfi í vestur- hluta Beirút í dag og létu þrír lífið, en tuttugu særðust. Ekki er vitað hverjir stóðu að sprengingunni, en hún varð til þess að fylkingar vopn- aðra manna þustu út á göturnar og um tíma lá við vopnaskaki milli shíta og stjórnarhersins. Félagar í „flokki guðs“, sem eru shítar sem líta á Khomeini hinn íranska sem leiðtoga sinn, lokuðu svæðinu strax og sprengjan hafði sprungið. Hleyptu þeir aðeins ein- um brunabíl inn á svæðið og hót- uðu að skjóta á stjórnarhermenn sem vildu fá aðgang. Var þrefað í stundarfjórðung og guðsmennirn- ir skutu af rifflum sínum til lofts því til áréttingar að hermennirnir mættu hvergi fara nema til stöðva sinna á ný. Á endanum varð það úr. Sprengingin varð á sama tíma og stjórn Karamis tilkynnti að stjórnarherinn væri að taka sér stöðu á þremur stöðum fyrir utan Beirút í því skyni að halda opnum helstu umferðaræðum til og frá höfuðborginni. BRESKA ríkisstjórnin hefur ákveðið að verða við beiðni stjórnvalda í Egyptalandi um að senda á vettvang sérbúnar þyrl- ur til leitar að tundurduflum í Rauðahafi og Súezflóa. Frakkar hafa sams konar beiðni til at- hugunar og hafa tekið vel í málaleitunina. Bandaríkin hafa þegar sent slíkar þyrlur áleiðis. Skipulagning fjölþjóðlegrar leit- ar er því vel á veg komin, en egypskir tundurduflaslæðarar hafa leitað í eigin landhelgi um hríð. Ekki er vitað frekar hveriir standa á bak við ódæðið, en Ir- anir hafa þvegið hendur sínar af því og fordæmt verknaðinn. Bandaríkjamenn og Bretar segja að slæðarar þeirra verði tilbúnir til leitar eftir viku eða svo, en fyrst um sinn munu Frakkar hafa í hyggju að fjölga í herliði sínu í Djibouti. Til þessa hafa engin dufl fundist, en alls hafa sprengingar orðið í 16 skipum síðustu vikurnar og er talið að í flestum tilvikum hafi þau siglt á tundurdufl. íranir, sem hrósuðu þeim er valdir voru að þessu í hástert í gær, fordæmdu hið sama í dag og sögðu það ekki samrýmast kenningum Islams. Khomeini ávarpaði þjóðina og fréttastof- an Irna hafði eftir honum að trúlegra væri og næsta öruggt að Bandaríkjamenn og ísraelar hefðu stráð duflunum í sjóinn „til þess að sverta íransstjórn", eins og Khomeini sagði. Sov- étmenn höfðu áður ýjað að því að Bandaríkjamenn hefðu sjálf- ir komið duflunum þarna fyrir, á sömu forsendum og Khomeini lagði fram, þ.e.a.s. til að sverta íransstjórn vegna þess að hún er jafnan bendluð við meiri háttar hryðjuverk. A gúmbát í frelsið Stokkhólmi, 9. ágúst. AP. UNGUR sovétmaður var næturlangt á ferð yfir Eystrasalt í nótt á litlum gúmbáti meó kraftlítilli utanborðs- vél. Var hann að flýja Sovétríkin og tókst honum það. Honuni var bjarg- að um borð f sænskan togara skammt undan ströndum Svíþjóðar í morgunsárið. * Talsmaður sænsku lögreglunar sagði að maðurinn hefði lagt af stað frá Klaipeda í Litháen í ljósa- skiptunum og veriö á siglingu alla nóttina. í birtingu sigldi togarinn fyrrnefndi skammt frá honum og kaliaði Rússinn til skipverja. Ekki var nafn hans gefið upp, en þess þó getið, að hann ætlaði að biðjast hælis sem pólitískur flóttamaður í öðru landi. Kuron laus úr haldi: „Vil hitta Lech Walesa sem Varsjá, 9. ágúst AP. PÓLSK stjórnvöld slepptu í dag úr haldi Jacek Kuron, kunnasta leið- toga hinna ólöglegu verkalýðshr- eyfinga í landinu að Lech Walesa undanskildum. Kuron var leiðtogi COR-samtakanna sem stjórnvöld sökuðu um að nota Samstöðu í eig- in róttæka þágu á sínum tíma. Kuron var fangelsaður í desember 1981. Kuron lét það vera sitt fyrsta verk að gagnrýna náðunarlög- gjöf stjórnvalda og sagði að sér hefði verið meinað að verja hendur sínar fyrir rétti. Hann hefði saklaus verið í fangelsi í 31 mánuð. „Áður en ég gef út yfir- lýsingar mun ég ræða við Lech Walesa," sagði Kuron við fjölda fréttamanna sem sóttu hann heim. Hann bætti við: „Maður getur ekkert sagt eftir svona langa fangelsisdvöl og það væri ábyrgðarlaust ef ég færi að tjá mig um stjórnmál á þessu stigi. Fyrst ætla ég að kynna mér í hvers lags landi ég bý nú.“ Lech Walesa fagnaði því mjög að Kuron hefði verið sleppt og fyrst“ sagðist hlakka til að halda með honum fund. „Slíkur fundur yrði bæði í þágu fólksins og stjórn- valda, á því er enginn vafi. Kur- on er merkur og vitur maður sem mun hjálpa pólsku þjóðinni að ná fram markmiðum hennar.“ Kuron er einn af fjórum leið- togum COR sem settir voru í fangelsi á sfnum tíma og sakaðir um að ætla að kollvarpa pólsku stjórnkerfi með vaidi. Hinir þrír eru enn í haldi en búist er við að þeim verði sleppt á næstunni. Símamynd AP. Kuron ræðir við fréttamenn í fbúð sinni í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.