Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984 Viðræður hafnar milli VR og VSÍ FYRSTI fundur Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur og Vinnuveitanda- sambands íslands var haldinn á þriAjudaginn og kynntu aðilar við- horf sín, en fundinum lauk án þess að til nýs fundar væri boðað. Þá er þessa dagana verið að athuga með fundi milli VSÍ og þeirra félaga sem sögðu upp samningum frá og með 1. september, en endanleg dagsetning er ekki komin ennþá á neinn fund. Trúnaðarmannafundur VR, sem haldin var í fyrri viku ákvað að segja ekki upp kjarasamningi sín- um við VSI nú 1. september, en jafnframt að hefja þegar viðræður við viðsemjendur sína um leiðrétt- ingu á kjarasamningi sínum í samræmi við þau markmið, sem hefðu verið höfð að leiðarljósi við Myndbandaleigur: Tveir eig- endurí varðhald? Rannsóknarlögregla ríkisins hefur krafíst gæsluvarðhalds- úrskurðar til 22. ágúst í saka- dómi Kópavogs yfír eigendum tveggja myndbandaleiga á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Ákæra barst frá rétthöfum myndbanda til Rannsóknarlög- reglu rikisins og voru mennirn- ir handteknir í fyrrakvöld og færðir til yfirheyrslna. Menn- irnir eru ákærðir fyrir að hafa stundað fjölföldun, sölu og út- leigu á myndböndum sem þeir höfðu ekki rétt til. Brot á höfundarréttarlögum voru áður einkamál, en eru nú opinber mál. Arnar Guðmundsson, deild- arstjóri hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins, kvað í gær rann- sóknina á byrjunarstigi. gerð þess samnings, er undirritað- ur var 21. febrúar í vetur. „Báðir aðilar kynntu sín viðhorf og við gerðum kröfu um það að sá kaupmáttur sem um samdist i febrúar í vetur héldist. Jafnframt lýstum við yfir vilja okkar til þess að fara ofan í saumana á núver- andi launakerfi, það sem eftir lifir samningstímabilsins, en því lýkur 15. apríl," sagði Magnús L. Sveinsson, formaður VR. „Það er engin vafi á því að bón- us- og álagskerfi halda launum hluta okkar fólks niðri, sakir þess að bónus er reiknaður af grunn- taxta og flest okkar fólk hefur ekki bónus. Það er brýnt að þetta kerfi verði endurskoðað og það verður ekki gert á stuttum tíma og því leggjum við áherslu á að tím- inn verði notaður vel,“ sagði Magnús. Magnús sagði að annar fundur hefði ekki verið ákveðinn, en aðil- ar hefðu verið sammála um að sjá til hvað gerðist á næstu dögum í samningamálum þeirra félaga sem sagt hefðu upp samningunum 1. septemeber. Mikið um árekstra í Reykjavík Mikið var um árekstra í Reykjavík í gær, enda akst- ursskilyrði slæm, veður dimmt og mikil rigning. Nokkuð var um það að fólk væri flutt á slysadeild, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var þar í fæstum tilfellum um mjög alvarleg slys að ræða. Myndin, sem Júlíus, blaðaljósmyndari Morgunblað- sins, tók um miðjan dag í gær, er af annarri áreksturs- bifreiðinni í hörðum árekstri er varð á horni Hafnar- strætis og Lækjargötu. Bifreiðinni hvolfdi og var öku- maður hennar fluttur á slysadeild. Ekki var kunnugt um líðan hans í gærkveldi. 4 fyrirtæki vilja heildsöludreifingu á kartöflum: , jFramleiðsluráö reynir að sigra okkur á tíma“ — segir Gísli V. Einarsson hjá Eggert Kristjánssyni & co. co. er leitað var álits hans á stöðu málsins. FJÖGUR fyrirtæki hafa sótt um leyfí til dreifíngar á innlendum kart- öflum og eitt auk þess um leyfí til heildsöludreifíngar á hvers kyns grænmeti og gróðurhúsaframleiðslu. Auk Eggerts Kristjánssonar & co. og Hagkaupa sem áður hefur verið sagt frá f Mbl. hafa Vörumarkaðurinn og Dreifíng sf. sótt um leyfí. Fram- leiðsluráð frestaði afgreiðslu um- sóknanna á síðasta fundi sínum og óskaði frekari upplýsinga frá fyrir- tækjunum. Tvö þeirra, Eggert Krist- jánsson & co og Vörumarkaðurinn Grænmetið á hafnarbakkanum: Innflutningsleyfi yerður ekki veitt Verður grænmeti að verðmæti 200 þús. kr. hent? ALLT útlit er fyrir að Eggert Krist- jánsson & co verði að henda hluta þess grænmetis sem fyrirtækið á ótollafgreitt á hafnarbakkanum f Reykjavík vegna þess að í gærmorg- un var ákveðið í landbúnaðarráðu- neytinu að veita fyrirtækinu ekki innflutningsleyfí fyrir þeim tegund- um grænmetis sem komnar eru á markaðinn frá íslenskum garðyrkju- bændum. Mun hér aðallega vera um að ræða hvftkál, blómkál og gulræt- ur að kostnaðarverði um 200 þúsund krónur. Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðu- neytinu, sagði í samtali við Morg- unblaðið að þessi ákvörðun hefði verið tekin eftir viðræður við við- skiptaráðuneytið og þau fyrirtæki Ný þjónusta Flugleiðæ sem dreifðu innlendu framleiðsl- unni. Það hefði komið skýrt fram að ef eitthvað af þessu erlenda grænmeti kæmi á markaðinn þyrfti að henda íslenskri fram- leiðslu á móti. Guðmundur sagði að ekkert væri þvf til fyrirstöðu af hálfu ráðuneytisins að þær teg- undir grænmetis í þessum send- ingum sem ekki væru framleiddar til sölu hér á landi fengjust fluttar inn ef ekki fylgdi annað með. hafa nú svarað spurningum ráðsins. Gunnar Guðbjartsson fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins sagði í samtali við Morgunblaðið að umsóknirnar yrðu væntanlega teknar fyrir á næsta fundi ráðsins sem hann reiknaði með að yrðu um 20. ágúst. Auk þess sem óskað hefði verið eftir frekari upplýsingum um- sækjenda hefði verið óskað eftir umsögn Landssambands kartöflu- bænda og bjóst hann við að um- sögn þeirra yrði tilbúin eftir aðal- fund Landssambandsins i næstu viku. „Framleiðsluráðið er að reyna að sigra okkur á tima i þessu máli. Þeir vita það eins vel og við að kartöflurnar eru farnar að koma á markaðinn og aðaluppskerutím- inn nálgast óðfluga og með því að draga afgreiðslu málsins gera þeir aðstöðu okkar erfiðari enda bænd- ur þá ef til vill búnir að ráðstafa kartöfluuppskeru sinni,“ sagði Gísli V. Einarsson framkvæmda- stjóri hjá Eggerti Kristjánssyni & Arnarflug leigir 2 þotur ARNARFLUG hefur tekið á leigu tvær farþegaþotur af gerðinni Boeing-707 til að annast pílagrfmafíutninga milli Lfb- ýu og Saudi-Arabíu á komandi vikum. Önnur vélin er frá breska flugfé- laginu British Caledonian, en hin frá portúgalska flugfélaginu TAP Air Portugal. Flugvélarnar bera 189 far- þegar hvor. Pflagrfmaflutningarnir hefjast 18. ágúst nk. og stendur fyrri lotan til 31. ágúst, en sú sfðari frá 17. sept- ember til 1. október. Fluttir verða um 18 þúsund farþegar og er þetta umfangsmesta pflagrfmaflug Arnar- flugs til þessa. Dalvík: Björgúlfur EA 312 búinn með kvótann Fyrstu farþegarnir á hopp-fargjaldinu FLUGLEIÐIR buðu í gærkvöldi fyrsta sinni upp á svokallaða hopp- miða á hopp-fargjaldi f innanlands- flugi. Nýlundu þessari í flugmálum innanlands er á þann veg háttað að farþegar, sem ekki eiga bókað flug, er gefínn kostur á afsláttarfargjaldi í ákveðnar fíugferðir milli Reykjavík- ur og Akureyrar. 17 farþegar flugu á þennan hátt (stand-by) frá Reykjavfk til Akur- eyrar í gærkvöldi og voru tveir fyrstu farþegarnir til þess að fljúga á hopp-miða þau Marta Guðmundsdóttir og Jón P. Dav- íðsson. Hopp-miðar eru aðeins seldir aðra leiðina og er fargjaldið 780 krónur fyrir fullorðna, fullt verð 1.570 krónur. Morgunblaðinu barst í gær afrit af bréfi, dagsettu 16. júlí, sem landbúnaðarráðuneytið sendi sex aðilum sem stóðu f innflutningi á kartöflum og nýju grænmeti. Þar er athygli innflytjendanna vakin á að tilteknar tegundir grænmetis væru að koma á markaðinn og þeir beðnir um að gera grein fyrir því hvort eða hversu mikið þeir áformuðu að flytja inn af um- ræddum afurðum frá og með vik- unni þar á eftir. Þá segir einnig f bréfinu að gera verði ráð fyrir að mjög verði að takmarka innflutn- ing og verði ekki hægt að ábyrgj- ast að veitt verði leyfi fyrir inn- flutningi frá og með 23. júlí. Dalvíkurtogarinn Björgúlfur EA 312 kom úr veiðiferð fyrir síðustu helgi með 140 tonn af þorski og var hann þá búinn að veiða 58 tonnum meira en þorskveiðikvóti hans, sem var 1.330 tonn, sagði til um. Valdimar Bragason, útgerðar- stjóri Útgerðarfélags Dalvíkur, sagði f samtali við Morgunblaðið að allt útlit væri fyrir að togaran- um yrði lagt, þar sem hann væri búinn að veiða þann þorsk sem kvótinn segði að hann mætti veiða og þvi væri ekki um margt að velja. „Það kemur auðvitað til greina að ef einhverjir hafa eitthvað af sínum kvóta á lausu að veiða upp í hann fyrir þá,“ sagði Valdimar. „Ég hef heyrt talað um að þess séu dæmi að vinnslustöðv- ar leggi til kvóta ef á móti kemur að aflanum sé landað hjá þeim, en það liggjur ekki fyrir að Björgúlf- ur taki að sér að veiða upp í kvóta einhverra annarra." Hann kvað það alveg ljóst að ef fast yrði haldið við kvótaskipting- una þá kæmi það til með að þrengja mjög að atvinnu og jafn- vel stöðva hana um tima. Nú yrðu þeir nauðugir, viljugir að stöðva útgerð togarans og það þyrfti eng- inn að verða hissa þó það kæmi til með að koma niður á atvinnulffi á stað þar sem aðallega er byggt á sjávarútvegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.