Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984 3 Skákmótið í Gausdal: Margeir vann Kraidman MARGEIR Pétursson vann stórmeist- arann Kraidman frá ísrael ( annarri umferð alþjóðlega skákmótsins ( Gausdal í Noregi. Auk Margeirs tefla fjórir íslenskir skákmenn á móti þessu, cn það eru Guðmundur Sigurjónsson, Árni Árnason, Guðmundur Halldórs- son og Arnþór Einarsson, sem er bú- settur í Svíþjóð, en teflir á mótinu fyrir hönd Íslands. Margeir Pétursson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að mót þetta væri mjög sterkt, en þarna tefla 8 stórmeistarar og 15 alþjóðlegir meistarar. Hefur íslensku skák- mönnunum gengið vel það sem af er og eru Margeir og Guðmundur Hall- dórsson með einn og hálfan vinning eftir tvær umferðir og þeir Guð- mundur Sigurjónsson, Árni og Arn- þór með einn vinning hver. Stór- meistarinn Sax frá Ungverjalandi, sem er stigahæstur skákmanna á mótinu, tapaði óvænt í fyrstu um- ferð fyrir 17 ára gömlum Norð- manni, Agdestein, en þessi ungi Norðmaður hefur vakið mikla at- hygli að undanförnu og binda Norð- menn miklar vonir við hann í mót- Karl er með betri stöðu gegn heims- meistaranum KARL ÞORSTEINS tefldi í gær við Georgiev frá Búlgaríu í sjöttu um- ferð heimsmeistaramóts skákmanna 20 ára og yngri, sem haldið er í Hiljava í Finnlandi, en Georgiev er núverandi heimsmeistari í þessum aldursflokki. Skákin fór í bið og er Karl talinn vera með mun betri stöðu. Er þetta í annað skipti sem skákin fer í bið. Karl er með hvítt í skákinni og er staðan nú þessi: Hvítt: Kc7, Rd7, Dd6, Hd4, Bc4, g4. Svart: Kg8, Dgl, Hf8, h6, g7, f7, e6. Staðan í mótinu er nú þessi: Hansen frá Danmörku, Stohl frá Tékkóslóvakíu og Sandström frá , Svíþjóð eru efstir með fjóra og| hálfan vinning, næstir koma Karl.l Georgivev, Dreev frá Sovétríkjun- um og Saeed frá Sameinaða arab- íska furstadæminu, allir með fjóra vinninga og biðskák. Sjá einnig skákþátt á bls. 18. Vatnsdalsá: „Ekkert aö gerast“ Snorri Hauksson kokkur á Flóðvangi tjáði Mbl. í gær, að lítil veiði hefði verið í Vatns- dalsá síðustu vikurnar, útlend- ingar væru að veiðum og hefðu 6 stanga „hollin" verið að fá um það bil 30 laxa yfir vikuna. „Það er ekki einu sinni lax á dag á stöng," sagði Snorri. Snorri sagði jafnframt, að flestir væru laxarnir vænir, margir 12 til 17 pund, en dálítið hefði veiðst af nýrunnum smá- laxi, „en þeir eru fáir og mjög smáir, allt niður í 2 og 3 pund,“ sagði Snorri. Komnir eru 416 laxar á land, en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 482 fiskar. Eingöngu er veitt á flugu þessa dagana, eða til 15. ágúst, en þá taka íslendingar við. Vinsælustu flugurnar eru Hairy Mary, Black Sheep og Blue Charm. Víðidalsá hefur einnig verið afar léleg, þar hafa hollin fengið að jafnaði 20 á viku á 8 stangir. Sem sagt: Varla afæta í ánni! Sama sagan er í Miðfjarðará, þar kom að vísu örlítill kippur er Islendingar fóru að renna maðki, en samt er mál manna að árnar séu afar laxlitlar. Grímsá nokkuð góð Sturla í Fossatúni tjáði Mbl. í gær, að komnir væru á áttunda hundrað laxar á land úr Grímsá. Tvö holl íslendinga hafa lokið sér af eftir að útlendingar luku veiðum. Það fyrra fékk 110 laxa, það síðara 56 laxa, eða 166 laxar á 4 dögum. Veitt er á 10 stangir. Milli 60 og 70 af löxum þessum hafa veiðst í Tunguá. Stærsti laxinn á landinu öllu til þessa, 28 pundarinn, beit á Black Sheep í Hrosshyl. Mikill lax í Brynjudalsá Mikið af laxi er að sögn geng- inn í Brynjudalsá í Hvalfirði, en fyrir tveimur dögum höfðu Ekki aldeilis ördeyða alls staðar. veiðst 45 laxar, sá stærsti 12,5 pund, en hinir flestir smáir. Veiðst hefur bæði fyrir ofan og neðan Bárðarfoss. Veitt er á tvær stangir og þykir áin nokkuð skemmtileg á köflum. Kiðstaðan í skák Karls og Georgiev. Karl er með hvitt. _____ a\\» PeZc,W*S Innbrotið í Iöunni: Gæsluvarðhald til 15. ágúst KVEÐINN var upp gæsluvarfthalds- úrskurður á þriðjudag yfir karlmanni og konu sem grunuð eru um að hafa brotist inn í lyfjabúðina Iðunni aðfara- nótt mánudagsins og tekið lyf þar traustataki auk þess að hafa valdið nokkrum skemmdum. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn er til 15. ágúst. Þá var þriðji maðurinn úrskurðað- ur í gæsluvarðhald í fyrradag grunaður um aðild að innbrotinu. BCOADWkT Hinir frábæru break-dansarar THE MAGNIFICENT FORCE koma fram og dansa á sinn frábæra hátt. Þaö eru einmitt The Magnificent Force sem dansa í break myndinni sem Háskóla- bíó sýnir um þessar mundir, Beat Street. Skiptaráðandamálið: Gæsluvarð- hald framlengt í fyrradag rann út gæsluvarðhald eins af þeim þremur mönnum, sem grunað- ir eru um þjófnað og misnotkun banka- bóka, sem voru í gæslu skiptaráðanda í Keykjavík. Að kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins var gæsluvarðhald manns- ins framlengt til 15. ágúst. Gæslu- varðhald hinna tveggja mannanna rennur út (lok mánaðarins. BREAK-DANSKEPPNI fyrir fólk á öllum aldri — 2ja — 70 ára. Verölaun verða veitt og dómarar verða The Magnificent Force og Hollywood breakers. Þátttakendur skrá sig viö innganginn. H0LLYW000 BFEAKERS einnig fram og sýna listir sínar. Húsið opnað kl. 13. Aöeins þetta eina sinn. Ekkert aldurstakmark. Verö aðgöngumiöa kr. 180.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.