Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 13
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984 13 Frá útför Burtons Bre.sk i leikarinn Richard Burton var í gær grafínn í kirkjugarði í Celigny í grennd við Genf í Sviss. Mikill mannfjöldi fylgdist með útförinni, þeirra á meðal fréttamenn og sjónvarpsmenn víða að úr heiminum, eins og sjá má í baksýn. Konan í dökka kjólnum með hvftu doppunum er ekkja leikarans, Sally Burton. Elísabet Taylor, sem hinn látni leikari gekk að eiga tvisvar sinnum, var ekki viðstödd útförina. Hún hyggst hins vegar taka þátt í minningarathöfn, sem fram fer á fæðingarstað Burtons í Wales á laugardag. ísrael: Stjórnarmyndun gengur enn hægt Lftið samkomulag á sviði varnar- og utanríkismála Jenísalem, 9. ágúst AP. Samninganefndir Verkamanna- flokksins og Likud-bandalagsins komu saman til fundar í Jerúsalem í dag til að reyna að ná samkomulagi um sameiginlega stefnu um framtfð vesturbakka Jórdan-ár, afstöðuna til Líbanons og friðarumleitanir gagn- vart arabaþjóðunum. Standa vonir til þess að málamiðlun náist, sem verið geti grundvöllur fyrir sam- steypustjórn þeirra. Stjórnmálafréttaritarar ísra- elskra blaða lýstu viðræðunum í dag sem stjórnmálalegu „póker- spili“, þar sem hvor flokkurinn um sig forðaðist að snerta á aðaldeilu- Aranyaprathet, Thailandi, 9. ágúst. AP. í ÞESSARI viku hafa Víetnamar gert skotárásir á herbúðir kambó- dískra skæruliða á landamærunum við Thailand. Sagði talsmaður skæruliðanna, að þessar árásir hefðu verið hinar næstmestu frá þvf að regntíminn hófst. Dr. Abdulgaffar Peang-Meath, talsmaður skæruliðasveita atriðinu, sem væri hvor þeirra ætti að hafa forsætisráðherrann í hugsanlegri samsteypustjórn. Þeir Peres, leiðtogi Verka- mannaflokksins, og Shamir, leið- togi Likud-bandalagsins og núver- andi forsætisráðherra, eru sjálfir formenn samninganefnda flokka sinna. Komu samninganefndirnar saman til fundar á hóteli því sem kennt er við Davíð konung og voru utanríkis- og varnarmál þar efst á baugi. Dagblaðið Maáriv skýrði svo frá í dag, að sú skoðun nyti vaxandi fylgis innan Verkamannaflokksins Khmera, KPNLF, sagði að víet- namskar hersveitir í Kambódíu hefðu gert 86 stórskotaliðsárásir á herstöð í Ampil aðfaranótt mið- vikudags. Kvað hann skelfingu hafa gripið um sig meðal 30.000 óbreyttra borgara sem hafast við í herbúðunum, en ekki hefði þurft að flytja íbúana á brott. og Likud-bandalagsins, að eina viðunandi málamiðlunin fyrir flokkana væri samsteypustjórn um eins árs bil, sem leggja myndi megináherslu á aðgerðir í efna- hagsmálum, en á því sviði greinir flokkana tvo lítið á. 28 á spítala eftir eitrun Feldkirchen, Vestur Pýskalandi, 9. ájfúst. AP. TUTTUGU og átta manns voru lagð- ir inn á spítala í dag eftir að þeir höfðu andað að sér eitruðum gasteg- undum, er sluppu út í andrúmsloftið úr efnafíutningabfl, sem orðið hafði fyrir skemmdum, að sögn lögregl- unnar. Slökkvilið og lögregla lokuðu svæðinu sem var við efnaverk- smiðju í Feldkirchen í grennd við Munchen. Óhappið varð þegar starfsmað- ur verksmiðjunnar setti blöndu af fosfóri, vatni og saltpéturssýru á tank bílsins, sem ekki var gerður til slíkra nota. Flestir þeirra sem fluttir voru á spítala voru slökkviliðsmenn sem unnu við björgunarstarfið. Víetnamar skjóta á skæruliðabúðir FERMSKRIFSTOFAN ÚRVAL Verö kr. 18.500,- í tvíbýli. Innifalið er flug, akstur, morgunverður og gisting á lúxushóteli með öllu sem þvi tilheyrir, skoðunarferðir um París og Versali og fararstjóra. Tvær Úrvalsferðir til Parísar eru ennþá ófarnar: 18. ágúst uppselt og 19. september. Þetta eru sannkallaðar lúxusferðir og aðeins boðið það allra besta. Flogið er til Luxemborgar, ekið rakleitt til Parísar i úrvalsgóðum langferðabil og gist 7 nætur á lúxushótelunum Frantel Windsor og Lutetia Concorde. Fararstjóri er Jóhanna Tómasdóttír, margreyndur stjórnandi parísarferða og starfsmaður utanríkisþjónustunnar í borginni. Auk skoðunarferða um borgina og Versali skipuleggur Jóhanna ferðir hvert sem farþegana lystir, svo sem á kaffihúsin frægu á Boulevard Montparnasse, i veitingastaðinn á 56. hæð í Tour Montparnasse, á Rauðu mylluna eða i Crasy Horse. Jóhanna eröllum hnútum kunnug ÍParisarborg. Það ersama hvort þú hefur áhuga á að líta á útsölurnar í stóru vöruhúsunum Gallery Lafayette eða Forum, kanna það nýjasta hjá tískukóngunum við rue Faubourg St Honoré, snæða kvöldverðinn í fljótandi veitingahúsi á Signu, skoða impressionistasafnið Jeu de Paume, litaá Monu Lisu /'Louvre, grafhvelfingu Napóleons / Invalidunum, fara imessu /'Notre-Dame eða borða ostrurá Brasseri Flo, — Jóhanna mun greiða götuna. Vertu samferða í sumar. Síminn er 26900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.