Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGUST 1984 70 felldir á Sri Lanka ( 'olombo, Sri Lanka, 9. ágúsl. AP. UM 70 tamílskir skæruliðar hafa fallið í bardögum við stjórnarher- menn á Sri Lanka síðustu tvo daga að sögn stjórnvalda. Borgaraleg rétt- indi í landinu hafa verið skert vegna óaldarinnar og segir forseti lands- ins, Junius Jayewardene, að ekki hafi verið hjá því komist. Að sögn lögreglunnar rændu skæruliðar Tamíla tvo banka í borginni Jaffna á Norður-Sri Lanka og komust undan með mik- ið fé. Fer nú lögreglan dagfari og náttfari um allan norðurhluta landsins, þar sem Tamílar búa einkum, og hefur handtekið mörg hundruð manna, sem grunaðir eru um stuðning við tamílsku aðskiln- aðarhreyfinguna. Á Sri Lanka búa 16 milljónir manna og þar af eru Tamílar 17% en meirihlutinn Sinhalesar. Tam- ílar segja, að Sinhalesar hafi alla tíð setið yfir þeirra hlut og hafa þess vegna tekið upp vopnaða bar- áttu fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis á norðurhluta eyjarinnar. Sinhal- esar éru búddatrúar en Tamílar hindúatrúar eins og flestir á ind- verska meginlandinu. Fulltrúar kommúnista- flokka hylltu Mugabe Harmre, /imbabwe, 9. ágúst. AP. FULLTRÚAR kommúnistaflokka víðs vegar úr heiminum hylltu í dag Robert Mugabe, forsætisráðherra í Zimbabwe, en í gær hét hann því að koma á alræði eins flokks í landinu og efna þannig fyrirheit „hinnar sós- íölsku byltingar". Rússar hætta skotæfingum Moskvu, 9. ágúst. AP. SOVÉSK stjórnvöld tilkynntu á dög- unum að þeir yrðu með eldflaugaæf- ingar á Kyrrahafi fram til 18. ágúst, en þeir hafa nú opnað svæðið aftur fyrir umferð á sjó og í lofti, eftir aðeins eins dags æfíngar. Tass fréttastofan birti tilkynn- ingu þess efnis að eldflaugunum hefði verið skotið á loft og nú væri æfingum lokið. Ekki var gefin nokkur skýring á hvers vegna þær stóðu svo stutt, né hvers konar til- raunir hefðu farið þar fram. Sov- étmenn höfðu varað við umferð um 150 sjómílna radíus frá til- raunasvæðinu allt fram til 18. ág- úst. Þeir voru síðast með tilraunir á Kyrrahafi í desember sl. Landsþing Zanu-flokksins, stjórnarflokksins, fer fram á Borrowdale-veðhlaupabrautinni í Harare og þar lásu fulltrúar kommúnistaflokkanna upp yfir- lýsingar um órofa samstöðu með Mugabe og þeim fyrirmælum hans að binda enda á lýðræðið í land- inu. Nokkrir stjórnarandstöðu- flokkar eru í Zimbabwe, en Mug- abe hefur sakað forystumenn þeirra allra um að sitja á svikráð- um við sig og stjórnina. Fyrir landsþinginu liggur til- laga um að aðeins einn flokkur verði leyfður í landinu, stjórnar- flokkurinn Zanu, og að hér eftir skuli landsfeðurnir hafa marx- leninismann að leiðarljósi í öllum athöfnum sínum. Vel fagnað Klugrán hafa verió óvenju tíð að undanförnu. Hér fagnar forsætisráðherra Frakka, Laurent Fabius, fíugstjóra frönsku farþegaþotunnar, sem var rænt á dögunum á leið frá Frankfurt til Parísar, þegar áhöfnin og farþegarnir komu aftur til Frakklands, eftir uppgjöf flugvélaræningjanna í Teheran. Auknu eldflaugabili spáð á næstu árum ERLENT GÍFURLEG aukning hefur orðið á meðaldrægum eldflaugum af SS-20- gerð, sem Rússar hafa stillt upp síð- an 1979 samkvæmt heimildum í Washington. Nú hafa Rússar 378 SS-20-flaugar búnar 1,134 kjarna- oddum miðað við 140 SS-20-flaug- ar, sem hver um sig ber þrjá kjarnaodda, í desember 1979 þegar NATO ákvað að koma fyrir 572- Pershing II og stýriflaugum fyrir 1989. Engar meðaldrægar banda- rískar eldflaugar voru i Evrópu 1979, en nú nálgast tala þeirra 100. Því er spáð að bilið aukist á næstu árum og Rússar kunni að koma upp 600 SS-20-flaugum, sem hver um sig ber þrjá kjarnaodda, og auk þess nýjum stýriflaugum. Heildarjafnvægið hefur einnig raskazt Rússum í vil síðan 1979. mmtm mm mmm ^nmmmmmmmi. .11 V Ji tB . WÍHtmmJ- ' I ■■ ^■HM 1 i Dwight D. Eisenhower, John F. Kennedy, Lyndon Johnson, Richard Nixon, Jimmy Carter og Ronald Reagan — áttu mislangan vinnudag í Hvíta húsinu. Reagan er miklu duglegri en bæði Johnson og Nixon voru JAFNVEL þótt Ronald Reagan væri elstur allra forseta Bandaríkjanna við upphaf embættisferils og lýsti þv( yfír að hann mundi taka sér frí, þegar hann þyrfti á að halda, hefur hann verið þaulsætnari á vinnustofu sinni í Hvíta húsinu en margir forvera hans. Þegar demókrötum þótti Re- agan verða tiðförult til búgarðs síns I Santa Barbara í Kalif- orníu, sögðu þeir, að forsetaemb- ættið væri aðeins hlutastarf hjá honum. Og þetta hefur valdið kosningastjórum hans áhyggj- um. En í þessari viku var gerð opinber skýrsla, sem sýnir, að Reagan forseti hefur tekið sér sýnu sjaldnar fri en margir for- vera hans gerðu. í ársfjórðungsriti þingsins, Congressional Quarterly, kemur fram, að Ronald Reagan hefur varið næstum helmingi meiri tfma í vinnustofu sinni f Hvíta húsinu en hinn yngsti meðal for- setanna, John F. Kennedy. Tímaritið kannaði vinnutima forsetanna aftur til Dwight Eis- enhowers, sem var aldursforseti þeirra, þangað til Reagan var kjörinn. Reagan vinnur ekki lengur en Eisenhower gerði, en hann er iðnari en Kennedy, Richard Nix- on og Lyndon Johnson. Aftur á móti stenst hann ekki saman- burð við Gerald Ford og Jimmy Carter að þessu leyti. Greinargerðin sýnir, að Reag- an vinnur í viku hverri heilum vinnudegi lengur en venjulegur skrifstofumaður. Forsetinn tek- ur sér einn frídag fyrir hverja sex daga sem hann vinnur. John F. Kennedy er sá forset- anna sem minnst hefur verið viðlátinn af forsetum þeim, sem könnunin náði til. Fyrir hvern þrjá og hálfan vinnudag tók hann sér einn frídag. Jimmy Carter hefur verið sannkallaður vinnuhestur í emb- ætti, ef marka má fyrrnefnda könnun. Hann unni sér ekki frí- dags, fyrr en hann hafði unnið I 18 lÆ dag. Reagan hefur ekki breytt bú- garði sínum í embættisbústað eins og Johnson og Nixon gerðu. Hann tekur sér algera hvíld frá vinnunni, þegar hann fer í frí. Og samstarfsmennirnir eru a.m.k. klukkustund að aka á fund hans. En stuðningsmönnunum stendur stuggur af því, ekki síst á kosningaári, ef nokkur minnsta hætta er á að Reagan fái það orð á sig, að forsetaemb- ættið sé aðeins hlutastarf hjá honum. Þess vegna hefur verið gripið til þess ráðs, þegar forsetinn er fjarverandi, að segja að hann sé í vinnuferð. Segja samstarfs- menn hans, að i það minnsta þriðjungur frídaganna fari í samtöl við ráðgjafa, fundarhöld og símtöl. Þá höfðu Bandaríkjamenn smá- forskot: áttu um 7,000 eldflaugar. Nú hafa Rússar yfir 8,000, Banda- ríkjamenn um 6,000. Ráðunautar Walter Mondales segja þessar tölur sýna að draga megi í efa þá kenningu Ronald Reagans forseta að efling hernað- armáttar sé bezta leiðin til að fá Rússar að samningaborðinu. Demókratar segja eldflaugabilið stafa af því að samkomulag hafi ekki náðst um takmörkun kjarn- orkuvopna. Forsetinn segir aukn- ingu hernaðarútgjalda hafa aukið öryggi í heiminum. Eldflaugarnar verða e.t.v. eitt helzta mál kosninganna. Embættismenn í Washington telja augljóst að staða Bandaríkj- anna hafi veikzt í Asíu og Evrópu. Þeir hugga sig við að NATO hefur staðið við ákvörðunina frá 1979 þrátt fyrir þrýsting Rússa og and- stöðu í Evrópu og að Bandaríkja- menn hafi bundið endi á eld- flaugaeinokun Rússa í Evrópu. Einn embættismaður telur mátt NATO hafa í raun aukizt og áhrif röskunarinnar ekki skipta höfuð- máli. Yfirleitt telja þó sérfræðingar Pentagon að Rússar séu að tryggja sér þvílíka yfirburði í Evr- ópu og Asíu að beiting kjarnorku- vopna verði ekki talin álitlegur kostur og NATO neyðist til að heyja stríð með venjulegum vopn- um, þar sem yfirburðir Rússar séu jafnvel meiri. Stuðningsmenn Mondales segja að koma hefði mátt í veg fyrir aukið eldflaugabil ef Reagan hefði samþykkt tillögu samningamanns síns í Genf, Paul Nitze, 1982. Hann virðist hafa náð samkomulagi um að hvor aðili um sig hefði 75 eld- flaugaskotpalla ef Bandaríkja- menn kæmu ekki fyrir Pershing II og stilltu aðeins upp stýriflaugum. Stjórn Reagans neitar þvi að Rússar hafi viljað samþykkja þetta. Stjórnin segir að Rússar vilji aðeins samkomulag sem tryggi að þeir geti viðhaldið einokun sinni á sviði meðaldrægra eldflauga og að slíkt sé óaðgengilegt fyrir NATO. (NY Times News Service.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.