Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakið. Deilt um geimviðræður Síðan 29. júní síðastliðinn hafa skeyti gengið á milli Moskvu og Washington um það, hvort risaveldin gætu sæst á skilyrði er gerðu þeim kleift að hefja samningaviðræður um takmörkun vígbúnaðar í geimnum, þar á meðal á vopn- um sem geta grandað gervi- tunglum. Sovétmenn áttu hugmyndina að því að til slíkra viðræðna yrði efnt og vörpuðu henni fram skömmu eftir að Bandaríkjamenn gerðu vel- heppnaða tilraun og skutu niður eldflaug yfir Kyrrahafi, tilraun sem lýst hefur verið með þeim orðum að þar hafi tekist að stöðva kúlu með ann- arri kúlu. Líklegt er að við- brögð bandarískra stjórnvalda við hugmyndinni um geimvið- ræður hafi komið Kremlverj- um á óvart, því að skömmu eft- ir að henni var hreyft bárust fréttir um jákvæðar undirtekt- ir Ronald Reagans, Banda- ríkjaforseta, og manna hans. Þar með hófst áróðursstríð sem enn er ekki til lykta leitt en flestir telja nú líklegt að endi með því að ekki verði efnt til geimviðræðna í Vínarborg 18. september næstkomandi. Tónninn í þessu áróðurs- stríði hefur harðnað eftir því sem lengra er um liðið frá því að Sovétmenn vörpuðu hug- myndinni fyrst fram. Þótt sov- ésk stjórnvöld séu alkunn fyrir að kúvenda í afstöðu til er- lendra ríkja eða ráðamanna er ósennilegt miðað við haturs- áróðurinn í garð Reagans að það hafi nokkurn tíma vakað fyrir þeim að setjast til afvopn- unarviðræðna við fulltrúa hans fáeinum mánuðum fyrir for- setakosningarnar í nóvember og þar með svipt andstæðinga hans þeirri röksemd að Reagan verði að fella því að annars sé heimsfriðnum ógnað vegna herskárrar stefnu hans. Með hugmyndinni um geimviðræð- urnar hafa Sovétmenn beint athyglinni frá þeirri staðreynd, að það eru þeir sem gengu frá samningaborðinu í kjarnorku- viðræðum risaveldanna og það eru Kremlverjar en ekki hús- bændurnir í Hvíta húsinu sem neita statt og stöðugt að taka þráðinn upp að nýju í viðræð- um um takmörkun kjarnorku- vopna. Fyrir viku lét Robert McFarlane, ráðgjafi Reagans um öryggismál, orð falla á þann veg, að Sovétmenn hefðu hvað eftir annað rangtúlkað afstöðu Bandaríkjastjórnar til geimviðræðnanna. Gaf hann til kynna að hugur hefði aldrei fylgt máli hjá Sovétmönnum í tillögugerð þeirra um geimvið- ræðurnar. Ummæli þessi sýna hvernig áróðursstríðið hefur þróast. Ásakanir ganga á víxl eftir því sem nær dregur hin- um áður umsamda fundardegi, 18. september. Hvort sem það tekst í þessari lotu eða ekki að koma full- trúum risaveldanna að samn- ingaborðinu um afvopnunar- mál er ljóst að ekki verður lengi enn stætt á því fyrir Kremlverja að þyrla um áróð- ursmoldviðri um þessi mál í þeirri von að þeim takist eins og svo oft áður að rugla Vest- urlandabúa í ríminu. Athygl- isvert er að friðarhreyfingarn- ar hafa látið minna til sín heyra eftir því sem sovéska áróðursstaðan versnar. Kertaverk- smiðja í Vest- mannaeyjum IMorgunblaðinu fyrir skömmu lýsti Sigurfinnur Sigurgeirsson, formaður stjórnarnefndar Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra, því hve víða sjóðurinn hefur orðið að liði í samræmi við þann tilgang sinn að bæta aðstöðu fatlaðra til náms og vinnu. Jafnframt hefur verið skýrt frá framkvæmdtrm við kerta- verksmiðju í Vestmannaeyjum þar sem stofna skal verndaðan vinnustað fyrir fatlaða. Ekki er vafi á því að þessi verksmiðja á eftir að þjóna Vestmanneying- um vel. A hinu er þó þörf að vekja athygli sem fram hefur komið hér í blaðinu, að hætta er á því að þessi verksmiðja spilli fyrir kertagerð sem þegar er í landinu ef verðlagningu á vöru hennar verður hagað með þeim hætti að verð hennar til neytenda ráðist ekki af kostn- aðinum við framleiðsluna. Með margvíslegum hætti er stuðlað að því að skapa fötluð- um vinnu meðal annars við kertagerð á vegum einkaaðila. Fjárveitingar úr opinberum sjóði til verndaðra vinnustaða mega ekki verða til þess að kippa grundvellinum undan einkaframtaki á þessu sviði sem gefið hefur góða raun. „Akureyri er móts: fálkaáhugamanna — segir í vinnu- skýrslu y-þýsku tollgæslunnar „Akureyri er mótsstaöur fílka- áhugamanna í maí,“ segir í vinnu- skýrslu sem gerð var ■ sumar í sam- bandi við fjöldahandtökur og meiri- háttar rannsókn á fuglaþjófnuðum og smygli í Norður-Amerfku. Otto Scheglmann, starfsmaður vestur- þýsku tollgæslunnar í Niirnberg, las lítið eitt upp úr skýrslunni fyrir blm. Mbl. en vildi ekki láta hana af hendi. Of mörg nöfn v-þýskra borgara koma við sögu til að láta óviðkomandi hnýs- ast í skýrsluna. Margir merkir menn og prófessorar í N-Ameríku og V-Evr- ópu eru nefndir I sömu andránni og ófinni pappírar og frœgir skúrkar. Scheglmann hefur unnið um árabil að því að hafa hendur í hári dýraþjófa og -smyglara og vonast til að starfið fari nú loks að skila tilætluöum árangri. Kunningi hans og mikill fálkaáhuga- maður, sem er reyndar sjálfur nefndur í skýrslunni, er þó ekki svo viss um það. „Þetta eru alltof miklir menn, með góð sambönd, til að þið getið haft hendur í hári þeirra,“ sagði hann. AUir fálkaáhugamenn eru ekki þjófar og smyglarar. Sumir elska náttúruna og geta unnt fuglunum friðsældar. En aðrir þurfa endilega að eignast þá og íslandsfálkinn er gersemi sem afar margir hafa auga- stað á. Fálkarnir eru tamdir og not- aðir til veiða. Islandsfálkinn og bræður hans, sem halda til í freð- mýrum, heiðum og fjalllendi, og verpa utan íslands á Grænlandi, í Norður-Skandinavíu, norðurhéruð- um Sovétríkjanna og Kanada og í Alaska, þykja einkar merkilegir fyrir fegurð sína, frábæra sjón, hún er sögð 300% betri en mannsins, og flughraða, en þeir geta flogið bæði lóðrétt og lárétt á 300 km hraða. Þeir reyna að koma bráðinni á óvart og grípa hana eða slá með klónum. Síðan standa þeir rólegir yfir rotað- ri eða dauðri bráðinni og bíða nokkra stund áður en þeir byrja að snæða. Tamdir fuglar eru látnir standa á hanskaklæddri hendi hús- bóndans á veiðum með litla leður- hettu á hausnum. Hettan er tekin af þegar húsbóndinn kemur auga á bráðina og fuglinn er sendur á eftir henni á miklum hraða. Bráðin er síðan tekin af fuglinum á meðan hann stendur og hreykir sér yfir henni og honum gefið eitthvað ann- að að éta í staðinn. „Menn hafa frá fornu fari tamið fálka og ýmsa aðra ránfugla og not- að þá til veiða," segir í Fuglum, 8. riti Landverndar frá 1982. „Var íþrótt þessi mjög vinsæl meðal höfð- ingja í Evrópu fyrr á öldum og var íslenski fálkinn mjög eftirsóttur. Útflutningur fálka hófst þegar á þjóðveldisöld, og má geta þess að í lögbókinni Grágás er ákvæði þess efnis að bannað sé að taka fálka í annars manns landi.“ Konungur sló eign sinni á fálka „I byrjun 16. aldar sló konungur eign sinni á alla fálka hér á landi og seldi fálkatökuna á leigu, og urðu fálkar þannig allnokkur tekjulind fyrir dönsku krúnuna. Á 17. öld fór konungur sjálfur að annast fálka- tökuna. Gaf hann öðrum þjóðhöfð- ingjum Evrópu og Norður-Áfríku ís- lenska fálka í vináttuskyni, og þar sem fálkarnir voru mikils metnir nutu Danir góðs af. Sem dæmi má nefna að á 18. öld herjuðu sjóræn- ingjar frá ströndum Norður-Afríku á mörg á skip sem sigldu um Mið- jarðarhaf, dönsk skip fengu þó að sigla óáreitt, því að Danakonungur sendi furstum og soldánum Norð- ur-Afríku iðulega íslenska fálka að gjöf. Um miðja 18. öld náði fálkatakan hér á landi hámarki. Voru þá fluttir út til Danmerkur 100—200 fálkar á ári hverju um 20 ára skeið. Áhugi á veiðum með fálkum minnkaði mjög í Evrópu er leið á 18. öldina, og lagð- ist hin konunglega fálkataka hér á landi niður skömmu eftir aldamótin 1800. Eitthvað mun þó hafa verið um að útlendir menn kæmu hingað á 19. öld í fálkaleit. Á síðari hluta 19. aldar fór mjög að bera á útlend- um söfnurum hérlendis. Ferðuðust þeir um landið og söfnuðu eggjum og hömum fugla. Sóttust þeir mikið eftir fálkum, þar sem þessi tegund er ekki í Evrópu að Norður-Skandi- navíu undanskilinni. í byrjun 20. al- dar töldu menn að fálkum hefði Uppstoppaður íslandsfálki með dauða rjúpu í klónum fyrir framan mynd af mesta veiðimanni 18. aldar- innar, Fredrich Karli Wilhelm, markgreifa. Hann hafði alltaf 12 ís- landsfálka í fór með sér á veiðum. Myndin er tekin í stofu Hiebelers, fálkaáhugamanns. fækkað svo mjög að ástæða væri til að friða þá algerlega og 1919 sam- þykkti Alþingi lög þess efnis. Árið 1930 var friðuninni aflétt og á næstu 10 árum komu hingað nokkrir útlendir leiðangrar til að ná í lifandi fálka. Einnig munu inn- lendir menn hafa stundað fálkaveið- ar og flutt út fugla. Mestu máli skipti þó, að á þessum árum urðu stoppaðir fálkar vinsælir sem stofu- stáss. Var mikið um að menn skytu fálka og létu stoppa upp og því mið- ur er þetta leiða og löglausa athæfi enn stundað, þó í miklu minna mæli sé. Árið 1940 var fálkinn friðaður á ný og hefur hann verið það æ síðan." (Bls. 170—171, Fuglar, rit Land- verndar 8,1982.) Þýski markgreifinn Friedrich Karl Wilhelm er sagður hafa verið besti veiðimaður Evrópu á 18. öld. Hann átti tólf íslandsfálka sem fylgdu honum á veiðar. Almennur áhugi á veiðum með fálkum í Þýska- landi var þó ekki mikill og það var ekki fyrr en árið 1923 að fyrsta Samband þýskra fálkafélaga var stofnað í Leipzig. Á þessum árum mátti hver sem er hjálpa sér sjálfur um ránfugl í þýsku náttúrunni. Háttsettir menn í kringum Hitler höfðu mikinn áhuga á fálkum og Hermann Göring hafði sitt að segja um lög og reglur fálkaáhugamanna. Fálkaleiðangur Hermann Göring-stofnunarinnar Stofnun, sem var nefnd í höfuðið á honum, Herman Göring Stiftung, gerði út leiðangur til íslands árið 1937 til að kynna sér aðstæður fálk- ans. Dr. Heins Bruhl skrifaði rit- gerð um ferðina og hún var gefin út í bók sem er prýdd fálkamyndum eftir Renz Waller, stofnanda Sam- bands fálkafélaga og uppáhaldsmál- ara Hitlers. Á titilblaði segir „Falk- en Heil — Heil Hitler" og síðan seg- ir frá ferðinni með Dettifossi til Ak- ureyrar og hættunni á að þessi merki fugl, sem var enn í skjaldar- merki landsins, myndi deyja út ef hann yrði ekki friðaður á ný. Lifn- aðarháttum hans er lýst, lagt til að stjórnvöld leyfi takmarkaðan út- flutning á honum í vísindalegum til- gangi og setji lög varðandi rjúpuna, sem er mikilvæg fæða fyrir fálkann. — Nasistar héldu heimssýningu I Berlín árið 1937. Þar var Islands- fálkinn Elbis til sýnis og flaug gest- um til skemmtunar. Hann stendur nú uppstoppaður á vegg 1 skrifstofu fálkaáhugamannsins Hort Niesters en hann á einnig fyrsta eintakið af ritgerðinni um Islandsferðina, auk fjölda annarra gamalla gripa úr safni Renz Wallers. Ungur förufálki situr með leðurhettu á hausnum á hanskaklæddri hönd eiganda síns, Josefs Hiebelers. Það er verið að temja fálkann fyrir veiðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.