Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984 Minning. Þuríður Þorvalds- dóttir hjúkrunarkona Fædd 5. desember 1896 Dáin 2. ágúst 1984 Þeir eru áreiðanlega margir, sem geyma frá bernskuárum minningu um fullorðna, sem með framkomu sinni og viðmóti vöktu virðingu barnsins. Þuríður Þorvaldsdóttir, skóla- hjúkrunarkona í Miðbæjarskólan- um, var þannig kona. Það var vart hægt að hugsa sér að nokkurt barn gerði sér dælt við hana, þó voru innan vébanda skól- ans, við upphaf heimsstyrjaldar- innar síðari, tápmiklar stelpur og fyrirferðamiklir strákar, nú orðið ráðsett miðaldra fólk, jafnvel framámenn í samfélaginu. Skóla- hjúkrunarkona, hafði þann starfa, ásamt ólafi Helgasyni skólalækni, að fylgjast með líkamlegum þroska okkar barnanna. Það var ekki svo lítið verk, skólinn var fjölmennur, það þurfti að mæla okkur og vega, skoða hár okkar oft og vel og fylgjast með að við tækj- um eðlilegum framförum. Svo voru auðvitað ótal atvik sem urðu þess valdandi að leita þurfti hjálp- ar Þuríðar, hún hreinsaði og batt um sár, og setti á okkur ótal plástra, vegna smávægilegra meiðsla sem urðu í leik í frímínút- um. Þuríður skólahjúkrunarkona var virðuleg þar sem hún gekk léttstíg um ganga skólans, klædd búningi og með hvítan stífaðan höfuðbúnað hjúkrunarkvenna. Við endurnýjuð kynni á fullorð- insaldri fann undirrituð enn til sömu tilfinninga í návist Þuríðar — og skyldi nú hvers vegna. Hún hafði til að bera óvenjulega hátt- vísi, sem prýtt hefði hverja hefð- arkonu, og hógværð þess, sem beinir sjónum sínum yfir dægur- þras og hégóma. Hún var sann- kölluð „dama“. Dagstund á heimili þeirra systra, í vetur sem leið, verður lengi minnisstæð. Þær kunnu því báðar vel að vera gestgjafar, vera veitendur. Erindi mitt við Þuríði var að leita upplýsinga um tildrög þess að tekin var upp lýsisgjöf til barna í Miðbæjarskólanum í byrjun vetrar árið 1939. Undan þeirri kvöð, að láta hella upp í sig lýsi úr hvítri glerkönnu, komst ekki nokkur maður, nema komið væri með skriflegt vottorð um lýsistöku heima. Það var ekki komið að tómum kofunum þegar Þuríður var spurð, minni hennar var óbrigðult og sannreynt þegar flett var þeim ör- fáu skjölum, sem finnanleg voru um þau mál. Oft er lengra liðið á æviskeiðið en ætlað er, og hér fór, eins og svo oft, að næsti fundur var dreginn of lengi. Það er eftirsjá að þeirri vitn- eskju, óskráðri, sem Þuríður bjó yfir um afkomu reykvískra heim- ila á þeim þrengingartímum, í byrjun fjórða áratugarins, þegar heimskreppan náði alla leið hingað norður undir íshaf. Þá kom það í hlut Þuríðar að veita ráðgjöf um hvað börn þyrftu mest á því að halda, að þeim væri séð fyrir heitri máltið á vegum skólans. Það er jafnan gott góðra að minnast. Það er eftirsjá að heiðurskon- unni Þuríði Þorvaldsdóttur. B.I. Svo hefur verið sagt, að á ís- lensku séu orð til „yfir allt sem er hugsað á jörðu“. Má vera að svo sé, en oft verður orðs vant er vinir hverfa, og svo fór mér, er ég heyrði andlát vinkonu minnar, Þuríðar Þorvaldsdóttur hjúkrun- arkonu. Hún var mér einna hug- þekkust af öllum er ég hefi kynnst á langri ævi. Raunar gat maður búist við þessum fréttum, því um nokkurt skeið var hún sjúk, þó hún léti lítt á því bera og síðast lá hún helsjúk á Landakotsspítala, þar til yfir lauk. Kynni okkar urðu fyrst er ég kom í Miðbæjarskólann og hóf þar störf árið 1930. Var hún þar hjúkrunarkona við skólann, og urðu kynni okkar fljótt náin. Það voru mikil viðbrigði að koma úr heimangönguskóla í sveit, þar sem ég gat hæglega kynnst heimilum barnanna, og koma svo í yfirfullan barnaskóla höfuðborgarinnar. Naut ég þá ágætrar upplýsingar Þuríðar um margt er viðkom börnunum og þekkti hún vanda- mál heimilanna. Voru þá erfið ár hjá mörgum, atvinna stopul og vöntun á ýmsu sem börnin þurftu og nú þykir sjálfsagt. Þurfti þá oft að leita til hjúkrunarkonunnar og viðbrögð hennar, víðsýni og hjartahlýja bættu oft úr brýnustu þörf. Menntun hennar og lífsskoð- un gáfu henni innsæi í lífskjör annarra og að finna til með þeim sem minna máttu sín. Munu margir minnast hennar með þakklæti frá þeim árum. Sumarið 1931 var Þuríður forstöðukona barnaheimilis er rekið var í Hveragerði og vann ég þar líka ásamt fleiri konum. Kom þar glöggt í ljós þekking hennar og skilningur á barnseðlinu, eins og alltaf áður. Svo glögg var hún og minnug, að hún mundi nöfn barn- anna, er þar voru um sumarið, alltaf síðan og fylgdist með hver framtíð þeirra flestra varð. Auk þess að vera afbragðs full- trúi í sinni stétt, var hún virkur þátttakandi í ýmsum félögum, einkum kvenfél. Hvítabandum og var lengi í stjórn þess. Vann hún þar sem alls staðar mikið og óeigingjarnt starf, ekki síst þegar félagið sá um sjúkrahúsið og síðar ljósastofuna, er félagið rak í mörg ár. Hreinskilin og ákveðin var hún í skoðunum og allir báru traust til hennar, er til þekktu. Oft var kom- ið á Öldugötu 55 og rætt um mál- efni félagsins, enda var frú Þóra Erlendsdóttir, er bjó í sama húsi, mágkona þeirra systra, formaður félagsins um árabil. Eru mér minnisstæðir slíkir fundir, þar sem rædd voru vandamál líðandi stundar, og vinsemd og veitingar áttu ekki sinn líka. Nú er stórt skarð komið í fjöl- skylduhópinn, sterk stoð fallin fyrir sigð dauðans. Fyrir þeim beitta ljá verða allir að falla, fyrr eða síðar, og gagnar lítt að kvarta. En þegar mikilhæfir og hjarta- hreinir einstaklingar hverfa, verð- ur óneitanlega eyða í tilverunni sem ekki fyllist upp og mest hjá þeim er næst standa. Arndísi, systur Þuríðar, sem alltaf var með henni, Jónu, mág- konu þeirra, sem reyndist þeim systrum skjöldur og skjól, og öll- um öðrum aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Og þó að harmur sé sár, er bót í máli að „þegar bilar þrótturinn og þrjóta ævisögur, eftir kemur eilífðin, yndisleg og fögur“. Og svo mun fara, því Þuríður var trúuð kona og átti sér örugga von um annað líf. Blessuð sé minning hennar. Helga S. Þorgilsdóttir Okkar trygga og dugmikla fé- lagssystir Þuríður Þorvaldsdóttir, fyrrverandi hjúkrunarkona, er látin. Hún fæddist 5. desember 1896 og var því á 88. aldursári er hún lést 2. ágúst sl. Þrátt fyrir langt æviskeið fannst okkur sem umgengumst hana aldurinn ótrú- legur, svo mikill var kjarkur henn- ar, dugnaður og ósérhlífni til hins siðasta, þegar félag okkar, Hvíta- bandið, átti í hlut. óskipt og ákveðin vann hún alla tíð að ýmsum mannúðarmálum og mátti ekkert aumt sjá án þess að reyna úr að bæta. Segja má að hún hafi verið einn af máttarstólpum okkar fámenna félags, Hvítabandsins, í þau rúm 50 ár sem hún starfaði þar að fé- lagsmálum. Á 75 ára afmæli fé- lagsins, árið 1970, var hún því kjörin heiðursfélagi. Var það sannarlega verðskuldað. Lengi starfaði hún í nefndum innan félagsins og utan, var endurskoðandi þess árum saman og sat sem fulltrúi á fundum Bandalags kvenna í Reykjavík, svo eitthvað sé nefnt. Þuríður var einstök hannyrða- kona og fór mikill hluti verka hennar á basara, sem haldnir voru til fjáröflunar í þágu liknarmála. Hvítabandið var henni mjög hjartfólgið og sótti hún fundi þess alla tíð meðan hún mátti og eru því margar minningar um gott og fagurt við það tengdar. Þuríður var nett kona og ekki var hún gustmikil, en hvar sem hún fór munaði um hana. Því var hennar saknað þá sjaldan hún gat ekki verið með okkur. Hún hafði yfir sér sérstakan blæ, fágaða framkomu og háttvísi. Návist hennar var þægileg, upplyftandi, mannbætandi. Það er vissulega sárt að skynja að ævistund þeirra, sem við höfum dáð og átt langa samleið með, sé liðin, en „kynslóðir koma, kynslóð- ir fara“. Það er lögmál lífsins. Þegar merku mannlífi lýkur verð- ur eftir eyða í hugum þeirra er til þekktu, sem ekki verður uppfyllt og svo er nú. Á kveðjustund sendum við Arndísi systur hennar, mágkon- um, bræðrabörnum og öðrum að- standendum Þuríðar, hugheilar samúðarkveðjur. Hinni látnu sómakonu þökkum við langa og eftirminnilega samfylgd og biðj- um Guð að blessa hana. Hvítabandskonur Þeim fækkar óðum, sem fædd- ust kringum aldamótin og lifað hafa ein stærstu breytingaskeið í lífi íslendinga á liðnum öldum, vélvæðingu fiskiskipaflotans i byrjun aldarinnar og uppbygg- ingarstarfið fyrir og eftir síðari heimsstyrjöldina, m.a. byggingu bæja og borgar svo og uppbygg- ingu heilbrigðisþjónustunnar. Þessi kynslóð hóf líf sitt við lífs- hætti, sem tíðkazt höfðu til sveita á fslandi um aldir og lýkur ævi sinni í borgarmenningu nútímans. Hún lifði við upphaf fullorðinsára sinna, að þjóðin varð sjálfstæð og síðar lýðveldi og sá uppskeru lífsstarfs síns í heilbrigðri og vax- andi þjóð, sem á flestum sviðum hefur tileinkað sér það bezta í þekkingu og tækni, sem völ er á. Föðursystir mín, Þuríður Þor- valdsdóttir, sem þúsundir Reyk- víkinga þekktu undir nafninu Þur- íður hjúkrunarkona, á þeim tíma er hún var skólahjúkrunarkona við Miðbæjarskólann og síðar Melaskólann, var ein af þessari kynslóð. Hún vissi hvað tímanum leið, þegar hún fyrir sex vikum lagðist inn á Landakotsspítala og sá gamla hópmynd af læknunum, sem hún hafði starfað með, hafði hún á orði, að þeir væru allir farn- ir. Eftir langan starfsdag þráði hún hvíldina og hún hlaut hana 2. ágúst síðastliðinn. Þuríður var fædd 5. desember 1896 að Brjánslæk á Barðaströnd, dóttir séra Þorvaldar Jakobsson- ar, sem þá var prestur þar, sonar Jakobs Finnbogasonar, síðast prests á Steinnesi og Þuríður Þorvaldsdóttur frá Holti, og konu hans Magdalenu Jónasdóttur, dóttur Jónasar Jónssonar, út- vegsbónda og hreppstjóra á Hall- bjarnareyri í Eyrarsveit, Snæ- fellsnessýslu, og Katrínar Bergs- dóttur, konu hans. Þuríður var fjórða barn foreldra sinna af þeim, sem upp komust, en þau voru auk Þuríðar: Finnbogi Rútur, verkfræðingur og síðar prófessor, Guðný, ritari bæjarstjórans í Reykjavík, Jórunn, handavinnu- kennari, Arndís, kaupkona, og Búi, mjólkurfræðingur. Af þeim systkinum eru nú öll látin, nema Arndís. Af uppeldis- og fóstur- systkinum lifir einnig Vigdís Andrésdóttir. Árið sem Þuríður fæddist varð faðir hennar prestur í Sauðlauksdal og þar ólst hún upp í hópi systkina og fóstursystkina. Heimilið var alla tíð mannmargt. Hjá foreldrum sínum hlaut hún alhliða menntun bæði til hugar og handar. Hún gekk til vinnu með starfsfólkinu, las þar námsefni til gagnfræðaprófs, nam handavinnu og hljóðfæraleik hjá móður sinni, en á heimili foreldra hennar hlaut fjöldi ungmenna, bæði piltar og stúlkur, góðan undirbúning undir lífið, sumir til stúdentsprófs. Árið 1914 fór Þuríður til Reykjavíkur og þrjú næstu árin sótti hún námskeið í handavinnu og tungumálum, en vann fyrir sér með húshjálp. Um 1923 hóf hún ásamt Idu Gisladóttur, frænku sinni, hjúkrunarnám á Vífilsstöð- um. Fyrsta árið var þeim mikil- reynsla. Menn stóðu þá máttlitlir gagnvart berklunum. Sagði Þuríð- ur stundum frá því, að af um 200 sjúklingum, sem þá dvöldust á sjúkrahúsinu, voru flestir dánir eftir tvö ár. Þær frænkur veiktust báðar. Önnur varð að hætta námi í bili, en Þuríður yfirvann sjúk- dóminn og hélt áfram námi á ýms- um sjúkrahúsum landsins, þar á meðal Farsóttarhúsinu í Reykja- vík, og Sjúkrahúsinu á ísafirði. Á þessum árum eignaðist Þuríður góða vini í hjúkrunarstétt og hélzt sú vinátta meðan líf þeirra entist. Ásamt læknum landsins mynduðu hjúkrunarkonur baráttusveit fyrir lífi og heilsu þjóðarinnar. Þetta var og er barátta upp á líf og dauða, þar sem enginn mátti hlífa sér og gengið var hart fram í kröf- um um fyrirbyggjandi aðgerðir, fyrst og fremst í almennu hrein- læti og síðar bólusetningu svo og heilbrigðum lífsháttum og hjúkr- un. í samvinnu þessa fólks og þjóðarinnar hafa verið unnir stór- ir sigrar í heilbrigðismálum henn- ar. Þuríður fór til Kaupmanna- hafnar 1926 og ári síðar lauk hún þar hjúkrunarkvennanámi við Ringshospital. Við tók fjögurra mánaða framhaldSnám í farsótt- arhjúkrun við Blegdamshospital í Kaupmannahöfn. En 1927 snéri hún aftur til íslands og réðist þá hjúkrunarkona að Kleppsspítalan- um. Árið 1930 sótti hún meðal annars hjúkrunarkvennaþing í Finnlandi. Meginhluta starfsævi sinnar eða frá 1929—1963 var hún skólahjúkrunarkona, fyrst við Miðbæjarskólann og síðar Mela- skólann í Reykjavík eins og fyrr var greint frá. Þetta starf fól í sér margvíslega heilsugæzlu, m.a. eft- irlit með þroska barna, bólusetn- ingu, en einnig heimsóknir á heimili barna, ef tilefni þótti til. Til grundvallar lá umhyggjan fyrir börnunum. Þuríður mundi fjölda barnanna og fylgdist með gengi margra þeirra í lífinu. Hún átti einnig margar góðar minn- ingar frá samstarfi við kennara og skólastjóra að ógleymdum skóla- lækninum. Á árunum 1931—35 veitti hún forstöðu á sumrin barnaheimilinu Egilsstöðum í Hveragerði, sem Oddfellow-reglan byggði og rak fyrir 40 börn. Þess má geta, að þetta barnaheimili varð síðar barnaskóli í Hveragerði. Á stríðs- árunum 1940—1945 hafði Þuríður með höndum eftirlitsstörf með barnaheimilum Rauða kross ís- lands fyrir börn í Reykjavík og Silungapolli, Löngumýri í Skaga- firði, Staðarfelli í Dalasýsiu og Hvanneyri í Borgarfirði. Barnafjölskyldur voru hvattar til að senda börn sín út á land, upphaflega vegna loftárásar- hættu. Þá leysti Þuríður hjúkrun- arkonur af á sumrin, m.a. var hún þá forstöðukona á Farsóttarhús- inu í Reykjavík. Eftir síðari heimsstyrjöldina sótti Þuríður þing skólahjúkrunarkvenna á Norðurlöndum og kynntist þar starfssystrum, sem hún fékk tæki- færi til að taka síðar á móti hér. Þuríður var virk í félagsmálum, einkum þeim, sem tengdust heilsugæzlu. Árið 1929 gekk hún í Hvítabandið, bindindisfélag kvenna, og vann ötullega að bind- indis- og heilbrigðismálum í anda þess. Hún vann á stofnun sjúkra- húss Hvítabandsins og sat um skeið í sjúkrahúsnefnd þess, en fé- lagið rak sjúkrahúsið í 9 ár eða unz það var afhent Reykjavíkurbæ 1944. Hún var ævifélagi í Rauða krossi íslands. Þá var hún einn af stofnendum Krabbameinsfélags- ins og tók þátt í margs konar starfi þess. Hún sat einnig fundi Bandalags kvenna sem fulltrúi Hjúkrunarkvennafélagsins. Þuríður hafði mikið yndi af ferðalögum og á yngri árum fór hún margar örævaferðir með Maríu Maack. Hún las jafnan mik- ið og saumaði. Og ótaldir eru þeir vinir og vandalausir, sem hún hjúkraði heima eða vakti yfir á sjúkrahúsum utan starfstíma. Sjúka heimsótti hún unz hún lagð- ist sína síðustu legu. Þuríður giftist aldrei. Hún og Arndís, systir hennar, héldu sam- an heimili lengst af í sama húsi og foreldrar mínir. Náinn samgangur og samvinna hefur jafnan verið á milli heimilanna. Allar hátíðir áttum við saman frá bernsku til fullorðinsára. I sameiningu önn- uðust þær systurnar og móðir mín, Jóna Erlendsdóttir, afa minn séra Þorvald allt til síðustu stund- ar hans. En móður sína höfðu þær systur áður annast á heimili sínu til hinztu stundar. Við bróðurbörn Þuríðar nutum áhuga hennar og umhyggju í ríkum mæli. Hún fylgdist með námi okkar og starfi og gladdist yfir gæfu okkar. Þessi umhyggja náði líka til maka okkar, barna okkar og barnabarna minna. Þeim öllum fylgja hinstu blessunaróskir hennar. Það gladdi Þuríði að bróðurdóttir hennar og dóttir mín lögðu stund á hjúkrun- arnám og gerðust hjúkrunarfræð- ingar. Af lífsreynslu sinni á langri ævi hafði hún mörgu að miðla og ógleymanlegar eru þær stundir, er hún rakti minningar sínar frá Sauðlauksdal eða úr lífsstarfi sínu. Metnaður Þuríðar fyrir hönd þjóðarinnar' var mikill. Hún gladdist yfir framförum, en hún var ekki blind á það, sem miður hefur farið í lífsháttum þjóðarinn- ar. Henni sjálfri voru hugstæði orðin úr 23. Sálmi Daviðs: „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta ... jafnvel þótt eg fari um dimman dal, óttast eg ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Blessuð sé minning Þuríðar frænku minnar. Kristján Búason. Látinn er virtur borgari í Vest- urbænum í Reykjavík, Þuríður Þorvaldsdóttir, hjúkrunarkona, sem lengst af ævinnar bjó ásamt eftirlifandi systur sinni Arndísi og Búa heitnum bróður þeirra og fjölskyldu hans í húsinu að öldu- götu 55. Þuríðar minnist ég fyrst, þegar við bróðurdóttir hennar, Vigdís Finnbogadóttir, stunduðum nám í Landakotsskólanum. Hún hafði þá og lengi síðan umsjón með heilsu- gæslu nemenda þar og í Miðbæj- arskólanum, en Þuríður útskrifað- ist sem hjúkrunarkona, en það var starfsheitið þá, frá Rigshospitalet í Kaupmannahöfn í apríl 1927. Auk skólahjúkrunarstarfa var hún lengi starfandi við Klepps-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.