Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984 25 Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands: Náttúruskoðunar- og söguferð um Hafnahrepp Kirkjan í Höfnura. ar hann myndaði hlutafélag um borð til kaupa á heilu gleðihúsi ásamt tilheyrandi fagfreyjum og „inventarý" til afnota fyrir skipshöfnina meðan beðið var vélaviðgerðar í Hong Kong. Að viðgerð lokinni var þetta vinsæla tehús ástarmánans selt með hagn- aði, sem var skipt bróðurlega á milli hluthafa og neytanda. Þar kom bisnessvit Sæmundar í góðar þarfir. Nokkrum árum síðar tók heimþráin að þjaka Sæmund svo að farmennskan vék fyrir föður- landsástinni. Sæmundur flutti al- kominn heim til gamla Fróns og tók að höndla og vegnaði vel. Nú rekur hann heildverslunina Esju af stakri prýði og flytur inn flest sem máli skiptir frá Austurlönd- um fjær nema gleðihús með „til- behör". Trygglyndi Sæmundar við sitt gamla knattspyrnufélag KA eru engin takmörk sett. Eitt sinn bað hann mig um að kaupa happ- drættismiða til styrktar okkar gamla góða félagi, sem við höfðum báðir leikið með ungir. Ég bað um einn hundrað króna miða og rétti Sæmundi fimmhundruð króna seðil. Til baka fékk ég fjóra happ- drættismiða til viðbótar og þar við sat þrátt fyrir hávær mótmæli. Slíkur yfirburða sölumaður er Sæmundur. Okkar ágæta félag eignaðist engar stórkanónur og prímadonnur á þessum árum á borð við Albert og Schramarana eða Pele og Maradonna nema ef vera skyldi Helga Schiöth. Hvað um það, þá hríslaðist um menn notaleg heimsmeistarakennd þeg- ar vegmóðir, hraktir og veðurbitn- ir Þingeyingar voru burstaðir og barðir og öllu lofti hleypt út, sem tók óvænta stefnu og blés upp heimamenn í staðinn. Jafnvel knötturinn var loftlaus í leikslok. En þessir bráðsnjöllu markaskor- ar andans, grannar várir Þingey- ingar, höfðu komið fótgangandi og illa búnir yfir fjöll og firnindi „í gegn um móðu og mistur" og því ekki sem best til reika að etja kappi við úthvílda heimamenn. Þá kvað einhver þingeyskur djúp- spekingur um hugdjarfa sýslunga sína: „Það má segja um þessa menn/ þeir eru ekki latir/tölta dægrin tvenn og þrenn/til að liggja flatir." Sæmundur er tvíkvæntur. Báð- ar eru þær konur bráðlaglegar. Sú fyrri er sænsk. Þau slitu samvistir og eiga eina dóttur búsetta í Sví- þjóð. Með núverandi konu, sem er þýsk, á Sæmundur son og upp- komna dóttur. Allt er það mynd- arfólk eins og að líkum lætur. Um leið og ég óska Sæmundi til ham- ingju þakka ég allt gamalt, gott og skemmtilegt alla tíð. Jafnan kemst ég í gott skap í návist hans. Það er gott og hollt að hlæja með Sæmundi. Slíkt verður naumast sagt um alla hér á þessari allra veðra slóð nyrst í Atlantshafi, þar sem hláturtaugar svo margra eru botnfrosnar af notkunarleysi. Sæmundur á vonandi eftir að brosa og hlæja lengi og vel um ókomna tíð. í dag mun hann vera baðaður hlýjum og ljúfum óskum í „Svíþjóð hinni köldu". Þar dvelur hann í góðu yfirlæti hjá Guðrúnu dóttur sinni. Heimilisfangið þar er: Viggvágen 35, Ákersberga, Sverige. Það hefði verið vel við hæfi að halda afmæli þessa mikla akur- eyrska knattspyrnufrömuðar og styrktarbakhjarls hátíðlegt fyrir norðan í dag. Hann hefði eflaust verið hylltur með pomp og prakt og mikilli og maklegri blysför í akureyrskum karnivalstíl. Þar hefðu iéttklæddar og tindiifættar kyndilfreyjur úr KA svifið sextíu hringi um leikvanginn. Síðan hefði verið skálað fyrir sextugum kappanum í Sjallanum í sextíu ára gömlu særeknu konjaki. Slíkt hefði sæmt Sæmundi best á svo ólympísku dægri, þar sem biður frækinna garpa sá heiður að vera lagðir til hinstu hvílu í KA-bún- ingi í knattspyrnuskóm og það af stærðarnúmeri Napóleons. Örlygur Sigurðsson í ferðaröðinni „Umhverfið okkar", 6. ferð, fer Náttúruvernd- arfélag Suðvesturlands í náttúru- skoðunar- og söguferð um Hafna- hrepp laugardaginn 11. ágúst. Farið verður úr Reykjavík frá Norræna húsinu kl. 13.30 og frá Kirkjuvogskirkju í Höfnum kl. 14.30. Áætlað er að ferðinni ljúki i Höfnum kl. 18.00—19.00 og við Norræna húsið kl. 19.00—20.00. Fargjald kr. 200, frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Allir velkomnir. Sérstaklega viljum við benda Hafnabúum á að notfæra sér þessa alhliða fræðsluferð um hreppinn. Leiðsögumenn verða Sigurður G. Tómasson, sem fræðir okkur um jarðfræði svæðisins, Björn Gunnlaugsson og Eva Þor- valdsdóttir líffræðingar, sem ræða um gróðurinn og sýna okkur hann, og Árni Waag líffræðikenn- ari, er mun fjalla um dýralífið og þá sérstaklega um þá fugla sem við komum til með að sjá. Áhuga- menn um sögu og örnefni munu miðla okkur af fróðleik sínum í ferðinni. Gott er að hafa kiki, fuglabók og flóru með. Úr Hafnakauptúninu verður ek- ið að Hunangshelluvörðu við Ósabotna, lífríkið þar í grennd skoðað, en Ósarnir eru eitt gróskumesta lífríki landsins. Það- an farið að Stapafelli og Rauða- mel. Þar virðum við fyrir okkur „innviði" fellsins og fornan sjávar- granda í Rauðamel. Þar verður snúið við og ekið suður á Reykja- nes. Við kynnumst hinni miklu fjölbreytni hrauna og eldstöðva á þessu svæði, ökum t.d. gegnum Stampagigaröðina. Rætt verður um plöntugróður nær örfoka svæðis og uppgræðslu þess og fuglalíf í Hafnarbergi. Úti á Reykjanesi verður gróðurfar hverasvæðisins skoðað. Farið upp í Reykjanesvita, til baka verður farið í örnefni og sögu svæðisins, rætt verður t.d. um eyðijarðirnar Skjótastaði, Hrafneyri, Litlu- Sandvík, Stóru-Sandvík, Kirkju- höfn, Haugsenda, Árnastaði o.fl. Að lokum ekið gegnum Hafna- kauptún að Kotvogi og ferðinni lýkur við Kirkjuvogskirkju. Þar verður m.a. rætt um sögu Kirkju- vogs (Gamla-Kirkjuvogs, Vágs, Djúpavágs). Hafnahreppur er fámennasti hreppur suðvestanlands en þar er margt merkilegt að skoða frá jarðfræðilegu, líffræðilegu og sögulegu sjónarmiði, en þarna eins og annars staðar rfður á að skynsamlega sé staðið að allri mannvirkjagerð og annarri rösk- un á umhverfinu og að gildi nátt- úruminja og mannvistarminja sé metið að verðleikum. Vel hefur tekist til með varðveislu Kirkju- vogskirkju. Sérstök áhugamanna- samtök um náttúru- og umhverf- isvernd eru ekki starfandi á svæð- inu. Fyrirhugaðri kynningu á nýrri ferðaröð verðum við að fresta til 25. ágúst. (Frt N.Vii.V.) Liggðu lengur i sólbaði MILOPA Það er staðreynd aið hæfilegur skammtur sólarljóss eykur líkamlegt hreysti og er lífsnauðsynlegt. En of stór skammtur get- ur haft skaðleg áhrif á húð og taugar. í MILOPA sólkremunum eru efni sem hindra að útfjólubláir geislar sólarljóssins, sem valda bruna, nái til húðarinnar, en hleypir hinum í gegn, sem hafa áhrif á litafrumurnar. Þessi eiginleiki MILOPA sólkremanna lengir þann tíma sem nota má til sólbaða, án þess að hljóta skaða af. Þegar haft er i huga að húðin heldur brún- um lit nokkumvegin jafn lengi og hún er aö fá hann, lengir notkun MILOPA sólkrem- anna ánægjuna af sólbaðsstundunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.