Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984 Minning: Jónatan Valgarðsson Fæddur 23. júlí 1958 Dáinn 31. júlí 1984 Læknirinn kom inn í herbergi að- standenda á gjörgæsludeild Borg- arspítalans og tilkynnti okkur að hjarta Jónatans væri hætt að slá — hann væri örendur. Fyrir þremur klukkustundum var hann alheill við vinnu sína hátt uppi í stórum krana og um nýliðna helgi var hann ásamt Margréti, sambýliskonu sinni, og okkur hjónum að skoða marga fal- lega staði í næsta nágrenni Reykja- víkur. Við skiptumst á að aka, eins og svo oft áður er við skruppum í ökuferð. Ferðinni lauk með þeim ásetningi að næst færum við að skoða grasgarðinn í Laugardalnum, sem er einn fegursti reitur Reykja- víkur. Hvernig gat það verið að þessi ljúfi og elskulegi ungi maður væri horfinn úr samfylgd okkar, sem höfðum tengst honum tryggðabönd- um — samfylgd sem hófst fyrir fáum misserum, en hafði þó þróað fagrar vonir um langa og bjarta framtíð. Hann var á listabraut Fjölbrauta- skólans í Breiðholti og átti einn vet- ur eftir til að ljúka þar stúd- entsprófi. Hann lagði einkum stund á málaralist og hafði náð þar góðum árangri, eins og raunar í öðrum fög- um. Kannski naut hann þess við námið að hann var orðinn þroskaðri en almennt gerist er sest er á lang- skólabekk. Hann var yngstur átta systkina og ólst upp í fátækt og varð sjálfur að vinna sér inn farareyri á námsbrautina, en þó að það seinkaði för veitti það þroska. Hann var vinnusamur og viljugur og allt virt- ist fara honum vel úr hendi. En vinnan og arðurinn af henni var að- eins meðal til að opna honum leið til að efla og þroska fegurðarskynið og túlka það í litum og línum. Sjálfur naut hann fegurðar lands- Fædd 23. mars 1927 Dáin 5. ágúst 1984 Hetja er fallin í valinn. Solveig Kolbeinsdóttir hefur lokið lífsskeiði sínu aðeins 57 ára að aldri. Nokkur undanfarin ár hefur hún borið þunga sjúkdóms- byrði með bros á vör. Aldrei heyrðist hún kvarta og bærust veikindin í tal, ræddi hún alltaf um þau í gamansömum tón. f bar- áttunni við hatramman sjúkdóm kom glöggt í ljós jákvætt lífsvið- horf hennar, þar sem allir skuggar hurfu og birtan ein ríkti. Af henn- ar fundi fórum við alltaf bjart- sýnni. Hún var miklu fremur gef- andi en þiggjandi. Til hinstu stundar fylgdist hún full áhuga með börnum okkar og fjölskyld- um, störfum okkar og viðfangsefn- um. Kynni okkar hófust fyrir tæpum fjörutíu árum, þegar þessi skag- firska heimasæta frá Skriðulandi í Kolbeinsdal hóf nám í Mennta- skólanum á Akureyri. Þar lifðum við saman súrt og sætt — og þó svo miklu meira sætt — í heima- vistinni, bæði þeirri gömlu og nýju. Höfum við oft sótt ómældan skerf í minningarsjóð þessara ára. Solveig fæddist á Skriðulandi 23. mars 1927. Foreldrar hennar voru bóndinn og fræðaþulurinn Kolbeinn Kristinsson og Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja, sem bæði eru látin. Systkini Solveigar voru tvö, Hallfríður, bankastarfs- maður á Akureyri, og Sigurður, sem lést barn að aldri. Auk þess ólu Skriðulandshjón upp nafna Kolbeins, Kolbein Sigurðsson, sem lést á síðasta ári langt um aldur fram. Á þessu menningarheimili voru fornar dyggðir hafðar í heiðri, vandað málfar og lestur góðra bóka. Menntunarþorsti og sjálfs- nám Kolbeins hefur óefað örvað Solveigu og Hallfríði til náms og þarf engan að undra hvaða náms- ins, stórbrotinnar tignar þess og mildrar náttúru. Hann unni gróðri og blómum og síðasta myndin er hann gerði kvöldið fyrir andlátið, eftir langan vinnudag, var af fugli er sat í fögru litskrúði. Heimili hans og Margrétar bar líka vott um smekkvísi, hlýju og ástúð, þótt ekki sé það stórt eða gamalgróið. Já. Hvernig gat það verið að sumarið í lífi hans gat ekki orðið lengra? Þegar við sem þekktum hann, að vísu alltof stuttan tíma, förum yfir og drögum saman þær einkunnir, sem hann hafði aflað sér í okkar samskiftum, getum við fallist á þá niðurstöðu, sem barnungur frændi Margrétar flutti henni sem huggun- arorð: „Guð hefur þurft að fá hann til sín til nýrra starfa." Jón litli og Jónatan voru góðir vinir og tær barnssálin átti auðvelt með að skilja og skýra einfalda ráðningu á ráð- stöfun Guðs. Og megi eitthvað af draumum ráða falla þessi einlægu huggunarorð drengsins vel að draumi mínum þennan örlagamorg- un. Þá hefur himnafaðirinn valið traustan og þjálfaðan leiðsögumann grein Solveig valdi sér eftir stúd- entspróf. Að loknum barnaskóla var hún í unglingaskóla í Varmahlíð. Vorið 1945 tók hún inntökupróf í 2. bekk MA sem þá var sex vetra skóli. Að loknu gagnfræðaprófi þar varð Solveig að hætta námi í einn vetur vegna fjárskorts og kenndi þann tíma í Hegranesi í Skagafirði. Haustið 1948 hóf hún aftur nám í MA. Settist hún í máladeild og lauk stúdentsprófi vorið 1951 í hópi 49 skólasystkina. Með henni eru þrír fallnir frá úr þeim hópi. Haustið 1951 hóf Solveig nám í íslenskum fræðum við Háskóla ís- lands og lauk cand.mag.-prófi í þeirri grein 1959. Stundaði hún alltaf kennslu og aðra vinnu jafn- til að taka á móti Jónatan og leið- beina honum í nýju föðurlandi. Barnsleg einlægni og umbúðalaust raunsæi Jóntans laðaði unga sem eldri að honum og það var með ólík- indum hvað þessi stuttu kynni höfðu aflað honum traustrar vináttu í fjölskyldu okkar. Jónatan var fæddur 23. júlí 1958 á Akranesi, en þar bjuggu þá foreldr- ar hans, þau Þórlaug Bjarnadóttir og Valgarður Jónatansson. Hann var, eins og að framan getur, átt- unda barn móður sinnar. Hún var áður gift Magnúsi Guðmundssyni er fórst þegar togarinn Egill rauði strandaði við Grænuhlíð. Með hon- um átti hún fjögur börn. Þau eru: Ragnar, búsettur í Hafnarfirði, Bjarni í Reykjavík, Jónína, býr á Valshamri á Skógarströnd og Guð- mundur Cesar í Reykjavík. Þá átti hún Svein Rafn, sem býr á Akra- nesi, með Inga Sveinssyni en hann lést úr krabbameini eftir mjög stutta sambúð. Þriðji maður hennar var svo Valgarður Jónatansson. Með honum eignaðist hún tvíburasyst- urnar Hjördísi, er býr á Flateyri, og Ragnheiði, sem býr í Reykjavík, og svo Jónatan. Þau slitu samvistir er börnin voru í frumbernsku og var þá oft þröngt í búi hjá einstæðri móður með mörg börn á framfæri. Það er því ljóst að Jóntan varð að halda út á vinnum- arkaðinn strax og vinna fékkst. Fyrsta fasta vinnan er hann fékk var við fiskvinnu á Kirkjusandi sumarið eftir fermingu. Síðan lá leiðin um borð í togara og þaðan í byggingarvinnu. Þar aflaði hann sér réttinda til að vinna á og stjórna rafmagnsbyggingarkrönum. Á þau tæki hafði hann „kennsluréttindi, almenn réttindi og meistarapróf" samkvæmt orðum atvinnuskírteinis. Hann lauk gagnfræðaprófi í Reykjavík en varð að gera hlé á námi af fjárhagsástæðum. List- hneigð hans kallaði hann til náms að nýju og við það lagði hann mikla rækt og batt vonir við að á þeirri braut mætti auðnuspor hann liggja í framtíðinni, sem í sambúð með unnustu sinni virtist vera svo björt. framt náminu. Að loknu námi kenndi hún í Reykjavík, aðallega við Kvennaskólann. Þann 17. ágúst 1963 giftist Sol- veig sveitunga sínum, Hafþóri Guðmundssyni dr. jur. frá Smiðs- gerði. Börn þeirra eru þrjú: Anna Benedikta, fædd 31. maí 1964, Kristín Ragnheiður, fædd 15. júlí 1965, og Sigurður Kolbeinn, fædd- ur 1. nóvember 1969. Sér nú fjölskyldan í Bollagörð- um 9 alltof snemma á bak um- hyggjusamri móður og eiginkonu, sem alla tíð lét velferð fjölskyld- unnar sitja í fyrirrúmi. Umhyggja Solveigar kom og einkar skýrt í ljós í veikindum aldraðra foreldra. Ekki er liðið heilt ár síðan hún vakti langtímum saman við dán- arbeð föður síns þótt sjálf væri hún sárþjáð. Á menntaskólaárunum sagði Solveig okkur oft frá jarpa hestin- um sínum, Erpi. Voru lýsingar hennar svo ljósar og lifandi af þessum grannleita hesti og ferð- um þeirra um dalinn hennar, Kolbeinsdal, að okkur fannst við þekkja bæði hest og dal, þótt að fæstar okkar hefðu þá augum lit- ið. Á ferð um þessar slóðir löngu seinna, þegar staðnæmst var við túnfótinn á Sleitubjarnarstöðum, blöstu við gamlir troðningar í grænni fjallshlíð, baðaðir kvöld- sól. Sáum við þá í anda vinkonu okkar koma þessar slóðir, sitjandi Erp sinn og horfa ljómandi augum mót vorsólinni. Mætti hún nú i nýjum heim- kynnum hitta Erp sinn endurbor- inn og hefja nýja ferð með nýjum þrótti á vit vorsólarinnar. Við sendum eiginmanni, börn- um og systur innilegar samúð- arkveðjur. Vinkonur. En enginn má sköpum renna og kalli drottins ber að hlýða, þó að fyrirmælin séu stundum torskilin. Við þökkum Jónatan mjög góð kynni, þökkum honum umhyggju og ástúð til dóttur okkar, en þau höfðu tengst traustum böndum. Henni, foreldrum hans, systkin- um og öðrum aöstandendum send- um við samúðarkveðjur og biðjum Guð að græða sárin sem opnuðust svo óvænt. Ragnheiður og Jón Tómasson Ungur maður lézt við vinnu sína. Æviferli Jóntans frænda míns og vinar var lokið. Jóntan fæddist á Akranesi, flutt- ist þaðan ungur. Brauðstritið, að vinna fyrir lífsviðurværi, var leiðin sem framundan lá. Jónatan var maður hljóðlátur og hógvær. Störf sín, hvort sem unnin voru á sjó eða landi, vann hann með trúmennsku og alúð. Vinnan var honum nauðsyn. Þrátt fyrir erfiðar kringumstæður átti Jóntan sér takmark, sem hann keppti að, með einhug og viljafestu. Þessi sterki eðlisþáttur sálar hans var listhneigðin. Sú grein listarinn- ar sem gagntók hug Jónatans, var listin. Að henni vann hann af ötulli þrautseigju hvenær sem stund gafst til. Um fræðsluferil Jóntans veit ég lítið og verð fáorðum. Þó er mér kunnugt aö í fjölbrautarskóla hafði 27 hann valið myndiistabrautina og hefði náð þar markverðum áfanga, í náinni framtíð, hefði honum enst aldur til. Skyndileg breytin. Nú er þessi ungi maður fluttur yfir á ann- að tilverusvið mannlífsins. Hann starfar hér ekki lengur. Hver urðu viðbrögð hans nánustu, við hinn óvænta og skyndilega viðskilnað? Unnusta Jónatans missti ástvin sinn eftir tveggja ára sambúð. Hún ber harm sinn með frábærri stillingu. Foreldrar hennar styrkja hana dyggilega á þungbærri reynslustund þrátt fyrir eigin sorgarbyrði. Þau syrgja Jónatan sem er þeim kær, eftir hugljúf kynni. Hin lífsreynda móðir Jóna- tans, Þórlaug Bjarnadóttir, ber byrði sorgarinnar vel, dyggilega " studd af börnum sínum, sem einnig syrgja sárt burtu horfinn bróður. Þá má síst gleyma unnustu hins látna, sem með kærleiksríkri ástúð og nærgætni er hinni syrgjandi móður stoð og styrkur, sama er að segja um foreldra Margrétar, unnustu Jóntans, þau eru Þórlaugu bróður- dóttur undirritaðs, ómetanlegur styrkur, á þessari reynslunnar stund. Þessum minningarorðum lýk ég með innilegri samúðarkveðju til unnustu hins látna, móður hans og annarra aðstandenda. Líf er að þessu loknu. Kærleikurinn brúar bilið. Þórarinn Elís Jónsson Lokað Skrifstofa okkar og vinnustaðir veröa lokaöir eftir hádegi föstudaginn 10. ágúst vegna jaröarfarar Jónatans Valgarössonar. Steintak hf. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR HALLFRÍOAR PÉTURSDÓTTUR, Heimahvammi, Blesugróf. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför sonar okkar, dóttursonar og bróöur, REINHOLDS PÁLS RAGNARSSONAR. Matthildur Pálsdóttir, Siguröur Sigurösson, Póra Þorleifsdóttir, Páll Jónsson, Ragnar Erlíngsson, og systkini. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem auösýndu okkur sam- úö, hlýhug og vináttu vlö andlát og útför ÞORSTEINS B. JÓNSSONAR. Njaröargötu 61, Raykjavfk. Margrát S. Magnúsdóttir, Magnea J. Þorsteinsdóttir, Þór Vignir Steingrímsson, Siguröur Hótm Þorsteinsson, Erna Sigurbaldursdóttir, Hjördís Magnúsdóttir, Kristmann Magnússon, Guömundur Þorsteinsson, Ásthildur Þorkelsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, STEINGRÍMS ÞÓRÐARSONAR, byggingameistara, Efstasundi 37. Valgeröur Steingrímsdóttir, Kolbrún Steingrímsdóttir, Sveinbjörg Steingrfmsdóttir, Guðmunda Steingrímsdóttir, Þórlaug Steingrfmsdóttir, Sigþór R. Steingrímsson, Þorvaldur Björnsson, Elís Guömundsson, Guömundur Jensson, Jón Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartanlegt þakklæti fyrir auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts og útfarar GRÍMS J. SIGURÐSSONAR, útvarpsvirkja frá Akureyri, Hrauntungu 65, Kópavogi. Sérstakt þakklæti til starfsfólks Tæknideildar Ríkisútvarpsins og annarra viö þá stofnun. Einnig til lækna og hjúkrunarfólks er önnuöust hann í veikindunum. Drottinn blessi ykkur öll. Soffia Siguröardóttir, Gunnlaugur Halldórsson, Fjóla Grfmsdóttir, Sofffa Gunnlaugsdóttir, Grfmur Gunnlaugsson. Solveig Kolbeins- dóttir — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.