Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 32
OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD OPIÐALLA DAGA FRA KL. 11.45-23.30 AUSTUfíSTfíÆTI 22 INNSTfíÆTI. SÍMI 11340 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTl. SlMI 11633 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Grímsneshrepp- ur kaupir Ásgarð á 15,1 milljón kr. HREPPSNEFND Grímsnes- hrepps gekk í gær frá kaupum á jörðinni Ásgarði í Grímsnes- hreppi, en samkvæmt dómi Hæstaréttar hafði hreppurinn forkaupsrétt á jörðinni. Mats- verð jarðarinnar var 15.136.500 krónur og fjármagnaði hreppur- inn kaupin á henni með leigu á Hvalveiðar: Aðeins sjö langreyðar eftir af kvóta UM ÞESSAR mundir hafa veiðst 160 langreyðar og var þeirri síðustu landað í Hvalfirði sl. þriðjudag. Er því langt geng- ið á langreyðakvótann þar sem aðeins má veiða sjö langreyðar til viðbótar. Enn er þó ekki útséð um lok hvalvertíðar því að veiða má 133 sandreyðar þessa vertíð og þá næstu, þar af 100 í sumar, en hingað til hafa veiðst átta sandreyðar. Hvalveiði hefur verið dræm undanfarið og að sögn Krist- jáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf., er í þeim efnum helst við veðurguðina að sak- ast, en verið hefur bræla á miðum og þoka. Sagði Krist- ján að hvalbátarnir þrír, Hvalur 6, 8 og 9, héldu sig einkum djúpt út af Látra- bjargi og Snæfellsnesi þar sem þoku hefði af og til létt, en miðin út af Garðsskaga og Reykjanesi væru ókönnuð vegna brælu. Hvalur 6 veiðir ekki fleiri langreyðar þessa vertíð og leitar nú eingöngu sandreyð- ar, sem allajafna kemur í ágústmánuði og gæti allt eins þegar verið komin á miðin. Vonaðist Kristján Loftsson til þess að veður breyttist til hins betra á næstunni svo að kanna mætti miðin til hlítar. veiðirétti, bankalánum og lánum frá ýmsum búsettum í sveitinni. Eöðvar Pálsson, varaoddviti Grímsneshrepps, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að það hefði verið Stangveiðifélag Reykjavíkur sem hefði leigt veiðiréttinn til næstu sjð ára og greitt fyrir það 4,2 milljónir króna. Síðan hefðu verið tekin bankalán fyrir u.þ.b. fjórar og hálfa milljón og afganginn hefðu heimilisfastir Gríms- nesingar fjármagnað. Þá sagði Böðvar að einnig stæðu yfir viðræður við fjársterkan aðila, sem hann vildi ekki nefna, sem hefði hug á að skipuleggja sumarbústaðaland á hluta jarðarinnar og jafnvel hótel- rekstur. Þessi aðili vildi fá 30—50 hektara lands en Böð- var sagði að hreppsnefndin vildi láta sem allra minnst af landi til að fjármagna kaupin og því ætti eftir að koma í ljós hvort samningar næðust. Morgunblaðið/ Júlíus. Varnarliösraenn og lögregluþjónar hlúa að hinni slösuðu konu um borð í Herkulesvélinni við komuna til Reykjavíkur í gærkvöldi. Þýsk kona slasaðist alvarlega í grjóthruni Varnarliðsþyrla sótti hina slösuðu í Herðubreið TV/ER þýskar konur slösuðust, önn- ur alvarlega, er grjóthrun varð í fjall- inu Herðubreið í gær, en konurnar voru þar á ferð í hópi tuttugu þýskra ferðamanna. Björgunarsveitir úr Mývatnssveit og fri Húsavík, svo og lögregla og læknar fóru þegar á vettvang og einnig flugu þyrla og Herkules-vél frá varnarliðinu norður til aðstoðar við björgunina. Gekk Mjótt að bjarga annarri konunni niður af fjallinu, en meiri erfiðleik- um var bundið að komast að hinni í klettabeltinu, þar sem atburðurinn átti sér , stað. Björgunarsveitar- mönnum tókst þó um síðir að kom- ast að benni með börur og var hún þá meðvitundarlaus og mjög illa slösuð á höfði. Þyrlan flutti konuna til Akureyrar og þaðan flutti Herk- ules-vélin hana til Reykjavíkur og lenti vélin á ellefta tímanum í gærkvöldi. Konan gekkst undir höf- uðuppskurð á Borgarspítalanum í gærkvöldi. Hannes Hafstein, framkvæmda- stjóri Slysavarnafélags íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hjálparbeiðni hefði borist frá skálaverðinum í Herðubreiðar- Rækja: 1500 tonn í birgðum að verðmæti um 250 Fyrirsjáanleg enn ein verðlækkun millj I LOK júnímánaðar voru um 1.400 tonn af rækju til í birgðum í landinu, höfðu aukist um 436 tonn í mánuðin- um. Birgðirnar hafa aukist síðan og er talið að þær séu nú að minnsta kosti 1.500 tonn sem gæti verið ná- lægt 250 milljónum að útflutnings- verðmæti. í júnflok í fyrra voru rækjubirgðirnar aðeins um 184 tonn. Pundið er nú selt á 1,8 til 2 sterl- ingspund. Hefur verðið sífellt farið lækkandi og er talið að það geti farið niður t 1,65 sterlingspund á næst- unni. Óttar Yngvason hjá íslensku út- flutningsmiðstöðinni hf. sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að í kjölfar samninga á milli út- vegsmanna og rækjuvinnslustöðva í Noregi um 8,5% lækkun hráefn- isverðs væri farið að bera á enn einni verðlækkun rækju á mark- aðnum. Bjóst hann við því að hún Iækkaði um 5 til 10% vegna þessa, í 1,65 sterlingspund fyrir hvert pund af rækju. Á sama tíma í fyrra hefðu aftur á móti fengist 2,5 sterlingspund fyrir rækju- pundið. Sagði óttar að ef þetta yrði raunin þá dygði þetta sölu- verð rétt rúmlega fyrir hráefninu og mestallur annar kostnaður væri beint tap. Sagði hann að rækjuvinnslan væri rekin með 20 til 25% tapi af veltu og væri í raun og veru glórulaust að reka fyrir- tæki við slík skilyrði. lindum um klukkan 14.30 þess efn- is, að slys hefði orðið í Herðubreið og væri skjótrar hjálpar þörf. Var strax haft samband við næstliggj- andi björgunarsveitir, Stefán í Mývatnssveit og Garðar á Húsa- vík, og voru björgunarsveitar- menn beðnir um að fara með nauðsynlegan búnað til þess að geta bæði klifrað og sigið í kletta- belti í fjallinu, þar sem konurnar voru. Þá var lögreglan á Húsavík beðin um að sjá til þess að þangað færu sjúkrabílar og læknir. Einn- ig var leitað til björgunarsveitar vamarliðsins á Keflavíkurflug- velli, þar sem álit manna nyrðra var, að þörf væri á þyrlu til að flytja konurnar á sjúkrahús, enda erfiður burður frá Herðubreið, yf- ir hraunið og niður á flugvöll. Herkules-vél fylgdi þyrlunni norð- ur með eldsneytisbirgðir. Tilkynnt var að læknir frá Ak- ureyri væri staddur í Herðubreið- arlindum og fór hann með skála- verðinum í jeppa inn að fjallinu til að aðstoða við björgunina. Þegar þeir komu að, laust fyrir klukkan 18.00, var búið að bjarga annarri konunni og var hún ekki eins illa slösuð og haldið var í fyrstu. Var gert að sárum hennar þarna á staðnum og hún flutt niður í skála og þaðan með sjúkrabíl á sjúkra- húsið á Húsavík. Þyrlan kom að fjallinu um klukkan 18.30 og lenti tvisvar til að komast sem næst slysstaðnum, enda var þá ljóst, að hin konan var mjög alvarlega slösuð. Hafði hún hlotið mjög slæma áverka á höfði og var meðvitundarlaus. Björgun- arsveitarmenn voru þá að reyna að komast að henni I klettabelt- inu, en aðstæður þar voru mjög erfiðar. Tókst að flytja konuna á börum í þyrluna sem síðan flaug með hana til Akureyrar. Þar var skipt um vél enda talið spurning um líf og dauða að koma sjúkl- ingnum sem fyrst í uppskurð á Borgarspítalann í Reykjavík. Jámblendiverksmiðjan: Undirritun samnings við Sumi Tomo frestað UNDIRRITUN samnings japanska fyrirtækisins Sumi Tomo, vegna fyrir- hugaðrar eignaraöildar, aö Járnblendi- verksmiðjunni á Grundartanga hefur verið frestað vegna þess að tveir af yflrmönnum málmdeildar fyrirtækisins létust í flugslysi í Bangladesh 5. þessa mánaðar. Að sögn Sverris Hermanns- sonar, iönaöarráðherra kom ósk frá forráðamönnum Sumi Tomo þess efnis að undirrituninni yrði frestað ura óákveðinn tfma, en upphaflega var ráð- gert að hún færi fram 14. ágúst. Aðspurður sagðist Sverrir Her- mannsson ekki vita nöfn þeirra er fórust, en það kunna að vera tveir af þeim fulltrúum sem voru hér og gerðu umræddan samning. Átti iðn- aðarráðherra von á að samningurinn yrði undirritaður í Osló 12. eða 13. september næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.