Morgunblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 1
48 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
184. tbl. 71. árg.
FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Fjórir Georgíumeim
hljóta dauðarefsingu
Moskvu, 15. ágúst. AP.
FJÓRIR Ceorgíumcnn hafa verið
dæmdir til dauða vegna aðildar að
mLsheppnuðu flugráni í nóvember á
síðasta ári, en þá létu sjö manns
lífið. Að auki hefur námsmaður ver-
ið dæmdur í 14 ára fangelsi og flug-
vallarstarfsmaður, sem sekur var
fundinn um vítavert kæruleysi, var
dæmdur í þriggja ára fangelsi. Það
var hin opinbera fréttastofa Sovét-
ríkjanna, TASS, sem skýrði frá
þessu í dag.
Samkvæmt heimildum í Sovét-
ríkjunum voru það átta manns,
fimm karlar og þrjár konur, sem
þátt tóku í flugráninu, sem átti
sér stað á flugleiðinni milli Tbilisi,
höfuðborgar Suður-Georgíu, og
Leníngrad i Rússlandi. Reyndu
þau að fá flugmanninn til að
fljúga til Tyrklands, en hann
blekkti þau og lenti á ný í Tbilisi
þar sem öryggisverðir yfirbuguðu
flugræningjana.
Símamynd — AP.
Einn hinna fjögurra tundurduflaslæðara Breta sem nú eru á Rauðahafi. Myndin er tekin í Súez skömmu eftir að
skipið fór um Súez-skurð.
Leggja öfgamenn tundur-
dufl í evrópskar hafnir?
Kairó, Tel Aviv, 15. ágúst. AP.
DAGBLAÐIÐ Yediot Ahronot í ísrael hefur í dag eftir heimildarmönnum
innan bresku leyniþjónustunnar, að hryðjuverkamenn hafi í hyggju að leggja
tundurdufl, sem framleidd eru i Sovétríkjunum, í höfnina í Rotterdam í
Hollandi og í höfn á ónefndum stað í Frakklandi. Segir í fréttinni að frá
hinni ónefndu höfn í Frakklandi hafi verið skipað út vopnum, sem farið hafa
til íraks.
ísraelska blaðið segir enn-
fremur að vestrænir leyniþjón-
ustumenn séu uggandi um, að
sömu hryðjuverkamennirnir og
komið hafa tundurduflum fyrir
í Rauðahafi og Súez-flóa hafi
nú augastað á höfnum í Evr-
ópu. BÍaðið telur hugsanlegt, að
hryðjuverkamennirnir séu frá
Líbýu og Eþíópíu og hafi notið
stuðnings frá Sýrlendingum og
írönum.
Fjórir breskir tundurdufla-
slæðarar og eitt hjálparskip
hófu í dag undirbúning að
skipulegri leit að tundurduflum
í Rauðahafi, en á undanförnum
fimm vikum hafa sæsprengjur
valdið skemmdum á a.m.k. 16
skipum sem verið hafa á sigl-
ingu þar og um Súez-flóa.
Auk bresku skipanna kom
bandaríski vatnadrekinn
Shreveport á vettvang í dag, en
hann flytur fjórar þyrlur, sem
búnar eru tækjum til að greina
tundurdufl og slæða þau upp.
Þá eru tvö frönsk leitarskip og
eitt hjálparskip á leiðinni. Um
tólf egypskir tundurduflaslæð-
Danska fjárlagafrumvarpið 1985:
Hallinn
en spáð
helmingi minni
hafði verið
Kaupmannahnfn, 15. ágúst. Frá Ib Björnbak,
rréttaritara Mbl., og AP.
PALLE Simonsen, fjármálaráð-
herra í ríkisstjórn Poul Schliiters í
Danmörku, kynnti í dag danska
Palle Simonsen,
Danmerkur.
fjármálaráðherra
þinginu fjárlagafrumvarpið fyrir
árið 1985. Útgjöldin nema 191
milljarði danskra króna, en gert
er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs
verði 149 milljarðar króna. Það
vekur athygli, að mismunur tekna
og gjalda, hinn svonefndi „fjár-
lagahalli", er aðeins 42 milljarðar
króna eða helmingi minni en al-
mennt var gert ráð fyrir og þykir
það mikill sigur fyrir stjórnina.
„Hallinn“ á fjárlagafrumvarpinu
er þremur og hálfum milljarði
króna lægri en á fjárlögum yfir-
standandi árs.
í þingræðu Palle Simonsens
kom fram, að enn er við mikinn
viðskiptahalla að glíma og nem-
ur hann nú um 15 milljörðum
króna. Hins vegar hefur góður
árangur náðst í viðureign
stjórnarinnar við verðbólgu og
atvinnuleysi. Útflutningur hef-
ur haldið áfram að aukast og
spáð er 3—4 prósent aukningu í
iðnaðarframleiðslu á næsta ári.
arar hafa leitað að sæsprengj-
um á svæðinu að undanförnu,
en ekkert orðið ágengt.
Öll dufl sem finnast verða
gerð óvirk, en einnig er fyrir-
hugað að flytja nokkur þeirra á
brott til rannsóknar, sem miðar
að því að upplýsa hverjir komu
þeim fyrir. Egyptar halda því
fram að íranir og Líbýumenn
séu sökudólgarnir, en stjórn-
völd þar vísa þeirri ásökun á
bug og segja að Bandaríkja-
menn hafi lagt duflin.
Talið er að tundurduflaleitin
í Rauðahafi og Súez-flóa geti
tekið frá tveimur vikum og upp
í tvo mánuði. í því skyni að
reyna að hindra frekari lagn-
ingu dufla þar hafa Egyptar
leitað í tíu skipum sem farið
hafa um Súez-skurð undan-
farna daga, en engin dufl hafa
fundist. Skipin sem grunsamleg
þóttu voru frá íran, Líbýu og
Kýpur, að því er haft er eftir
Esmat Abdel-Meguid, utanrík-
isráðherra Egyptalands.
Sömu heimildarmenn segja að í
hópi flugræningjanna hafi verið
börn háttsettra leiðtoga í komm-
únistaflokknum í Georgíu.
Nicaragúa:
Viðræður við
Bandaríkin
HARRY Shlaudeman, sérlegur
fulltrúi Bandaríkjastjórnar, og
Victor Hugo Tinoco, aðstoðarutan-
ríkisráðberra Nicaragúa, áttu í dag
viðræðufund í borginni Manzanillo
í Mexíkó. Skoðanamunur stjórna
ríkjanna var til umræðu.
Þetta er í fjórða sinn sem
háttsettir fulltrúar stjórna
Bandaríkjanna og Nicaragúa
hittast til að ræða ágreinings-
efni sín eftir að George P.
Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, kom í óvænta
heimsókn til Nicaragúa 1. júní
sl.
Heimildarmenn AP segja, að
Páfastóll hafi gefið fjórum ráð-
herrum í ríkisstjórn Nicaragúa,
sem eru rómversk-kaþólskir
prestar, frest til 31. ágúst nk. til
að segja af sér ráðherraembætt-
um ellegar verði þeir sviptir
hempunni. Páfastóll er andvígur
stjórnmálaþátttöku presta og
bendir ennfremur á ákvæði í
kirkjurétti, sem segir að óleyfi-
legt sé að gegna opinberu starfi
jafnframt prestskap.
Einn fjórmenninganna, séra
Ernesto Cardenal menningar-
málaráðherra, segir að þeir
muni sitja áfram og hunsa úr-
slitakosti Páfastóls. „Við viljum
halda áfram starfi okkar í þágu
alþýðunnar og byltingarinnar,"
er haft eftir honum.
• •
Olvaður
simpansi
New York, 15. ágúst.
ÖLVAÐUR simpansi kastaði sér út um
glugga í New York, beit í tá á
nágrannakonu sinni og daðraði við
iögreglukonu, áður en hægt var að
tjónka við hann.
Apinn hafði komist í vínbirgðir
heimilisins, þegar hann var skilinn
einn eftir heima, og hafði sturtað í
sig tveimur bjórum og stórum slurk
af vodka, að sögn lögreglunnar.
Eístlendingarnir fá
landvist í Svíþjóð
Stokkhólmi. 15. ágúsL AP.
HJÓNUNUM frá Eistlandi, sem
báðu um hæli í Svíþjóð sem pólitísk-
ir flóttamenn, hefur orðið að ósk
sinni. Sænsk stjórnvöld greindu frá
því í dag, að fallist hefði verið á
beiðni þeirra.
Berit Olsson, talsmaður útlend-
ingaeftirlitsins, sagði að hjónun-
um, Valdo Randpere sem er 26 ára
gamall og fyrrum aðstoðar-
dómsmálaráðherra Eistlands og
Leilu Miller sem er kunn popp-
söngkona, hefði einnig verið veitt
atvinnuleyfi í Svíþjóð.
Ekki hefur verið greint frá því
opinberlega hver tildrögin voru að
því, að hjónin kusu að hverfa úr
landi og skildu eins árs gamla
dóttur sína eftir í umsjá móður
Leilu Miller. Fréttamenn hafa
ekki getað náð tali af þeim, en vit-
að er að þau búa hjá öðrum Eist-
lendingum f Stokkhólmi. Um tfu
þúsund manns af eistnesku þjóð-
erni eru búsettir í borginni.