Morgunblaðið - 17.08.1984, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 17.08.1984, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1984 9 Mig vantar pössun Ég er ofsalega stillt og prúö poodle-tík og mig vantar pössun, stundum allan daginn og stund- um bara part úr degi. Ef einhver heföi áhuga, þá vinsamlegast hringiö í síma 27557. ORÐSENDING til VISA-þjónustuaðila Athugið að sölunótum 17. ágúst og eldri þarf að skila sem fyrst ekki síðar en mánudaginn 20. ágúst eigi þær að koma til útborgunar næst. Vinsamlegast skilið þeim í tæka tíð til næsta VISA-banka eða sparisjóðs en póstleggið þær ekki. VÍSA ÍSLAND Visa- og kreditkortaþjónusta Opið til kl. 8 í kvöld KJOTMIÐSTOÐIN Laugalæk 2.s. 686511 hlilt Tók forsætisrádherra sér of langt sumarfri? „Þeir sem gagnrýna svona hafaj þörf fyrir það að taka sér frí“ Viötal við heimkominn forsætisráðherra NT birtir í gær viðtal viö Steingrím Hermannsson, for- sætisráöherra, heimkominn frá Los Angeles. Staksteinar tíunda þetta viötal í heild í dag, spurningar blaðamanns NT og svör forsætisráðherrans. Kúrekasögur og íslend- ingasögur Hér á eftir fer viðUU NT í gær við Steingrím Her- mannsson, forsætisráð- herræ „Hvernig var á Ólymp- íuleikunum?“ „Þetta var mjög ánægju- leg ferð, bæði fyrir mig og fjöiskylduna. Við skoðuð- um þarna mikið. Ég var á gömíum slóðum, var þarna í skóla á sínum tíma. Þá var gaman að fylgjast með Olympíuleikunum. Ég var mjög ánægður með frammistöðu íslend- inganna. Það fékkst þarna eitt brons. Vitanlega náöist ekki sá árangur í öllum greinum sem menn óskuðu eftir, en ég held að þetta hafi veríð mjög góð land- kynning og við eigum að leggja áherslu á mikla þátttöku. Ég hef verið að hugleiða það aö við þyrft- um að finna leiðir til að gera okkar mönnum kleift að stunda iþróttir af meira krafti en verið hefur. Það er eitt sem kemur mjög greinilega fram á svona leikum. Þetta er nánast að verða einleikur stórveld- anna. Annars má segja það að leikarnir voru mjög vel skipulagöir. Það gekk allt mjög vel fyrir sig. Allt á mínútunni. Hins vegar eru erfiðleikar við að halda leika á stað eins og Los Angeles og dreifa þeim eins og gert var, það eru vegalengdirnar. Það var a.m.k. klukkutíma ferð á milli keppnisstaöa. Los Angeles er gífurlega stór borg. Við horfðum aöallega á handboltann og frjálsar. Maður fór eldsnemma af stað á morgnana í hand- boltann og kom heim undir miðnætti eftir aö hafa horft á frjálsar íþróttir. Það er miklu þægik'gra eins og var Ld. í Helsinki og víðar að hafa þetta meira og minna inná einum Ólymp- íuk‘ikvangi.“ „Þú settir upp kúreka- hatt.“ „Við fengum auðvitað ótal boð, en þáðum aðeins tvö þeirra. Annað átti að vera að vestrænum sið. Það settu allir upp kúreka- hatt og matur, skemmtiat- riði o.þ.h. var allt með kú- rekahætti. Menn gleyma því stundum að kúrekasög- urnar hjá þeim eru svona álíka og íslendingasögurn- ar hjá okkur. Þeir eru stolt- ir af þeim tíma að ýmsu leyti. Ég sé að Þjóðviljinn hefur veríð að gera sér mat úr þessu. Ég held að þeim veitti ekki af því að koma sér út fyrír landsteinana f einhvern tíma." Viðræður við Sjálfstæðis- flokkinn „Nú ert þú að fara í við- ræður við Sjálfstæðisflokk- inn. Hvert er f raun og veru markmiðiö með þeim viðræðum?" „Þessar viðræður voru nú hafnar áður en ég fór og reyndar var ráðgert að hefja þær strax og þingi lauk, en þá fór Þorsteinn Pálsson í mánaðarferð til Bandaríkjanna, þannig að það dróst, en þegar hann kom til baka áttum við marga fundi og ég tel að þá hafi verið lagöur grundvöll- urinn að þvi sem við þurf- um að fjalla um. Hins veg- ar settum við fólk í ýmsar nefndir til að fjalla um ákveðna hluti og ég sé að það hefur nú komist skemmra áleiðis en ég von- aði og ég held að Sjálfstæð- isflokkurinn sé með fund núna til að velja menn í sínar nefndir. Ég setti upp lista um ýmis atríði sem ég tel að þurfl að skoða og það sama geröu sjálfstæð- ismenn og þessi atriði mörg eru í vinnshi. Ég hef lagt mikla áhershi á að rík- ísstjórnin stuðli að nýsköp- un í atvinnulíflnu. Ég setti menn í flokknum til að vinna að því og hef fengið greinargerð um þaö frá þeim. Kg tel mikilvægt að við, eins og Danir, Norð- menn, Bretar og Banda- ríkjamenn og fleiri, verjum fjármagni til þess að þróa aðstoð við ýmislegt nýtt Við þurfum að gera eitt- hvað í þessa átL Við þurf- um vítamínsprautu í at- vinnulíf okkar. Það er kannski langstærsta málið á næstu árum að koma hagvextinum upp á ný. En það gerist ekki á einni nóttu. Það þarf að skapa aðstöðu til þess að það geti gersL Ég á ekki við að rfk- ið farí inn í allt, heldur út- vegi lánsfé, ríkisábyrgöir, auki rannsóknir o.þ.u.l. Síðan eru fjárlögin fyrir næsta ár kannski stærsta verkefnið. Með svona viðskiptahalla og þenshi sem er í okkar þjóðfélagi þá er alveg útilokað að vera með fjárlög með mikl- um halla. Það verkar sem olía á eld. Það þarf að fara af miklum krafti { það núna að ná fjárlögum sam- an.“ „Nú eru kjarasamningar í farvatninu. Hlýtur ekki kaup að hækka?" Ég vil nú sem allra minnst segja um það hvað kaupið þarf að hækka. Það verður að vera eins og ég hef sagt samningsatriði milli atvinnuvega og laun þega. Hitt er svo alveg rétt að þaö hefur orðið launa- skrið og ég óttast að það sé orðið meira launabil en æskilegt er. Ég get ekki leynt þeirri skoðun að lægstu launin verði að hækka eitthvað, þó að ég vilji ekki nefna prósentu- tölur þar um. Nú, flokkarn- ir eru báðir á því að það þurfl að halda uppi þeirrí sömu gengisstefnu log ver- ið hefur á þessu árí og við teljum að hafl veríð það ankeri sem hafl haldið okkur og við höfum báöir sagt að það værí misskiln- ingur að setja vísitölu- kerfíð í gang aftur. Ég mun mjög fljótlega hefja við- ræður við hagsmunaaðila um það, eins og fram er tekið í stjórnarsáttmála." „Veikir það ekki stjórn- ina að Þorsteinn Pálsson skuli ekki vera í henni?“ „Það væri miklu auð- veldara ef Þorsteinn væri inni. Ástandið núna virkar eins og maður sé starfandi á tveimur stöðum. Ég tel að þá værí styrkur að því, alveg tvímælalausL" „Er þessi Þorsteinsvandi inni í umræðunni?" „Nei, það er að mínu mati málefni Sjálfstæðis- flokksins. Hann hefur sex ráðherrastóla og það hefur verið siður hér að hver flokkur ráðstafl sínum stól- um.“ „Þú hefur verið gagn- rýndur mikið fyrir að taka þér svona langt frí. Finnst þér eðlilegt að forsætis- ráðherra hverfl á braut f svona langan tíma?“ „Ég hef nú satt að segja ekki fylgst með þeirri gagnrýni. Hefur hún verið mikil? Ég tek nú satt að segja ákaflega lítið mark á Þjóðviljanum. Þeir setja sér þá reghi að hnýta aftan f hvern lciðara eitthvert skítkast um mig eða aðra. það er þeirra háttur. Ég fékk þetta boð í fyrravetur og ákvað að þiggja það. Ég hef aldrei á ævinni verið f svona löngu frfi. Ég ákvað að vera í frfi með minni fjölskyldu sem ég fer mjög á mis við. Og ég tel þetta alveg rétta ákvörðun. Það er nú stundum svo að það getur verið gagnlegt að komast út fyrir land- steinana og horfa á hlutina pinulitið úr fjarlægð. Svo er nú eitt sem menn verða að gera sér grein fyrir að rík- Lsstjórn er ekki einn maöur og ekki heldur flokkur, og svo má aldrei verða. Og ég tel að með mér starfl mjög gott lið, fólk sem ég treysti, enda hefur allt gengið eins og áætlað var. Sfðan má ekki gleyma því að hægt er að taka upp símann hvar sem er og tala milli landa. Þannig að ég held aö þeir sem gagnrýna svona hafl þörf fyrir að taka sér frí og koma sér eitthvað f burtu." Fló hjá FEF um helgina Ágústflóamarkaður Félags ein- stæðra foreldra verður um helgina í Skeljanesi 6 og verður opnaður kl. 14 laugardag og sunnudag. Þar verð- ur mikið af góðum fatnaði, m.a. lopa- fatnaður, barnaflíkur, tízkufot frá ýmsum tímum, yfirhafnir á bæði kyn, alla aldurs- og stærðarhópa og mikið af vænum herrafatnaði. Auk þess skrautmunir, húsgögn, leik- fong, silfurvarningur og svo mætti lengi telja. I tilkynningu FEF er bent á að strætisvagnaleið 5 í Skerjafjörð stansar skammt frá húsinu. Flóamarkaðir FEF eru alkunnir fyrir fjölbreytni og glæsilegt úrval og gjafverð á varningi öllum. Upp úr mánaðamótunum næstu kemur út nýtt fréttabréf og í nóv- ember er áætlað að gefa út afmæl- isrit vegna 15 ára afmælis Félags einstæðra ^oreldra sem er síðla nóvembermánaðar. Starfsncfndir taka til ópsilltra málanna í byrjun september og verður greint frá því starfi í sept- ember-fréttabréfi. Þá má geta þess, að sjálfboða- liðar úr röðum félagsmanna unnu í júlímánuði við að gera upp skrif- stofu FEF í Traðarkotssundi 6, svo að þar er nú allt með öðrum og myndarlegri brag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.