Morgunblaðið - 17.08.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.08.1984, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1984 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 25 kr. eintakiö. Kvótinn að fyllast Fregnir berast um að nú séu skip viða um land langt komin með þorskkvóta sinn í ár og að óbreyttu sé ekki í mörg horn að líta í atvinnumálum þar sem afli þeirra er mesta búbótin. Þegar ákvarðanir voru teknar um kvótaskiptinguna sáu útgerðarmenn, skipstjórar og sjómenn það svart á hvítu hvað þeir höfðu til umráða af þorskinum í sjónum. Síðan hef- ur það verið undir þeim komið en ekki öðrum hvernig að veið- um þessa magns er staðið. Fráleitt er að ætla að nú sé unnt með þrýstingi á stjórn- málamenn að fá þá til að rýmka kvóta eftir þörfum ein- stakra skipa. Bogni sjávarútv- egsráðherra vegna slíks þrýst- ings hrynur grundvöllurinn undan fiskveiðistefnu ríkis- stjórnarinnar. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri á ísafirði, lýsir í Morgunblaðinu á miðvikudag þeirri vá sem kann að vera á næsta leiti í atvinnumálum ís- firðinga vegna þess að togar- arnir á staðnum eiga eina til þrjár veiðiferðir eftir til að fylla þorskkvótann sinn. í Morgunblaðinu í gær er leitað álits manna á þessum yf- irlýsingum bæjarstjórans. At- hyglisvert er að lesa þau um- mæli Jóns Páls Halldórssonar, framkvæmdastjóra Norður- tangans hf., að hann telur kvótakerfið ekki hið alvarleg- asta sem við er að etja um þessar mundir í fiskvinnslu og útgerð, verri sé erfið afkoma fyrirtækjanna í þessum grein- um, en sú erfiða staða getur að mati Jóns Páls kollvarpað at- vinnulífi á ísafirði. Pétur Sig- urðsson, formaður Alþýðu- sambands Vestfjarða, segir í Morgunblaðinu í gær að alvar- legt ástand blasi við á ísafirði „og það er fyrst og fremst vegna þess ábyrgðarleysis sem útgerðarmenn hér hafa sýnt að undanförnu," segir verkalýðs- foringinn og bætir við: „Þeir hafa mokað fiski á land án þess að hafa nokkur tök á að vinna hann á viðunandi hátt. Og svo kóróna þeir ábyrgðarleysið með því að fara nú að sigla með aflann." Guðmundur Guð- mundsson hiá Hrönn hf., sem gerir út Isafjarðartogarann Guðbjörgu, segir svo í Morgun- blaðinu í gær, að það sé út í hött að tala um að treina sér fiskinn, og bætir við: „Bóndinn situr ekki inni í brakandi þurrki og á sama hátt má segja að sjómenn sæki fiskinn þegar hann gefst." 1 svörum þessara þriggja manna koma fram viðhorf sem setja svip sinn á umræður um land allt þegar kostir og gallar kvótakerfisins eru metnir. Sé það rétt að meiri afli berist að landi en unnt er að vinna með viðunandi hætti eru veiðarnar ekki stundaðar með hliðsjón af hag þeirra sem vinna aflann í landi. Og hvers vegna er ekki unnt að treina sér fiskinn? Það er ekki sannfærandi að bera saman störf bænda og sjó- manna eins og Guðmundur Guðmundsson gerir. Ríkis- stjórnin hefur nú gripið til ráðstafana sem hún telur að koma eigi útgerð og fiskvinnslu yfir þann hjalla sem Jón Páll Halldórsson telur erfiðastan. Hinn reyndi framkvæmda- stjóri telur þær aðgerðir þó ekki duga. Stjórnmálamennirnir eiga ekki auðvelda daga og mánuði framundan. Að þeim er sótt af vaxandi þunga úr öllum áttum. Framkvæmd kvótakerfisins hvílir þó ekki á þeirra herðum, þeim sem ferst hún illa úr hendi hljóta sjálfir að taka af- leiðingum þess. Seinheppni Reagans Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseti, var sein- heppinn í efnisvali þegar hann reyndi hljóðnema fyrir út- varpssendingu og hrósaði sjálf- um sér fyrir að hafa gert ráð- stafanir til að sigrast á Sovét- ríkjunum með loftárás. Nú er deilt um það hvort flokka beri þetta undir stráksskap eða elli- glöp en hvort tveggja þykir ámælisvert þegar sjálfur for- seti Bandaríkjanna á í hlut. Það er mannlegt að mistak- ast en mistök af þessu tagi geta orðið stjórnmálamönnum dýrkeypt enda er að Reagan sótt úr öllum áttum. Réttilega á hann gagnrýni skilið ekki síð- ur en tæknimennirnir er brugðust trúnaði forsetans og sendu ummæli hans utan dagskrár út á öldum ljósvak- ans. Fráleitt er hins vegar að taka mark á hræsnisfullum upphrópunum sovésku áróð- ursvélarinnar af þessu tilefni. í Kreml glettast menn ekki með árásir heldur framkvæma þær eins og Ungverjar, Tékkar og Afganir hafa mátt þola. Þetta atvik breytir engu á vettvangi alþjóðamála en gefur höggstað á Reagan einmitt þar sem hann er veikastur fyrir, að hann sinni ekki forsetastarfinu af nægilegri alvöru eða skorti til þess þrek. Bandarískir kjós- endur segja í nóvember síðasta orðið um áhrif ummæianna á pólitáika framtíð Reagans. Eftirlaun eftir árið 2000: E ftirlaunakreppa á næsta leiti Það kann að vera, að fjármála- ráðherrum okkar tíma finnist þeir eiga úr vöndu að ráða við að draga úr opinberri eyðslu, en engu að síð- ur munu arftakar þeirra á tuttug- ustu og fyrstu öldinni öfunda þá! Eftir þrjátíu ár verða iðnríkin nefnilega að springa af ellilífeyris- þegum. Kostnaðurinn mun gera börnin þeirra gráhærð! Aðalálagið verður, þegar börn fædd í stóru bylgjunni á fimmta áratugnum, komast yfir sextugt, snemma á næstu öld, einmitt í sömu mund og fækkun fæðinga á árunum eftir 1960 er farin að hafa áhrif á fjölda starfandi fólks. En breyting- in á aldri þegnanna er kostnaðar- söm. í nær hverju einasta iðnríki fjölgaði lifandi fæddum á árunum 1895—1914, en síðan dró lítillega úr þeim eftir 1919. Vegna þess að betri heilsugæsla og næring hefur stuðlað að sífellt lengri ævi, hefur hið svo- kallaða „framfærsluhlutfall" — fjöldi lífeyrisþega á móti fólki á starfsaldri — sífellt farið hækk- andi. Eftir 1960 hafa einkum þessir þættir stuðlað að aukningu útgjalda til félagsmála: Heilbrigðismál. Á árunum milli 1960 og 1981 jukust útgjöld til heilbrigð- ismála um 18% að raungildi í lönd- um OECD, vegna breytinga á aldri þegnanna. Þessi upphæð hefði orðið enn hærri, ef ekki hefði dregið úr fæðingum eftir 1975, en ungabörn eru líka aldurshópur, sem einnig er mjög kostnaðarsamur fyrir heil- brigðiskerfið. Lífeyrir. Á milli 1960 og 1975 jukust útgjöld sjö stærstu ríkjanna í OECD til eftirlauna um 40% að raungildi! Þetta svarar til u.þ.b. 2,2% vaxtar á ári. Eftir 1975 beittu mörg ríki niðurskurði í eftirlauna- kerfum sínum, en hafa samt þurft að mæta 1,8% aukningu raunút- gjalda til eftirlauna. Myndin er hér fylgir sýnir, hvernig þeir þættir út- gjalda til félagsmála, sem tengjast aldri þegnanna, hafa vaxið síðan 1960. Ad borga fyrir afa En fleira kemur til álita. Taflan sem einnig fylgir sýnir nýlegar spár um framfærsluhlutfallið fram til ársins 2030 í Bandaríkjunum, Vestur-Þýskalandi, Japan og Bret- landi. í spánum er gert ráð fyrir litlum breytingum á frjósemi og lífslíkum. Hvort tveggja er íhalds- samt metið svo framfærsluhlutfall- ið gæti hækkað jafnvel hraðar en spáin gerir ráð fyrir. Kostnaðurinn, sem verður vegna breytts hlutfalls þiggjenda og greið- enda er mismunandi vegna mis- munandi lífeyriskerfa í löndunum, en eitt er þó sameiginlegt: með óbreyttu fyrirkomulagi mun koma að því að lokum að útgjöldin verða meiri en tekjurnar. í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir að hlutfall eftirlaunaþega á móti launamönnum muni vaxa frá 20% 1980 í 23% árið 2000, í 33% árið 2020 og í 42% árið 2030. Um árið 2055 verður hlutfallið að öllum lík- indum hærra en 50%, aðeins tveir vinnandi fyrir hvern eftirlauna- þega. Prófessor Sherwin Rosen við há- skólann í Chicago hefur áætlað, hver áhrif þetta hafi á eftirlauna- kerfið. Hann byrjar á árinu 1981 og aðalatriði spárinnar er það, að á ár- unum 2005 og 2030 muni árleg fjár- vöntun, til viðbótar því, sem núver- andi iðgjöld gefa, vera um það bil 20 milljarðar dollara. Svartsýnni spá, en samt skynsamleg, gerir ráð fyrir að fjárvöntunin muni nema um 50 milljörðum. í Vestur-Þýskalandi hafði hlutfall- ið eftirlaunaþegar/launamenn náð 45% árið 1980 og var það trúlega það hæsta í veröldinni. Ekki er gert ráð fyrir að þetta hlutfall hækki fram til 1995, en þá mun það taka kipp upp á við. Um 2005 mun hlut- fallið verða komið í 60% og árið 2030 í 90% eða næstum einn ellilíf- eyrisþegi á hvern vinnandi mann. Þeir Karl Heinz Juttermeier og Hans Georg Petersen í Kiel hafa reiknað út, að sambandsstjórnin muni koma til með að þurfa að hækka iðgjöld upp í u.þ.b. 32% af brúttótekjum (í Vestur-Þýskalandi eru iðgjöld greidd af launþegum og atvinnurekendum). Þetta mundi koma skattaprósentunni hjá fjöl- skyldum með meðaltekjur upp í yfir 80%. Spárnar eru bjartsýnar að því leyti, að þær gera ráð fyrir almenn- um hagvexti í Vestur-Þýskalandi um 3,5% árlega fram til ársins 2000 og 2,4% eftir það. Það, hve eftirlaunin eru rífleg í Vestur-Þýskalandi, á sinn þátt í því, hve vandamálið verður stórt þar. Eftirlaunin eru miðuð við samsvar- andi laun á markaðnum og eru skattfrjáls. Þetta hefur í för með sér, að margir hafa úr meiru að spila eftir að þeir komast á eftir- laun, en áður. Útlitið er ekki eins svart í Bret- landi. Hlutfall lífeyrisþega á móti launþegum var 36% 1981 en hækkar aðeins í 45% árið 2030. Raunar mun þetta hlutfall lækka á árunum kringum aldamótin og komast niður í 33%. Bretar standa engu að síður frammi fyrir stórauknum útgjöld- um til eftirlauna. Þar er um að ræða kerfi, sem umbunar mönnum sér- staklega fyrir að hafa tollað í opin- berri þjónustu (kerfi þetta er skammstafað „SERPS" á ensku). Nú er fáum greitt samkvæmt þessu kerfi, en þeim byrjar að fjölga mjög eftir árið 2000, enda var kerfið sett á laggirnar 1978. Til þess að kosta þessa viðbót telja sérfræðingar að til þurfi að koma hækkun framlaga úr 16,5% í 20,5% brúttótekna árið 2018. Sumir telja reyndar að þessi upphæð sé allt of lág og fjárvöntun- in árið 2030 verði um 20 milljarðar punda á núvirði eða meiri en nemur núverandi halla á fjárlögum Breta. Japanir munu eldast óhemjulega ef svo má að orði komast. Milli ár- anna 1970 og 1990 mun fjöldi fólks 65 ára og eldra aukast um 86% eða úr 7,4 milljónum í 13,8 milljónir. Á árunum milli 1945 og 1960 minnkaði meðalbarnafjöldi í fjölskyldu úr 4,5 í 2,0 og var orðinn 1,8 árið 1978 að meðaltali. Afleiðing þessarar breyt- ingar er, að hlutfall lífeyrisþega á móti launþega, mun hækka frá að- eins 8,0% 1976 upp í 23% 1990, f 37% árið 2000 og upp í 63% árið 2025. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að ríkið auki sinn hluta í lífeyriskerf- inu frá þvi sem nú er, en því hefur verið heitið, þýðir þetta hrun jap- anska lífeyriskerfisins. Eða, það mundi gera það, ef fjármögnun jap- anska kerfisins væri með sama hætti og í öðrum vestrænum lönd- um. Gegnumstreymiskerfín Iðnríkin hafa flest tekið þann kost að fjármagna eftirlaunakerfi sín með svokallaðri gegnumstreym- isaðferð — skattar og iðgjöld þeirra sem greiða í sjóðinn nú eru notuð beint til þess að greiða lífeyrisþeg- um eftirlaun. Þessi gegnumstreym- iskerfi voru sérlega vinsæl meðal ríkisstjórna eftirstríðsáranna, vegna þess sem mætti kalla „keðju- bréfaeðli" þeirra: Þeir sem fyrst nutu eftirlauna þurftu lítið eða ekk- ert að greiða til sjóðanna og eftir- launin voru eins og himnasending. Þegar lífeyriskerfin komust til meiri þroska, virtist þetta enn hafa sína kosti en þá aðeins með því að „veðsetja framtíðina". Mikil efna- hagsleg gróska á árunum milli 1950 og 1960, ásamt vaxandi fjölda laun- þega sem greiddu iðgjöld, urðu til þess að hægt var að auka stöðugt greidd eftirlaun. Hver nýr hópur líf- eyrisþega fékk greitt meira en hann hafði borgað sjálfur. öllum stóð á sama um þetta þvi byrðin á hvern iðgjaldsgreiðanda fór líka minnk- andi. Þessi blekkingarhringekja er nú að snúast við. Minni hagvöxtur, sami eða minnkandi fjöldi iðgjalda- greiðenda og vaxandi fjöldi lífeyris- þega hefur í för með sér að þetta gegnumstreymi verður að hætta. Brátt verða launþegar að greiða iðgjöld sín inn í kerfi sem í raun og veru eru vonlaus. Þegar svo er kom- ið getur gegnumstreymiskerfi ekki gengið. Þegar og ef stjórnvöld ákveða efri mörk skattheimtu mun breyting eins og þessi sem verður á aldursskiptingu þjóðar hafa í för með sér að opinber framlög og elli- lífeyrir verða að lækka ef ekki er dregið úr öðrum framlögum ríkis- ins. Eru Japanir hagsýnir? Lífeyriskerfi Japana byggjast á sjóðsöfnun fremur en gegnum- streymi. f sjóðsöfnunarkerfi byggj- ast greiðslur til lífeyrisþega á því sem hann og félagar hans greiddu til sjóðsins á starfsævi sinni. Þann- ig hefur megin-ríkiskerfið Kosei- Nenken-Hoken (KNH) byggt upp gilda varasjóði sem að öllu eðlilegu ættu að duga til að standa við skuldbindingar í framtíðinni. Til þess að menn geti áttað sig á kostum sjóðsöfnunarkerfis Japana er rétt að bera saman það sem Jap- anir borga nú í iðgjöld til kerfisins og hvað þeir mundu greiða ef þeir hefðu gegnumstreymiskerfi. í gegn- umstreymiskerfi þyrftu þeir að greiða nú 3,9% af brúttótekjum. Ef ekki er gert ráð fyrir aukningu rauntekna færi þetta hlutfall upp í yfir 30% árið 2025 (jafnvel þótt gert væri ráð fyrir tekjuaukningu upp í 2% árlega mundi þetta samt fara upp í 25%). í sjóðsöfnunarkerfinu sem nú er við lýði greiddu Japanir (1980) 10,6% af brúttótekjum og hámarks- iðgjald er um það bil 54.000 íslensk- ar krónur á launþega á mánuði. Launþegar nú eru að greiða fyrir hærri kröfur sem þeir munu gera til lífsins í framtíðinni fremur en til að mæta tiltölulega hógværum kröfum þeirra sem nú eru gamlir. Þetta hlutfall, 10,6%, kemur ekki til með að þurfa að breytast. Sjóðsöfnun- arkerfi eru nefnilega ónæm fyrir breytingum sem kunna að verða á aldursskiptingu þjóða. Nauðsynlegt hlutfall iðgjalda byggist einungis á upphæð lífeyris og því hve vel fjár- magn sem safnast í sjóðinn er ávaxtað. Og þar liggur hundurinn grafinn. Það er stefna japönsku stjórnarinn- ar að nota KNH-sjóðinn til fjárfest- inga innanlands svo sem í vegagerð. Vextirnir sem stjórnin greiðir af því fé sem hún fær að láni eru ákveðnir af hennr og eru töluvert neðan við vexti á frjálsum markaði. Á sein- ustu árum hafa raunvextir af því fé sem ríkið hefur haft að láni frá sjóðnum verið neikvæðir. Með nú- verandi hlutfalli iðgjalda og lífeyr- isgreiðslna er efnahagur KNH- sjóðsins í raun óheilbrigður. Reyndar er það svo að þótt vext- irnir væru jákvæðir mundi höfuð- stóllinn ekki fara vaxandi. Noriyuki Takayama við Hitotsubashi-háskól- ann hefur reiknað út að til þess að sjóðurinn geti staðið við lífeyris- skuldbindingar sínar eins og þær voru 1981 og miðað við að ekki verði breyting á eftirlaunaaldri (nú 60 ár) verði stjórnin að hækka iðgjöld úr 10,6% í 16,2%. Er þá gert ráð fyrir 2% raunávöxtun á fjármunum sjóðsins. Ef ávöxtunin er hins vegar engin, þurfa iðgjöldin að hækka upp í um það bil 30% og ef raunvextir eru neikvæðir yrði hækkunin enn meiri. Árin og afskipti ríkisins eru stöðugt að rýra höfuðstól sjóðsins. Þegar næsta stökk verður í aldurs- dreifingu Japana á næstu öld kann að vera að ríkisstjórnin hafi þegar neyðst til þess að taka upp hina skaðlegu gegnumstreymispólitík. Meiri sparnaður Margir hagfræðingar halda þvi fram að sjóðsöfnunarkerfi hafi marga kosti fram yfir gegnum- streymiskerfi. Ekki sé hægt að segja að annað kerfið sé „ódýrara" en hitt því þau kosti iðgjaldsgreið- andann sömu fjárupphæð þegar til lengri tíma er litið. Sjóðsöfnunar- kerfi leggi hins vegar minni byrðar á greiðandann þegar allt kemur til alls vegna þess að þau stuðli að ör- ari hagvexti. Rökin fyrir þessu er eftirfarandi: í efnahagskerfi í vexti leiði sjóð- söfnunarkerfi til þess að sparnaður verði meiri, menn leggja meira fyrir eftir því sem þeir hafa meira milli handanna. Þar með skapist fjár- magn sem nýst geti til hagkvæmrar fjárfestingar. I gegnumstreymis- kerfi safnist hinsvegar ekki fyrir neinir fjármunir og því aukist sparnaðurinn ekkert. Verið getur að þetta viðhorf sé rangt. Robert Barro við Chicago- háskóla hefur lýst dæmi um hvernig gegnumstreymiskerfi getur haft áhrif á sparnað. Þeir sem greiða til gegnumstreymissjóða gera sér grein fyrir að þeir munu trúlega fá nokkra viðbót á eftirlaun í styrk frá börnum sínum. Þeir muni því reyna að leggja fyrir til þess að láta börn- um sínum eitthvað eftir sem eins- konar endurgreiðslu fyrir styrkinn. Aðgerðir stjórnvalda til þess að stýra sparnaði fólks og setja reglur um arf munu ekki hafa áhrif heldur einungis leiða til nýrra leiða en út- koman verður sú sama. Hagnýtar rannsóknir hafa meira beinst að því að finna sparnaðar- áhrif opinberra lífeyrissjóða sam- anborið við einkasjóði. Martin Feldstein, fyrrum formaður ráð- gjafanefndar Reagans Bandaríkja- forseta um efnahagsmál, hefur framkvæmt nokkrar rannsóknir og benda niðurstöður. þeirra til þess að einkaneysla hafi aukist og sparnað- ur minnkað þegar Bandaríkin tóku upp opinbert eftirlaunakerfi. Nýrri hagfræðirannsóknir hafa ekki leitt til þeirrar niðurstöðu að opinber eftirlaunakerfi dragi úr sparnaði. Hver sem niðurstaðan verður í þessari deilu er ljóst að þörfin á að sjá vaxandi fjölda lífeyrisþega fyrir lífeyri ógnar efnahagslegri fram- vindu. Ef það verður ekki vegna minni sparnaðar þá vegna minni hvata til vinnu: Hinir háu skattar sem spáð er að leggja þurfi á til þess að standa straum af lífeyriskerfun- um munu leiða til þess að atvinnu- leysisbætur verða hærra hlutfall af tekjum eftir skatta og því mun verða meiri freisting til þess að skrá sig atvinnulausan án þess að það sé í raun nauðsynlegt. Þetta er víta- hringur: æ færri vinnandi menn, æ fleiri lifeyrisþegar og meira álag á félagslega aðstoð. Þá er viðbúið að hærra skatthlutfall muni leiða til aukinnar „svartrar" atvinnustarf- semi og þannig enn auka áþján og byrðar þeirrar atvinnustarfsemi sem eftir er. Hinn ört vaxandi kostnaður við lífeyriskerfin er samt aðeins topp- urinn á ísjakanum. Jafnframt breyttri aldursskiptingu í iðnríkj- unum virðist gæta hneigðar til auk- inna útgjalda til félagsmála. Skuldadagar Þótt unnt væri að fá stjórnmála- menn til að hugsa þrjátíu ár fram í tímann eru ráðin til að draga úr kostnaði við eftirlaunin takmörkuð og sársaukafull í framkvæmd. ólíklegt er að horfið verði frá gegn- umstreymiskerfum til sjóðsöfnun- arkerfa og enn óliklegra að það tak- ist. Reynsla Japana sýnir okkur að jafnvel hagsýn stjórnvöld munu eyða ávinningnum. Hætt er við að í öðrum löndum yrði freistingin til þess að nota digra sjóði til aukinnar eyðslu of sterk til að standast hana. Hinir raunverulegu kostir eru því einungis: minni eyðsla eða hærri skatttekjur. Stjórnvöld gætu aukið skatttekj- ur sínar með því að hækka skatta en mörgum finnst að núverandi skatt- heimta virki nú þegar hamlandi á efnahagslífið. Hægt væri að draga úr lífeyrisgreiðslum ef sambandið milli vaxandi tekna og eftirlauna væri rofið en eftirlaun þess í stað tengd verðlagsvísitölu því verðlag hækkar hægar en laun þegar til lengri tíma er litið. Þetta er í samræmi við þá skoðun að eftirlaun skuli í raun einungis tryggja afkomu en ekki vera í hlut- falli við almennan kaupmátt. Þetta tekur hins vegar ekkert tillit til þess að fátækt í hinum ríku iðnaðarlönd- um er mestan part „hlutfallsleg" — fólk er fátækt miðað við aðra en ekki vegna þess að það hafi ekki til hnífs og skeiðar. Breyting á viðmið- unarvísitölu eftirlauna mundi leiða til vaxandi tekjumunar í þjóðfélag- inu. Líklegt er að mörg lönd muni þess í stað reyna að takmarka eftir- laun við „þörf“ hvernig sem hún yrði skilgreind, fremur en það eitt að viðkomandi hafi náð eftirlauna- aldri. Bæði í Bandaríkjunum og Japan eru uppi raddir sem telja að hækk- un eftirlaunaaldurs (en hann er 60 ár i Japan og 65 ár í Bandaríkjun- um) sé skynsamlegasta leiðin til þess að leysa vandann. í Evrópu er hins vegar, þótt merkilegt megi virðast, reynt að lækka eftirlauna- aldur til þess að draga úr atvinnu- leysi. Lönd sem það gera munu ekki draga svo mjög úr atvinnuleysi. Þau mun hins vegar gera hina aðvífandi eftirlaunakreppu erfiðari viðfangs. (Þýtt úr breska vikuritinu The Economiat maí/1984 af Sambandi almennra lífejr- iiMjóéa.) EFTIRLAUNABYRÐIf Hlutfall þeirra sem fá eftir- 4 ~7 -90% ftí) laun á n til lífeyr nóti þeir skerfan n sem g na. reiöa J / 70 r<- V estur-Þý skaland J / • ■ SO A — / /Ja pan X i Lú '"*Bretlí ind**** :•>• ^O ^'*^an< Jaríkin JV 70 10 Spá 1V « ,— ~\ 19 Ekk sta og 70 75 e i er alls s rfsmenn ek miöaö við I0 85 S aöar um ki taldir i \ 19—64 án K) 95 2C iö ræöa s< /-Þýskalan i og 65 ára K)0 05 10 15 2 jmu hópa. Til dæmis dl. Öllum hópnum er og eldri í Bandaríkju 0 25 3 eru opint skipt eftir num. 0 >erir ddri Dr. Oddur Gudjónsson þessa reiknings skilst mér felast i því, að við uppfyllt viss skilyrði (tiltekin tímabinding), verður reikningseigandi sjálfkrafa að- njótandi bættra vaxtakjara, hliðstætt því sem reikningshafar annarra reikninga fá, ef vaxta- kjörin breytast þeim í hag. Hugmyndin, sem að baki þessu liggur, minnti mig á regluna um „ákvæði bestu kjara", sem oft kemur við sögu í samningum um milliríkjaviðskipti og ég þurfti stundum að huga að. Hugtökin „most favoured nation’s clause" og „Meistbegunstungsklausel" eru velkunn hugtök í slíkum samning- um og gegna þar þýðingarmiklu hlutverki. í stuttu máli þýðir þetta, að ef land er aðnjótandi þessarar reglu, t.d. í tollamálum, fær það sjálfkrafa sömu aðstöðu, Kaskóreikningur: Sniðugt „útspil“ í vaxtasam- keppni bankanna — eftir dr. Odd Guðjónsson Með síðustu aðgerðum ríkis- stjórnarinnar í peningamálum stefnir hún að því að koma á auk- inni samkeppni milli bankanna, án þess þó að afnema með öllu lögbundna handleiðslu (miðstýr- ingu) Seðlabankans í þeim efnum. Margir telja þetta til bóta og virð- ast bankarnir tilbúnir i slaginn. Auglýsingar þeirra um breytta vaxtapólitík bera þess glögg merki. Ljóst er þegar, að allmikill mismunur hefir verið ákveðinn milli einstakra vaxtareikninga og líka milli einstakra banka. Yfir- leitt eru þessar breytingar í hækk- unarátt, hvað sem síðar verður. Nú er ég lítt fróður í banka- og vaxtapólitík, en mér finnst, að það hljóti að vera næsta fróðlegt fyrir þá, sem skyggnir eru á þessa hluti, að komast nú að mati bankanna á mismunandi þýðingu einstakra vaxtareikninga fyrir hvern banka um sig. Mig skiptir þessi vitneskja litlu máli — forvitni mín beinist frekar að því, hvernig þessari vaxtasamkeppni reiðir af. Ánnars er tilefni þessara þanka minna, viðtal við Kristján Oddsson, bankastjóra Verslunarbankans, en það birtist hér í blaðinu í fyrra- dag. í viðtalinu greinir banka- stjórinn frá nýmæli, sem banki hans hefur komið á og mér finnst sniðugt „útspil“ í sambandi við vaxtasamkeppni bankanna og höfða auk þess til allstórs hóps viðskiptamanna þeirra almennt. Nýmæli þetta felst í opnun sér- staks vaxtareiknings sem nefnist kasko-reikningur. Eiginleikar „í viðtalinu greinir bankastjórinn frá ný- mæli, sem banki hans hefur komið á og mér finnst sniðugt „útspil“ í sambandi við vaxta- samkeppni bankanna og höfða auk þess til all- stórs hóps viðskipta- manna þeirra almennt.“ ef samningslandið veitir þriðja landi bestu kjör. Þessi regla gildir ekki aðeins í tollamálum heldur einnig oft í víðari merkingu. Af því sem hér hefir verið sagt sýnist mér, að með stofnun svonefndra kasko-reikninga sé stefnt að því að veita reikningseig- endum, að uppfylltum vissurn skil- yrðum, hliðstæða aðstöðu og felst í „reglunni um bestu kjör“ þeim til handa, er hennar njóta. Annars skal þess að lokum get- ið, að ég er ekki allskostar sáttur við kasko-reikningsnafnið. Finnst það hafa hálf neikvæðan hljóm. Slíkt skiptir þó ekki máli hér. Ég vildi aðeins vekja athygli á sniðugu „útspili" Verslunarbank- ans í vaxtasamkeppni bankanna. Dr. Oddur Gudjónssoa er fyrrver- andi sendiherra. Eiturefni fór niður í Háskóla íslands EITUREFNI sem nefnist acroly fór niður í efnfræðirannsókna- stofu Háskóla íslands um miðj- an dag á þriðjudag. Slökkvilið Reykjavíkur koma á staðinn og með hjálp sérstakra hlífðarbún- inga sem það hefur nýverið fengið umráð yfir, var efnið hreinsað upp. Það er Almannavarnanefnd Reykjavikur sem festi kaup á þessum búningum og hafa þeir því nú þegar sannað notagildi sitt, að sögn Hrólfs Jónssonar, varaslökkviliðsstjóra. Reynd- ust gallarnir í alla staði mjög vel. Hrólfur sagði þetta efni að vísu ekki mjög hættulegt, en það virkaði strax á augu og nef og brenndi hörund, kæmist það í snertingu við það. Hann taldi það hefði verið um lítri sem fór niður og hefði tekið um hálftíma að hreinsa það upp. Hrólfur sagði að notkun eit- urefna yrði sífellt víðtækari og því væri nauðsynlegt til að vera við öllu búinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.