Alþýðublaðið - 23.09.1920, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 23.09.1920, Qupperneq 1
A 1920 Fimtudaginn 23. september. 218. tölubl. Tuskan. Það eru víst fáir nú orðið, sem ekki viðurkenna að peningakrepp- aa stafi af því, að Islandsbanki hefir iánað nokkrum fiskspekúlönt- um, hinum svonefndu fiskhrings- mönnum, þriðja hluta af öllu veltu- íé bankans. Hitt er aftur eftir að vita, hvers vegna bankinn hefir gert það. Hvers vegna hann lánar alls og alls til útgerðar aðeins 73/4 rniljón króna, en til fiskbrasks — hér er sem sé um brask, þ. e. „spekúlation" að ræða — fram undir helmingi meira — um eitt skeið 14 milj. kr. Verður slíkt með öllu óskiljanlegt, þar til síðarmeir, að full vitneskja hefir fengist um þessa glapræðis — ef ekki glæp- samlegu — ráðstöfun. Þess hefir verið getið til, að einn eða fleiri af bankastjórunum væru meðlimir fiskhringsins, og væri það ekkert ósennileg skýring á þessum óskilj- anlega fjáraustri til fiskbrasks, á kostnað allra atvinnuvega landsins. Fiestir hugsandi menn skilja núorðið að eina leiðin til þess, að komast úr peningakreppunni, er það, að íslenzku afurðirnar séu seldar eins fljótt og unt er, og að sjálfsagt sé að sú sala sé fengin í hendur nefnd af hálfu hins opin- bera, og sé enginn fiskhrings- maður í henni og enginn, sem er undir áhrifum íslandsbanka. Það hafa heyrst raddir um að það væri „hart“ fyrir fiskhrings- mennina, að fá ekki sjálfir að ráða sínum fiski, hvenær þeir seldu o. s. frv. En er ekki ennþá harð- ara fyrir alla aðra aivinnurekendur að þurfa að bíða atvinnutjón vegna fiskhringsmannanna. Og er ekki allra harðast fyrir verkalýðinn, að þurfa að þola nýja og aukna dýr- tíð, ofan á þá dýrtíð sem fyrir er, af því vöruflutningur er bannaður til Iandsins, bannaður, svo eigi þurfi ai ganga að fiskhringsmönn- unuml Fiskhringsmennirnir eiga fiskinn er sagt, en þeir eiga hann ekki. Það er veltufé landsins, sparifé landsmanna, sem stendur í fiskin- um, og fiskbraskararnir eiga í raun og veru ekki fremur fiskinn, en þeir eiga sparifé almenningsl Allir sem fylgst hafa með í, blöðunum síðan Alþýðublaðið fór að fletta ofan af svívirðingum þessum f sambandi íslandsbanka og Fiskhringsins, vita að ritstjóri Vísis, Jakob Möller, sem nú er eini fulltrúi Reykjavíkur á Alþingi, tók þegar í byrjun málstað Fisk- hringsins og Islandsbanka. Hvers vegna hann gerði það er erfitt að vita. Hann er ^reiðanlega ekki í þetta sinn að skríða fyrir aug- Iýsendunum — kaupmönnum og heildsölum — því þeirra hags- munir liggja ekki sama megin og Fiskhringsmannanna. Að hann með því að taka málstað Fiskhringsins sé beinlínis að vinna á móti hags- munum almennings vita og aliir. Kátlegast er að sá sem mest hefir rembst á „sjálfstæði" skuli vera svo að segja sá eini sem heldur vörnum fyrir hinn útlenda banka hér, gegn hagsmunum lands- manna. Sýnir hann þar svo mik- inn ræfilshátt að mikið má vera ef lélegri tuska hefir nokkru sinni verið hengd upp til þerris á hina pólitisku þvottasnúru landsins, og hefir þar þó margt verið lélegt. En hvað skyldu þeir annars verða margir, sem á næsta þingi þora að taka upp jafn svívirði- lega aðstöðu f íslandsbankamál- inu og Jakob Möller? Yísir gegn Yísi. „Geta má þess, að auglýsingar voru með mesta móti í Alþýðublaðinu í gær“ segir Vísir eftir að hafa gefið í skyn að Alþbl. sé skoð- analaust. Margur mun þá spyrja: Hvers vegna er Vísir altaf hálffullur af auglýsingum?! €rn koi i Jforegi? Norðmenn vongóðir. Norskur námuverkfræðingur, að nafni Bjarne Hofseth, hefir ritað grein í „Tidskrift for bergvæsenc, sem ræðir ura líkindin fyrir þvf, að kol séu í Noregi. Höfundur heldur því fram, og fer þar eftir athugunum sínum, að kol séu f Finnmörku. Bendir hann á, að Iandið hafi þarna verið rannsakað svo lítillega, að þegar tekið sé til- iit til víðáttunnar, megi það heita óranmsakað jarðfræðislega, í jarð- fræðislegu tilliti og að aldri til, er Finnmörk mjög Iík kolalandinu Skotlandi. Jarðlagabelti það, sem liggur næst neðan við kolalögin á Bjarnareyju (mitt á milli Noregs og Spitsbergen) og heldur áfram þaðan til Spitsbergen, er Ifka að finna í Finnmörku, Á Vesteraalen (eyjum norðan við Lofot), sem Ifka hefir verið í sambandi við Finnmörk, hafa fund- ist kolalög, sem eru nokkuru yngri en á Bjarnareyju. Hofseth telur því ekkert því til fyrirstöðu, að kol finnist á meginlandi Noregs. Að minsta kosti mælir ekker'c á móti því. Einnig tekur hann fram að í Vestur-Finnmörku sé gnægð málmblendings. Þar hafi fundist ótal tegundir. Hann lýkur máli sfnu með þessum orðum: Það er ástæða til að ætla, að Vestur-Finnmörk verði með tím- anum mjög mikið verlcsmiðjuhérað — nýtt Cornwall. Nærri má geta hvílíkur feikna- hagnaður það væri Norðmönnum, ef athuganir og staðhæfingar þessa manns reynast á rökum bygðar. Er f ráði að gera stórfeldar og nákvæmar athuganir, þessu við- víkjandi, í náinni framtfð. Skaftfellingur fór ti-1 Vest- mannaeyja í gær.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.