Alþýðublaðið - 10.11.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.11.1931, Blaðsíða 4
4 ÆLÞtfÐUBfeAÖIÐ af góðum mynduim,, held'ur en af lélegum. Þá er ein mynd enn: Hljó’ða- klettar nr. 16, Sú mynd er stór- fenglega og skáldlega byg’ð í líki tveggja fíla. Annar liggur og teygir frá sér ranann, en hinn er með erfiðismunum að reyna að rísa á fætur og losa sig úr fjötr- um steingerfisins. Þessi mynd er (máluð í dökkum litum og því er mjög áberandi, að mn hana alla sér í hvíta, ómálaða bletti — 'grunnfarfann á léreftinu. Þetta truflar mjög heildaráhrif mynd- arinnar og er til mikillar lýti. En annað er þó öllu verra. Þegar myndin eldist og mætir mismun- andi birtu gulna þessir blettir af- ar fljótt og mikið, því grunnfarfi léreftsins er ekki ljóssterkur á við litina. Hafi þessir auðu blettir samrýmst myndinni nýrri, gera þeir það ekki lenigur þegar hún eldist. Ef málaranum finst endi- lega að þessir hvítu blettir þurfi að vera, því þá ekki að blanda sams konar lit og er á grunn- farfanum og setja hann á í stað auðu blettanna, því fieir eru hrein og bein, „teknis,k“ svik í hvaða málverki sem er og mega ekki líðast. Þeir eru aldrei til bóta — oftast til ills og stundum til al- gerðrar eyðileggingar. Þessa hvítu — auðu bletti er ILka að finna töluvert áberandi í Niku- lásargjá nr. 6 og yfirleitt meira Og minna í flestöllum landslags- myndunum. I blóma- og ávaxta- málverkum Kristínar, sem eru fullur helmingur sýningarinnar, ber aftur á móti sama og ekkert á þessum blettum. Virðist hún þvi hafa unnið alia daga vikunn- ar við þær myndir yfirleitt. Enda eru þær sumar hverjar svo smekklega gerðar og málaðar með svo miklu lifi, að fram úr skarar öðru af sama tagi í ís- lenzkri list. Dæmi: nr. 22, 39 og 25. Er Kristín nú sjálfsagt mesti blómamáliari landsins, eins og 'hún sem kvenmálari er vel að komin. En ég vil alvarliega að- vara bæði hana og hvern þann málara annan, sem kynni að verða hrifinn af fyrirhafnarleys- inu viÖ þessa auðu bletti. Þrátt fyrir aðfinslur þær, sem að framan greinir, má segja það um Kristínu Jónsdóttur, að hún sé óvenju þróttmikiLl málari sem kdna og að hún sem listakona sé bæði smekkvís og mentuö og yíirleitt sómi fyrir kvenþjóð þessa lands. f október 1931. Freymóður Jóhannsson. Grein þessi kom ekki til bilaðs- ans fyrri en um það bil sem sýningunni var lokið. wGermanía“ heldur fyrsta fund sinn á þess- nm vetri á morgun kl. 9 síðd. í alþýðuhúsinu Iðnó uppi. Dr. Keii flytur erindi um Fridrich v. Schiller. Danz á eftir. Ö*as Verkakvennafélagið ,Framsókn, heldur fund í kvöld kl. 8V2 í alþýðuhúsinu Iðnó, uppi. Til máttvana drengsins. Frá ónefndum 3 kr. Alls komið 699,90 kr. íslenzkar og 5 kr. danskar. íslenzka krónan. í dag er hún í 63,54 gullaurum I gær var hún í 63,81. Gengi erlendra mynta hér í dag: Sterlingspund kr. 22,15 Dollar 5,871/4 100 danskar krónur — 126,57 — norskar — — 124,99 — sænskar — — 127,20 þýzk mörk 139,86 Vilhjálmur Finsen dvelur nú hér í bænum. Sama kvöldið og fregnin barst um morguninn til Os,ló um andlát Edisons, hélt hann minningar- ræðu um þennan heimsfræga uppfinmngamiann í útvarpið, eft- ir beiðni forstjóra þess. Minn- ingarræðunni var endurvarpað um allar stöðvar í Noregi, og munu 3 til 4 hundruð þúsund manns hafa hlustað á hana. Mun Finsen, vera eini maðurinn í Npr- egi, sem hefir átt tal af Edison. Þegar Finsen fór um Bergen á leið hingað flutti hann fyrirlestur í útvarpið þar: „Á trolilaraveið- um við Island.“ Kjördæmskipunarnefndin byrjaði aftur fundi í gær. Esperantofélagið heldur aðalfimd annað kvöld kl. 8V2 í íþróttahúsi „K. R.“ Rafmagnsgjöld. Á rafmagnsstjórnarfundi30.okt. var lagt fram bréf frá rafmagns- stjóra um afnám tengigjalda fyrir minni háttar viðgerðir. Sam- þykti rafmagnsstjórnin á þeim fundi að felia niður tengigjald fyrir viðgerðir, er nema alt að 50 kr., og fyrir viðbætur og breyt- ingar, er kosta ekki frarn yfir 25 kr. Slátrun er lokið í Borgarnesi. Mun hafa verið slátrað um 36 þúsundum Vjár í haust, og er það með mesta móti. (FB.) Koks frá gasstöðinni. Á gasnefndarfundi 28. okt. var skýrt frá því, að koks hefði safn- ast fyrir hjá’ gasstöðinni, sökum þess, að sala hefði minkað, en framleiðsla aukist á koksinu. Fyr- ir því hafði verið látin fara fram rannsókn á koksinu í efnarann- sóknastofu rikisins og jafnframt á erlendu koksi frá tveimur verzl- unum, og kom í ljós, að inmlenda koksið stóð hinu erlenda ekki að baki. Var samþykt á fundinum að auglýsa koks gasstöðvarinnar til sölu fyrir 40 kr. smálestina heim- flutta. Er það miklu b'etria verð heldur en erlent koks fæst fyrir, því að það er nú selt á 55 kr. smálestin, a. m. k. sums staðar. Reykholtsskólinn var vígður á laugai'daginn. Þar er nú komið upp stærsta leikfimi- hús á landinu. Bæði skólinn og leikfimihúsið er hverahitað. Um 60 nemendur eru í skólanium i vetur. (FB.). Ohróðnr um sjómenn. 1 grein í „Tímanum“, sem er undirrituð Snarfari og segt er frá í Alþbl. í gær að sé eftir Jónas, stendur, að þegar atvinnufyiir- tækin hafi stækkað, hafi verka- lýðurinn gerst hirðulítill um hag atvinnurekendanna. Ég vil nú leyfa mér að halda fram, að hér sé um sleggjudóm að ræða hjá Jónasi, og. að hann sé hér að tala um það, sem hann veit ekki um. Ég leyfi mér nú að hailda fram, að betur sé unnið nú en nokkru sinni áður, og hér sé að ræða um eina tilraunina enn til þess að æsa sveitafólkið upp á móti kaupstaðabúum. Hjörtur. Hvað ea* að fréfta? Nœturlœknir er í nótt Krist- inn Bjarnarson, Stýrinrannastíg 7, sími 1604. Vedrid. Kl. 8 í morgun var 2 stiga frost í Reykjavík. EJtlit hér um slóðir: Norðaustankaldi. Létt- skýjað. Tií Strandarkirkjii. Áheit frá G. 2 kr. - Skipafréttir. „Nova“ för í gær áleiðis norður um land og fer þaðan utan. „Skaftfellingur“ kom í morgun vestan af Ólafsvík og timburskip kom til J. Þorláks- sonar og Norðmianns. Frá Borgarnesi er FB. síinað: Unnið er af kappi að undirbún- ingi mjólkurstöðvarinnar í Borg- arnesi og vona menn, að niður- suða mjólkur geti hafist fyrir jól. Heilsufar ámönnum og skepn- um er gott og haustííð hefir ver- ið úrkomulítil og yfirleitt hag- stæð. Útlendir Bandankjamenn. 1. apríl 1930 var liðlega 1/10 hluti allra íbúa Bandaríkja Norður- Ameríku fólk, sem fæít er í öðr- um löndum. Hafðii talia þeirra, sem fæddir eru erlendis, aukist um 8«/o síðan 1920. Síðustu árin hafa verið gerðar miklar tak- markanir á innflutningi fölks þangað. Er því búist við, að tala. Bandaríkjiamanwa, sean fæddír eni erlendis, hafi náð háinarki og muni hér eFdr fara minkandi. Kóngafundur. Allir kóngar og furstar, sem eru múhameðstrúar, ætla að halda þing í Jerúsalem í dezember í haust. Nýr fiskur á 10 aura í Nýjiu fiskbúðinni og austast á fisksölu- torginu, sími 1127. Fyrirlig jandi er: Smókingklæðn- aðir Margir kla’ðnaðir úr mislitum efnum og blá cheviotföt. Röndótt- ar buxur, vetrarfrakkar, herraslifsi o. fl. — Tækifærisverð gegn stað- greiðslu. Ennfremur nýkomið fjöl- breytt sýnishornasafn af fata- og frakka efnum. — Gerið jólapant- anir sem allra fyrst. Hafnarstræti 18. Levi. Annast uppsetningu loftneta og viðgerð á útvarpstækjum. Hleð rafgeyma. Sanngjarnt verð. Uppl. í síma 1965. Ágúst Jóhannessom Ef ykkur vantai* húsgögn ný sem notnðt pá komið f Fornsðtuna, Aðalstrætí 16* Sfmi 1529—1738. Stoppuð húsgögn af ýmsum gerðum, dívanar, fjaðradýnur o fl. Hverfisgötu 34. Friðrik J. Ólafsson. Harmonikurúm (beddi) og lítið borð tii sölu með sérstöku tæki- færisverði, ef samið er strax. — Skólavörðustig 23, kjallarinn. Lif iiF oq hjortn Klein, Baldursgötu 14. Sími 73, Þeir ælluoii að éta hgnn. Tíu ára gamiall drengur, Owen Byrne, sem á heima í Dýflinni, var á leið yfir akra rétt fyrir utan borgina. Réðust þá fjórir hundar á hann og munaði minstu, er menn komu á vettvang, að hund- arnir væru búnir að drepa dreng- inn. Voru þeir farnir að éta ann- an handlegginn á honum, og varð að taka hann af honum. Bara ógiftir menn. ítalir eru að undirbúa flugferö 24 fliugvéla, sem eiga að halda hóp og fljúga frá Lisbóa (höfuðborg Portúgals) til New York og heim aftur. Er vegalengdin öll um 10 þús. sjó- mílur. Að eins ógiftir menn fá að taka þátt í för þessari. Al Capone tárfellir af reiði. Þegar kviðdómurinn kviað upp þann dóm yfir A1 Caporne, að hann væri seikur um skattsvik. tárfeldi hann af reiði. KviÖdóm- endurnir voru á áttunda tíma að koma sér saman og er álitið, að þeim hafi gengið svona illa aí þvi menn A1 Capones hafi verið búnir að kaupa suma þeirra. — Kæran hljóðaöd á þann veg, að A1 Capone myndi hafa svikið rík- ið um að ininsta kosti V2 millj. króna. Ritstjóri eg ábyrgðarmaður: Ólaíur Friðriksson. AlþýðufrentsMÍðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.