Morgunblaðið - 26.08.1984, Page 2

Morgunblaðið - 26.08.1984, Page 2
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1984 Punktar um LÝÐVELDIÐ CosU Rica hefur verið minna í erlendum fréttum en ýmis nágrannaríki þess undanfar- ið, en hefur á hinn bóginn færst inn á svið innlendra frétta vegna farar sendinefndar héðan á dögun- um til að kanna samvinnu í sjávar- útvegsmálum, og sagt hefur verið frá hér í blaðinu. Enn er ekki kom- Luis Alberto Mongo, forseti. ið á daginn hvort af þessari sam- vinnu verður né heldur hvernig hún verður í framkvæmd, en áhugi virðist vera af beggja hálfu. Costa Rica á landamæri að Nicaragua í norðri og Panama í suðri. Karabiska hafið liggur að austurströndinni og Kyrrahafið í vestri. íbúar eru um hálf þriðja milljón, spönskumælandi og 95 prósent þeirra rómversk-kaþ- ólskir. Afkoma Costa Rica hefur lengi byggst á akuryrkju og landbúnaði og mikið er flutt út af kaffi, banönum, hrísgrjónum og sykurreyr, svo að nokkuð sé nefnt. Nokkur fjörkippur hefur færst í fiskveiðar hin seinni ár, meginhluti aflans er fenginn í Kyrrahafinu. Kristófer Kólumbus mun hafa komið til Costa Rica árið 1502, ekki ýkja langt frá borginni Limon við Mexíkóflóa. Sagnir herma að Kólumbus hafi gefið landinu nafn sitt sem þýðir Hin gjöfula strönd. Spánverjar réðu Costa Rica í nokkrar aldir eða til ársins 1821, að landið varð lýðveldi. Miðað við önnur lönd í þessum heims- hluta hefur verið kyrrt á Costa Rica í pólitísku tilliti. Forsetinn er kjörinn til fjögurra ára, hann hefur sér til halds og trausts tvo varaforseta. Frambjóðandinn verður að hljóta að minnsta kosti 40 prósent atkvæða til að vera réttkjörinn. Á þingi lands- ins sitja 57 þingmenn og kosn- ingarétt öðlast borgarar átján ára. Forseti er Luis Mango. f Costa Rica er enginn her. Ákveðið var að leysa upp herinn árið 1948, en sjö þúsund manna þjóðvarðlið og 2.500 til viðbótar gæta laga og reglu. Á árunum upp úr 1970 var hagvöxtur í landinu mjög mikill, en síðan hefur dregið úr honum, meðal annars vegna olíuverðs- hækkana, sem hafa haft sín mögnuðu áhrif á efnahagslíf flestra landa. Af hálfu stjórn- valda er unnið mjög markvisst að því að styrkja efnahag lands- ins og einn þáttur þeirra aðgerða er að efla fiskveiðar. Það er athyglisvert og sjálf- sagt ekki á allra vitorði utan Costa Rica að þar er fullkomn- ara tryggingarkerfi en í flestum löndum heims, að vestrænum velferðarríkjum meðtöldum. Miklu fjármagni er varið til al- mannatrygginga og lífeyris- Samantekt: Jóhanna Kristjónsdóttir Frá Kyrrahafsströnd Costa Rica. Frá höfuðborg Costa Rica, San Jose. Ávextir og grænmeti eru stór hluti af útflutningi Costa Rica. greiðslna og landið er á háu stigi hvað varðar heilsugæslu og menntunarmál. Samkvæmt síð- ustu handbæru tölum sækja um 92 prósent barna á aldrinum 6—11 skóla og 40 prósent barna á aldrinum 12—16 ára. ólæsi meðal fullorðinna er minna en nokkurs staðar í Mið-Ameríku. Til menntamála er varið miklum upphæðum, og var 22 prósent fjárlaga árið 1982. Ferðamannastraumur er vax- andi í landinu. Helstu ferða- mannastaðir eru San Jose og eldfjallasvæðið þar í grenndinni. Strendur eru víða mjög góðar og töluvert átak er verið að gera til að laða ferðamenn til landsins. Vegna ótryggs ástands i Nicar- agua hefur það þó gengið hægar en ella. Ibúar á Costa Rica hafa reynt eftir föngum að komast hjá því að dragast inn í átökin milli Sandinista-stjórnarinnar og skæruliðanna sem berjast gegn henni. Stjórnvöld í Costa Rica eru vel á verði að því er virðist og vísa úr landi þeim sem grunur leikur á að berjast með eða á móti Sandinista-stjórn. Iðnaður hefur ekki verið um- talsverður í landinu, að frátöld- um fiskiðnaði, sem er aðallega vinnsla á túnfiski. Vefnaðariðn- aður er þó nokkur og leirkera- smíði. í atvinnulegu tilliti eru íbúar Costa Rica mjög kappsam- ir að bæta hag sinn og gera veg sinn meiri á alþjóðavettvangi. Þeim hefur miðað vel áleiðis og með því að halda fast við hlut- leysisstefnu og vilja vinsamleg samskipti við flestar þjóðir án þess að slík vinátta verði á ann- arra kostnað sýnist það ætla að lánast; meira að segja á þessum siðustu tímum, þegar kraumar í flestum löndum þessa heims- hluta. Það er út af fyrir sig ekki svo lítið afrek. Frá kafflplantekni. Fiskvinnsla hefur verið efld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.