Alþýðublaðið - 11.11.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.11.1931, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sfmagjðldln hækkuð gffurlega þegar nýja stððin tekup til stakfa* AlþýÖubla&ið hefir hitt að máli Guðmund Hlíðdal, sem nú er bæði landsímastjóri og bæjiar- símastjóri, og spurt hann um, hvað afnotagjald símans innan Reykjavíkur veröi hátt eftir að nýja símastöðin er tekin til starfa. Hann segir, að ársgjaldið rnuni verða 100 kr., eins og það er nú, en fyrir pað geti menn talað 400 samtöl. Ef samtölin verdi fleiri en 400 á ári, pá verdi aö greiða 5 aura aukagjald fyrir hvert samtal, sem par er fram yfir. — Það verður þá að eins rúm- lega eitt símtal á dag, sem fæst fyrir 100 krónur á ári. — Já, eða sem svarar tvö sím- töl flesta helgidaga, en eitt virka daga, svarar Hlíðdal. — Hafið þér skrá yfir, hve mörg símtöl koma nú á hvern innanbæjarsíma að meðaltali? — Hér við hendina hefi ég skrá yfir það árið 1928. Þá var meðal- talið 10,8 á dag. Skrár eru líka til yfir tvö síðustu ár. Þar er meðaltalið lítið eitt lægra, var hæst árið 1928, en ekki munar miklu á því og nú. — Símtöl frá landssímiastöðinni út um land eru ekki talin með. — 1 þessum skýrslum, segir hann, að séu tald- ar allar upphringingar, en sú tala, sem miðað verði við eftir að sjálfvirka stöðin tekur til starfa, - sem verði væntanlega seinni partinn í vetur eða að vori sé yfir regluleg samtöl, þ. e. peg- ar svarað er í „númeri“ því, sem hringt er til. Sjálfvirkir teljarar verði til þess að telja ,samtölin og fari talning fram um leið og símtólið er tekiö upp á þeim stað, sem hringt er til. Hlíðdal gerir ráð fyrir, að inn- heimta símagjialdanna muni fára fram annað hvort mánaðarlega eða ársfjórðungsliega. — Hver ákveður gjöldin? — Það gerir ríkisstjómin eftir tillögu landssímastjóra. — Er það rétt, að lengd sím- talanna verði lika takmörkuð við ákveðinn mínútnafjölda? — Nei. — Ekki kveður hann það muni verða. Þegar fyrirspyrjandinn lætur í Ijós, að hækkun gjaldsins verði gífurleg, þá segir Hlíðdal, að gjaldið sé' alt af hærra fyrir síma þar, seiii sjálfvirkar stöðvar eru, þar eð þær stöðvar séu dýrari en hinar. Islenzka krónan hafi líka lækkað í gildi, og sé því útlit á, að ýmislegt, sem heyri til rekstii stöðvarinnar og síðar þurfi að kaupa, hækki í verði. Ein afleiðingin af þeirri óheilla- ráðstöfun að fellia krónuna í verði. •Ef gert er ráð fyrir að eins 5 símtölum á dag í meðaltal, þá eru það 1825 símtöl á ári. Þar af eru 400 greidd með hinu fasta 100 kr. ársgjaldi. Hin 1425 verð- ur auk þess að greiða meö 5 a|ur- um hvert, þ. e. kr. 71,25. Þá verður ársgjaldið alls kr. 171,25, þ. e. ijfir 170 kr. — Hækkunin verður þá yfir 70 kr. á ári ftjrir framt að hálfu fcerri samtöl en nú er. Ef hins vegar er gert ráð fyrir svipuðum símtalafjölda og nú er, þá verður hækkunin miklu meiri. Og því að eins hefir fólkið sömu not og þægindi af símanuim áfram, eins og það hefir nú, að það geti notað hann álíka mikið. Gerum þá ráð fyrir 9 reglulegum símtölum á dag, en að það, sem þar er fram yfir nú, séu upp- hringingar, þegar ekki næst svar. Það eru þá 3285 símtöl á ári. Þegar þar frá eru dregin þau 400, sem greidd eru rneð fasta 100 kr. gjaldinu, eru eftir 2885 sím- töl á 5 auria hvert, þ. e. kr. 144,25. Að meðtöldu 100 kr. fasta gjald- inu verður því upphæðin kr. 244,25 á ári fyrir 9 símtöl á dag að meðaltali. Fgrir álíka símanotkun og nú gerlst hér í borginni verður gjcdd- ið framt að 250 kr. á ári að með- altali, í stað 100 kr. nú. Þessi hækkun er svo gífurleg, að engu tali tekur. Og að segja, að það sé þá ekki annað fyrir menn en að spara við sig sím- tölin, er líkt og að slá því fram, að þegar matvara hækki í verði, þá sé ekki annar vandinn en að reyna að komast af með minni og verri mat en áður, því að þá sparist niokkuð af auknu útgjöld- unum, sem ella færu fyrir hann. Sjá víst fliestir, hve mikil fjar- stæða slíkt er. Alþingi verður að taka í taum- ana og lækka gjaldataxta þann, sem stjórnin ætlar að setja á sím- töl Reykvíkinga. Að öðrum kosti hlýtur sú spurning að vakna hjá fjölda mianna, siem hafa af litlu fé að taka: Úr því að ég verð annaðhvort að greiða svona miklu hærra símagjald heldur en verið hefir eða að nota símann ella ekki nema endrum og eins, þrátt fyrir 100 kr. ársgjald, — er þá ekki eins gott fyrir mig að reyna að spara gjaldið alveg og hætta við að hafa síma? Þar með er að því stefnt, að fátækt fólk misti að miklu leyti eitt af menningartækjum nútím- ans, — að þiað verði sett aldar- arfjórðung aftur í tímann, þeg- ar flestir Reykvíkingar voru símia- lausir. Slík „men:ningarbót“(!) er líkleg að verði afleiðingin af hinni geysilegu hækkun síma- gjaldanna. Og ekki verður það til að drýgja tekjur símans. Fjallganga hættnleg. Tveir ungir menn, Marti og Krauer að nafni, lögðu sunnu- daginn 20. október af stað frá Luzern í Sviss og ætluðu að ganga á Gráuentindinn, sem er mijög brattur og 9700 fet að hæð (sem er þrisvar hæð Esjunnar). Vita menn ekkert um ferðalag þeirra annað en að þeir fundust báðir dauðir undir hömrum og höfðu i hrapiað minst 650 fet. Seaham. Sidney VVebbs prófessor vann Seaham kjördæmi fyrir verka- mannaflokkinn, en hann var einn af þeim, sem flokkurinn lét fara upp í lávarðadeildinia af því flokkinn vantaði menn þar. Tók Ramsiay MacDonald við Seaham kjördæmi þegar Webbs fór i lá- varðadeild þingsins. Við kosningarnar 1929 féllu at- kvæðin þannig í Seiaham: Verkamenn 35 615 Ihaldsmenn 6 821 Frjálslyndir 5 266 Kommúnistar .1431 MacDonald hafði því 28 794 at- kvæða meirihluta 1929. Ekki mun einn einasti námu- eigandi hafia fylgt MacDonald 1929, en núna við kosningarnar voru þeir allir með honum, enda fylgdu honum bæði íhaldsmenn og frjálslyndir. Atkvæðin féllu núna þannig: MacDonald 28 978 W. Coxon (verkam.fi.) 23 027 G. Lumley (kommúnisti) 677 Meirihluti MacDonalds var því fallinn úr tæpum 29 þús. fyrir tveim árum niður í tæp 6 þús- und. Þar sem kunniugt er, að bæði íhaldsmenn og frjálslyndir fylgdu MacDomald, og menn vita að þeir kusu illa 1929, þar eð kosningin var vonlaus, má geta ráð fyrir að atkvæði þeirra, sem til sam- ans voru 12 þús. 1929, hafi nú numið 15—16 þúsundum. E tir þvi ættu 13 til 14 þús. af þeim 35V2 þús. verkamiannaatkvæðum, er fylgdu MacDoniald 1929, að hafa fylgt honum við þessar kosning- ar. Atkvæðamiagn kommúnista í Seaham hrapaði niður um meira en helming eða úr 1431 atkv. 1929 niður í 677. Munu kommún- istar almient í Englandi vera farn- ir að sjá, að tvískifting verka- lýðsins er til bölvunar, og því hafia kosið með verkamanna- flokknum. Kjósendur í Seaham voru 60 910. Kvenfólkið er í minnihluta í þessu kjördæmi, kvenkjósend- ur voru ekki nema 28 954. Karl- menn voru því 3002 umfram kvenfólk á kjörskrá. Azana, sem nú er orðinn forsætisráð- herra á Spáni, að halda ræðu á hermannahátíð. S ambandsþing „«Kgrf'í“ koffimúnistð, „Ungir“ kommúnistar hiafa ver- ið að halda þing hér I Revkjavík undanfarna daga. Segir „Rauði. fáninn“ að 45 fulltrúar hafi setið þingið, þar af 3 stúlkur, en birtir jafnframt nöfn 4 stúlkna og 42: karlmanna, er þaÖ segir að hafl setið þingið, þ. e. nöfn 46 full- trúa, og virðist reikningslist rit- stjórans (Áka ræðumainins úr Keflavík) ekki vera á háu stigi. Fulltrúarnir utan af landi voru af þessum stöðvum: Vestmanma- eyjum 3, Eskifirði 1, Húsavík 1,. Akureyri 1, Glerárþorpi 2, Siglu- firði 4, fsafirði 3, samtals 15, bg 2 úr Hafnarfirði. Hinir 29 eru úr Reykjavík, þar af að því er virð- ist 17 sjálfkjörnir, eða jafnmarg- ir og al.lir fulltrúarnir utian af landi að Hafnarfjarðarfulltrúun- um meðtöldum. Þessir sjálfkjörniuf eru öll sambandsstjórn Sambands ungra kommúnista (10), Miðstjórn Kommúnistaflokks fslands (5) og Flokksdeild Kommúnistaflokks fs- lands (2). Ef dæma má eftir þeiim nöfn- um fulltrúanna, er sá, sem þetta ritar, kannast við, þá hljóta „eldri“ kommúnistarnir að vera býsna gamlir. Því af þessum ungu kommúnistum, seim nefnd- ir eru, eru Björn Bjarnason 32 ára, Brynjólfur Bjamason 33 ára, Gunnar Benediktsson 39 ára og Ottó Þorláksson 60 ára. Góðan flokksmiann hafa ungir kommúnistar eignast þar sem er Sigurður Pétursson símstjóri á Sandi. Hann kvað vera ágætis flokksmaður í þeim flokkum, sem hann er í, og kvað vera í flest- um flokkum. En hepni má það teljast fyrir unga kommúhistia, áð ekki var Framsóknármannaþing um sama leyti og þeir héldu sitt,. svo þeir gátu þessa dagana átt Sigurð ajlan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.