Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 1
Einn þekktnsti og jafnframt um- deildasti rihöfundur Bandaríkja- manna, Truman Capote, lést um síð- ustu helgi, 59 ára að aldri. Capote fæddist í New Orleans 30. september 1924 og var skírður Truman Persons. Foreldrar hans skildu þegar hann var fjögurra ára og fylgdi hann móður sinni þegar hún flutti á austurströndina og gift- ist aftur. Truman tók þá upp hið nýja eftirnafn móður sinnar, Capote. Truman gekk í vel metna einka- skóla á austurströndinni, en þótti ekki sérlega góður nemandi. Kenn- arar hans gerðu sér þó grein fyrir miklum rithænieikum piltsins og hvöttu hann til dáða. Aðeins 17 ára að aldri flutti Capote að heiman og leigði sér íbúð einsamall í New Orleans. Hann skrifaði smásöguna „Miri- am“ og fékk hana birta í tímarit- inu Mademoiselle árið 1945. Hann hlaut einnig O’Henry-verðlaunin fyrir söguna og efldi sú viðurkenn- Capote hafði gaman af þvi að vera í sviðsljósinu og sagðist stundum vera á hæð við hagla- byssu og jafn hávær. Undir lokin var hann þó illa farinn af glaum- lífinu sem hann lifði og gaf ekki út annað en safn fyrri verka. Alls komu út 13 verk eftir hann, en síðustu árin vann hann að nýrri heimildaskáldsögu sem fjallaði á næsta meiðandi hátt um vini hans og kunningja. Hluti bókarinnar, „Answered Prayers" birtist í tímaritinu Esquire og fékk mis- jafna gagnrýni, þar sem t.d. mörg- um vina hans fannst heldur sterkt til orða tekið. Draumur Capotes var að verða mesti ritsnillingur eftirstríðsár- anna en honum entist ekki líf né heilsa til að láta draum sinn ræt- ast fullkomlega. Einkalíf hans varð meira áberandi en bækur hans og undir lokin minntust menn hans helst vegna ýmissa uppákoma í sjónvarpsþáttum, efn- is í slúðurdálkum og meðferða á sjúkrahúsum. Truman Capote var ógiftur og barnlaus. Capote dansar við Marilyn Monroe 1955. ing Capote til að reyna frekar fyrir sér á ritvellinum. Um tíma starfaði Capote við listadeild tímaritsins New Yorker, en tók svo til við að semja sína fyrstu skáldsögu, „Other Voices, Other Rooms,“ sem gefin var út árið 1958 og þýdd hefur verið fyrir íslenska útvarpið. Bókin hlaut mikla umfjöllun og seldist vel, þó að bókmenntagagnrýnendur væru ekki á eitt sáttir um hvers konar hæfileikamaður væri þar á ferð. Næstu tvö ár gaf hann svo út smá- sagnasafn og ferðasögur, en 1951 kom út skáldsagan „The Grass Harp“ sem fjallaði, líkt og fyrsta skáldsagan, um tengsl ungs manns við ættingja sína. Meðal annarra bóka eftir Capote má nefna „The Muses are Heard“, „Local Colour" og „The Dogs Bark“. Á sjötta áratugnum gerði Cap- ote mest af því að setja sögur sín- ar og annarra á svið og skrifa kvikmyndahandrit. Árið 1958 gaf tækifæri til að reyna nýja stílinn og það tókst þegar fjöldskylda í Kansas var myrt að ástæðulausu, að því er virtist, árið 1959. Á sex árum yfirheyrði Capote alla sem hlut áttu að máli, að meðtöldum tveimur ungum mönnum sem handteknir voru vegna morðanna og teknir af lífi 1965. Sagan greindi á nýstárlegan hátt frá morðunum, lífi bæði fjölskyldunn- ar og morðingjanna, og aftöku þeirra. Eftir sjö ára vinnu að bók- inni kom hún út undir heitinu „In Cold Blood" og hefur verið gefin út í íslenskri þýðingu með heitinu „Með köldu blóði". Bókin fékk gíf- urlegar undirtektir, en varð jafn- framt mjög umdeild. Capote hagn- aðist gífurlega á útgáfunni og lifði hátt alla tíð síðan. Capote varð þekktur maður eft- ir útkomu bókarinnar „Með köldu blóði“ og kom víða við í slúður- dálkum dagblaðanna sökum sér- kennilegra lífshátta, klæðaburðar og framkomu. Líf hans einkennd- Meistarí heimilda- skáldsögunnar hann svo út smásagnasafnið „Breakfast at Tiffany’s", sem sam- nefnd kvikmynd var gerð eftir 1961 með Audrey Hepburn í aðal- hlutverki. Capote komst á þessum tíma að þeirri niðurstöðu að verk hans væru orðin of huglæg og tók upp ritstíl sem sameinaði frumleika skáldsögunnar og tækni blaða- mennskunnar; heimildaskáldsög- una. Hann leitaði og beið eftir ist meir og meir af ofnotkun áfengis og lyfja og kom hið ljúfa líf honum í koll er hann fékk til- felli árið 1981 og varð að leggjast á sjúkrahús. Hann talaði oft um baráttu sína við áfengi og lyf og sagðist blanda þeim saman „líkt og ég blanda hanastélsdrykk". f síðustu bókinni sem Capote gaf út, „Music for Chameleons", tók hann viðtal við sjálfan sig þar sem hann spyr m.a. hvort Guð hafi hjálpað honum í lífinu. „Jú, alltaf meira og meira," svaraði hann sjálfum sér. „En ég er ekki dýrlingur enn. Ég er drykkjusjúkl- ingur, lyfjaneytandi, kynvilltur og ég er meistari. Auðvitað gæti ég verið allt þetta fernt en samt verið dýrlingur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.