Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.09.1984, Blaðsíða 26
82 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1984 Vestræn menning Erlendar bækur Sigurlaugur Brynleifsson Edward McNall Burns — Robert E. Lerner — Standish Meacham: West- ern ('ivilizations. Their History and Their Culture. Ninth Edition. W.W. Norton & Company — New York — London 1980. Philip L. Ralph: Study Guide fon Burns, Lerner, and Meacham West- ern ('ivilizations. W.W. Norton & Comp., 1980. Þessi bók hefur verið mjög mik- ið notuð sem kennslubók i sagn- fræði og er þetta níunda útgáfa endurskoðuð, kom fyrst út 1941, þá skrifuð af prófessor Burns. Þegar prófessor Burns lést 1972 tóku Lerner og Meachan að sér að sjá um endurskoðun og endurút- gáfu ritsins, og hafa séð um þessa útgáfu. Þeir sem hafa notað þessa bók telja hana með handhægustu kennslubókum í sögu Vesturlanda og ástæðurnar eru margar, m.a. hve hún er vel skrifuð og fram- setning efnisins mjög skýr, hún spannar yfir alla sögu Vestur- landa í fremur knöppu formi og lögð er megináhersla á menning- arsöguna, ágætar bókaskrár fylgja hverjum kafla og myndefn- ið er mikið og mjög vel valið. Visst jafnvægi er á tímabili, þannig að hvert tímabil nýtur sannmælis ef svo má segja, engu sleppt úr vegna tímabundinna skoðana á því hvað hafi virkt gildi fyrir samfélög nú- tímans, þ.e. engu sieppt sem þýð- ingu er talið hafa fyrir umfjallað tímabil. Skoðanir manna á þýð- ingu liðinna atburða eru breyting- um undirorpnar, einkum ef at- burðirnir hafa haft mikil áhrif til mótunar samtímans, en þar er komið að „sögulegri þróun“ og „sögulegri nauðsyn", en sam- kvæmt þeim kenningum er það sem gerðist, samhangandi röð at- burða sem allir stefna til full- komnara ástands, þróun sem hef- ur ákveðna stefnu og tilgang. Þar með hefur það eitt gildi, sem fellur að þróuninni, hitt ekki. Með þessu lagi er það eitt nýtt úr sögulegum heimildum, sem fellur að „þróun- inni“. Visst takmarkað tímabil verður ekki skilið samkvæmt þessari söguskoðun, f sjálfu sér. Til þess að svo megi verða þarf að koma til skilningur, sjálfsvitund og heims- mynd þeirra sem þá voru uppi, hvað þeir álitu rétt og satt, rangt og lygi, hver tilgangur þeirra var með brölti sínu og bramli og hvað þeir álitu gott og illt. Það þarf að koma til mat tímabilsins á sjálfu sér og það þarf að byggjast á eigin forsendum þess. Þessu verður aldrei náð, en tilraunin til þess að skynja tfmana út frá tímabundn- um forsendum er sagnfræði; „söguleg þróun“ og stöðug viðmið- un við nútfmann er fremur þáttur af pólitískum skoðunum nútim- ans. Sá góði „heimsandi" Hegels, sem hratt af staö kenningunum um „sögulega þróun“ í veraldleg- um skilningi, hefur orðið sönnun annarrar kenningar Hegels, um andstæðurnar og ummyndun einnar kenningar í andstæðu sína. Þetta rit er upp undir 1000 blað- síður f stóru broti og er þannig skrifað að það er ágætt sem upp- lýsingarit um helstu atburði og hugmyndir á Vesturlöndum, og höfundarnir leitast við að skilja ástæðurnar fyrir atburðunum þeim skilningi sem ríkti á hverj- um tíma. Fylgiritið „Study Guide“ er nokkurs konar prófabók úr efninu og þar eru auk þess teknir kaflar úr lykilritum hinna ýmsu tímabila til glöggvunar. Verkefni fylgja fyrir hvert tfmabil. Orkusparnaður Arkitektar — Rafhönnuðir — Rafverktakar — Rafvirkjar Kynning veröur í lönaöarmannahúsinu mánudaginn 3. september kl. 17.00—19.00 á nýjungum í orku- sparnaöi í raflýsingum. Einn af fremstu hönnuöum OSRAM-verksmiöjanna mun halda kynningu á nýj- ungum fyrirtækisins á sviöi raflýsinga. Látiö ekki góöa kynningu fram hjá ykkur fara og verið leiöandi afl á sviöi nýjunga og orkusparnaöar. OSRAM LJÓSLIFANDI ORKUSPARNAÐUR rip JÓHANN ÓLAFSS0N & C0 43 Sundaborg -104 Reykjavík • Simi 82644 SÖNGSVEITIN HLHARMÓNÍA 1960-1985 Hér færöu hlómgrunn Söngsveitin býöur þeim sem áhuga hafa kórmennta- námskeiö: • Undirbúningsnámskeið hefst 10. september. • Framhaldsnámskeiö aö því loknu. Leiöbeinandi í kórmennt: Sigrún Andrésdóttir. Upplýsingar veittar í símum: 16034, 31628 og 28858. þykkara stál er ekkert smá mál! Við óvœgar íslenskar aðstœður skiptir þykkt og um leið styrkleiki og veðrunarþol þakplötunnar óendanlega miklu máli. BARKAR-stálplöturnar eru að lágmarki 25% en almennt gerist um litað stál a íslenskum markaði - þœr eru varanleg klœðning sem þú leggur á þakið í eitt skipti íyrir öll. Þykkt og lögun platanna þýðir að þú kemst aí með fœrri íestingar, minna grindar- og sperruefni, fœrri vinnustundir við lagningu o.fl, Þetta er lúmskur spamaður - en þó augljós undirstrikun á yfirburðum BARKAR-stáls þegar dœmið er reiknað til fulls. Þegar saman fer grimmsterkt efni, ferskt og nýtískulegt útlit og hagstœtt verð er BARKAR-stál eðlilegur og sjálfsagður valkostur allra þeirra sem gera hámarkskröíur til gœða, útlits og endingar. Barkar-stál vegna gæðanna,útlitsins ng endingarinnar. ■ Framleitt erlendis undir ströngu gœðaeítirliti ■ Húðað með 0,2 mm þykku Plastisol sem tryggir einstakt veðrunarþol ■ Aígreitt í lengdum að vali hvers kaupanda ■ Valsað hjá Berki hf. í fullkomnustu vélasamstœðum sem völ er á ■ Fáanlegt í 10 litum ■ Besta þakplötuefnið á íslenskum markaði! ‘■^BORKUR hf I • HJALLAHRAUNI 2 • SfMI S37S5 • POSTHOLF 239 • 220 HAFNARFIROI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.