Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 83 Marianne Lykkebjerg Myndlist Bragi Ásgeirsson í Nýlistasafninu við Vatnsstíg sýn- ir þessa dagana og fram til 9. sept- ember danska listakonan Marianne Lykkebjerg nokkur málverk, sem unnin eru í sl. tveim írum. Miðað við upplýsingar um menntun listakonunnar mun hún vera ung að árum og kemur það enda fram í myndum hennar því að vinnubrögð hennar virðast ekki fastskorðuð og hún er ennþá að leita fyrir sér og á mótunarskeiði. Lykkebjerg hefur numið hjá próf- essorum við listaháskólann í Kaupmannahöfn svo sem Dan Sterup Hansen, Richard Winther og Robert Jacobsen ásamt þvi að njóta einkakennslu Gerdu Svanne. Þetta eru næsta ólíkir listamenn enda er ekki gott að segja hvaðan Marianne Lykkebjerg hafi helst orðið fyrir áhrifum. Þó má sjá áhrif frá nýbylgjumálurunum í sumum myndanna ásamt ljóð- rænni abstraksjón. Hér eru hrif- mestar myndir svo sem: „Hrafnin og dúfan", sem er máluð af mikilli tilfinningu, „Moondanse" og „Stormy weather". Aðrar myndir svo sem t.d. „Glimpes of light" geta í senn minnt á litafræði og Franz Marc. Af myndunum að dæma er hér um hæfileikakonu að ræða á miðju þroskaskeiði og um margt tvístígandi, rómantiska, tilfinn- ingaríka og gædda myndrænu inn- sæi. Ég yrði a.m.k. ekkert hissa þótt að list hennar blómstraði til átakameiri afreka á næstu árum. FAO-ráðstefna í Reykjavík Rómaborg, 5. september. AP. FJÓRTÁNDA Evrópuráðstefna Mat- vælastofnunar Sameinuðu þjóðanna verður haldin í Reykjavík frá 17.—20. september næstkomandi, að þvi er talsmaður FAO greindi frá f dag. Landbúnaðarráðherrar aðildar- ríkjanna munu sitja ráðstefnuna, svo og ýmsir háttsettir embætt- ismenn og sérfræðingar í þróun- armálum. Fulltrúar frá öllum að- ildarríkjum FAO munu senda fulltrúa til ráðstefnunnar, sem „ formaður FAO Eduardo Saouma setur þann 17. september. i--------- I sssa I Bréf til íslands Myndlist Bragi Ásgeirsson íslendingar koma víða við í myndlistinni, annað verður ekki sagt. Stöðugt skýtur upp nöfnum, er maður kannast lítið sem ekkert við en eru þó víða þekkt í listaheimin- um. Eitt af þessum nöfnum er Ágústa Ágústson, sem búsett er í Boston þar sem hún rekur vinnu- stofu fyrir listamenn í félagi við vin- konu sína. Á verkstæðinu er unnið að veggspjöldum (platkötum) í hóp- vinnu en undir stjórn einhvers ákveðins listamanns hverju sinni, er telst þá vitaskuld höfundurinn. Ágústa hefur verið búsett í Bandaríkjunum frá unga aldri (f. 1952) en er nú stödd hér heima og heldur einkasýningu í Ásmund- arsal. Á sýningunni eru tuttugu stórar pastelmyndir og 14 veggspjöld unnin úr sáldþrykki. Pasteímyndirnar eru nokkuð gróf- gerðar í útfærslu og bera ríkri skapgerð vitni — um leið bregður á stundum fyrir naiviskri kennd. Myndirnar eru mjög ólíkar því, sem maður er vanur að sjá eftir íslendinga hér heima sem nota sömu tækni, sem stafar vafalftið að nokkru af ólíkri skólun. En listakonan vinnur umbúðalaust og kröftugt svo sem margir starfs- bræður hennar íslenskir en lita- sýnin er önnur og hrárri. Hér vöktu athygli mína myndir eins og „Krísuvík" (12) og „Eyjafjallajök- ull“ (13). Það kveður svo sannarlega við annan tón á veggspjöldum Ágústu, sem eru hverju öðru fág- aðra i lit og útfærslu auk þess sem að tæknin er meiri og þróaðari en flest af því, er við höfum séð gert hér heima. Þau standa ótvírætt undir þeim verðlaunum, sem þeim hefur hlotnast, enda hér um frá- bært listrænt handverk að ræða. Vil ég vísa til nokkurra svo sem „Othello" (1), „The Wild Duch“ (3), „Barrington Land Iguana“ (5) og „The Madwoman of Challiot". Maður þakkar svo fyrir óvænta sýningu og biður um meira í fram- tíðinni. V^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamióill! Gæði þjónusta og þægílegt viómót ÞRIGGJA ÞREPA HÖGGDEYFATENGD FJÖÐRUN Komiö og kynniö ykkur Daihatsu Rocky og geriö samanburö við aöra jeppa. DAIHATSUUMBOÐID ÁRMÚLA 23 S. 685870 - 81733 Dieselvélin 2765 cc (92 mm x 104 mm). DL dieselvélin er þekkt fyrir aö vera frábærlega sterk og aflmikil ásamt sérstakri hönnun til aö minnka hávaða og titring. Daihatsu Rocky samein ar augnayndi og lág- marksmótstööu gegn vindi. Utkoman veröur fallegur, hagnýtur, sterkur? Aflmikíll en sparneytinn. Bensínvélin 1998 cc (86 mm x 86 mm) 4 cyl. Sam- einar snerpu I viðbragöi og mýkt á miklum hraöa ásamt frábærri svörun viö akstur utan vega. til afgreiðslu strax ViÖ vorum aö fá nýja sendingu af þessum glæsilegu jeppum, lengri og styttri geröir, diesel eöa bensín, í fjölbreyttu litaúrvali. Veröflokkar viö allra hæfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.