Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 8
88 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 Ein merkasta leikkona aldarinnar. Ferill hennar innan leiklistarinnar spannar yfir 80 ár. Hún lék í myndum D.W. Griffiths fyrir 1920 og í ár veröur frumsýnd kvik- mynd sem hún lék í á síöasta ári. Ef þið læsuð í bók frá Viktoríutímanum um leikkonu, sem hefði byrjað feril sinn um aldamótin 1800 og væri enn í fullu starfi árið 1884, mynduð þið eflaust afskrifa það sem fáránlegan skáldskap. En ef þið færið tímann til þessarar aldar stemmir hann við leiklistarferil Lillian Gish. Hún kom fyrst fram á sviði árið 1901, þá fimm ára gömul, lék í sinni fyrstu kvikmynd árið 1912 og lauk nú nýlega við að leika í mynd, sem frumsýnd verður á þessu ári. Lillian Gish er því engin venjuleg leikkona, hún er einn mesti leikari þessarar aldar. Og það er svolítið sérstakt að heyra hana tala um „herra Griffith“ og „Mary Pickford“ rétt eins og hún hefði verið að vinna með þeim í gær. Fyrstu stórvirkin Hún var uppgötvuð, ef það er rétta orðið, af leikstjóranum og kvikmyndagerðarmanninum D.W. Griffith. Hún segir að hann hafi veitt sér þá bestu menntun í kvikmyndagerð, sem nokkur geti fengið og hún kallar hann „Föður kvikmyndanna". Myndirnar sem þau gerðu saman voru fyrstu stór- virkin í sögu bandarísku kvik- myndanna: THE BIRTH OF A NATION (1915), INTOLERANCE (1916), HEARTS OF THE WORLD (1918), BROKEN BLOSS- OMS (1919), WAY DOWN EAST (1920), ORPHANS OF THE STORM (1921). Myndirnar, sem hún lék í strax eftir að hún fór frá Griffith og hún réði valinu á leikstjóranum, sögunni og meðleikurum sínum, eru einnig klassískar: LA BO- HEME (1926), THE SCARLET LETTER (1926) og THE WIND (1928). Þegar líða tók á æfiárin lék hún í myndum eins og: DUEL IN THE SUN (1946), THE NIGHT OF THE HUNTER (1955), ORDERS TO KILL (1958) og A WEDDING (1978). „Við hlógum að kvikmyndunum í gamla daga,“ segir hún, „og við vorum vön að grínast með þær. En Griffith sagði: „Láttu mig aldrei heyra þig gera grín að kvikmynd- unum aftur. Biblían sá fyrir tilurð kvikmyndarinnar og áhrif hennar. Það mun verða til alheimstungu- mál, sem fær alla menn til að skilja hverja aðra. Við erum að taka fyrstu skrefin með þessum volduga mætti, sem má vera að eigi eftir að skapa þúsund ára rík- ið. Mundu ÞAÐ þegar þú stendur fyrir framan kvikmyndavélina.“'“ Það var þessi hugsjón, þessi ein- lægni, sem gerði þeim báðum svo erfitt fyrir. Þegar Lillian vann hjá kvikmyndafyrirtækinu MGM árið 1927 skildu menn ekki hvað hún vann starf sitt af mikilli alvöru. Framleiðendurnir stungu uppá að hún byggi til hneyksli í kringum sjálfa sig svo aðsókn að myndum hennar myndi aukast. „Þú ert þarna hátt uppi á palli og öllum er sama um það,“ sögðu þeir. „Ef þér yrði hrint af pallinum myndu allir taka það nærri sér.“ Lillian varð ljóst að henni var ætlað að leika jafnt á tjaldinu sem utan þess. „Fyrirgefið mér,“ sagði hún, „en ég bý ekki yfir svo miklum lífs- krafti." Skömmu seinna snéri hún sér aftur að fyrstu ástinni sinni, leikhúsinu, og kom ekki nálægt kvikmyndum i næstum áratug. Það sem framleiðendurnir ekki skildu var að hún var alin upp i gamalli hefð 19. aldar leikhússins. Griffith hafði kennt leikurum sín- um aga og innlifun og Lillian varð ríkulega búin þeim þáttum. Innlifunin Þegar hún vann með hinum unga leikstjóra King Vidor, vakti Lillian Gish það furðu hans af hve mikilli inn- lifun hún vann hlutverkið sitt. Hann var óvanur því að leikkonur gæfu sér svo góðan tíma til undir- búnings sem hún. Henni fannst að hún yrði að leita sér heimilda um eðli hlutverka sinna áður en hún léki þau. Þegar hún lék Mimi í mynd Vidors átti hún að deyja úr berklaveiki svo hún bað prest nokkurn um að fara með sig á berklaspítala að tala við fólk, sem var að deyja úr sjúkdómnum. Hún mætti svo í upptöku á dánaratrið- inu kinnfiskasogin og með innfall- in augu og Vidor spurði hana hvað hún hefði gert sjálfri sér. Hún svaraði að hún hefði ekki drukkið neinn vökva í þrjá daga til þess að varirnar yrðu eins þurrar og nauð- syn krafði fyrir atriðið. Þegar Vidor filmaði það svo ákvað hann að kalla ekki „klippið" fyrr en hann sæi Lillian taka andköf eftir að hafa haldið niðri í sér andanum þegar hún lést vera dauð. En ekk- ert gerðist. Hún dró ekki andann. „Eg fór að verða fullviss um að hún væri látin,“ sagði Vidor. „Ég fór að sjá fyrir mér fyrirsagnirnar í blöðunum: „LEIKKONA LEIK- UR SVO VEL AÐ HÚN GEFUR UPP ÖNDINA." Ég var ekki viss um hvort ég ætti að stöðva myndavélina. Loksins gerði ég það þó og beið. Enn var engin hreyfing sjáanleg á Lillian. John Gilbert (mótleikarinn) kraup yfir hana og hvislaði nafninu hennar. Augu hennar opnuðust þá hægt. Og loksins dró hún andann djúpt að sér og ég vissi að allt var í lagi. Einhvern veginn hafði henni tek- ist að komast af án þess að anda, eftir því sem maður best gat séð. Allir viðstaddir voru sem stein- runnir og enginn okkar var þurr um augun.“ Það er því ekkert undrunarefni þótt Vidor hefði eitt sinn sagt: „Kvikmyndirnar hafa aldrei átt eins mikinn listamann og Lillian Gish.“ Griffith tárast Þeir miklu hæfileikar, sem Lilli- an hafði sem leikkona komu skýrt í ljós við gerð kvikmyndarinnar WAY DOWN EAST (1920). Mynd- in var byggð á gömlu leikhúsverki, sem var svo hræðilega drungalegt að Lillian gat varla varist hlátri þegar hún las handritið yfir. Það segir frá Önnu Moore, sveitastelpu sem fer til borgarinnar og er þar dregin á tálar af glaumgosa, sem setur brúðkaup þeirra á svið. Ein og yfirgefinn elur hún barn, sem deyr í örmum hennar og hún flæmist um landsbyggðina og finnur sér kofa við bóndabýli. En þegar fólkið á bænum kemst að því að hún heldur til í kofanum rekur það hana í burtu. Hún berst áfram í snjóstormi og dauðupp- gefin kemur hún að á einni í klakaböndum og hnígur niður á ís- jaka, sem brotnar upp og rekur með straumnum. Hana rekur á ísnum niður ána og ekkert nema dauðinn bíður hennar þegar ísjak- inn nálgast háa fossa. Sonur bónd- ans, sem elskar hana, kemur þá til bjargar, stekkur á milli ísjakanna og grípur hana á síðustu stundu. Griffith gerði hina bestu mynd úr þessu og LiIIian léði söguhetj- unni trúverðugleika og beiskju, sem engri leikkonu annarri hefði tekist. „Við mynduðum skírnina á barni Önnu að næturlagi," skrif- aði hún í sjálfsævisögu sinni, „I einu horni upptökusalarins og hinn raunverulegi faðir barnsins fylgdist með. Anna er ein: læknir- inn hefur gefið upp alla von um líf bamsins og hún skírir það því sjálf. Barnið var sofandi og vegna þess að við vildum ekki vekja það hvíslaði ég ofurhljóðlega orðun- um: „í nafni Föðurins, Sonarins og Hins heilaga anda..." og snerti mjúklega höfuð barnsins. Þögnin grúfði yfir okkur og ekk- ert heyrðist lengi nema skröltið í myndavélinni. Þá heyrði ég allt í einu stunu. Faðir barnsins hafði fallið í gólfið í yfirliði. D.W. Griff- ith var grátandi. Hann veifaði hendinni fyrir andlitinu á sér og gaf þannig merki um að hann gæti ekki talað. Þegar hann hafð: náð sér aftur tók hann mig í faðm sér og sagði: „Þakka þér fyrir WAY DOWN EAST var tekin á Mamaroneck, upptökusvæði Griff- iths, sem var við myndarlega á, sem nýttist vel í ísjakaatriðinu. Veturinn var svo harður að áin fraus. Við tökur á atriðinu þar sem Lillian berst um í snjóstorm- inum lágu þrír menn í snjónum og héldu af alefli í sinn hvern fótinn á þrífótnum, sem myndavélin hvíldi á, á meðan tökumaður- inn Billy Bitzer mundaði finn ég til í henni þegar ég er lengi úti í kulda.“ ísnálar mynduðust á augabrúnun- um svo það var erfitt að halda augunum opnum. Einhversstaðar í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.