Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 105 Parnell, leiðtogi íra, og lögmaður hans, Sir George Lewis, koma til dómhúss- ins 1889. Le Caron stendur til hcgri. Sprengjutilræóið í Westminster í maí 1884. Teikningin sýnir skemmdir sem urðu á Scotland Yard. Kanadastjórn herlið og fallbyssur til landamæranna. Hún bað um sjálfboðaliða til að verja St. Lawrence-fljót. Lög um bann við handtökum án dóms og laga voru felld niður um stundarsakir og fangelsi fylltust af stuðningsmön- num Feníana. Sir John Macdonald forsætis- ráðherra krafðist þess að Banda- ríkjastjórn gerði þegar í stað ráð- stafanir til að stöðva árásina. Sendiherra Breta í Washington reyndi að fá Grant forseta til að skerast í leikinn, en forsetinn sagði: „Því skyldi ég gera það? Bretar stöðvuðu ekki „Alabama“.“ Hinn 23. maí 1870 hófst árásin. Le Caron hafði séð til þess að hún færi algerlega út um þúfur. Hann fylgdist með fyrsta áhlaupinu yfir landamærin frá St. Albans og sá 250 Feníana skotna með byssum, sem Kanadamenn höfðu komið fyrir vegna upplýsinga hans. Hann tók þátt í skyndifundi yf- irmanna Feníana, sem grátbændu hann um fleiri byssur, en hann kvað engar tiltækar. Hann var með þeim unz þeir gáfust upp og fór svo með lest til Ottawa, þar sem hann sagði McMicken að öllu væri lokið. Daginn eftir gaf Grant út hlutleysisyfirlýsingu. Árið 1871 reyndi O’Neill aftur að ráðast yfir landamærin — nú frá Pembina, Minnesota. Hann ætlaði að hjálpa Louis Riel, frönskum indíána og uppreisn- armanni, sem hafði myndað bráðabirgðastjórn í Gary-virki (nú Winnipeg), með hjálp fyrrver- andi prests og Feníana, O’Dona- hue. Enn lék Le Caron tveim skjöld- um. Sem hergagnastjóri IRB út- vegaði hann O’Neill vopn og skot- færi. Um leið sendi hann Kanada- stjórn upplýsingar. Árás Feníana rann út í sandinn — þeir náðu ekki einu sinni sambandi við Riel. 1872 sættust Bretar við Bandar- íkjamenn og samþykktu að greiða 3,5 milljónir dala til að bæta tjón af völdum „Alabama" og annarra árásaskipa. Bandaríkjastjórn gaf svo Feníana upp á bátinn. Hreyfingin leystist upp. Le Car- on var atvinnulaus, en hjálpaði O’Neill, sem var niðurbrotinn maður og drakk sig í hel. Hann lauk námi í læknisfræði í Detroit og gerðist læknir í Braidwood, námabæ í Ulinois. Þar voru marg- ir frar búsettir og þar sem hann var frægur Feníani hafði hann nóg að gera og efnaðist vel. Parnell studdur Nú hófst síðari þáttur ferils Le Carons. Árið 1873 stofnuðu írsk- ættaðir Bandaríkjamenn nýtt leynifélag, Clan na Gael. Meðal stofnenda voru Alexander Sulli- van, lögfræðingur og stjórnmála- maður í Chicago, og John Devoy, blaðamaður í New York. Le Caron þekkti þá báða og flýtti sér að ganga í félagið. Félagið stækkaði ört og teygði anga sína inn i írsk samtök hvar- vetna í Bandaríkjunum. Það stofnaði „skæruliðasjóð" til að fjármagna ofbeldisverk gegn Bret- um. Það reyndi að endurvekja fenianisma á frlandi og útvegaði fé í því skyni. Sfðan var ákveðið að styrkja tvo nýja leiðtoga á Irlandi. Annar þeirra var Charles Stew- art Parnell, sem hafði stofnað þingflokk til að krefjast heima- stjórnar. Hinn var Michael Davitt, einhentur Feníani og fv. fangi, sem hafði stofnað félag leiguliða til að hnekkja veldi landeigenda. Báðir fóru til Bandaríkjanna. Félagið tók á móti þeim og skipu- lagði fjársöfnunarferðir þeirra um landið. Fyrir áhrif þess var Parn- ell boðið að ávarpa fulltrúadeild- ina. Aðeins La Fayette og Kossuth hafði verið sýndur sá sómi. Le Caron sendi Anderson skýrslur um þetta allt. Hann til- kynnti í einni skýrslunni að hann hefði stundað Davitt og veitt hon- um gistingu á heimili sfnu í Braid- wood. Hann efldi samband sitt við Devoy og Sullivan, sem var yfir- maður Clan na Gael, og varð trún- aðarvinur þeirra. „Ég hafði Sullivan að ginn- ingarfífli," skrifaði hann, „ól á hégómagirnd hans, ýtti undir metnað hans. Ég öðlaðist vináttu hans og traust í svo ríkum mæli að John Devoy: Le Caron færði honum mikilvæg skilaboð frá Parnell. á öllum leyniþjónustuferli mínum hefur enginn reynzt eins mikil- vaegur bandamaður." I marz 1881 fór Le Caron til Parísar að kanna starf Feníana þar og bar því við að hann þyrfti að fara til Evrópu af heilsufars- ástæðum. í París hitti hann eig- inkonu írsks þingmanns, A.M. Sullivans. Með hjálp manns henn- ar fékk Le Caron að hitta Parnell. Njósnarinn bak við forsetastólinn Gjaldkeri leiguliðasamtakanna, Patrick Egan, fór með Le Caron til Lundúna og kynnti hann fyrir Parnell í Neðri málstofunni. Þeir ræddust við á gangi bak við ræðustól forseta Neðri málstof- unnar síðdegis 5. maí 1881, meðan á þingfundi stóð. Þeir gengu fram og aftur um ganginn f 45 mfnútur og töluðu saman í hálfum hljóð- um. Nokkrir þingmenn, sem áttu leið um, litu á þá, trufluðu þá ekki og héldu leiðar sinnar. Eftir fundinn með Parnell fór Le Caron í léttivagni til heimilis Andersons. Hann var hjá honum til morguns, reykti vindla án afl- áts og las honum nákvæmlega fyrir allt, sem Parnell hafði sagt honum. Frásögn Le Carons var f aðalatriðum á þessa leið: Parnell kvartaði yfir því að Feníanar á írlandi neituðu að styðja áróður sinn fyrir heima- stjórn. Clan na Gael, sagði hann, verður að fá þá til að styðja mig með því að hóta að svipta þá styrkjum. Hann vildi að Devoy kæmi strax, á eigin kostnað, að ræða þetta við sig. Hann vildi einnig hitta Sullivan, því að nú væri hann að íhuga næsta skref. „Ég er fyrir löngu hættur að trúa,“ sagði hann, „að nokkuð ann- að en vopnavald muni nokkurn tímann koma frelsun frlands til leiðar.“ Þessi orð hans stungu í stúf við opinberar yfirlýsingar hans um andúð á pólitísku ofbeldi. Nú sagði hann að til að koma af stað uppreisn, sem nokkrar líkur væru á að heppnaðist, yrði hann að fá a.m.k. 100.000 pund í viðbót við 100.000 pund, sem hann hefði nú í sérstökum stríðssjóði. Hann ætlaðist til að Clan na Gael útveg- aði viðbótarupphæðina. Sprengjuherferð Frá Lundúnum fór Le Caron til Michael Davitt: einhentur Feníani og leiðtogi írekra bænda. Dyflinnar. Hann notaði kynn- ingarbréf frá Egan til að ræða við aðstoðarmenn Parnells, m.a. John Dillon þingmann. Hann sendi An- derson frásagnir af viðræðunum, sigldi til New York og kom þangað 12. júní. Hann skrifaði Devoy um við- ræður sínar við Parnell og gekk á fund Sullivans. f ágúst sat hann ársþing Clan na Gael í Chicago. Þar heyrði hann Sullivan leggja til að Clan na Gael skipulegði sprengjuherferð í Lundúnum til að sigrast á andstöðu Breta við heimastjórn. Tillagan var rædd, borin undir atkvæði og samþykkt með meirihluta atkvæða þing- fulltrúa, sem voru 160. Le Caron tók ekki þátt í umræðunum, en greiddi atkvæði með Sullivan. Clan na Gael kom síðan á fót æfingarskóla í Chicago, þar sem Feníanaleiðtoginn Patrick Cronin, læknir og vinur Le Carons, veitti tilsögn í meðferð sprengiefnis. Sullivan fól öðrum vini hans, Thomas Gallagher lækni í Brook- lyn, að stjórna herferðinni. Gallagher kom til Lundúna 1882 að kanna aðstæður. f marz 1883 kom hann aftur ásamt fjórum þjálfuðum tilræðismönnum og kom upp verksmiðju í Birming- ham til að framleiða sprengiefni. En hann og félagar hans voru handteknir áður en þeir gátu haf- izt handa. f júní 1883 voru þeir dæmdir í ævilangt fangelsi í Old Bailey — nema einn leysti frá skjóðunni og keypti sér frelsi. Le Caron hafði svikið þá. Hann hafði sent Anderson nákvæmar upplýsingar um Gallagher og leynilögreglumenn Scotland Yard höfðu þá undir smásjá. Hann reyndi á svipaðan hátt að svíkja aðra menn, sem Clan na Gael sendi til Bretlands, en ekki með eins miklum árangri. í október 1883 varð sprenging í neðanjarðarjárnbrautinni í Lund- únum, í febrúar 1884 í Viktoríu- stöðinni, í desember 1884 á Lund- únabrú, í janúar 1885 í The Tower og í Neðri málstofunni, sem sat ekki að störfum. Sprengjutilræði ollu nokkru tjóni, en aðeins þrír írskir lýðveldissinnar biðu bana. Flestir tilræðismennirnir voru handsamaðir með hjálp vísbend- inga og ljósmynda frá Le Caron. í árslok 1885 höfðu 25 tilræðismenn verið handteknir og 16 þeirra voru Parnell fyrir rétti, 1888—89. dæmdir i lífstíðar fangelsi. Le Caron óhultur Sífelldar handtökur skóku und- irstöður Clan na Gael. Sullivan var sakaður um slælega stjórn, að hafa dregið sér 118.000 dollara, sem hann sagðist hafa varið til herferðarinnar, til að stunda spákaupmennsku og ekki verið á verði gegn svikurum. Hann varði sig með því að saka Cronin, sem harðast gagnrýndi hann, um svik. Cronin var leiddur fyrir „rétt“, rekinn og myrtur. Nöktu líki hans, sem var þakið svöðusárum, var stungið niður i holræsi í Chicago. Engan grunaði Le Caron. Hann sat í dómstólnum, sem dæmdi Cronin. Hann bauð sig fram til þings með stuðningi Clan na Gael í Illinois, þar sem andstæðingur kallaði hann „Feníana-hershöfð- ingjann", og tapaði með aðeins nokkur hundruð atkvæða mun. Enginn nema hann og Anderson vissu um leyndarmál hans. Ef Anderson hefði brugðizt honum hefði hann verið myrtur. í desember 1888 fór Le Caron frá Bandaríkjunum til að heim- sækja deyjandi föður sinn í Col- chester. Hann sneri aldrei aftur. í september 1888 tók til starfa sérstök, þingskipuð nefnd þriggja dómara, sem átti að rannsaka ásakanir í nafnlausum greinum í „The Times" með heitinu „Parnell- ismi og glæpir." Nokkrar þeirra hafði Anderson skrifað skv. upp- lýsingum Le Carons. í greinunum sagði að Heima- stjórnarflokkur Parnells ýtti und- ir morð og hryðjuverk á frlandi og Clan na Gael fjármagnaði starf- semina. Til að rökstyðja þetta birti „The Times“ bréf með undir- skrift Parnells — sem síðar reynd- ist vera fölsuð — þar sem hann lagði blessun sína yfir morð á brezkum embættismönnum í Phoenix-garði í Dyflinni. Þegar Le Caron kom til Eng- lands sagði hann Anderson að hann vildi bera vitni fyrir „The Times“, þar sem blaðið „setti mál sitt fram á ósannfærandi hátt“. Anderson reyndi að fá hann ofan af þessu og benti honum á að þar með yrði ekkert gagn af honum lengur sem njósnara og Clan na Gael mundi reyna að hefna sín. Honum varð ekki haggað. Mikilvægt vitni Hann sendi konu sinni skeyti til Bandaríkjanna og bað hana að koma undir eins til Lundúna með fjórar dætur þeirra og öll skjöl hans. Hún gerði það. Hinn 5. febrúar 1889 sagði lögmaðurinn Sir Richard Webster, aðalverjandi „The Times“, nefndinni: „Næsta vitni er Henri Le Caron rnajór." Hann gekk upp i vitnastúkuna, heilsaði að hermannasið áður en hann vann eiðinn og starði á Parnell og Davitt. Hann horfði stöðugt á þá meðan hann svaraði Webster, sem yfirheyrði hann í þrjá daga. Lögfræðingar Parnells, Sir Charles Russel og H.H. Asquith, síðar forsætisráðherra, gripu stöðugt fram í fyrir Webster. Þeir reyndu að koma í veg fyrir að fjöl- mörgum spurningum yrði svarað. Þeir afstýrðu því að Le Caron greindi í smáatriðum frá árásum Feníana á Kanada og reyndu að koma í veg fyrir að hann bendlaði Egan við Clan na Gael. Nokkrum sinnum var Le Caron skipað að yfirgefa réttarsalinn meðan lögfræðingar Parnells reyndu að sannfæra dómarana um að yfirlýsingar, sem Le Caron vildi gefa, og skjöl, sem hann vildi sýna, skiptu ekki máli. En þeir hlustuðu þegjandi þegar hann greindi frá samtalinu við Parnell. Síðan yfirheyrðu Russel og Asquith Le Caron í þrjá daga. Þeir kölluðu hann alltaf „Beach" — en Webster og dómararnir kölluðu hann Le Caron majór. En þeir gátu ekki haggað honum. Hann var ágætt vitni, rólegur og yfirvegaður. Svör hans voru stutt og hnitmiðuð og hann rug- laðist aldrei í ríminu. Russel reyndi eftir föngum að rengja sögu hans um Parnell. Le Caron hélt því fram að hún væri alsönn. Því til staðfestingar lagði hann fram bréf úr skjalasafninu, sem kona hans kom með frá Banda- ríkjunum. Dómararnir höfnuðu beiðni Asquiths um að bréfin yrðu ekki tekin gild sem sönnunargögn. Parnell bað mig, sagði Le Caron, fyrir skilaboð til Devoy. Hann gerði það, skriflega, um leið og hann kom aftur til Bandaríkj- anna, 12. júní 1881. Svar Devoys, sem var dagsett 24. júní, var svo- hljóðandi: „Kæri vinur. Ég er þér mjög þakklátur fyrir upplýs- ingarnar, sem þú hefur veitt mér. f gær fékk ég orðsendingu frá E., sem hvatti mig eindregið til að fara (til Englands), en ég skildi ekki í hvaða tilgangi fyrr en ég fékk útskýringar þínar ... Það eina sem ég gæti gert væri að segja E. og P. á eigin ábyrgð það sem ég tel að yrði fullnægjandi fyrir vini okkar hér.“ Þegar Le Caron var spurður: „Hverjir eru E. og P.?“ svaraði hann: Egan og Parnell. Parnell neitar Þegar Parnell steig í vitnastúk- una neitaði hann öllu. Hann kvaðst ekki muna eftir Le Caron — sem hann kallaði „Beach“ eins SJÁ NÆSTU SÍÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.