Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 26
106 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 og Russel — eða þekkja hann aft- ur. Verið gæti að Beach hefði heimsótt hann í Neðri málstof- unni — margir Bandaríkjamenn kæmu þangað að hitta hann. En samtalið, sem Beach staðhæfði að þeir hefðu átt, væri tómur hugar- burður. Hann hefði aldrei sagt, eða talið, að „vopnavald" yrði nauðsynlegt á Iriandi. Hann hefði ekki beðið Beach fyrir skilaboð til Devoy. Hvor sagði satt — Le Caron eða Parnell? Dómararnir, Sir James Hannens, Day og A.L. Smith, treystu nákvæmni Le Carons, ít- arlegum skjölum og frábæru minni og ákváðu að trúa honum. í skýrslu sinni vitnuðu þeir í bréf Devoys og sögðu: „Við teljum að þessi kafli renni stoðum undir framburð Le Carons; og við ko- mumst að þeirri niðurstöðu að Le Caron hafi gefið rétta skýringu á skilaboðunum til Devoy, sem Parnell bað hann fyrir.“ Um þá neitun Parnells að hafa talað um „vopnavald" sögðu þeir: „Það er á hinn bóginn ekki óhugs- andi að Parnell kunni í samræðum við meintan byltingarmann að hafa komizt þannig að orði að hann hafi virzt sammála viðmæl- anda sínum." Nefndin treysti sér því ekki til að hreinsa Parnell af því að hafa æst til ofbeidis. Til voru sterkari sannanir fyrir staðhæfingum Le Carons en dóm- ararnir þekktu. Þeim var haldið leyndum til 1953. Þá voru skjöl Devoys birt í Dyflinni og bréfin, sem Le Caron sendi honum eftir fundinn með Parnell, komu fram. „Þessi bréf lágu óhreyfð í skjalasafni Devoys, sem betur fer fyrir Parnell..." sögðu ritstjórar skjalanna. „Þau voru í aðalatrið- um skýrsla um viðtal Le Carons við Parnell, keimlík yfirlýsingu þeirri sem hann gaf dómaranefnd- inni... Ef Le Caron hefur skilið Parnell rétt og sagt rétt frá, þá standa sagnfræðingar andspænis öðru vandamáli: ráðgerði Parnell hugsanlega uppreisn við þær sér- stöku aðstæður, sem ríktu í apríl 1881?“ Þeir telja að því megi halda fram. Undir vernd Þegar Le Caron yfirgaf vitna- stúkuna tilkynnti Clan na Gael að samtökin mundu ráða hann af dögum. Anderson fól John Sween- ey, rannsóknarlögreglumanni úr sérdeild lögreglunnar, að gerast lífvörður hans. Le Caron breytti nafni sínu, kallaði sig „Howard lækni“ og settist að í glæsilegu einbýlishúsi nálægt Crystal Pal- ace ásamt Sweeney, sem kallaði sig „Simpson lækni“. Seinna fluttist hann til South Kensington, þar sem hann lézt 1. apríl 1894. „Áhyggjur flýttu senni- lega fyrir dauða hans,“ skrifaði Sweeney. Ekkja hans fylgdi hon- um til grafar í Norwood-kirkju- garði og fluttist aftur til Tenness- ee. Asquith fannst Le Caron „mjög viðsjárverður maður“ og þótt hann skrifaði endurminningar sínar er fátt vitað um hvern mann hann hafði að geyma. Til dæmis er ekki vitað hvort hann ól þá duldu von að verða frægur. Hann gekk í lið með Feníönum og í Clan na Gael til að svíkja þessi samtök. Hann vann holl- ustueiða, sem hann var staðráðinn í að svíkja. Hann svaraði sjálfur þeirri spurningu hvort þetta hefði verið siðferðilega réttlætanlegt 10. febrúar 1889 í viðtali við „New York Herald": „Ég segi án þess að hika að mér finnst ég hafa gert skyldu mína sem maður, sem elskar land sitt og sér svarinn og samvizkulausan óvin ógna því. Ég gerði það sem ég gat til að bjarga því. Eg tel mig hernjósnara og framkomu mína réttlætanlega samkvæmt sömu siðferðilegu sjónarmiðum og rétt- læta alla hernjósnara." Hann útfærði þetta svar nánar í ævisögu sinni, „Tuttugu og fimm ár í leyniþjónustunni", 1892: „Ég hef enga afsökun fram að færa. Ég gerðist bandamaður fení- anisma til að sigra hann. Ég sner- ist aldrei vegna græðgi eða ágóða- vonar gegn mönnum, sem ég hafði fyrst starfað með í eindrægni. Ég Áhrif sprengingarinnar f Neöri mílstofunni í janúar 1885. Charles Stewart Parnell, leiðtogi flokks frskra þjóðernissinna. hafði aldrei nokkra samúð með írskum byltingarmönnum; þvert á móti. Ég hef heldur ekki verið undirróðursmaður. Þótt ég greiddi alltaf atkvæði með meirihlutan- um, af pólitískum ástæðum, og tæki jafnvel þátt í atkvæða- greiðslu, sem leiddi til sprengjutil- ræða, átti ég aldrei þátt í því að fá nokkurn einstakling til að fremja glæp. Að vísu varð ég að vinna marga eiða. En hvað með það? Með því að vinna þá hef ég bjarg- að mörgum mannslífum." Umdeildur Le Caron var Englendingur, fæddist á Englandi, þar höfðu for- feður hans búið mann fram af manni, þar hafði hann alizt upp. Hann var á engan hátt tengdur eða skuldbundinn írum og írlandi. Ekki er hægt að skipa honum á bekk með mörgum uppljóstrurum, sem mikið hafa komið við sögu irskra samsæra. Hollusta hans var bundin Englandi. Hann hætti lífi sínu fyrir land sitt. Anderson, sem vann með honum í tvo áratugi og varð vinur hans síðustu fimm árin sem hann lifði, ritaði: „Hann var ráðvandur og heiðvirður fram í fingurgóma. Það var vegna allt að því hlægilega há- leitrar og rómantískrar óskar um að þjóna landinu að hann tók að sér það hlutverk að brjóta sam- særi Feníana á bak aftur." Frá sjónarmiði Clan na Gael var sprengjuherferðin lögmæt ráðstöfun til að hefna ranginda, sem Irar höfðu verið beittir, rétt- lætanleg aðferð til að fá Englend- inga til að breyta framkomu sinni, og maðurinn sem sveik hana var ómerkilegt skriðdýr. Frá sjónar- miði Lundúnabúa var hún tilraun til að myrða þá og svikarinn vel- gerðarmaður almennings. Le Caron gat spurt gagnrýnend- ur sína á frlandi og í Chicago: munduð þið fordæma mig, ef ég hefði laumað mér til áhrifa f Scotland Yard fyrir Clan na Gael í stað þess að komast til áhrifa í Clan na Gael? Ungir menn uppfullir af ætt- jarðarást yfirgáfu heimili sín i Bandaríkjunum til að standa fyrir sprengingum á Englandi, urðu að dúsa í fimmtán ár í fangelsum Viktoríu drottningar, tveir með þeim afleiðingum að þeir urðu geðveikir. Á meðan voru Alexand- er Sullivan og aðrir leiðtogar Clan na Gael óhultir í Bandaríkjunum, þar sem þeir notuðu spreng- ingarnar og dómana til að safna framlögum og atkvæðum. Sullivan komst til áhrifa í stjórnmálum út af írlandi. Le Caron var ekki launað eins ríkulega. Næstum því það eina sem hann hafði upp úr krafsinu var að fá að skrifa endurminn- ingar sínar. Hann fékk enga greiðslu fyrir upplýsingarnar um fyrstu árás Feníana á Kanada. Frá 1868 til 1870 fékk hann 50 pund á mánuði frá Anderson, alls 1.500 pund, auk 500 punda frá Kanada. Laun hans hjá Clan na Gael voru ekki gefin upp, en hann kvað þau varla hafa hrokkið fyrir út- gjöldum. Tekjur hans af læknis- störfum voru það eina sem gerðu honum kleift að stunda njósnir. Sagt var að hann hefði fengið væna fúlgu frá „The Times". Dav- itt sagði að upphæðin hefði numið 10.000 pundum. Hún reyndist 523 pund, 7 skildingar og sex pens. En peningarnir skiptu Le Caron ekki meginmáli. Þessum hægláta, diplómatíska og dularfulla manni fannst meira um vert að lifa ævin- týralegu lífi og verða landi sínu að liði. Framandi menning í framandi landi ★ Ert þú fædd(ur) 1967 eöa 1968? ★ Viltu búa eitt ár í framandi landi? ★ Viltu auka þekkingu þína á umheiminum? ★ Viltu kynnast lifnaðarháttum annarra þjóöa? ★ Viltu veröa skiptinemi? Umsóknarfrestur er til 5. október. Opiö daglega milli kl. 14.00 og 17.00. Ef svarið er já, haföu samband viö: á íslandi - alþjóölega fræösla og samskipti - Hverfisgötu 39, P.O. Box 753,121 Reykjavík. Sími 25450. Vöru; fkeði Hröð umsetning og skipulagning í lagerhaldi eru mikilvægir þættir í öllum hagkvæmum rekstri. Kynniðykkurkosti „FLOW STORAGE" lagerkerfisins frá INTERROLL. • Sama vörumagn á helmingi minni gólffleti. • Mun betri nýting á vinnuafli og tækjum t.d. lyfturum. • Öll vöruafgreiösla veröur mun léttari. • Færri tilfærslur vöru og minni keyrsla innanhúss. • Eðlilegri hringrás, þ.e. elsta varan afgreiðist alltaf fyrst. INTERROLL afgreiðir allt lagerkerfið tilsniðið að þörfum hvers og eins og í hvaða stærð sem er. INTERROLL hefur 20 ára reynslu við lausn hvers- konar flutnings- og vörugeymsluvandamála. Leytið upplýsinga. . ÍNTERROU: Umboðsmenn INTERROLL á íslandi: UMBOÐS- OG HEILDVEfíSLUN LÁGMÚLI5, 108 REYKJA VIK, SÍMI: 91-685222 PÓSTHÓLF: 887, 121 REYKJAVlK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.