Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 119 Sovétmenn eiga nú þrjú flugmóðurskip af þessari gerð og er þeim það ðllum sameiginlegt að hafa stundað reynslu- og æfingasiglingar á norðurslóðum. Eitt þessara skipa er að jafnaði í norðurflotanum með heimahöfn á Kolaskaga. Hér sést Minsk, sem var annað í röðinni, á siglingu. Á þessu korti sést afstaðan til Norðurlanda frá Kolaskaganum. Greinarhöf- undur telur að á engu landsvæði geti sovéskir herforingjar haft meiri áhuga á norðurslóðum en Noregi. Ástæðan fyrir því að þeir hafa ekki þegar hrifsað hluta Noregs í sínar hendur, eins og þeir gerðu í Finnlandi og nú nýverið í Afganistan, er sú, að bæði framangreindu löndin fylgdu þeirri meginstefnu að standa utan allra varnarbandalaga frjálsra ríkja og höfðu því engin loforð um hjálp frá öðrum ríkjum á neyðarstundu að bakhjarli, segir Nils Órvik. taka annað hvort að einskorða þessa samvinnu sína við þau NATO-ríki, sem sýnt hafa vilja og dug í samstarfinu innan banda- lagsins, eða að Bandaríkin ein- beita sér fremur að öðrum heims- hlutum. Þegar svo væri komið málum, hefði herfræðistefna Sov- étríkjanna fengið grænt ljós til að hefja annan áfanga áætlunar si- nnar, þar sem aðalmarkmiðið er að skapa sundrungu og vekja deil- ur á milli einstakra vestur- evrópskra landa. í því sambandi stendur Sovétmönnum fjölbreytt úrval af gömlum og nýjum deilu- málum til boða, sem þeir kunna ofur vel að hagnýta sér málstað sínum til framdráttar. Eitt af frumskilyrðunum fyrir því að Sov- étleiðtogarnir nái takmarki sínu í Vestur-Evrópu er, að þeim takist að draga allan mátt úr hinum miklu samstarfssamtökum vest- rænna ríkja, NATO og Evrópu- bandalaginu, sem leitast við að vinna gegn innbyrðis deilum milli vestur-evrópskra ríkja með því að beita heildarskipulagi og leita leiða til sátta í ágreiningsmálum. En ef vinstrisósíalistum tækist „að bola Bandaríkjunum út úr NATO“, myndi Atlantshafsbanda- lagið við það glata hlutverki sínu sem vörn og hlíf allra evrópskra aðildarríkja. Hvort bandalagið yrði þá rekið áfram sem eins kon- ar rabbklúbbur eða áróðurstæki evrópskra sósíalistaflokka, skipti þá ekki lengur öllu máli. Þáttur bandalagsins sem hernaðarlegrar varnar og hlifiskjaldar núverandi aðildarríkja myndi við slíkar að- stæður ekki verða annað en fá- fengilegar tálsýnir. Það kynni að reynast nokkru erfiðara að lama starfsemi Evrópubandalagsins, en með því að láta sósíalistaflokka Evrópu einbeita kröftum sínum að þvi að ná valdastöðum i bandalag- inu undir sig, er einnig hægt að sundra Evrópubandalaginu eða breyta þvi i handhægt verkfæri til að ráðskast með hina pólitísku stefnu Evrópu. Það yrði auðveld- ara verkefni fyrir hin sósíalísku öfl, ef svo fer sem horfir, að austur-evrópskum löndurn verði veitt aðild að Evrópubandalaginu. Sé lagt hlutlaust mat á þróun mála á síðasta áratug, sjást þess viða merki að það hefur miðað vel áfram í þá átt að ná fyrsta áfang- anum. Ofsóknarherferðin gegn Bandaríkjamönnum færist stöð- ugt í vöxt. Annar áfangi hinnar sovézku áætlunar hefur orðið fyrir veru- legum töfum vegna hinnar skyndi- legu fylgisaukningar borgaralegra flokka um gjörvalla álfuna á sið- ustu árum og vegna fylgishruns brezka Verkamannaflokksins i kosningum að undanförnu. Samt sem áður hafa ekki orðið neinar verulegar breytingar að því er varðar varnarmátt vestur- evrópskra landa. Andstaðan gegn staðsetningu meðaldrægra eld- flauga í ríkjum Vestur-Evrópu hefur á sama tíma farið vaxandi, þannig að telja má vafasamt, að unnt reynist að uppfylla þau markmið, sem aðildarríkin settu sér árið 1979. Sé eingöngu litið á það, sem hin evrópsku aðildarríki Atlantshafsbandalagsins gera, en síður á það sem fulltrúar þeirra segja, er naumast hægt að vera í vafa um þá sundrungu og þá upp- lausn, sem heldur áfram að grafa um sig í samstarfi rikjanna innan Atlantshafsbandalagsins. Frá sov- ézkum sjónarhóli séð stefnir allt i rétta átt. Spurningin er hins vegar sú, hvort hin nýja sovétforysta ha- fi — bæði af ástæðum, sem eiga sér rætur í miklum vandkvæðum í innanríkismálum þeirra og eins í sovézkri utanríkispólitík — yfir- leitt tíma og langlundargeÓ ti! þess að bíða eftir að v-evrópska „eplið" nái fullum þroska og falli þeim sjálfkrafa í skaut eða hvort Sovétmenn álíti fremur, að þeim sé nauðsyn á að grípa beint inn í gang mála í V-Evrópu til þess að flýta fyrir upplausnarástandi og öngþveiti þar um slóðir. Hervæðing Sovétríkjanna í um það bil tuttugu ár hafa leiðtogar Sovétríkjanna unnið skipulega og markvisst að því að koma á fót feiknalega öflugum herafla á norðursvæðunum. Á fimmta og sjötta áratugnum stefndu Sovétmenn að uppbygg- ingu aukinna strandvarna ríkis- ins, en núna er svo komið, að Kola- skagi er orðinn aðalherstöðva- svæðið fyrir rússneskan úthafs- herflota, sem að öllum búnaði er algjörlega á heimsmælikvarða. Flest skipanna í Norðurflotanum eru bæði með kjarnorkuhlöðnum og hefðbundnum eldflaugabúnaði. Verkefni þeirra flotadeilda, sem ekki teljast til langdræga kjarn- orkuheraflans, er fyrst og fremst að hefta og hindra flutningaleið- irnar yfir hafið milli Bandaríkj- anna og Vestur-Evrópu. Takist Sovétmönnum það, yrði algjör uppgjöf brátt einasti kosturinn, sem stæði hinum evrópska NATO-herafla til boða. Skortur- inn á tækjum og einstökum hlut- um til vara og vöntunin á nægi- legar birgðir af vopnum og búnaði í Vestur-Evrópu er velþekkt. Komi ekki til skjótrar sendingar sjóleið- is yfir Atlantshafið, gæti mót- spyrna v-evrópsks herafla einung- is staðið í nokkrar vikur. Þetta á alveg sérstaklega við um ástand mála í landi eins og Noregi, þar sem fremur yrði um að ræða klukkustundir og daga en vikur og mánuði, áður en allar hernaðar- lega mikilvægustu stöðvar lands- ins væru hernumdar, ef til innrás- ar kæmi. Hafi menn hér áður fyrr á árunum haft mestar áhyggjur af möguleikum Rússa á að beita sjó- her sínum til að einangra Noreg algjörlega frá umheiminum, hefur þó athygli manna á síðari árum ekki síður beinzt að þeirri afar miklu aukningu á flugflota Rússa á norðurslóðum, sem orðið hefur að undanförnu. Sérfræðingar á sviði hermála hafa iðulega kallað Noreg stórt, ósökkvandi flugmóð- urskip. Það ríki, sem gæti fært sér norskt landsvæði í nyt til hernað- araðgerða, myndi geta haft hern- aðarlegt vald, ekki einungis yfir Norður-Evrópu, heldur einnig yfir hinum norðlægari hlutum Atl- antshafsins. Með Badc/íre-flugvél- unum og öðrum rússneskum flugvélum af nýjustu gerð, ef stað- settar væru á norskum flug- völlum, myndi allt hið óhemjuþýð- ingarmikla svæði Grænland-ís- land-England vera innan seil- ingar. Noregshaf myndi verða rússneskt innhaf. Með þeim mörghundruð sjó- herdeildum í Sovézka norðurflot- anum komnum í trygga höfn við Noregsstrendur, með allan þann búnað til eftirlits, varna og við- halds á skipum, flugvélum, vopn- um og tækjum flutt um set frá Kolaskaga, þar sem bækistöðvarn- ar eru núna, yfir á norskt lands- væði, myndi það hernaðareftirlit og beint hervald, sem sovézki flug- herinn og herskipaflotinn gæti haldið uppi í sameiningu á þessum slóðum, verða mjög harðsnúið og illvígt. Það mætti einnig gera ráð fyrir, að nokkrar af SS-20-eld- flaugunum með búnaði til að flytja kjarnorkusprengjur yrðu fluttar til Noregs og staðsettar þar. Þvílíkt feiknalegt samsafn af rússneskum vígvélabúnaði á norskri grund myndi vitanlega krefjast mikilla og margvíslegra aðdrátta frá Sovétríkjunum. Sé því litið til fyrri reynslu, er alveg raunhæft að gera ráð fyrir því, að Svíþjóð og Finnland myndu veita Sovétmönnum leyfi til óhindraðra flutninga gegnum sín landsvæði gegn því að fá loforð Sovétmanna um, að þeir myndu þá ekki gera innrás í þessi tvö lönd, en slíka innrás gætu þessar tvær þjóðir samt ekki hindrað, ef til þess kæmi. Finnska líkanið Enda þótt enginn beri á móti tilvist þeirrar gífurlega öflugu hernaðarvélar Sovétmanna, sem komin er á laggirnar á Kolaskaga — í einungis fárra mílna fjarlægð frá norsku landsvæði — þá kemur það í hæsta máta einkar undar- lega fyrir sjónir, að menn skuli ekki almennt koma auga á beinar afleiðingar þessara vígbúnaðar- umsvifa fyrir Noreg. Frá sjónar- hóli Moskvu eru Norðmenn núna komnir í aðstæður, sem eru í stór- um dráttum sambærilegar við þær aðstæður, sem Finnar voru í árið 1939. Það sem leiddi til árásar Sovétmanna á Finna í upphafi Vetrarstríðsins árið 1939 var hvorki pólitísk stefna Finna né náttúruauðævi Finnlands, heldur þeir hlutar af finnsku landsvæði, sem voru hernaðarlega mikilvægir í augum Sovétmanna. Þá var fyrst og fremst um Karelíuhéraðið að ræða og finnsku eyjarnar þar úti fyrir ströndinni, síðar tóku Sov- étmenn einnig að fá ágirnd á strandlengjunni nyrzt í Finnlandi við Pechengafjörð, þar sem miklar nikkelnámur eru starfræktar. Finnland var i brennidepli sem innrásarstökkpallur fyrir þýzkar hersveitir. Eins og önnur ríki á Norðurlöndum höfðu Finnar ákveðið að grundvalla sjálfstæði sitt á hlutleysi og kosið að standa utan við öll hernaðarbandalög eða varnarsáttmála milli ríkja. Finn land hafði því enga samninga eða loforð upp á að hlaupa um hjálp á neyðarstundu frá hinum voldugari ríkjum á Vesturlöndum. Það var því álit Sovétmanna, að Finnar myndu bara afhenda hin umbeðnu finnsku landsvæði, án þess að til bardaga kæmi. Mótspyrna Finna kom Sovétmönnum því mjög á óvart. Sovétforystan var greini- lega ekki við því búin að þurfa að beita vopnavaldi. Það tók Sovét- menn því hálft ár og þeir urðu fyrir miklu mannfalli, áður en þeir gátu hrifsað til sín þau land- svæði, sem þeir höfðu ágirnd á. Það var annars aldrei neinn vafi á, hvernig sá stríðsleikur myndi enda. Þetta var spurning um landafræði, og finnsku samninga- mennirnir fengu ótvíræðar ábend- ingar um það í Moskvu, „að það væri ekkert hægt að gera varðandi landafræðina". Með því að styðj- ast við regluna um að hernaðar- legt ofurefli réttlæti einnig, hrifs- uðu Sovétmenn til sín þá hluta af finnsku landafræðinni, sem þeir höfðu gert kröfu til — og hafa haldið þessum landshlutum sem sinni eign upp frá þvi. Sérhver nánari greining á póli- tískri stefnu Rússa á norðurslóð- um verður að taka fullt tillit til þess, að hinn hernaðarlegi brenni- punktur hefur nú orðið flutzt frá Eystrasalti norður til Noregshafs og hinna norðlægari hluta Atl- antshafsins. Það skýrir að nokkru þá tiltölulega óheftu stöðu, sem Finnland nýtur í sambandi sínu við Sovétríkn, að landið þykir núna ekki sérlega áhugavert í aug- um Moskvu; það er án hernaðar- legrar þýðingar, bæði að því er legu landsins varðar og eins varð- andi þau náttúruauðævi, sem Finnland býr yfir. Þetta hvort tveggja gleypti „Rússneski bjöm- inn“ í sig, þegar hann saddi sult- inn á árunum 1940—1944. Núna er Noregur í sams konar brennidepli í augum Moskvu eins og Finnland var fyrir fjörutíu árum. Frá sjón- arhóli leiðtoganna í Moskvu er Noregur nú sem stendur einasta SJÁ NÆSTU SÍÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.