Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 40
120 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 Vamarmál Norðmanna: ÓGNUN FRÁ SOVÉTRÍKJUNUM Njósna- og sprengiþotur Sovétmanna af Bear-gerö eru tíðir gestir í nágrenni fslands. Hér sést ein slík ásamt með bandarískri orrustuþotu af F-4-gerð frá Keflavíkurflugvelli. landið á norðurslóðum, sem þeim þykir virkilegur akkur í, bæði sem flota-, flug- og kjarnorkueld- flaugastöð á einu bretti og einnig vegna þeirra óhemjumiklu náttúruauðæva í olíu, gasi og fiski, sem væri til afnota fyrir það stór- veldi, sem næði Noregi á sitt vald og hefði þar töglin og hagldirnar. Það sem freistaði Sovétríkjanna að gera árás á hlutlausa smáríkið Finnland fyrir fjörutíu árum, verður að teljast hreinustu smá- munir samanborið við þann svim- andi háa vinning, sem ynnist við að læsa klónum í Noreg. Að því er Noreg varðar ber þess að gæta, að þar yrði naumast um einhverja örfáa landskika við landamærin að ræða. Þar sem landið í heild sinni er einkar vel fallið til að gera þar herstöðvar fyrir jafnt landher, flugher sem flota, myndi Noregur allur öðlast mjög mikla hernaðar- þýðingu með rússneskum her- flotastöðvum við strendurnar og flug- og eldflaugaherstöðvar innar í landinu. Greiðfærast þar sem garðurinn er lægstur Það er einkar eðlilegt, að spurt sé: Nú, úr því að Noregur hefur svona mikið hernaðarlegt gildi í augum Sovétmanna, hvers vegna hafa þeir þá ekki fyrir löngu látið til skarar skríða og fengið sér í gogginn eins og þeir gerðu í Finn- landi og nú nýlega í Afganistan? Svarið er, að bæði þessi lönd fylgdu þeirri meginstefnu í utan- ríkismálum að halda sig utan allra hernaðarbandalaga og gátu þvi ekki treyst á nein bindandi loforð annarra og öflugri ríkja um hjálp, ef á þau yrði ráðist. Að sjálfsögðu þótti Sovétmönnum það allneyð- arlegt, að þessi tvö fórnarlömb þeirra, Finnland í Vetrarstríðinu og Afganistan núna á síðustu ár- um, skyldu leggja allt kapp á að veita hinu sovézka innrásarliði harðvítuga mótspyrnu. En Moskvu hefur þó lærzt að taka slíkum timabundnum leiðindum með jafnaðargeði, því að meðan þau hlutlausu lönd, sem fyrir sov- ézkri innrás verða, fá ekki aðra hjálp erlendis frá en ullarteppi og handvopn, geta sovétleiðtogarnir verið öruggir um lokaniðurstöðu hernaðaraðgerða sinna á fram- andi grund. Og það er þetta eitt, sem skiptir þá máli. Við Norðmenn höfum það skjalfest, að löngun Sovétmanna til landvinninga á norskri grund hefur verið lengi fyrir hendi. Það er staðreynd, að þegar árið 1944, þegar þörf Sovétríkjanna á hern- aðarlega mikilvægri aðstöðu er- lendis var langtum minni en núna, lögðu Rússar samt fram kröfu um að Noregur léti af hendi við sig norsk landsvæði (þ.e.a.s. Sval- barða — Bjarnarey). Það eru því öll líkindi á, að Sovétríkin myndu hafa komið fram með nýjar kröfur og með vaxandi þunga á bak við þær kröfur — hefðu Norðmenn haldið áfram að byggja sjálfstæði sitt eingöngu á sínum eigin varn- armætti í hlutleysi og staðið utan við varnarbandalög annarra v-evrópskra þjóða. Það má teljast allt að því öruggt mál, að það var aðild Noregs að varnarbandalagi vestrænna ríkja og sú trygging, sem Noregur varð þar með aðnjótandi, að landið fengi alla þá aðstoð, sem það þyrfti á að halda frá Bandaríkjun- um og frá Atlantshafsbandalag- inu, ef á það yrði ráðist, sem hald- ið hefur aftur af Sovétmönnum að gera kröfur til norskra landsvæða, studdar hótunum um vald- beitingu, ef þessum kröfum yrði ekki fullnægt, eins og Sovétríkin gerðu gagnvart Finnlandi á sínum tíma. Á þeirri stundu, þegar mönnum þykir almennt tekinn að leika nokkur vafi á því, hvort norsk stjórnvöld vilji í raun og veru gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að hernaðarhjálp af hálfu bandamanna okkar nýtist Noregi að fullu — eða ef til þess skyldi koma, að það yrðu greinir eða al- varlegt missætti milli Norðmanna og Bandaríkjamanna — má alveg eins búast við því, að tilraunum Sovétmanna til að öðlast vald yfir norskum landsvæðum og ná þar endanlegri fótfestu yrði fram haldið á nýjan leik. Samstaða um varnar- málin er þjóðarnauðsyn Sé litið á þessar raunverulegu og sannanlegu staðreyndir um framferði og háttalag Sovét- manna gagnvart litlum og lítils- megandi nágrannaríkjum, sem skortir þann bakhjarl er felst í samningsbundnum loforðum ann- arra ríkja um hjálp til smáríkj- anna, ef á þau er ráðist, ætti það að vera öllum Norðmönnum, jafnt háum sem lágum, auðsætt mál og sjálfsagt, að það eru hin talandi verk en ekki stóru orðin, sem ein eru þess megnug að varðveita trúverðugleika og veruleikagildi fyrirheitanna um hernaðaraðstoð erlendis frá. Þar sem Bandaríkja- menn eru sem stendur einustu bandamenn Norðmanna, sem hafa raunhæfa möguleika á að veita Noregi skjóta og virka hjálp, má það teljast eðlilegt og raunar lífsnauðsyn fyrir okkur sem þjóð, að þess sé jafnan gætt af hálfu okkar Norðmanna að uppfylla til hins ýtrasta og standa við allar okkar samþykktir varðandi varnir NATO-ríkjanna til þess að við- halda nánu og traustu sambandi okkar við Washington. Þess ber og að gæta, að Banda- ríkin eru ekki það sama yfirburða risaveldi á sviði hernaðar og þau voru fyrir þrjátíu árum, þegar varnarbandalag vestrænna ríkja komst á laggirnar. Hernaðarlega séð er staða Bandaríkjanna í sam- anburði við Sovétríkin þegar orðin mun veikari. Niðurröðunin á því, hvaða þarfir á sviði varnarmála aðildarríkjanna skulu hafa for- gang, er orðin mun strangari að undanförnu. Það ætti því að skoð- ast sem eitt helzta verkefni allra þeirra, sem finna sig bera ábyrgð á varðveizlu þeirra þjóðarverð- mæta, sem óskorað sjálfstæði tryggir okkur Norðmönnum, að sjá til þess, að Norðmenn standi að fullu og öllu við þær skuldbind- ingar, sem Noregur hefur undir- gengizt í varnarsamvinnu sinni við vestræn ríki. Þetta á alveg sér- staklega við um þær skuldbind- ingar okkar, er varða þátttöku Bandaríkjanna og eru háðar þeim. Markmið okkar verður að vera það að koma í veg fyrir að Noregur færist neðar í röð þeirra landa, sem hlotið hafa loforð um hernað- araðstoð. Þeim Norðmönnum, sem ekki hefur enn skilizt nauðsynin á þessu, skal bent á að lesa aftur yfir Nixon-kenninguna frá 1969, þar sem segir skýrt og skorinort, að enda þótt Bandaríkin muni ekki bregðast þeim samnings- bundnu skyldum, sem þau hafi gengist undir gagnvart öðrum að- ildarríkjum Atlantshafsbanda- lagsins, muni þau þó fyrst og fremst hjálpa þeim löndum, sem eru reiðubúin til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að hjálpa sér sjálf. Nils Örrik rar prófessor í stjórn- málafræóum rið Háskólann í Osló en er nú forstöðumaður rann- sóknastofnunar í alþjóðamálum rið Queen's-háskóla í Kingston í Ontario-fylki í Kanada. ÞAKIÐ ER FIMMTA HLIÐ HÚSSINS Pök húsa þurfa að vera í samræmi við lögun þeirra og umhverfi. Shingel þakskífurnar frá Isola eru fáanlegar í mismunandi formum og litum. Pess vegna er auðvell aö velja þá tegund sem hentar hverju húsi. Norrænt veðurfar gerir kröfur til þess að þök húsa séu þolin. Reynslan hérlendis sýnir að Shingel þakskífurnar þola vel íslenska veðráttu. Tvöföld líming skífanna tryggir endingu og sterka límingu við samskeyti. Skífurnar hleypa frá sér raka, þola þunga og snjó. Hægt er að leggja þær á mismunandi undirlag. Ásetning er einföld. Nákvæmar leiðbeiningar fylgja svo flestir ættu að geta lagt þakskífurnar sjálfir á þök sín. Shingel þakskífurnar fullnægja ströngustu kröfum um brunavarnir á Norðurlöndum. BYggmgavöraverslun Tryggva Hannessonar BYGGINGAVÖRUR] Síðumúla 37, símar 83290 og 83360 Kork-o-Plast Gólf-Gljái Fyrir PVC-filmur, linoleum, gúmmí, parket og steinflísar. CC-Floor Polish 2000 gefur end- ingargóða gljáhúð. Notkun: Þvoið gólfið. Berið CC-Floor Polish 2000 óþynnt á gólfið með svampi eða rakri tusku. Notið efnið sparlega en jafnt. Látið þorna í 30 mín. Á illa farin gólf þarf að bera 2—3svar á gólfið. Til að viðhalda gljáanum er nóg að setja í tappafylli af CC-Floor Polish 2000 í venjulega vatnsfötu af volgu vatni. Til að fjarlægja gljáann er best að nota R-1000 þvottaefni frá sama framleiðanda. Notið aldrei salmíak eða önnur sterk sápuefni á Kork-o-Plast. Kinkaumboð á íslandi: Þ. Þorgrímsson & Co., ^rmúla 16, Reykjavík, s. 38640. [NÝ ÞJÖNUSTÁ plOstum vinnuteikningar. ^ verklvsingar, vottorð, s&S. MATSEÐLA. VERÐLISTA, KE Tll VM FR s PLÖSTUM VINNUTEIKNINGAR. VERKLVSINGAR, VOTTORÐ. MATSEDLA, VERÐLISTA, KENNSLULEIÐBEININGAR. ~ TILBOÐ. BLAÐAURKLIPPUR. VIEHIRKENNINGARSKJÖL. UÚSRITUNAR. FRUMRIT OG MARGT FLEIRA. STÆRE); BREJDD ALLT AD 63 CM LENGD OTAKMORKUÐ. OPIO KL 9-12 OG 13-18. □ISKORT HJARÐARHAGA 27 S22680^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.