Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 44
124 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 ELSTXJ MINJAR INDÓ-EVRÓPSKRAR BYGGÐAR - eftir Einar Pálsson Lesendur Morgunblaðsins hafa nú séð umgerð ins íslenzka Goða- veldis eins og ráðin hefur verið af hugmyndafræði og táknmáli mið- aldasagna. Margar myndir hafa birzt af þessu, fyrst og fremst í sjálfu ritsafninu Rætur íslenzkrar menningar, en einnig í Morgun- blaðinu (t.d. 22.7. og 29.7. ’84). Samkvæmt niðurstöðum RÍM var táknrænn grundvöllur Goða- veldisins Hringur. Sérstakur Baugur þeirrar tegundar markaði Rangárvelli, 216.000 fet í þvermál. Fjöldi smáatriða, sem átti að fylgja Hring þessum — ef rétt var ráðinn — hefur nú fundizt erlend- is. Er ósennilegt, að margir fræði- menn hafi verið jafn heppnir og sá sem þetta ritar að því leyti: hvert smáatriðið af öðru hefur komið í leitirnar — á réttum stað. Sára- litlar líkur sýndust á slíkri auðnu þegar lagt var úr vör. Að þessu sinni lítum við langt aftur í tímann og athugum, hversu gamlar þær hugmyndir kynnu að vera, sem hér hafa verið ráðnar af táknmáli goðsagna. Svo hafa veð- ur skipazt í lofti, að eigi einasta fornleifafræðingar, sagnfræð- ingar og trúarbragðafræðingar hafa tekið til við rannsóknir fornra menningarheilda, heldur og arkítektar. Menningarfræöi fæst ekki einasta við talað orð heldur og byggða borg; skyndilega hefur heimurinn komið auga á það, að unnt er að mæla fornminj- ar af nákvæmni — með hug- myndafræði byggðaskipulags að leiðarljósi. Opna rannsóknir byggðafræðinga nýjar dyr í skiln- ingi á fortíðinni. Heimsmyndarsmíð Þeir sem að fyrra bragöi kynnu að hafa ímyndað sér, að elztu borgir manna hefðu verið reistar á óskipulega vísu, fá nýjar fréttir, þegar upp hafa verið grafnar byggðir fornaldar. Að sjálfsögðu var mikið um óskipulega byggð í elztu þjóðfélögunum; en þar er jafnan um tiltekið menningarstig að ræða, skemmra á veg komið en það er skóp miðaldir, tilviljunar- kennd búseta vegna tíðra flutn- inga. Þegar menn taka hins vegar að skapa sér samfélög sem eiga að standa til frambúðar — breytist viðhorfið. Viti manna og verk- hyggni er beitt til hins ítrasta. Einn þekktasti sagnfræðingur arkitekta nefnist Sibyl Moholy- Nagy. Er hún jafnframt talin einn helzti hugmyndafræðingur þeirra er við búsetu fást. Hefur Moholy- Nagy gefið út bók er Matrix of Man nefnist (Pall Mall Press, London, 1968) og er sú læsilega bók fjársjóður þeim er velta menningarfræðum fyrir sér. Fyrir íslendinga verður hún þó væntan- lega enn mikilvægari annarra hluta vegna: hún staðfestir í ótrú- legustu smáatriðum tilgátur RÍM. Og athugum þá, hvaða fregnir arkitektinn hefur að færa. Moholy-Nagy kemst að þeirri niðurstöðu, að flestar skipulegar borgir fornaldar hafi verið „sam- miðja", þ.e. átt sér visst svæði eða depil að miðju. Hafi öðrum hlut- um borgarinnar verið í þá átt beint, eða við þá miðju markaðir. En Miðju-hugmynd þessa kveður Moholy-Nagy enga tilviljunar- kennda hugdettu: borgir fornaldar hafi verið reistar á vandlega unn- inni hugmyndafræði. Nálgumst við þar ályktanir RÍM með hraði: sú var og niöurstaðan um skipulag ins íslenzka Goðaveldis. Svo beint sé vikið að kjarna málsins: samkvæmt RÍM var Hringur Rangárhverfis byggður á skipulegri heimsmyndarsmíð. Finnum við nokkra hliðstæðu í fornum samfélögum? Einmitt, segir Moholy-Nagy: vandlega skipulagðar byggðir að fornu voru sniðnar eftir heimsmynd — sjálfri smíð veraldar. Þar hittir arkitektinn Hjól Rangárhverfis í Steinkrossinn. Hagnýt eða goðræn sjónarmið? Það sem nútímamanni finnst auðskildast við bæjarstæði og borgargerð — nálægð við vatns- ból, varnir og þess háttar, er EKKI meginatriði í þeirri hug- myndafræði, sem hér um ræðir. Að vísu voru engar byggðir reistar öðruvísi, en mikilvægast var hitt að koma upp búi og setu í sam- ræmi og sátt við goðmögn verald- ar, höfuðskepnur og himinhring. Svo mikilvæg var þessi hugsun, að augljóst er, að til dæmis Súmerar sem bjuggu í Landinu milli Fljót- anna höfðu meiri trú á vernd goð- magna (cosmological protection) heldur en á myndun varnarborga. Að vísu kann slíkt mat að orka tvímælis, en hitt fer ekki milli mála, að Súmerar gerðu sér borgir í samræmi við helgisiði, árstíðir og himintungl. Þegar öllu er á botninn hvolft skaðar ekki að fá guðina í lið með sér. Snorri um Sigtún En nú mun einhver spyrja: Eru borgir Súmera ekki utan þess máls sem hér er athugað? Eða eru nokkur líkindi til þess, að indó- evrópskar borgir, okkur skyldar, hafi verið gerðar í þessa líking? Svo vel vill til, að Snorri Sturlu- son gefur alveg ákveðna hugmynd um borgarskipulag í Eddu, þótt fáir virðist hafa tekið alvarlega. Segir Snorri, að Sigtún, bústaður Ása á Norðurlöndum, hafi verið gerð í líking Tróju — verið tólf- skipt og einn höfðingi æðstur (RIM 1981 k. 31). Snorri gefur þannig eindregið í skyn, að upp- haflegar byggðir norrænna manna í Ásasið hafi verið hringlaga og tólfskiptar eftir Dýrahring. Höfð- ingjann „eina“ hafa Ásatrúar- menn vafalaust tengt Miðju. Og hvað skyldu nú fornleifa- fræðingar finna, þá er þeir grafa upp elztu borgir Indó-Evrópu- manna í „Tróju“, þ.e. í Litlu-Asíu? Þeir finna, annars vegar, að Hringur er þar augljósast tákna byggðar, og hins vegar, að borg- arsmíðin er unnin í samræmi við Dýrahring himins! Þetta er nákvæm lýsing á grundvelli Goðaveldisins íslenzka samkvæmt RÍM. Trója in forna Til dæmis um eina elztu borg Indó-Evrópumanna skulum við taka byggð Hittíta í Anatólíu, er Cincirli nefndist. Anatólía er ein- mitt í Litlu-Asíu, væntanlega í húsi því og herbergi er ríkast var og glæstast í vitund Snorra, Tróju. Þegar borg þessi hefur verið upp grafin, kemur í ljós, að hún er gerð af frábærri kunnáttu í geómetríu. En tvöfaldur, hringlaga steinvegg- ur umlykur borgina. Búa raunar Cincirli, hin forna borg Hittíta í Anatólíu. Borgin er reist i grundvelli tveggja „miðju“-hugtaka. Háborgin er táknræn fyrir varnartækni Indó- Evrópumanna, en umgjörðin var „fullkominn hringur" — vitnisburður um „táknræna heimsmynd”. n - - Borg Sassanída, Firozabad, öðru nafni Gur, frá því um 200 e. Kr. Götur voru lagðar eftir „strikum áttavitans“ og tólf hverfi borgarinnar voru heitin eftir stjörnumerkjum Dýrahrings. Skipulag Baghdad-borgar árið 762 e. Kr. Borgin er „fullkominn hringur”. Geómetrisk nákvæmni situr í fyrrúmi. Höll kalífans var Miðja. tvær „sammiðja“ hugmyndir að baki borgargerðinni, en hringur- inn er svo fullkominn, að vart verður um bætt. Mundi nú einhver halda, að þessu réði fátt annað en það, að Indó-Evrópumenn hefðu gert sér steinmúra í varnarskyni. En sá sem svo hugsar fer villur vegar, því að hringurinn tvöfaldi er gerður um svo ólíklegar torfær- ur, að ætla mætti nánast óhugs- andi að smíða slíkan steinbaug á grunni borgarmarkanna. Telur Moholy-Nagy þannig alveg ljóst, að hringurinn tvöfaldi sé TÁKN- RÆNN að heimsmyndarsið fornra borga, og hafi Hittítar lært helgi- fræðin af eldri menningarsamfé- lögum (s58). Það mikilvægasta við þetta er þó ekki fundur svo ein- stæðrar borgar, út af fyrir sig, heldur hitt, að hvorki meira né minna en SEX aðrar borgir Hitt- íta hafa verið upp grafnar — og að svipuðu máli gegnir um þær allar! Nefnir Moholy-Nagy múrana um- hverfis borgirnar „heimsmyndar- hringi (cosmic circles)" og bætist nú það miklvæga atriði ofan á annað, að innsti hringur hverrar borgar er helgaður KONUNGI (ss). Þannig votta þeir fornleifa- fræðingar og arkitektar, er rann- saka byggðir Indó-Evrópumanna, að elztu þekktu borgir vors ætt- stofns hafi einmitt átt sér HRING sem heilagt tákn, konungssetur sem Miðju Hrings og heimsmynd- areðli markað i umgjörðina! Og heimsmynd þeirra löngu liðnu tíma er vel þekkt: hún byggðist á tólfskiptingu himins — Dýra- hring. Allt er þetta í nákvæmu sam- ræmi við niðurstöður RÍM. Þróun byggða Indó-Evrópumenn eru nú ekki aðeins þekktir fyrir reglufestu í elztu borgum „Tróju" eða „Asíá“ heldur beinlínis fyrir framþróun Hring-hugmyndar borga um og eftir Krists burð. Má hér til nefna Indó-Evrópumenn er Sassanídar nefndust og völd tóku í Persíu 226 e.Kr. Eru þessir frændur vorir taldir hafa verið frumkvöðlar nýrrar gerðar „sammiðja" borga. Sassanídar voru náskyldir Skýþ- um, sem bjuggu þar sem nú er Suður-Rússland, og reistu Sass- anídar einhverja merkustu hring- laga borg veraldar, þá er Ctesiph- on nefndist og stóð við ána Tígris (s59). Enn frægari varð þó sú borg þeirra er Firozabad nefndist, öðru nafni Gur. Hefur sú borg varð- veitzt frábærilega vel, og er aug- ljóst, að Hringur er megintákn hennar (s60). Er þannig talið, að sammiðja borgargerð hafi verið eitt megineinkenni byggða Sass- anída. Gerir Moholy-Nagy þá at- hugasemd við þetta, að veröldin hafi verið kúlulaga í þeirri trú er að baki bjó, og að guði ljóss og gæzku hafi þar verið teflt gegn guði myrkurs og illsku. Er þetta umhugsunaratriði, en mikilvæg- ara fyrir okkur eins og á stendur er. að borgin Firozabad var rétt sett niður við höfuðáttum; aðal- brautir hennar skárust að Miðju — og — það sem mestu varðar — hverfi borgarinnar voru heitin eft- ir merkjum Dýrahrings!!! Elztu varðveittar borgir Indó- Evrópumanna, frænda vorra (sem Snorri rekur speki Ásatrúar til), sýna m.ö.o. ALLAR SÖMU MEG- INVIÐMIÐANIR og þær er reikn- aðar höfðu verið út af íslenzkum heimildum mörgum árum áður en hið umfangsmikla rit Moholy- Nagy kom út (1968). Hafði undir- ritaður raunar skýrt nákvæmlega þessa hugmynd um byggðamunst- ur Indó-Evrópumanna — sam- kvæmt útreikningum RÍM — við háskólann í Árhus 23. nóv. 1968. Framþróun byggðahugmynda Ekki minnist ég þess hins vegar, að einn einasti fornleifafræð- inganna að Moesgárden, fornleifa- setri háskólans í Árhus, hafi botn- að i hugmynd Hrings, stjörnu- merkja og Miðju, enn síður að viðstaddir hafi talið hugmyndina eðlilega. Hefur niðurstaðan — auk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.