Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 133 Fólk kemst best í snertingu viö náttúruna með því að ganga Þegar komiö er niður Frosta- staöaháls á leiö inn í Land- mannalaugar er farið fram hjá litlu húsi sem stendur á svæöi sem heitir Sólvangur. f þessu húsi hafa landveröir friölands- ins að Fjallabaki aösetur og voru þar nú í sumar Guöjón Ó. Magnússon og Anna S. Skúla- dóttir. Starf landvaröanna er aö hafa eftirlit meö friölandinu sem er 47 þús. hektarar aö stærö. Þau fylgj- ast meö mannvirkjagerö eins og suöurlínu sem nú er veriö aö'reisa frá Sigöldu. Þau sjá um tjald- svæöin sem eru á svæöinu, hreinsun þess og innheimtu, einn- ig veita þau upplysingar um friö- landiö og leiöbeina feröamönn- um. „Það má eiginlega segja aö viö getum veriö aö allan sólarhring- inn,“ sagöi Guöjón þegar blm. hitti hann nýlega til að spjalla viö hann um starf sitt. „Við erum svo aö segja alltaf á vakt og þaö hefur líka komiö fyrir aö hér hafi verið bankaö upp á um miöja nótt og var þá um aö ræöa fólk sem átti í erfiðleikum. Viö förum daglega til að skoöa framkvæmdirnar viö suðurlínu og hefur samstarfiö viö þá gengiö ágætlega. Við brýnum fyrir þeim að ganga vel frá eftir sig og aka ekki utan vega, og hafa þeir tekiö þaö til greina. Þaö er eins og fólk geri sór ekki grein fyrir hve mikil áhrif þaö getur haft aö aka utan vega, þaö getur tekiö mörg ár aö gróa i slóðirnar, auk þess sem þetta er mjög Ijótt. j friölandinu eru mjög margar slóöir út um allt, þaö má kannski segja aö þetta sé fullkomnasta vegakerfi á landinu," segir Guöjón Talað irið landverðina í Landmanna- laugum kíminn, „þessa vegi hafa ekki ein- ungis linumenn búiö til heldur líka bændur og feröamenn og svo eru slóöir niöur aö öllum vötnum á óteljandi stöðum. Sú hætta er fyrir hendi þegar slóöirnar eru svona margar aö fólk fari í ógáti aö fylgja þeim og lendi í ógöng- um, viö bendum fólki á aö fylgja alltaf stikuöu vegunum enda eru þeir vegir viöurkenndir fjallaveg- ir.“ Hvernig er umgengnin hjá ferðamönnum? „Þaö er segin saga aö þar sem eftirlit er, þar er umgengnin góö, annars tjalda menn hvar sem er og ruslið er út um allt og í öllum gjótum. Mín reynsla er aö menn fara eftir fyrirmælum landvaröa. Viö reynum líka aö fræða fólk um staöinn og segja þeim hvaö hann hefur upp á aö bjóöa.“ Valda feröamenn ykkur ein- hverjum vandræöum? „Útlendingar hafa ekki verið til teljandi vandræöa, þó gera þeir sér oft ekki grein fyrir ástandi vega og vita ekki aö ár eru hér víöa óbrúaöar. Ég hitti t.d. einn útlending hér í sumar sem fór næstum því aö gráta þegar ég sagöi honum aö ófært væri inn aö Ófærufossi í Eldgjá, hann tjáöi mér aö hann hefði komiö hingaö einungis til aö sjá fossinn. Ég kom líka aö einum útlendingi upp í hverasvæöinu viö Brennisteins- öldu sem var aö brjóta steina úr hvernum sem hann ætlaöi aö taka meö sér, en steinarnir þar eru mjög fallegir og allt jarörask á friölandinu er óheimilt. Oft lendum viö í því aö rökræöa viö íslendinga sem vilja ekki borga fyrir tjaldstæöin hérna. Fólk veröur aö gera sér grein fyrir því aö þaö er aö borga fyrir eftirlit og hreinsun á svæöinu enda kem- ur enginn hingaö til aö skoöa rusl heldur hreina náttúru. Fólk gerir líka þá kröfu til vegageröarinnar aö komast hingaö og þaö kostar sitt, þaö er líka mikiö öryggi aö hafa fólk hér alltaf ef eitthvaö kemur upp á.“ Nú ert þú mikill fjallgöngumaö- ur, hvaö finnst þér hafa breyst síðan þú byrjaöir fyrir 10 árum? „Þaö er miklu meiri fjöldi núna sem stundar fjallgöngur en áöur, t.d. þegar ég fór fyrir 9 árum ásamt félögum mínum upp í Hrafntinnusker, þar sem viö tjöld- uöum, var þaö óvanalegt. Þá fóru kannski 10 manns yfir sumariö Laugaveginn, þ.e. stikuöu leiöina inn í Þórsmörk, núna fara aö meöaltali 10 manns á dag. Strax og búiö er aö merkja leiöir þorir fólk aö fara í svona ferðir. Aftur á móti finnst mér þaö ekki eftir- sóknarvert og ef ég fer Laugaveg- inn núna vil ég helst fara aö vetri til á skíðum, þá eru líka allar stik- urnar farnar á kaf. Þaö hefur oröiö mikil hugar- farsbreyting og þaö er ánægjulegt aö fólk skuli vera fariö aö flykkjast í gönguferöir. Fólk hefur gert sér grein fyrir því aö þaö kemst best i snertingu viö náttúruna meö því aö ganga.“ Sól og blíða í Atlavík Á tjaldstæöunum viö Atlavík í Hallormsstaðarskógi var margt um manninn í sumar. Mikiö bar á fólki frá Suöur- og Vesturlandi enda fáir sólskinsdagar á þeim slóðum. Blaöamaöur og Ijós- myndari Morgunblaösins voru á ferö á Austurlandi í ágúst og hittu þá þetta fólk í Atlavík. Mikil ró virtist vera yfir fólkinu og börnin nutu þess aö leika sér í fögru umhverfi í þessu góöa veöri. Eygló Óskarsdóttir og Ragnar Lárusson t.v. úr Reykjavík og Svan- hildur Jóhannesdóttir og Guðmundur Kristinsson Iré Mjólkárvirkj- un og börnin öll: Hildur Ósk, Ólafur, Anna, Haukur Páll og Agnes. Þau ákváöu aö stofna boint í sólina og onduöu í Atlavík. Þau Gunnhildur Hauksdóttir, Helgi Arnarson og dóttir þoirra hún Agnes Björk ætluöu í feröalag til Vestfjaröa en haattu viö þaö og ákváöu aö elta sólina austur á land í staðinn. Morgunbiaðið/ júííus Anna Skúladóttir og synir hennar þeir Helgi og Brynjólfur komu frá Reykjavík. Á myndina vantar Brynjólf Mogensen. Guójón Ó. Magnússon og Anna S. Skúladóttir, landveröir í Land mannalaugum í sumar. Færri íslendingar en útlendingar Rætt viö skálaverðina íLandmannalaugum Feröafélag íslands reisti skála í Land- mannalaugum árið 1952 og hafa undan- farin sumur verið farnar feröir þangaö um hverja helgi. Þrír skálaverðir eru þar þær: Helga Har- aldsdóttir, Þorkatla Aöalsteinsdóttir og Sigríóur Fanney Ingi- marsdóttir. Aö vísu eru þær ekki nema tvær í senn því aö þær skiptast á aó vera í Nýjadal á Sprengi- sandi og er hver þeirra í þrár vikur þar í einu. Þegar blm. var þarna á ferö hitti hann Þórkötlu og Sigríöi aö máli og innti þær eftir þvi hvernig hefói gengiö i sumar. „Það hefur gengið vel, umferöin hingaö hefur veriö svipuö og undanfarin ár en þetta er þriöja sumarið okkar hér. Þaö sem kemur helst á óvart er hve færra er af íslend- ingum en útlendingum og viröist okkur sem hlutföllin sóu eitthvaó aö breytast. Þaö eykst stööugt aö íslendingar leiti til okkar eftir upplýsing- um um svæöiö og fari eftir göngustígum og þaó var mikill munur aö fá bæklinginn sem Náttúruverndarráö gaf út sl. vor um svæöiö. Svæðiö hér i kring er mjög fallegt og heppilegt til útiveru og gönguferöa. Tjald- svæöiö er tiltölulega lítiö, grýtt og frekar blautt, en hér er auö- vitaö bæöi heitt og kalt vatn. Þaó er því gott að dvelja hér í nokkurn tíma, aftur á móti er ekkert selt hérna eins og sumir hafa haldiö. Land- mannalaugar eru aftur á móti ekki heppilegur staöur til aö stunda drykkju frekar en aörir staöir í óbyggöum, fyrir utan aö þaö er fullkomiö tillitsleysi gagnvart göngufólki og þeim sem komnir eru hingaö til aö njóta hvers kyns útiveru. } |. f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.