Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 58
138 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 7t Héiv\o. er •fyr'irtoiks slcugg.sae.lL ble-Ltur!" Hann er ekki hraðskreiður, enda Góði maður? fékk ég hann fyrir lítinn pening. HÖGNI HREKKVlSI Hér dunar dansinn og er þröng á þingi. Bréfritari var þé ekki að saekjast eftir þessari tegund dans. Hvar er vínmeniiingin? Kaeri Velvakandi. Veitingahúsið Naust hér í borg hefur löngum notið vinsælda vegna skemmtilegs andrúmslofts og góðr- ar þjónustu og löngum verið ánægjulegt að bjóða þangað gest- um sínum, ekki síst erlendum, í landkynningarskyni. Við hjónin völdum því Naustið til að njóta þar góðrar máltíðar og dansa við ljúfa tónlist þeirra Jans Moravec og Carls Billich er við gengum í hjónaband fyrir 20 árum. Kvöídið varð sem sé ógleymanlegt. Við lögðum því enn leið okkar í Naustið til að minnast þessa af- mælis okkar, eitt föstudagskvöld síðari hluta ágústmánaðar. Veit- ingasalurinn hefur verið stækkað- ur verulega og dansgólfið miklu stærra en áður fyrr. Kvöldverðar- gestir fylltu næstum salinn, en — okkur urðu það mikil vonbrigði að engin dansmúsík var á boðstólum og hið rúmgóða dansgólf því ónot- aö. Matur og þjónustan var góð, en stemmningin sem gömlu meistar- arnir sköpuðu með tónlist sinni var víðs fjarri. Við spurðum þjóninn, „nei hér er bara dansmúsik á vet- urnar" var svarið. Sem sé „Snorra búð stekkur". Ungur maður lék að vísu „dinnermúsík" af og til með löngum hléum, en „Bleik var brugðið". Jafnóðum og gestir innst í salnum hurfu á brott var skrúfað niður í ljósum þar og þetta gaf okkur þá tilfinningu að nærvera gesta væri miðlungi æskileg, jafn- vel þreytublær á sumu afgreiðslu- fólki, enda yfirgáfum við staðinn fyrr en ráðgert hafði verið. Ja, hvert áttu þá miðaldra hjónin að fara til að fá sér snúning, úr því Naustið brást? Hótel Saga varð fyrir valinu, því að það er þó staður fyrir fullorðna fólkið, ekki satt? Jú, sami glæsibragurinn á and- dyrinu, en aðgangseyrir orðinn 150 krónur fyrir manninn. Verðbólgan virðist á fullum hraða hér ennþá. En fyrir hvað borgar gesturinn þessar 150 krónur hér? Engin sér- stök skemmtiatriði voru á dagskrá. Jú, á aðgöngumiðanum stendur „Þar af skemmtanaskattur og menningarsjóðsgjald kr. 9.30.“ Þá mætti ætla að menningin mætti manni innan dyra. Við fórum upp í Súlnasalinn, en viti menn, ungl- ingahljómsveit lék þar á hljóðfæri, með ærnum hávaða og ungur mað- ur hélt þar um hljóðnema með miklum tilburðum, en hann öskraði fremur en söng. Enginn dansaði. Gestirnir virtust fullorðið fólk og ekki líklegir poppaðdáendur. Við hrökluðumst niður á Mímisbarinn. Þar lék Reynir Jónasson gamal- kunna dansmúsík við hrifningu fullorðna fólksins, enda dönsuðu margir. Við gengum að Mímis- brunninum (barnum) og báðum um rósavín. „Nei, það er ekki til.“ Hvít- vín þá? Nei það fæst uppi í Súlna- sal“ var svarið. Hins vegar var á boðstólnum gnægð sterkst áfengis. Ég minntist menningarsjóðsgjalds- ins. Halda forráðamenn þessa, einna virðulegasta veitingahúss landsins, að það sé menningarvott- ur að svo fátæklegu veitingavali, eða er sala hinna sterkari drykkja gróðavænlegri, hvað sem menning- unni líður? Ýmsir gesta fóru líka greinilega yfir strikið, er á kvöldið leið og sofnuðu jafnvel í sætum sín- um. Fjöldi einkennisbúinna dyra- varða og „útkastara“ fjarlægði svo jafnóðum þessi fórnarlömb sterku drykkjanna, sem vafalaust hafa greitt sitt menningargjald, í fleiri en einum skilningi. Hvernig skyldu erlendir gestir Hótel Sögu bera okkur menningarsöguna á erlenda grund? Fjöldi þeirra, sem þó blóta Bakkus konung í viðlögum, kjósa fremur að bergja á léttum vinum, en drekka frá sér ráð og rænu með sterkasta áfengi sem framleitt er, og komast hjálparlaust frá brunn- inum að þvi loknu. Ég legg til að menningarsjóðs- gjaldinu verði framvegis varið til örvunar menningarlegri drykkju- siða á landi voru. • Sá miðaldra. Sex tillögur til sparnaðar Velvakandi góður. Þess var getið hér í Morgunblað- inu einu sinni að ekki væri það víst að allir þeir sem segðust vilja vinna að framförum gerðu það í raun og veru. Var þar nefnt dæmi af skólakerfi sem hefur þann aug- ljósa tilgang að mennta og þroska börn, en smám saman snerist upp í skrifræðiseiningar sem snerust um sjálfar sig. Sama ætti við um heil- brigðiskerfið sem ætti að lækna, jafnvel koma í veg fyrir sjúkdóma, en breyttist síðan í allt annað. Þetta rifjast upp þegar heyrist ómur af vopnaglamri þegar menntamálaráðherra er að leitast við að fá sparnað í skólakerfinu, en fær svo svörin að ekkert sé hægt að spara nema það komi niður á, að mig minnir vangefnum, alveg sama þótt ekki fáist peningar, ekki á kaffitimum, ekki á kennarafundum eða neinu öðru svo sem ársfríum. Annars var aðalástæðan til þess að þetta kom upp í huga minn sú, að einhverntíma á liðnu vori kom tilkynning um að óskaplega merkileg nefnd, samvinnunefnd, gott ef það var ekki landssjóðs og sveita, stofnaði til landskeppni þar sem veitt veitt væru verðlaun fyrir bestu tillögur í opinberum sparn- aði. Verðlaunum var heitið kr. 10 þús nýjar fyrir bestu tillögu. Lítið ber á auglýsingum, eða hvaða kröfur væru gerðar og hvert skila ætti, kannski í þeirri von að ekki þyrfti að borga krónunar nýju. Svo liðu margir mánuðir og ein- hversstaðar svo lítið bar á kom til- kynning frá sparnaðarkeppnis- nefndinni, um að búið væri að út- hluta krónunum. Ósköp var það nú óljóst hvað spara mátti og að sjálfsögðu hvað spara ætti. Var það kannski ekki ætlunin? Sannarlega væri ástæða fyrir Morgunblaðið að taka þetta mál upp á nýjan leik og kynna hetjurn- ar (ég held meira að segja að ég fari með rétt mál, hér voru aðal- lega konur á ferð, alltaf tilbúnar að vinna viðvik fyrir lítið og gera litl- ar kröfur) og segja frá því hvað um var að tefla og hvort tillögurnar fari bara í neðstu skúffu hjá Pósti og síma, ég held nefnilega að þang- að hafi þær beinst sem verðlaun fengu. En næst þegar farið verður af stað vildi ég vona að teknar verði til greina þessar tillögur: 1. Framkvæmdanefndin fái skýr fyrirmæli um að henni sé ætlað að ná fram sparnaði. 2. í nefndina verði valdir þeir sem líklegastir eru til að bera sparnað- artillögur fram til sigurs. 3. Verðlaun verði hækkuð að mun og þeim fjölgað. 4. Tillögum verði fylgt eftir og gef- in skýrsla um hvort og hvernig þær komust í framkvæmd. 5. Þeim sem bera fram tillögur sem leiða til sparnaðar verði greitt hátt hlutfall af sannarlegum sparnaði t.d. um eins árs skeið. 6. Samkeppnin verði árlegur við- burður þar sem tillögumenn og aðrir geri grein fyrir árangri. Um leið og þetta er komið í fram- kvæmd og laun fyrir tillögurnar í hlutfalli af sparnaði, verður um leið komið á virku eftirliti með framkvæmd tillagnanna þannig að á þær verði ekki hægt að setjast af einum landsföður eða öðrum. Und- irritaður afsalar sér hlutfalli af hganaði þessara tillagna enda komust þær ekki I framkvæmd. S.H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.