Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 1
56 SIÐUR STOFNAÐ 1913 211. tbl. 71. árg. FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984 Prenfcsmiðja Morgunblaðsins Sonur Gandhi tekinn við stjórnartaumum Nýja Delfci. 31. október. AP. RAJIV Gandhi sór í dag embættiseið sinn sem forsætiriðherra Indlands og eftirmaóur móður sinnar, Indiru Gandhi, sem lést í dag af banva-num sárum, sem hún hlaut í kúlnaregni frá þremur öryggisvörðum hennar af trúflokki sikha. Indverska nernum, sem telur milljón manns, hefur verið skipað í viðbragðsstöðu um allt landid og hefur höfuðborgin verið girt af. Mikil og djúp sorg ríkir nú í Indlandi þótt mestu öfgamennirnir meðal sikha hafi fagnað ódæðisverkinu. Sums staðar hefur komiA til uppþota þar sem hindúar hafa skeytt skapi sínu á sikhum en ekki er vitaA um meiriháttar ólgu í landinu í kjölfar morðsins. ÞjóAarleiAtogar um allan heim hafa í dag tjáA indversku þjóAinni samúA sína vegna hörmulegs dauða Indiru Gandhi, sem þeir segja hafa veriA meAal mestu merkismanna vorra tíma. Þegar Indira Gandhi var að yf- irgefa heimili sitt í Nýju Delhí á tíunda timanum í morgun að stað- artíma hófu tveir menn eða þrír úr öryggisverði hennar skyndilega skothríð að henni og er talið, að hún hafi orðið fyrir a.m.k. 10 kúl- um. Aðrir öryggisverðir hennar felldu strax einn eða tvo mann- anna en sá þriðji náðist lifandi. Var farið strax með Indiru í sjúkrahús í borginni þar sem hún lést fjórum stundum síðar eftir örvæntingarfulla baráttu lækna fyrir lífi hennar. Mörg hundruð þúsund manns söfnuðust saman fyrir utan sjúkrahúsið og annars staðar í borginni strax þegar fréttist af árásinni og beið fólkið þar grátandi þar til Ijóst var, að leiðtogi þess var látinn. Á skyndifundi indversku stjórn- arinnar og helstu leiðtoga Kongress-flokksins var Rajiv Gandhi, sonur Indiru, einróma valinn eftirmaður hennar og sór hann að því búnu embættiseið sinn sem forsætisráðherra. Öllum indverska heraflanum, milljón manns, var jafnframt skipað að vera við öllu búinn af ótta við ólgu i landinu og hermenn girtu höfuð- borgina af og heimili ráðamanna. „Drepum sikha. Þeir hafa deytt móður okkar," mátti víða heyra meðal æstra hindúa og á nokkrum stöðum kom til uppþota þar sem æstur múgur misþyrmdi þeim sikhum, sem náðist til. Ekki er þó vitað til, að verulegar blóðsúthell- ingar hafi orðið í landinu í kjölfar morðsins. Það voru eins og fyrr segir menn af trúflokki sikha í öryggis- verði Indiru, sem réðu henni bana, en eins'og kunnugt er hefur rikt hálfgert stríðsástand í ríkinu Punjab, þar sem þeir eru fjöl- mennastir, vegna krafna þeirra um aukna sjálfstjórn og jafnvel sjálfstæði. f júní sl. réðust ind- verskir hermenn til atlögu við vopnaða öfgamenn í Gullna must- erinu í Amritsar í Punjab og féllu þá mörg hundruð manna. Sikhar hafa löngum verið fjölmennir í indverska hernum og jafnan skip- að þar háar stöður sem og í örygg- isverði þjóðarleiðtogans. Höfðu margir orðið til að vara Indiru við áhrifum þeirra og aðstöðu en hún vildi ekki, þrátt fyrir margar líf- látshótanir að undanfornu, hrófla við stöðu þeirra í von um sættir. Helstu leiðtogar sikha hörmuðu í dag dauða Indiru Gandhi en aðrir öfgafyllri drógu enga dul á fögnuð sinn. Indira Gandhi hafði lengi bund- ið vonir við, að yngri sonur henn- ar, Sanjay, tæki við forystuhlut- verki hennar í indverskum stjórn- málum en hann lést í flugslysi ár- ið 1980. Eldri sonur hennar, Rajiv, sem nú hefur tekið við stjórnar- taumunum að móður sinni látinni, er fertugur að aldri og hefur að undanförnu gegnt embætti fram- kvæmdastjóra Kongress-flokks- ins. Hans bíður nú mikið og erfitt hlutverk, sem framtiðin ein fær skorið úr hvernig hann fær leyst af hendi. Þjoðarleiðtogar um allan heim hafa í dag vottað indversku þjóð- inni samúð sína og lýst yfir djúpri hryggð sinni vegna fráfalls Indiru, sem þeir segja meðal merkustu manna á þessari öld. Sji „AA Indiru Gandhi lát inni" og fl. á bls 32 og 33 og aArar fréttir i bls. 24 og 25. Kajiv Gandhi, sonur Indiru Gandhi, sem öfgamenn af trúflokki sfkha myrtu í gær, sér embætíiseið sinn sem nýr forsætisraðherra Indlands aAeins nokkrum klukkustundum eftir lát móAur sinnar. ÞaA er forseti landsins, Zail Singh, sem hér les bonum eiAstafinn. Símamynd ap. „Pólska þjóðin hefur eignast nýjan dýrling" V»TMJi, 31. októbrr. AP. LOGINN i mörgum þúsundum kerta lýsti í morgun upp kirkju heilags Stanislaws Kostka og næsta ni- grenni, en í alla nótt var beðiA þar fyrir sálu pólska prestsins Jerzy Popi- eluszko, sem foringjar í öryggislögr- eglunni ra-ndu og myrtu. f Wroclaw í Suðvestur-Póllandi hefur verið til kynnt um stofnun mannréttindasam- taka. Mörg hundruð manns voru í alla nótt á bæn i kirkju Popieluszko í Varsjá en í gær fannst lik hans í vatnsbóli við Vislu-á. 011 kirkjan og nagrenni hennar er eitt blóma- haf og borða- þar sem Popieluszkos er minnst og látinn í ljós stuðning- ur við Samstöðu. Við altarið stoðu verkamenn frá Huta-stálsmiðjun- um með fána Samstöðu en fjol- mennur hópur pólskra tónlistar- „Ef ég dey í dag..." Nýju Delhl, 31. oktober. AP. „Ef ég dey í dag mun hver dropi af blódi mínu veroa til blessunar fyrir þjóðina og hleypa í hana nýju lífi," sagði Indira Gandhi aðeins nokkrum klukkustundum iður en hún var riðin af dögum, kvöldið fyrr á fjölmennum fundi stuðn- ingsmanna hennar í borginni Bhubaneswar. A fundinum sagði Indira, sem var 66 ára að aldri, að henni væri sama þótt hún næði ekki háum aldri, hún væri hreykin af þvi að hafa varið ævi sinni til að berjast fyrir bættum kjörum indverskrar alþýðu og það væri henni næg umbun þótt árin yrðu ekki fleiri. Hún minntist á fjölmargar morðhótanir, sem henni höfðu borist að undanförnu, og sagði frá því, að hún hefði orðið fyrir steini, sem kastað var að henni á fundi kvöldið áður. „En ég óttast ekkert," sagði hún, „og harma það ekki þótt ég láti líf mitt í þjónustu fyrir land mitt og þjóð." manna og kvikmyndafólks fyllti kapelluna. „Pólska þjóðin hefur eignast nýj- an dýrling," sagði ungur stærð- fræðingur í kirkjunni. „Hann er kominn í hóp bestu sona Póllands." í kirkjunni hefur verið komið fyrir miklu málverki af Popieluszko þar sem hann birtist sem heilagur Georg að berjast við drekann en á pólsku er mannsnafnið Jerzy dreg- ið af Georg. Haft er eftir heimildum innan kirkjurtnar, að Popieluszko verði borinn til grafar á laugardag og er búist við, að hundruð þúsunda manna muni fylgja honum til graf- ar. í borginni Wroclaw í Suðvestur- Póllandi hafa verið stofnuð samtök menntamanna, kennara og verka- manna, sem ætla að fylgjast með mannréttindamálum í landinu, og er þetta í fyrsta sinn frá herlogum sem menn bindast slíkum samtök- um. Héldu stofnendurnir leyni- legan fund í gær og sögðu að hon- um loknum, að sams konar samtök yrðu brátt stofnuð í Varsjá, Kraká, Katowice og Gdansk og að þeir vonuðu, að þau yrðu upphafið að nýjum þjóðarsamtokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.