Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984 Hvað segir hinn Stcinunn Jóhannesdóttir Sorglegt aö menn skyldu ekki hafa meira úthald — segir Steinunn Jó- hannesdóttir leikkona „Það er sorglegt að menn skyldu ekki hafa meira úthald, því lengra verkfall hefði skilað betri árangri, á því er enginn vafi,“ sagði Steinunn Jóhannesdóttir, leikkona. „Fólk hefur tapað svo miklu í þessu verkfalli hvort sem er, að það munar ekki svo mikið um eina viku til viðbótar. Sú vika hefði getað breytt miklu um niðurstöð- una. Ég er ekki með þessum orðum að álasa forystu BSRB — hún hef- ur staðið sig með miklum ágætum og það er kannski ekki síst þess vegna sem þessi samningur er mér slík vonbrigði. En ég veit að staða forystunnar var erfið. Samningarnir eru mér von- brigði fyrst og fremst vegna þess að kauptryggingarkrafan náði ekki fram að ganga. Hún var aðal- atriðið. Auðvitað skiptir prósentu- hækkunin einnig máli og raunar hefði ekkert minna en 40% hækk- un dugað til að rétta við hag opinberra starfsmanna. En ég hef litla trú á prósentuhækkun, ef hún er ekki tryggð út samningstíma- bilið. Ég er ansi hrædd um að þessi 20% sem við fáum verði fljót að rjúka út í veður og vind,“ sagði Steinunn Jóhannesdóttir. Trausti llermann.sson Er bæði ánægður og óánægður — segir Trausti Her- mannsson skatt- eftirlitsmaður „Ég er bæði ánægóur og óánægó- ur meó samningana. Ég er ánægður með aó þessi hækkun hafi þó náðst Jmenni félagsmaöur BSRB um samningana? og ennfremur það aó verkfallið skyldi ekki dregið enn á langinn. Hins vegar er ég sáróánægður með kaupið, því auðvitað dugir þessi hækkun engan veginn til að rétta hag BSRB-manna, sem hafa dregist hrikalega afturúr á undanfornum ár- um. Auk þess er ég sannfærður um að það verður gengisfelling eftir ára- mótin sem gerir þessa hækkun að engu. Og með það er ég óánægðast- ur,“ sagði Trausti Hermannsson, skattendurskoðandi. Trausti sagði ennfremur að for- ysta BSRB hefði staðið sig mun betur en hann hefði búist við, „en ef til vill gáfust þeir upp of snemma," sagði hann. „Sjálfur ef- ast ég um að lengra verkfall hefði skilað betri samningum, en það eru margir ósammála mér um það atriði." Sigurður Grímsson Menn vinna ekki endalaust fyrir hugsjón- ina eina saman — segir Sigurður Grímsson dagskrár- gerðarmaður sjónvarps „KFTIR l»AÐ sem á undan er geng- ið hefði verið hægt að ná fram meiri kjarabót en þessir samningar kveða á um. Og raunar sé ég ekki að þessir samningar þýði nokkra verulega breytingu á kjörum opinberra starfsmanna. Það er lítill munur á því að vera blankur og skítblankur, eitt eða tvö þúsund á mánuði til viðbótar skiptir ekki sköpum. Auk þess er gengisfelling yfirvofandi, þannig að ávinningurinn í peningum talíð er harla lítill,“ sagði Sigurður Grímsson, dagskrárgerðarmaður hjá Sjónvarpinu. „Hins vegar hefur eitt og annað áunnist í þessari kjarabaráttu," bætti Sigurður við. „Það hefur komið berlega í ljós hve sterkt afl BSRB er orðið og fólk er farið að átta sig á þvi að opinberir starfsmenn hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna í þjóðlífinu. Sá hugsunarháttur að rikisstarfs- menn geri ekki annað en sitja á sínum feita rassi allan daginn og nagi blýanta er á undanhaldi. Þetta verkfall ætti ennfremur að geta orðið til þess að vekja ráðamenn af værum blundi. Mis- munurinn á launum rikisstarfs- manna og þeirra sem starfa við sambærileg störf hjá einkaaðilum, er orðinn svo mikill að ekki verður lengur við unað. Menn vinna ekki endalaust fyrir hugsjónina eina saman. Enda er töluvert farið að bera á því að menn „flýi“ opinber störf og leiti hófanna hjá einkaað- ilum. Það getur því orðið mesti ávinningur þessa verkfalls að launakerfi opinberra starfsmanna verði tekið til rækilegrar endur- skoðunar," sagði Sigurður Gríms- son. Kennararnir Sigríður Stefánsdóttir (t.v.), Margrét Gunnarsdóttir og Sigrún Kinarsdóttir. Morgunblaftið/Bjarni. Erum mjög ósáttar við samningana — segja þær Sigríður Stefánsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir og Sigrún Einarsdóttir kennarar „VIÐ KRUM mjög ósáttir við þessa samninga. Bæði er prósentuhækkun- in of lítil og það sem verra er, kaup- máttartrygginguna vantar,“ sögðu þær Sigríður Stefánsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir og Sigrún Kinarsdótt- ir, kennarar við Fósturskóla íslands. Þær voru þó á því að forysta BSRB hefði staðið sig með ágæt- um í kjarabaráttunni, „en við erf- iða andstæðinga hafi verið að glíma“. Þær töldu hins vegar að úr því sem komið var hefði átt að heyja verkfallsbaráttuna lengur. „Ahrif verkfallsins voru rétt að byrja að segja til sín undir lokin, og vika eða tíu dagar í viðbót hefðu virkilega getað sett stjórn- völd upp við vegg. En hvort það hefði skilað raunverulegum árangri veit enginn, en það hefði mátt láta reyna á það,“ sögðu þær. Margrét sagði að tónninn í ráðamönnum benti til þess að gengisfelling og aukin verðbólga kæmu til með að verða viðbrögð stjórnarinnar við samningunum. „Að minnsta kosti gaf fjármála- ráðherra það alvarlega til kynna í fyrsta viðtali sínu eftir að samn- ingarnir voru gerðir," sagði hún. „Það hefur mikið verið rætt um það að ef til vill væri betra að lækka skattana til að ná fram raunverulegum kjarabótum," sagði Sigrún, „en staðreyndin er sú að flestir opinberir starfsmenn eru það lágt launaðir að þeir borga litla skatta og hefðu því lítið hagnast af lækkun skatta. Þess vegna held ég að krafa BSRB um umtalsverða prósentuhækkun launa hafi verið fyllilega rétt- mæt.“ „Ég er orðin hundleið á þeirri umræðu í þjóðfélaginu að heil- brigðis- og menntakerfið sé að ríða okkur að fullu. Menn verða að átta sig á því að ef við viljum telj- ast til heilbrigðra og menntaðra þjóða þá kostar það sitt,“ sagði Sigríður og bætti við: „Af hverju halda menn að við verðum allra kerlinga elstar og ungbarnadauði sé hér með minnsta móti? Og af hverju halda menn að við eigum vel menntað og hæft fólk í ríkum mæli? Það er ekki vegna þess að við séum betur úr garði gerð en annað fólk, heldur vegna þess að við leggjum mikið upp úr þessum atriðum og viljum gera það. Árla skal að auðnu hyggja. Ráðamenn mættu íhuga það, nú þegar fólk flýr í hrönnum úr kennara- og heilbrigðisstéttum vegna smán- arlegra launa." Sveinn Krlendsson Hefði frekar viljað skattalækkun — segir Sveinn Er- lendsson lögregluþj. „ÉG hefói frekar viljaft aft skatta- lækkunarleiðin hefði verift farin, því ég óttast aft þaft sem nú hefur áunnist gufi fljótlega upp í verftbólgunni. Kn þó er ég all sáttur við prósentuhækk- unina, miðað við efni og ástæður, og efast um að lengra verkfall hefði skil- að betri samningum," sagði Sveinn Krlendsson, lögregluþjónn. Sveinn sagðist ekki hafa kynnt sér hversu mikil hækkun í krónutöl- um þessi samningar þýddi fyrir hann, en fyrir samninga hafði hann um 14.800 krónur í grunnlaun á mánuði. „Menn þurfa að leggja á sig mikla yfirvinnu til að geta lifað sæmilegu lffi,“ sagði Sveinn, „og sjálfur hef ég hæst komist upp í 40 þúsund á mánuði með 130 auka- vinnutfmum." Þetta eru léleg- ir samningar — segir Þorkell Ein- arsson afgreiðslum. „Þetta eru lélegir samningar eftir svo langt verkfall. Menn hefðu átt að halda að sér höndum í eina viku í við- bót, að minnsta kosti. Þá held ég að betri samningar hefðu náðst,“ sagði Þorkell Einarsson, afgreiðslumaður I áfengisútsölunni við Lindargötu. „Ég held að fólk hafi almennt ver- ið tilbúið að leggja á sig lengra verk- fall,“ sagði Þorkell. „Mér heyrist það á mínum samstarfsmönnum og svo talar yfirlýsingin frá kennurum sfnu máli.“ Þorkell sagðist lfta svo á, að þessi kauphækkun opinberra starfsmanna þyrfti alls ekki að leiða til gengisfell- ingar og aukinnar verðbólgu. „Það er hægt að spara mikið I ríkisrekstrin- um, minnka fjárfestingar og auka hagræðingu. Hins vegar heyrist mér á Álbert Guðmundssyni, að hann sé þegar farinn að undirbúa gengisfell- ingu,“ sagði Þorkell. Þorkell Kinarsson Inga Guðmundsdóttir Opinberir starfs- menn sitja áfram á botninum — segir Inga Guð- mundsdóttir gjaldkeri „Ég er kannski ánægð með sam- ningana að vissu leyti, en þó tel ég að hækkunin hefði átt að vera meiri mið- að við þetta langa verkfall. Sjálf heffti ég verið tilbúin til þess að þrauka leng- ur ef meiri hækkanir hefðu náðst með því,“ sagði Inga Guðmundsdóttir, gjaldkeri hjá Póstinum. „Opinberir starfsmenn eru langt á eftir flestum öllum stéttum þjóðfé- lagsins í launum og ég held, því mið- ur, að það bil hafi ekki verið brúað f samningunum nú. Því auðvitað gengur þessi hækkun yfir línuna og við sitjum áfram á botninum," sagði Inga. Inga sagði, að opinberir starfs- menn væru almennt óánægðir með það að fá ekki kjör sín miðuð við kjör annarra stétta. Þá sagðist hún óttast að verðbólgan færi á fullan skrið aftur og gerði hækkunina að engu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.