Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAG UR 1. NÓVEMBER 1984 9 Námskeið í bókbandi Ákveðið hefur verið að halda annaö námskeiö í bókbandi fyrir áramót. Uppl. í bókabúöinni Flatey, Skipholti 70, sími 38780. iPÞING HF 68 69 88 SPÖRUM OGLÁTUM VEXTINA VTNNA! Átt þú 4ra herb. íbúð sem þú býrð ekki í? Ef þú selur íbúðina og kaupir verðtryggð skuldabréf getur þú fengið 300 þúsund kr. á ári í skattlausar tekjur og átt andvirði íbúðarinnar áfram. (Ekki þarf að mála bréfín né gera við þakið, þú getur gleymt fasteignagjöldum og þarft ekki að fínna leigjendur). Störf og staöa kennara Það er hlutverk fjölmiðla að vera farvegur frétta og skoðanaskipta í þjóðfélaginu. Þeg- ar starfsemi þeirra er heft fær fólk ekki rétta mynd af framvindu mála. Gott dæmi um þetta eru ranghugmyndir ýmissa um þaö sem fram fór á Alþingi meöan dagblöðin komu ekki út, t.d. umræður um stööu og störf kennara. Staksteinar í dag stikla laus- lega á nokkrum ummælum Ragnhildar Helgadóttur, menntamálaráöherra, í þing- ræöu um þessi mál. Nýtt mat á kennarastarfið Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, sagði m.a. í þingræðu í utandagskrárumræðu 15. október sl., er málefni kennara vóru til umfjöllun- ar „Hinu mælist ég ekki undan að skýra mitt við- horf til þessara mála, sem fellur raunar saman við það viðhorf sem ég hcld að ríkisstjórnin í heild hafi og þaö er ósköp einfaldlega á þann veg, að við teljum, að það þurfi að fara fram starfsmat á kjörum kenn- ara. Það þarf að fara fram mat á störfum kennara sambærilegt við aðrar stéttir og það þarf að líta á kjör og stöðu kennara með hliðsjón af ábyrgð þeirri og menntun sem á bak við starfíð er. — Ég er þeirrar skoðunar, eins og mál standa núna, að það sé mjög slæmt vegna þess vanda sem fjöldi heimila { landinu á nú við að etja vegna verkfallsins að kynda ektana. sem eru undir ósamkomulaginu öllu. Kg held einmitt að við eigum að reyna að reifa málin rólega og stuðla að því að samkomulag náist En það gerist ekki með stóryrðum og reiði. Það gerist með skýrum viðræð- um við samningaborðið." Síðan vitnaði mennta- málaráðherra til frétta- flutnings af störfum Al- þingis, sem RÍJV sat eitt að, og sagði m.a.: „Rn raddir berast ekki víða þessa dagana, nema skýrt sé frá þeim í RÚV. Það kom ekki fram í frétt- um rikisútvarpsins, sem tí- unduðu margumrædd um- mæli hæstv. fjármálaráð- herra, að á sama þingfundi hölðu bæði ég og fleiri þingmenn uppi ummæli um kjör og stöðu kennara, sem öll hnigu í þá átt sem ég hefi áður lýst, að það þyrfti að fara fram nýtt mat á stöðu og kjörum kennara í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð.“ Vinnutími kennara Menntamálaráðherra sagði í þessari þingræðu að vinnutími kennara væri sá sami og annarra opinberra starfsmanna, eða um 40 klukkustundir á viku allt árið, 1800 klukkustundir alls. Þar sem skólar störf- uðu ekki allt árið skiptist þessi vinnutími með öðrum hætti, þ.e. væri lengri á starfstíma skólanna en hjá öðrum. Ráðherra tók dæmi úr grunnskóla. Starfstíminn spannaði minnst 36 vikur. Starfstími kennara skiptist þennan tíma svo: a) Kennsla og önnur störf í skólanum 32,5 klukku- stundir á viku. Þessi tfmi nær, auk kennslu og um- samdra vinnuhléa, til um- sjónar með bekk, náms- mats, skýrslugerða, funda o.fl. samkvæmt ákvörðun skólastjórnar, sem er skólastjóri og kennararáö, b) Undirbúningur undir kennshi er metinn 13 khikkustundir og 15 mín- útur á viku hverri. Kennari við grunnskóla skilar þvf samtals á hverri starfsviku skólans 45 klsL og 45 mín- útum. Þetta nægir ekki, sagði ráðherra, til að fylla þær 1800 vinnustundir sem gert er ráð fyrir aö opinber- ir starfsmenn skili árlega. Þar á vantar 153 stundir. En gert er ráð fyrir að kennarar vinni það sem á vantar utan starfstíma skólans, sæki Ld. endur- menntunarnámskeið. Káðherra tók hliðstætt dæmi um framhaldsskóla- kennara. Vinnutími fram- haldsskólakennara er tal inn 48 klukkustundir og 10 mínútur á viku í 34 vikur á ári, þ.e. kennsla, umsjón, undirbúningur o.fl. Undir- búningur undir kennslu utan starfstíma fram- haldsskóla er talinn um 160 khikkustundir. I*essi sýnishorn úr ræðu menntamálaráðherra eru hér tínd fram til þess eins að fólk í landinu fái rétta mynd af málflutningi hans í umræðu á Alþingi, sem fram fór meðan dagblaða- útgáfa var hefb og mjög hefur verið rangtúlkuð út á við. I*egar verfallshitinn heyrir fortíð til og menn ná áttum í tilverunni vilja þeir heldur hafa þaö sem rétt- ara reynisL Það er einnig giftudrýgra. Ef þú hefur ekki tfma eða treystir þér ekki til að vera f verðbréfaviðskiptum getur þú látið Fjárvörslu Kaupþings um að annast þau í samráði við þig. / Fjárvörslu Kaupþings felst: 1. Persónuleg ráðgjöf við val á ávöxtunarmöguleikum. 2. Hámarksávöxtun sparifjár með verðbréfakaupum. 3. Varsla keyptra verðbréfa og umsjón með vei ðbréfakaupum. 4. Endurfjárfesting innheimtra greiðslna. 5. Yfírlit um hreyfingar á vörslureikningum, eignarstöðu og ávöxtun. Reynið Fjárvörslu Kaupþings hf! jil f? KAUPÞING HF ^1IW1 ■? Husi Verzlunannnar, simi 686988 TSíltamallca^utinn si' Itvl ^uttiffðtu 12-18 Lada Sport 1980 Rauöur, ekinn 48 þús. km. Verö kr. 190 þús. Einnig Lada Sport 1981. Verö kr. 220 þús. Mazda 323 1980 Hvitur, ekinn 75 þús. Verö 170 þús. Toyota Camry GL 1983 Rauöur, eklnn 51 þús., framdrífsbíll. Verö 390 þús. Range Rover 1984 Hvítur, ekinn 4 þús., 5 gíra, meö sentrallæs- ingum. Verö 1240 þús. Höfum kaupanda að nýlegum japönskum jeppum, Pajero, Suz- uki o.fl. Eagle station 4x4 1982 Rauöur ekinn 21 þús, sjálfskiptur, vökva- stýri, snjódekk, sumardekk, selectdrif, skráður okt. 1983. Verð 680 þús. Willy’s CJ 5 Brúnn, sjálfskiptur. 307 cyl. Allur uppgeröur. Verö 240 þús. Toyota Tercel 4x4 1983 Silfurgrár ekinn 39 þús. (1500 cc), 5 gira, útvarp o.fl. Verö 395 þús. Honda Accord Sport 1983 Rauöur, ekinn 25 þús. Verö 410 þús. Sparibaukur á hjólum Fiat Uno 45 Es 1984 Dðkkgrár ekinn 16 þús. Útvarp, segulband. Verö 245 þús. Toyota Corolla CL 1982 Blár, ekinn 20 þús., útvarp o.fl. Verö 285 þús. Toyota Cressida 1981 Ljósbrúnn, ekinn 57 þús. 5 gira, útvarp. Verö 310 þús. Daihatsu Runabout 1982 Grásans, ekinn 41 þús. Sjálfsklptur. útvarp o.fl. Verö 225 þús. Mazda 323 Saloon 1300 1982 Rauöur, ekinn 31 þús., snjódekk, sumar- dekk, framdrif. Verö 240 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.