Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984 19 Sveitfesti Álvers bónda — eftir Jóhannes Finn Halldórsson í mars 1983 kom út á vegum iðnaðarráðuneytisins feykivönduð skýrsla er ber heitið „Staðarval fyrir orkufrekan iðnað, forval“. Þar segir m.a.: „Umfangsmiklar athuganir á staðháttum er jafnan nauðsynlegar áður en orkufrekum iðnaði er valinn staður. Rannsókn- ir þessar eru sumar mjög kostnað- arsamar og ná yfir langan tíma. Því er nauðsynlegt að velja við- far.gsefnin á markvissan hátt. Af þessum sökum hyggst staðarvals- nefnd verja fé til rannsókna á þeim stöðum einum sem líklegir eru til að fullnægja meginforsend- um forvals.“ Nú hafa framtakssamir menn i Eyjafirði komið skoðunum sínum áþreifanlega á framfæri, þess efn- is að Eyjafjarðarsvæðið væri ekki heppilegt fyrir stóriðnað af því tagi sem álver er. Þar sem svo margir aðilar hafa undirritað mótmæli nú gegn ál- veri á svæðinu er það beinlínis skylda að endurskoða ákvörðun um rannsóknir þar og kanna vilja íbúanna með eða á móti álveri áð- ur en rannsóknum er lokið. í fyrstu kann þetta að vera undar- legt, en það virtist vera staðsetn- ingin sem slík eigi ekki upp á pallborðið, frekar en hugsanleg mengun frá verksmiðjunni. Eyjafjörður er ákaflega fallegt svæði og því finnst mönnum stór verksmiðja eyðileggja heildarsvip svæðisins og jafnframt finnst sumum að hún hefði áhrif á mannlífið sem hugsanlega vær óæskilegt. Hvort sett er ofar útlit og slík áhrif eða stóriðjuatvinna er mál hvers og eins og ber að athuga áður en lengra er haldið í dýrum mengunarrannsóknum. f áðurnefndri skýrslu er rætt um fjögur svæði sem kæmu til greina fyrir stóriðjuver, en þau eru Keflavík/Njarðvík, höfuð- borgarsvæðið, Akranes og Akur- eyri: Nú ætla ég að gefa mér það að íbúar Akureyrarsvæðis (Eyja- fjarðarsvæðis) hafni stóriðjuver- inu strax. Á höfuðborgarsvæðinu er talin vera þensla nú og þess vegna vil ég afskrifa þá staðsetningu einnig. Tveir staðir eru eftir í upptalning- unni, og mæli ég með Akranes- svæðinu. Suðurnesin kunna að „Ég held aö megi full- yrda, að íbúar hér eru ákaflega sáttir við starf- semi stóriönaöarfyrir- tækja á þessu svæöi og er það gott veganesti miðað við reynslu að norðan.“ vera jafngóð, en tek Vesturland fram yfir. í Skilmannahreppi er verk- smiðja, og vegna hennar hefur ýmislegt verið byggt upp sem mætti nýta við nýja verksmiðju, svo sem höfn og vegir. Ég held að megi fullyrða, að íbúar hér eru ákaflega sáttir við starfsemi stóriðnaðarfyrirtækja á þessu svæði og er það gott veganesti miðað við reynslu að norðan. Það kemur fram í skýrslunni að teknir voru til skoðunar ákveðnir þættir sem þurfti að fullnægja til að svæðið teldist hæft sem stór- iðnaðarsvæði. Það sem fyrst er nefnt er fólks- fjöldi og hann er nægjanlegur hér, þó svo að í skýrslunni sé ekki bætt við íbúum Borgarness og þar í kring, en þeir eru innan þess geisla sem miðað er við. Hafnarskilyrði: Höfnin á Grundartanga var sér- staklega byggð með það fyrir aug- um að þar gæti lagst stór skip. Hafnarmannvirki er dýr fram- kvæmd og telst það til tekna að það er þegar til staðar og jafn- framt er höfn nálægt því landrými sem hugsanlegt væri að reisa ál- ver á og er það ekki of nálægt íbúðarbyggð né væntanlegum vexti hennar. Jafnframt yrði verk- smiðjan ekki of langt frá þéttbýli. Orkuöflun: „Grundvallarskilyrði fyrir hag- kvæmi orkufreks iðnaðar hér á landi er öryggi í orkuflutningum og hagstæð lega verksmiðja við raforku." Svo segir í umræddri skýrslu. Reynsla Járnblendiverk- smiðjunnar talar nú sínu máli og getur það gefið upplýsingar er þessi þáttur er metinn. Náttúruhamfarir: Hér er hægt að vísa í IST13 sem segir að Grundartangasvæðið liggi á hættuminnsta jarðskjálfta- svæði landsins. Umhverfisyernd: Einhvers staðar verða vondir að vera, og e.t.v. betra í þessu tilliti að hafa álver hér en í Eyjafirði. Og mengunarvörnum fleytir fram og menn eru hvergi bangnir. Veðurfar: Hér er rannsókna þörf varðandi vindáttir og vindhraða en miklar upplýsingar um það eru til. Hér er snjólétt en vindur getur orðið all- mikill. Samgöngur: Samgöngur eru með þeim hætti hér að þær geta fullnægt öllum þörfum slíkrar verksmiðju. Annað: Hér eru þegar nokkur fyrirtæki fyrir, af þeirri stærð og hafa þá þekkingu og möguleika að geta veitt þjónustu sem álver þyrfti að leita eftir út í frá. Sjúkrahús og skólar á framhaldsstigi eru hér einnig. Þegar verksmiðjan er risin væri æskilegt að einhverjir tækju sig til og reistu henni níðstöng, því það virðist hafa gefist ágætlega með Járnblendiverksmiðjuna. Jóhannes Finnur Halldórsson er bæjarritari Akraneskaupstaðar. starfsgreinum! FRAM TÖLVUSKÓLI Tölvunámskeiö Þegar í dag sem og í komandi framtíð er hverjum einstaklingi þaö mikilvægt aö hafa a.m.k. grundvallarþekkingu á tölvum og tölvuvinnslu. NÝ NÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST Væntanlegir þátttakendur geta valiö um hvort sem er dag- eöa kvöldnám- skeiö. Almenn grunnnámskeiö um tölvur og tölvuvinnslu Markmiö námskeiösins er aö veita haldgóöa grunnþekk- ingu um tölvur og tölvuvlnnslu, uppbyggingu tölva, helstu geröir og notkunarmöguleika þelrra. Farlö er m.a. i eftir- farandi atriöi: * Saga, þróun og uppbygging tölva * Grundvallarhugtök tölvufræðlnnar * Notkunarmöguleikar og notkunarsvlð tölva * Kynnlng á notendaforritum til ritvinnslu og skráar- vinnslu * Forritunarmál, forritun og uppbygging forrita * Framtíöarhortur i tölvumálum. Engra inntökuskilyröa er krafist á námskeiö þessi og sækir þau fólk á öllum aldrl, úr öllum starfsstéttum, meö mismunandi menntun aö baki og alls staöar aö af land- inu. Enda er þaö markmiö Tölvuskólans Framsýn aö aöstoöa alla þá er áhuga hafa á aö auka elgin þekklngu og undirbúa framtiö sína á öld tæknivæðingar og tölvu- vinnslu. Stööugur straumur nýrra nemenda sýnir svo ekki verður um villst aö Framsýn er tölvuskóli meö tilgang og nám víö skólann hentar allra þörfum, enda valdi tölvunefnd ríkisins Tölvuskólann Framsýn, tii aö annast námskeiöahald á einkatölvur IBM-PC og Atlantis fyrir ríkisstarfsmenn. Innritun og nánari upplýsingar fást í sima 39568, frá kl. 10.00 til 18.00. Hinir fjölmörgu nemendur okkar eru okkar bestu meömælendur. Tölvunám er fjárfesting í framtíö þinni Tölvuskólinn Framsýn, Síöumúlí 27,108 Reykjavík, s. 39566. DAGUR ALEGGSINS ,í HAGKAUPUM A FIMMTUDAGINN Við kynnum ljúffengt álegg í versluninni Hagkaup, Skeifunni 15, Smakkið á ódýru og vönduðu áleggi s.s. ■ KÁLFALIFRARKÆFU ■ SKINKU ■BJÓRSKINKU ■OG ÖLPYLSU og tryggið ykkur úrvalsframleiðslu á kynningarafslætti ri HÖFNhf. < t. 5ELF0SS1 [ TlMABÆR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.