Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984 BORÐLAMPAR HENGILAMPAR VEGGLAMPAR OLÍUOFNAR GASLUKTIR OLÍUHANDLUKTIR OLÍULAMPAR 10, 15, 20 LÍNA VASALJÓS LUKTIR FJÖLBREYTT ÚRVAL • ARINSETT FÍSBELGIR VIDARKÖRFUR NEISTAHLÍFAR ARINVIÐUR • VÉLAÞÉTTINGAR FJÖLBREYTT ÚRVAL TIL SÍLDARSÖLTUNAR: SÍLDARHÁFAR SÍLDARGAFFLAR DÍXLAR — DRIFHOLT HLEÐSLUKRÓKAR LYFTIKRÓKAR BOTNAJÁRN PÆKILMÆLAR VÍRKÖRFUR PLASTKÖRFUR SÍLDARHNÍFAR STÁLBRÝNI RAFMAGNS-HVERFISTEINAR • NÆLON- LANDFESTAR • SNJÓÝTUR SNJÓSKÓFLUR KLAKASKÖFUR SALTSKÓFLUR ÍSSKÓFLUR • VÉLATVISTUR í 25 KG BÖLLUM GRISJUR Í RULLUM Opiö laugardaga 9—12 Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! Morðið á Indiru Gandhi: „Niður með síkha“ hrópuðu syrgjandi hindúar og grétu Maneka Gandhi, tengdadóttir Indiru Gandhi, kemur til sjúkrahússins, sem fors»tisráóherrann var fluttur til eftir skotirás. Maneka Gandhi var harður andstredingur tengdamóóur sinnar í stjórnmálum. Nýju Delbí, 31. október. AP. INDVERJAR syrgðu frú Indiru Gandhi forsætisráóherra í dag og rúmlega 100.000 manns söfnuðust saman fyrir utan sjúkrahúsió þar sem bún andaóist, en nokkrir síkhar fögnuóu dauóa hennar og dreifðu sxlgæti. ÖUum verslunum, fyrirtækjum og leikhúsum í höfuðborginni var lokað og strangar öryggisráðstaf- anir voru gerðar. Fjölmennt lið lögreglu og hermanna var við sjúkrahúsið. margir reyndu að klifra upp á þök nálægra bygginga og margir grétu, báðust fyrir og börðu sér á brjóst. Nokkur hundruö hindískir unglingar hrópuðu vígorð og for- dæmdu aðskilnaðarsinna síkha. „Niður með síkha," hrópuðu þeir. Þegar einn af samstarfs- mönnum frú Gandhi kom út úr sjúkrahúsinu til að tilkynna and- lát hennar grétu margir eða kjökruðu Nýjo Delhi. 31. oklóber. AP. í DAG sór Rajiu, sonur Indiru Gandhi, hins látna forsætisráðherra Indlands, embættiseió sinn sem for- sætisráóherra landsins að viðstödd- um Zail Singh forseta og æðstu leið- togum Kongressflokksins. Gerðist þetta á skyndifundi, sem stjórnin efndi til og var öflugur öryggisvörð- ur við forsetahöllina, þar sem at- höfnin fór fram. Fjórir ráðherrar voru einnig út- Reiðir hindúar hrópuðu: „Síkh- ar kæra sig ekkert um land sitt, Indland, aðeins sjálfa sig.“ Grát- andi hindúakona sagði: „Bölvun fylgi því fólki, sem þetta gerði. Megi aska falla á höfuð þess. Megi dauðinn koma yfir það.“ Við aðalhof síkha í Nýju Delhí kom fámennur hópur sikha saman til að lesa aukaútgáfu blaðsins „Hindustan Times“ með fyrir- sögninni „Frú Gandhi ráðin af dögum" á forsíðu. Nokkrir síkhar við musterið út- býttu sælgæti og fögnuðu þannig dauða frú Gandhi á sama hátt og herinn fagnaði innrás sinni í Gullna musterið í Amritsar, helgi- dóm síkha, eins og einn þeirra sagði. Fimmtugur hindúi, Raghunath Dev sagði: „Mér líður eins og mín eigin systir hafi verið rnyrt." Ann- ar síkhi var harmi sleginn og sagði: „India og Indira. Þessi tvö nöfn hafa verið náskyld. Indland nefndir til að taka sæti i hinni nýju ríkisstjórn, en þeir voru allir háttsettir í ríkisstjórn Indiru Gandhi. Rajiu Gandhi er 40 ára að aldri, fyrrum flugmaður. Áður en hann sór embættiseið sinn, hafði hann verið kjörinn formaður Kongress- flokksins á neyðarfundi, sem landsráð flokksins hélt í dag, að er ekkert án Indiru." Fyrir utan sjúkrahúsið sagði starfsmaður Kongress-flokksins: því er haft er eftir ónefndum emb- ættismanni. Rajiu Gandhi hóf af- skipti af stjórnmálum árið 1980, eftir dauða yngri bróður síns, Sanjay, arftaka móður þeirra, en hann fórst þá í flugslysi í Nýju Delhi. Rajiu Gandhi hefur undanfarið verið staðgengill móður sinnar, án þess þó að taka sæti í ríkisstjórn. „Frú Gandhi sagði alltaf að út- rýma yrði hatri milli trúflokka og nú hefur þetta sama hatur svipt okkur henni.“ Nokkur hundruð hindískra stúdenta kröfðust þess að fá að sjá lík frú Gandhi og reyndu að ryðj- ast gegnum raðir lögreglumanna og hermanna. Að minnsta kosti fimm þeirra slösuðust í stymping- unum, þar af tveir síkhar. „Blóð fyrir blóð“, hrópaði mannfjöldinn. „Lengi lifi Indira Gandhi." Nokkrir hindískir unglingar hrópuðu: „Þú morðingi", hlupu á eftir ungum síkha og grýttu hann. „Þetta eru endalok Indlands," sagði síkhi úr flokki frú Gandhi. „Nú þegar frú Gandhi er látin eig- um við enga framtíð fyrir okkur." Nokkrir úr mannfjöldanum fyrir utan sjúkrahúsið hrópuðu: „Niður með CIA.“ Hindúar hafa sakaö CIA um að styðja skilnað- arhreyfingu síkha. Rajiu Gandhi sór emb- ættiseið á skyndifundi Vopnum búin barátta síkha fyrir réttindum í 200 ár Júní 1983. Indverskur hermaður athugar varðstoð shika nærri Gullna musterinu. Nýjm Delhi, 31. oktAber. AP. SHIKAR Á Indlandi hafa f seinni tíð vakið á sér athygli fyrir herskáa framgöngu í baráttu sinni fyrir auknum réttindum f heimaríki sínu á Indlandi, Punjab. Þeir hafa skipað hryðjuverkasveitir og tekið hundruð manna af Iffi síðustu 1—2 árin og stöðug ólga hefur verið í Punjab þann tíma. Fremur lítið hefur farið fyrir shikunum síðustu mánuðina, eða eftir að indverski herinn gerði áhlaup á „Gullna musterið'* þeirra í Amritsar í júní. Þá var musterið nær jafnað við jörðu og allt að 1000 shikar drepn- ir, þar á meðal helstu leiðtogarnir. En vígvél shika hefur verið í endurnýjun og nýjum hápunkti var náð með morðinu á Indiru Gandhi, forsætisráðberra Indlands, en shikar voru ekki seinir á sér að lýsa ábyrgð á verknaðinum á hend- ur sér. Shikar urðu fyrst til í kringum árið 1500, en þá klufu þeir sig frá hindúum og hófu að þróa sín eig- in trúarbrögð. í fyrstu voru shik- ar friðsamir og boðuðu trúfrelsi. Leiðtogi þeirra í þá daga var Guru Nanak og samdi hann flestar kennisetninga þeirra sem enn eru í hávegum hafðar. Nan- ak lést 1539 og fylgdu honum þá að málum bæði hindúar og mohameðstrúarmenn. Smátt og smátt hölluðust shikar æ meir að trúarbrögðum mohameðstrú- armanna, en héldu þó mörgum sérkennum. í kring um 1700 fóru shikar að gerast herskáir, enda þá orðnir sér þjóðflokkur með eigin arfleifð og menningu. Þá voru hindúar og aðrir trúflokkar óðum að verða óvinir shika. Fyrir 200 árum breytti þáver- andi leiðtogi shika trúarhópnum endanlega í baráttusveit með því að skýra alla nýliða sérstaklega „shing“, sem þýðir Ijón. Þá hófst fyrir alvöru barátta shika fyrir ýmsum réttindum sem þeir töldu sig eiga rétt á í Punjab, þar sem þeir eru í naumum meirihluta þó í heild í Indlandi séu þeir f mikl- um minnihluta. Um þetta leyti fór útlit shika að vekja eftirtekt, litskrúðugt höfuðskraut, meiri- háttar skeggvöxtur og óskorið hár. Og í seinni tið, riffill eða hríðskotabyssa i ól um öxl. Shikar hafa lagt fram ýmsar kröfur. Þeir vilja fá nokkurs konar sjálfstæði fyrir höfuðborg Punjab, Amritsar, í „Vatíkan- stíl“. Þeir vilja fá að starfrækja útvarpsstöð í Gullna musterinu sem myndi flytja messur fyrir shika. Svo vilja þeir fá ákvæði í stjórnarskránna þar sem shikar séu viðurkenndur sérstakur trúflokkur. í apríl siðastliðnum fengu þeir síðastnefndu kröfuna í gegn, en í stað þess að halda ró sinni og fara samningaleiðina til að fá aðrar kröfur í gegn, hertu shikar á hryðjuverkum til að flýta fyrir öðrum kröfum: Það endaði með þvi að indverski her- inn greip í taumana í júni með aftirminnilegum hætti. Indira Gandhi forsætisráðherra sagði þá, að umsátrið um Gullna musterið hafi verið nauðsynlegt til þess að uppræta öfgaöfl innan shikahreyfingarinnar sem beittu hryðjuverkum til þess að ná meiri réttindum fyrir trúflokk- inn. Ef við rennum í fljótu bragði að lokum yfir helstu einkenni trúarbragða shika, þá eru þau líkari mohameðstrú sem fyrr segir. Shikar trúa á einn guð og fordæma dýrkun skurðgoða. Kenningar þeirra er að finna í bók einni sem er eigi ósvipuð Kóraninum. En ýmislegt er skylt hindúatrúnni. Til dæmis eru shikar mótfallnir slátrun nautgripa og áti þeirra og þeir aðhyllast „karma-kenningu“ hindúa sem telur sálina flytjast milli hinna ýmsu lífstiga uns hún sameinast Guði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.