Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984 29 lHwgtiiiÞlaftifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Vandi ríkis- stjórnarinnar Samþykkt stjórnarflokk- anna um efnahagsmark- mið á árinu 1985, fjárlög fyrir næsta ár og þjóðhagsáætlun sem lögð var fram um miðjan þennan mánuð byggjast á því að hófsöm launahækkun verði í ár og á næsta ári. Nú er á hinn bóginn ljóst að sú forsenda er brostin. Ríkis- útgjöld munu væntanlega aukast um 400 milljónir króna á næsta ári vegna nýgerðra samninga við BSRB. Enn er ósamið milli Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins þar sem rætt hefur verið um svonefnda skattalækkunar- leið. í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 600 milljón króna lækk- un tekjuskatta og er þar tekið mið af samkomulagi stjórn- arflokkanna frá 6. september síðastliðnum um að tekju- skattur verði afnuminn af al- mennum tekjum í áföngum og jafnframt ákveðið að fyrsti áfangi komi til fram- kvæmda við álagningu árið 1985. Allt frá því ríkisstjórnin var mynduð hefur hún fylgt þeirri meginstefnu í efna- hagsmálum að tryggja at- vinnuöryggi, hjöðnun verð- bólgu, viðunandi jafnvægi í viðskiptum við önnur lönd og verndun kaupmáttar lægstu launa og lífskjara þeirra, sem við bágust kjör búa. Á öllum þessum sviðum hefur náðst árangur, til dæmis voru kjör hinna verst settu bætt meira en þeirra sem meira mega sín, með afskiptum ríkis- stjórnarinnar af kjarasamn- ingunum í febrúar síðastliðn- um. Þar til laun hækka nú meira en ríkisstjórnin ætlaði, þótt hún hafi sjálf gert kjara- samninginn sem úrslitum ræður þegar á heildina er lit- ið, blasti sá vandi helst við henni að jafna viðskiptahalla og sjá til þess að sjávarútveg- ur væri ekki rekinn með tapi. Ekki verður undan því vik- ist að hörð átök eins og þau sem nú hafa staðið valdi verulegu pólitísku umróti. í öllum stjórnmálaflokkum og meðal almennings eru uppi vangaveltur um framtíð rík- isstjórnarinnar. Þess er að vænta að forsætisráðherra muni í stefnuræðu sinni á Al- þingi einhvern næstu daga skýra frá því hver sameigin- Ieg viðbrögð stjórnarflokk- anna verða. Af málgagni for- sætisráðherra, NT, verður það hins vegar helst ráðið að í Framsóknarflokknum megi þeir aðilar sin nokkurs sem viija sem minnst samneyti hafa við Sjálfstæðisflokkinn og kjósi að velja sér nýtt föruneyti á þeirri framsóknarforsendu að land- inu verði ekki stjórnað án framsóknarráðherra, hvað sem tautar og raular. Hinar endurteknu árásir málgagns forsætisráðherra á stefnu Sjálfstæðisflokksins og for- ystumenn hans á Alþingi, í ríkisstjórn og borgarstjórn Reykjavíkur verða ekki skild- ar á annan veg en þann. Indira Gandhi myrt kotárásin á Indiru Gandhi, forsætisráðherra Indlands, vekur óhug og sorg víða um heim. Hún var í for- ystusveit þeirra þjóðaleið- toga sem segjast ekki skipa sér í sveit með öðru hvoru risaveldanna og stefna að heimi þar sem ofbeldi víki fyrir friðsamlegum samskipt- um. Heima fyrir glímdi hún við vandamál sem virst hafa óleysanleg allt frá því Ind- land hlaut sjálfstæði undan Bretum fyrir tæpum fjörutíu árum. Öryggisverðirnir sem myrtu Indiru Gandhi voru sikhar en uppreisn þeirra gegn miðstjórninni í Nýju Delhi hefur Leitt til lang- vinnra blóðugra átaka og minnt allan umheiminn á að meðal þeirra 800 milljón manna sem Indland byggja ríkir síður en svo eindrægni, og þeir búa síður en svo í sátt og samlyndi. Launmorð eru ekki óþekkt í indverskri samtímasögu og reynslan sýnir að þau eru olía á eld trúarátaka, ættbálka- rígs og stéttadeilna. f næsta nágrenni Indlands, bæði í Afganistan og við Persaflóa, loga ófriðarbál. Rajiv Gandhi, sonur Indiru, sem nú hefur tekið við stjórnartaum- unum hóf þátttöku í stjórn- málum fremur af ættrækni og hollustu við móður sína en vegna viðurkenndra forystu- hæfileika. Hann er hafinn til æðstu valda við hinar erfið- ustu aðstæður, ekki aðeins Indverjar eiga mikið undir því að honum fari stjórnin vel úr hendi. Séra Karl Sigurbjömsson: „Er sú raunin, að hér séu tvær þjóðir í landi?“ SÍÐASTLIÐINN sunnudag, á þakkargjörðardegi þjóðkirkjunnar, flutti séra Karl Sigurbjörnsson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, prédikun, sem hann hefur leyft Morgunblaðinu að birta. Fer prédik- unin hér á eftir: Þökkum Drottni því að hann er góður aldrei þrotni sá kærleikans hróöur auma á lítur, brauð þeim brýtur björg fram flýtur sá ei þrýtur sjóður. Amen Jóhannesarguðspj. 6, 1—15 Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. í dag heldur íslenska kirkjan þakkargjörðardag, að ákvörðun biskups skv. tilmælum Kirkju- þings. Þakkargjörðardagur hefur um aldir verið haldinn í kristinni kirkju og er eiginlega uppskeru- hátíð. Víða tíðkast það að menn bera til kirkju og leggja við altarið eitthvað af uppskeru sumarsins og hví skyldum við ekki gera það: bera hér inn heybagga, kartöflur og kálhöfuð, rófur, gulrætur og gúrkur, nú og þorsk, ýsu, síld og karfa, kjötlæri, ull og gærur, já, og því ekki ál og kísilgúr og önnur dæmi af iðnvarningi nútímaþjóð- félags sem áminning um að allar nægtir landsins gæða, frjósemi moldar og fengsæld miða og far- sæld iðju mannfólksins í þessu landi er Guðs gjöf. Og þakka þá gjöf, þakka þeim góða Guði, sem lýkur upp hendi sinni og seður allt sem lifir með blessun. Gjöfult var landið á liðnu sumri, einstakt góðæri til sjávar og sveita. Allar hlöður fullar á hausti. En yfir góðærinu hvíla dimmir skuggar. Skuggi offram- leiðslunnar, er birgðir matvæla hlaðast upp, sem lítið verð fæst fyrir, og við seljum með miklum tilkostnaði nágrönnum okkar, sem einnig búa við offramleiðslu mat- væla. Og hins vegar er skuggi hungursneyðarinnar, sem milljón- ir meðbræðra lifa við um þessar mundir, svo sem nýjustu fréttir frá Eþíópíu minna á. Já, hungrað- ur heimur hlustar er við færum Guði þakkir fyrir auðsæld og nægtir, og það er í sjálfu sér ekk- ert nýtt, það hefur jafnan verið, svo framarlega sem það er satt að Jesús sé mitt á meðal vor, hann sem sagði: „Hungraður var ég ... þyrstur ... nakinn ... sjúkur ... í fangelsi var ég... Þökkum Drottni á þakkargjörð- ardegi, íslensk þjóð í skugga heift- úðugra vinnudeilna. Göngum fram fyrir altari Drottins með þakk- argjörð, kennarar, ráðherrar, af- greiðslustúlkur, stórkaupmenn, sóknarkonur, forstjórar, iðnverka- fólk, iðnrekendur, Thorlacius og Albert, eða er sú raunin, sem stundum er haft á orði, að hér séu tvær þjóðir í landi, sem eiga fá sameiginleg þakkarefni? Að hér séu tvö hagkerfi, opinbert og neð- anjarðar, að í okkar gjöfula landi sé í senn auðsæld mikil og ör- birgð? Vinnudeilur undanfarinna vikna hafa afhjúpað rótgrónar andstæður í íslensku þjóðfélagi. En er virkilega svona styrjaldar- ástand nauðsynlegt til að leiðrétta Séra Karl Sigurbjörnsson misvægi í kjörum manna? Þarf þjóðin ár eftir ár að ganga í gegn- um það að atvinnustarfsemi og nauðsynleg þjónusta lamist um lengri eða skemmri tíma til óbæt- anlegs tjóns fyrir okkur öll? Var það óhjákvæmilegt til að leiðrétta kjör þeirra sem hafa orðið undir og sannanlega borið herkostnað- inn af baráttunni við verðbólguna á undanförnum misserum? Er það hugsanlegt, en sumir vilja halda fram að hin hatrömmu átök und- anfarinna vikna séu valdabarátta en ekki kjaradeila í lýðræðis- og réttarríki? Illa er þá komið fyrir íslensku þjóðinni. Á einni mestu örlaga- stundu í lífi þjóðarinnar mælti vitur maður varnaðarorð á Al- þingi, sem greiptust inn í huga og vitund þjóðarinnar: „Það mun verða satt er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og frið- inn“. Borgarastyrjöld var afstýrt, og í þeirri friðargjörð og þjóðar- sátt varð íslensk kirkja til, eining- arafl íslensku þjóðarinnar um ald- ir. Á þakkargjörðardegi berum við, íslensk þjóð og íslensk kirkja, í einum anda fram að altari Drott- ins ávöxt lands og iðju lýðsins og leggjum það í hendur þess Drott- ins, sem blessar ... eins og forðum er menn færðu honum fimm brauð og tvo smáfiska, sem í höndum hans urðu að nægtum hungruðum lýð til saðningar. Á það undur og kraftaverk minnir líka altari kristinnar kirkju, borðið þar sem brauðið er brotið í minningu þeirrar kær- leiksfórnar, sem heimi gefur líf og von og framtíð. Einhver hefur bent á þá skýringu á undrinu, sem guðspjallið greinir frá, að mann- fjöldinn hafi farið að dæmi pilts- ins og Jesú og hver og einn lagt fram nesti sitt í þökk til Guðs og síðan gefið náunga sínum með sér. Þannig hafi allir fengið nóg. Undur er það þó og kraftaverk engu síður, og dýrlegt TÁKN, því það er jafnan kraftaverk þegar þökkin til Guðs nær að brjótast í gegnum sjálfhverfa sál, og afnema Iögmál sjálfselskunnar að hver sé sjálfum sér næstur, og opna augu manns og hjarta fyrir þörfum náungans. Þannig verða brauðin fimm og fiskarnir tveir í höndum Drottins TÁKN er bendir á nýja leið í eyðimörk mannlegs ráða- og dáðleysis, lýkur upp huldum auðs- og orkulindum í þeirri sköpun, sem sífellt á sér stað, þeirri sköp- un Guðs þegar orð hans og áhrif anda hans snerta mann og kalla og vekja til ábyrgðar og samstöðu með náunga sínum og honum til blessunar. Það er ábyrgð og samstaða kærleikans, sem rýfur öll mörk og varnarlínur fjármagnsins og for- réttindanna, samtryggingar stéttahagsmuna, þjóðernishyggju og sérgæða hverskonar, og opnar nýjar víddir, nýja möguleika og nýja sýn til nýrrar framtíðar. Á þakkargjörðardegi skulum við biðja Drottin að samstaða náist um lausn þeirrar dýrkeyptu kjara- deilu, sem heldur kverkataki um land og þjóð og bitnar harðast á þeim sem síst skyldi, að þjóðarsátt náist um réttláta skiptingu gæð- anna og lausn aðsteðjandi vanda- mála. Ég minntist áðan á návist þess, sem fyrir hönd hinna hungruðu og nauðstöddu nær og fjær hlustar á þakkir vorar og lofgjörð. Það er Drottinn kærleikans, sem elskar þennan heim, þetta synduga mannkyn, þessa svívirtu jörð og sérhvern einstakling. í helgidóm- inum erum vér frammi fyrir aug- liti hans. Það er sagt um ríka unglinginn að Jesús leit á hann með ástúð. Enginn okkar getur vitað hvað það hefur í för með sér að mæta því augnaráði, það er upphaf nýrr- ar afstöðu er sér birtuna handan við skuggaskýin og vekur mitt í auðn og eyðimörk hins sjálfhverfa lífs þakkargjörð og opnar þakklát- an huga og örláta mund og vekur gleði, von og trú á framtíðina. Guð gefi að vér hvert og eitt og íslensk þjóð verði þeirrar gæfu að- njótandi. Dýrð sé Guði, föður og syni samin, sannheilögum anda allt eins fram- in, þrennum einum, herra hreinum, hjálp hvers reynum, æðst lof greinum. — Amen. samheilögum anda allt eins fremum einum, herra hreinum, hvers reynum, æðra of greinum. Amen. „Mín sannfæring að við hefð- um ekki getað náð lengra“ — segir Albert Kristinsson, fyrsti varaformaður BSRB, í samtali við Mbl. „Það er mjög erfítt að segja nokkuð um það hvort lengra verkfall hefði getað skilað betri árangri. í samningum verða menn að vega og meta stöðuna á hverjum tíma og taka allt með í reikninginn. Þegar samningurinn var gerður var bandalagiö mjög sterkt og á slíkum stundum er hagstætt að semja. Auk þess var verkfallið orðið það langt, að jafnvel þótt eitthvað hefði unnist til viðbótar með lengra verkfalli, er hæpið að það hefði borgað sig fyrir hinn almenna félagsmann,“ sagöi Albert Krist- insson, fyrsti varaformaður BSRB, þegar blm. bar undir hann þá skoðun margra félaga BSRB að forysta bandalagsins hefði geng- ið til samninga of snemma. — Albert, þið fóruð fram a 30—35% launahækkun ásamt kaup- máttartryggingu, og hafið nú samið um 20% hækkun að meðaltali yfir lengra tímabil og enga kaupmáttar- tryggingu. Ertu sáttur við þessa niður- stöðu? Ég er sáttur við niðurstöðuna að því marki sem aðstæður gefa tilefni til. Það er mín sannfæring að við hefðum ekki getað náð lengra." — Hvers vegna lagði BSRB fyrst og fremst áherslu á umtalsverða prósentuhækkun launa, en gaf ekki gaum að skattalækkunarleiðinni, sem ASÍ virtist hafa mestan áhuga á? Nú eru ýmsir hræddir við að kauphækk- unin verði tekin af launþegum með gengisfellingu, þar eð verðbótaákvæði eru ekki í samningnum. Telurðu að þið hafið valið rétta leið? „Það var ekki fyrr en eftir þriggja vikna verkfall sem boðið var upp á hina svokölluðu skattalækkunarleið — áður hafði aðeins verið rætt um þá 600 milljón króna skattalækkun sem getið er í fjárlögum. Á sama tíma þinga VMSÍ og Landssamtök iðnverkafólks við VSÍ um allt aðrar stærðir, án þess að hafa nokkra tryggingu fyrir samþykki ríkis- stjórnarinnar. En loks þegar ríkisstjórnin tekur við sér, setur hún okkur afarkosti; gefur tveggja sólarhringa frest til að ganga að eða hafna tilboði, sem var bæði óljóst og óútreiknað. Slíkt eru fráleit vinnubrögð. Það lá ekk- ert fyrir um það hvaðan peningar ættu að koma til að mæta þessum tekjumissi ríkisins. Persónulega er ég meðmæltur skatta- og útsvarslækkun sem slíkri, enda er tekjuskatturinn ákaf- lega ranglátur skattur og útsvarið óeðlilega hátt — en skattalækkun á þessum vettvangi mætti ekki kosta auknar álögur á fólkið í öðru formi. Við það vorum við hræddir." — Telurðu að ríkisvaldið hafi svig- rúm til að standa undir þessum kaup- hækkunum án gengisfellingar? „Ég tel svo vera. Það er auðséð að peningar eru til í þjóðfélaginu. Ýmsir milliliðir og þjónustuaðilar virðast hafa næg fjárráð. Stjórn- völd hafa létt álögum af fyrirtækj- um, sem gerir þeim mönnum sem hafa fjárráð kleift að ávaxta sitt fé auðveldlega. Þetta var ef til vill nauðsynlegt að gera, en hins vegar eru þessar ráðstafanir ekki beint i takt við þá byrði sem launþegar hafa þurft að bera. Hagur hins al- menna launamanns hefur stórlega þrengst, ásamt því sem vegið er að öldruðum og öryrkjum með hækkun á læknisþjónustu og lyfjum. Ég lít svo á að ýmsir hafi komist undan því að bera sinn skerf af herkostn- aðinum við að ná verðbólgunni niður og nú sé það hlutverk ríkis- stjórnarinnar að breyta þvl.“ — Á sínum tíma voru skiptar skoó- anir um það frumkvæði Starfsmanna- félas Keykjavíkurborgar að ganga til samninga við borgina á undan heild- arsamtökunum. Hvernig lítur þú á það mál? „Það er rétt, Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar var legið á hálsi fyrir að rjúfa samstöðuna. En til hvers er sjálfstæður samningsrétt- ur ef menn mega ekki eða þora ekki að nýta sér hann. Það hefur um ára- tuga skeið verið baráttumál opin- berra starfsmanna að starfsmanna- félögin innan BSRB hafi sjálfstæð- an samningsrétt, og var reyndar ein af kröfunum nú. Bæjarstarfs- mannafélögin hafa þennan samn- ingsrétt, þannig að það er eðlilegt að þau nýti sér hann. f þessu sambandi einnig er rétt að vekja athygli á því, að þegar ríkis- starfsmenn höfðu undirritað sinn samning á þriðjudagskvöldið, var enn ósamið við þrjú bæjarstarfs- mannafélög og þá var ekki rætt um rof á samstöðu. Þetta sýnir að mín áliti, að það verður að skoða þessi mál í réttu samhengi.“ — Var hægt að komast hjá verk- falli, að þínu mati? „Sennilega. Ef ríkisstjórnin hefði tekið til hendinni í sumar og lag- fært þá kaupmáttarskerðingu sem orðin var frá því að Samningarnir voru gerðir í febrúar, er alls óvíst að til nokkurra átaka hefði komið. En þegar séð varð nú í sumar og haust, að ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að grípa í taumana og hafa frumkvæði að því að bæta kjör launþega, var óhjákvæmilegt að leggja út í þessar aðgerðir." — Kjaradeila BSRB og ríkisins hefur ekki aðeins verið býsna löng, heldur einkennst af talsverðri hörku. Hver helduróu að sé skýringin á því? „Ástæðan er fyrst og fremst stefna stjórnvalda í peningamálum — harðlínustefna sem ég vil kalla svo; sú stefna að draga úr verð- bólguhraðanum með fjármunatil- færslu frá launþegum til atvinnu- lífsins, hvað sem það kostar. Samn- * Albert Kristinsson ingsrétturinn er afnuminn með lög- um og launavísitalan tekin úr sam- bandi. Launþegar gáfu ríkisstjórninni tækifæri og vinnufrið með febrúar- samningunum, fyrst og fremst til að rétta við hag sjávarútvegsins. En það var grundvöllur samninganna að kaupmátturinn héldist sá sami á samningstímabilinu. Harðlínu- stefna stjórnarinnar hefur orðið til þess að þetta markmið hefur ekki náðst. Sem flokksbundinn sjálf- stæöismaður um áratuga skeið er ég mjög ósáttur við þessa nýju stefnu, og svo lengi sem flokkurinn fylgir henni eigum við ekki samleið. Harka fjármálaráðherra er svo algerlega sér á parti. í fyrsta lagi sú ákvörðun hans að greiða ekki út laun fyrir október. Ef hann hefur ætlað sér að stytta verkfallið með þeirri ráðstöfun, þá valdi hann verstu leið sem hugsast getur. I öðru lagi tilskipun hans að skylda yfirmenn til að ganga í störf undir- manna sinna, en slíkt er skýlaust verkfallsbrot. Og í þriðja lagi sú ögrun hans við starfsfólk ríkisins að Hvað segja talsmenn stjórnarandstöðunnar um samningana? Kjartan Jóhannsson Kjartan Jóhannsson: Ríkisstjórnin teygði verkfallið á langinn „Auðvitað er léttir að verkfallinu er lokið, og ég óska BSRB til ham- ingju með það, þótt menn séu ef- laust misánægðir með sinn hlut,“ sagði Kjartann Jóhannsson, formað- ur Alþýðuflokksins, þegar hann var inntur eftir áliti á kjarasamningi ríkisins og BSRB, af blaðamanni Morgunblaðsins síðdegis í gær. „Það var hörmulegt að horfa upp á hvernig ríkisstjórnin teygði þetta verkfall á langinn og tafði fyrir samningum, en nú er verk- efnið fyrir ríkisstjórn og aðila vinnumarkaðarins að tryggja það að kaupmáttur haldist. Af þessu verkfalli getum við dregið tvenns konar lærdóm: 1 fyrsta lagi hefur í þessari kjara- baráttu verið fólgin sú krafa að dregið verði úr misrétti, sem birt- ist með þeim hætti að launafólk hefur orðið að bera þungar byrðar, en aðrir sloppið og rfkisstjórnin setið með hendur í skauti. I annan stað, þá tel ég það ljóst að menn verði að haga stjórn þjóðmála og láta skrá niður hugsanlegar ávirð- ingar manna í starfi. Slíkar aðgerð- ir hélt maður að heyrðu sögunni til, og sýna kannski betur en margt annað þá hörku sem rfkisvaldið leyfði sér í baráttunni nú.“ — Nú finnst mörgum sem harkan sé ekki öll frá stjórnvöldum komin. BSRB hafi ekki síður gengið hart fram í verkfallsvörslu sinni og látið það bitna á þeim sem síst skyldi. Ertu sammála því? „Alls ekki. Menn verða að gæta að því að verkföll verða aldrei rekin án þess að einhverjir verði fyrir óþæg- indum. En ég veit engin dæmi þess að verkfallsverðir hafi ekki í hví- vetna fylgt lögum. Hins vegar hafa stjórnvöld reynt að nýta sér kjara- deilunefnd til að úrskurða um mál, sem er engan veginn í þeirra verka- hring að úrskurða um. Meðal ann- ars það hefur hleypt aukinni hörku f verkfallið." — En hvað viltu segja um andstöðu BSRB við að greiða út laun í nóvem- berbyrjun til þeirra sem ekki voru f verkfalli eða voru beinlínis skyldaðir til að vinna? Hvað réð þeirri afstöðu? „Tilgangurinn með því er auðvit- að fyrst og fremst sá að setja auk- inn þrýsting á stjórnvöld." — Það segir sig sjálft að þetta langa verkfall hlýtur að hafa komið illa við hinn almenna launþega inn- an BSRB. Óttast forysta bandalags- ins ekki að svo langt verkfall geti haft lamandi áhrif á samtökin i framtfðinni? „Þetta verkfall hefur á margan hátt verið frábrugðið verkfalli BSRB 1977, sem stafar aðallega af breyttri afstöðu ríkisvaldsins, eins og ég gat um áður. En samstaðan hefur verið mikil og ég er sannfærð- ur um að kjaradeilan nú geti þvert á móti orðið til að stórefla BSRB í framtíðinni, ef rétt er á málum haldið,“ sagði Albert Kristinsson að lokum. efnahagsmála þannig að fólk fái lífvænleg laun fyrir dagvinnu og lífskjör verði sambærileg og gerist í grannlöndum okkar, sem eru með svipaðar þjóðartekjur. Þetta er höfuðverkefni," sagði Kjartan Jóhannsson að lokum. Svavar Gestsson Svavar Gestsson; Baráttuaðferðir BSRB glæsilegar „Það er erfitt að segja til um efna- hagsleg áhrif samningsins fyrr en búið er að gera kjarasamninga á vinnumarkaðinum í heild,“ sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, þegar blaðamaður Morgunblaðsins leitaði eftir áliti hans á nýgerðum kjarasamningi ríkisins og BSRB sfðdegis í gær. „Það sem mestu máli skiptir er hve samstaðan var sterk og frammistaða BSRB því glæsileg. Það tókst að þrefalda það sem fjármálaráðherra hafði hugsað sér, og er árangurinn því góður. En það veltur á því að launahækk- unin fari ekki út í verðlagið, vegna þess að kauptrygging er bönnuð með lögum. Besta kjaratryggingin er að koma stjórnarstefnunni frá og besta verðtryggingin eru öflug verkalýðssamtök. Það ánægjulega við kjarasamninginn sjálfan er sú viðleitni er þar kemur fram til launajöfnunar með krónutölu- hækkunum í stað prósentuhækk- ana. Hvað varðar stöðu ríkisstjórn- arinnar þá er ljóst að hún verður að endurskoða stefnuna í grund- vallaratriðum. Hún hefur vonandi lært þá lexíu að íslandi verður ekki stjómað móti því fólki er skapar verðmætin í landinu," sagði Svavar Gestsson að lokum. Guðmundur Einarsson Guðmundur Einarsson: Leiðrétta verður óréttlæti eftir aldurshópum „Á þessu augnabliki er lítið hægt að segja um efnahagsleg áhrif samn- inganna, sem fara eftir því hvernig menn bregðast við þeim,“ sagði Guðmundur Einarsson, Bandalagi jafnaðarmanna, er blaðamaður Morgunblaðsins innti hann eftir áliti hans á nýgerðum kjarasamningum BSRB og ríkisins. „Það setur að manni vissan ugg þegar flestar reiknivélar eru sett- ar í gang til að reikna út verð- bólguáhrif launahækkana, án þess að gera ráð fyrir neinum haml- andi aðgerðum, eins og aðhaldi og sparnaði. Nú fara í hönd samn- ingar á hinum almenna vinnu- markaði og legg ég áherslu á að þeir séu gerðir án inngripa ann- arra aðila. Bandalag jafnaðar- manna hefur bent á að vinnustaðafélög myndu gefa launafóki réttlátari skerf í fyrir- tækjum sem nú eru sögð blómstra. Vinnustaðasamningar eru þegar stundaðir í stórum stil — borganir undir borðið og yfirborganir er koma einungis yfirmönnum til góða af því að þeir eru ekki gerðir fyrir opnum tjöldum. Óréttlæti eftir aldurshópum hvað varðar húsnæðismál, skatta- mál og lífeyrissjóðsmál verður ekki leiðrétt í kjarasamningum, þess vegna hlýtur það að vera eitt megin verkefni Alþingis að gera þar bragarbót á að eigin frum- kvæði, sagði Guðmundur Einars- son að lokum. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Sigríöur Dúna Kristmundsdóttir: Fagna að þessari löngu deilu er lokið „Laun opinberra starfsmanna, sem og annarra er vinna eftir launa- töxtum, hafa verið skammarlega lág og með nýgerðum kjarasamningum hafa þeir fyrrnefndu ekki náð jöfn- uði miðað við þá er starfa hjá einka- aðilum,“ sagði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Kvennalista, þeg- ar blaðamaður innti hana eftir áliti hennar á samningum BSRB og rfkis- ins. „Ég hef áhyggjur af því að sá ávinningur, sem þó hefur náðst verði tekinn aftur með efnahags- aðgerðum ríkisvaldsins. Yfirlýs- ing fjármálaráðherra um að þetta séu verðbólgusamningar gefa til- efni til þess. Hins vegar fagna ég því að þess- ari löngu deilu er lokið, en á henni ber ríkisstjórnin fulla ábyrgð með stjórnarstefnu sinni. Hversu langt verkfallið var, skrifast einnig á ríkisstjórnina, er tafði málið með óljósum yfirlýsingum um skatta- lækkanir, og þá var framganga fjármálaráðherra í upphafi vinnu- deilunnar ekki til að flýta fyrir. Mér finnst það mjög ánægjulegt hversu konur voru skeleggar í þessari kjarabaráttu, en því miður náði það ekki að skila árangri inná samningaborðið. Ég átel bæði for- ustumenn BSRB og rikisins að ekkert var gert til að leiðrétta kynbundið misrétti í launum, en konur eru í miklum meirihluta í lægstu launaflokkunum," sagði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.