Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984 41 Minning: Einar Sveins- son, Gauksmýri Fæddur 5. aprfl 1908. Dáinn 23. september 1984. „Nú er hann kominn á lífsins láð og lifir þar sæll fyrir Drottins náð.“ Þessi orð Jónasar Hallgríms- sonar komu mér í hug er ég frétti lát mágs míns, Einars Sveinsson- ar. Jónas er þarna að kveðja Eggert Ólafsson, hinn rnikla vin foldar- skartsins, smávinanna fögru. Ein- ar okkar var líka vinur gróðursins. Jörðina okkar bræðranna, Gauks- mýri, sem við elskuðum, tók hann upp á arma sína, græddi og gæddi nýju lífi. Ellefu árum ævi sinnar varði hann þar til ræktunar og upp- byggingar. Hann var þó engan veginn alheill til heilsu, þar eð hann var giktveikur, en karl- mennska og ósérhlífni mannsins réði mestu, lengi vel. Svo þegar honum elnaði sóttin svo að hann varð að selja jörðina, tók hann til við smádútl, „eins og hann kallaði það“, smíði báta, rokka og skrautkista. Við vinir hans vonuðum að hann fengi nu lengi að halda heilsu, er hann hægði á sér við stór átök, en svo varð ekki, því miður. Hinn 14. maí 1980 fékk hann heilablóðfall og var fluttur á sjúkrahús. Við vonuðum öll að hann hresstist og mikið var beðið fyrir honum, bæði af ástvinum hans og kirkjunnar mönnum. En bænheyrsla er ekki alltaf sjálfs- ögð og í mörg ár mátti hann sæta hjóla-stólsævi á ofhlöðnu elli- heimili. En i júlí sl. breyttust veikindi hans í sótt þá, er dró hann til dauða. Síðustu ævidagana dvaldi hann á Borgarspítalanum og þótti honum þá og konu hans, sem dag- lega heimsótti hann, sem þau hefðu komist í annan og fegurri heim. Svo dásamlega var hugsað um hann þar, allt til síðustu stundar að hann fékk frelsið og var kvaddur heim, inn á land lif- enda. Mikið voru þau hjónin þakklát hinu indæla sjúkraliði og læknum spítalans, þetta fólk varð þeim ímynd hinna heilögu engla, sem biðu hans hjá algóðum Guði, þar sem hvorki er harmur, vein né mæða, því hið fyrra er farið. SSB. Hvenær þarft þú ápeningumaó halda í framtíðinni ? * I Kjörbók Landsbankans verða ekki kaflaskil við úttekt. Það getur verið býsna erfitt að sjá nákvæmlega fyrir hvenær þörf er á handbæru fé í framtíðinni. Þá er lítið öryggi fólgið í því að eiga peninga undir innlánsformi þar sem ávöxtunin lyppast niður við hverja úttekt. Kjörbók Landsbankans rís undir úttektum, ávöxtun hennar er örugg og stígandi. Berðu Kjörbókina saman við tilboð annarra banka. Hafðu í huga að innstæður eru ávallt lausar til úttektar og að allt, sem eftir stendur við úttekt, fær stighækkandi ávöxtun. Þú þarft ekki að stofna margar bækur eða reikninga þó að þú þurfir að hreyfa hluta innstæðunnar á sparnaðartímanum. Leitaðu til Landsbankans. Starfsfólk Landsbankans veitir þér skýrar upplýsingar um hvaða sparnaðarform hentar þér best. KJÖRBÓK LÁNDSBANKANS EINFÖLD BÓK — ÖRUGG LEIÐ Rff LANDSBANKINN V’r/ Grœddur er geymdur eyrir Minning: Lára Eyjólfs- dóttir Múlakoti Fædd 1. aprfl 1902 Dáin 24. september 1984 Perlurnar mínar frá Múlakots- árunum eru að hverfa. Þessar perlur, sem mótuðu öðrum fremur lífsfesti mína og voru mér talna- band. Fyrst fór Óli, listamaðurinn góði, sem tók á móti gestum með bros á vör. Svo fór Nína, þessi tryggi, duglegi þjónn og vinur þess heimilis í áratugi. Síðan fór Lillý, æskunnar barn í anda, eftir erfið veikindi og líkamlegan vanmátt. Þá var kallað á Villu, trausta vinkonu sem í mörg sumur vann í Múlakoti og hélt tryggð við það heimili og rétti hjálparhönd með- an styrkur leyfði. Og nú var Lára að hverfa sjónum mínum. Þessar perlur mínar áttu eitt sameiginlegt. Þær voru ekta. Þær glitruðu og tindruðu, og þær báru af, þó oft væri þeim ekki hampað né þær bornar á flauelsdúk. Bjarmi þeirra sést ekki lengur, en þeir, sem hafa séð og vitað um tilvist slíkra gersema, muna þær ævilangt og þakka fyrir að hafa fengið að njóta þeirra og vita um mátt og traust þess, sem ekta er. Með hverju flóði sðkkva sævarsker, þó sólin vefi tindum kuflinn rauða. En hinzta kvöldið mun ég mæta þér á mörkum dags og nætur, lífs og dauða. Úr móðu stíga morgunroðans lönd, en móti okkur streymir fjallasvali. Þú réttir þínum vini heita hönd, og himnar opna sína bláu dali. D.St. Lára Eyjólfsdóttir var kvödd frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð laugardaginn 6. október sl. og jarðsett í heimagrafreit í Múla- koti hjá eiginmanni, dóttur og nánustu ættingjum. Hún fæddist í Reykjavík 1. apríl 1902 og lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 24. sept. 1984. Um æsku og uppvöxt Láru veit ég lítið, en eitt veit ég þó, að til Reykjavíkur átti hún sterkar taugar, þar sem rómantík og feg- urð voru efst í huga. Sjálfsagt hef- ur hún verið ein af Austurstræt- isdætrum, sem gengu glaðar um götur, frjálsar og fagrar. Oft sló hún því fram í spaugi, að á efri árum færi hún á Elliheimilið Grund og spjallaði við gamla æskuvini. Það varð þó ekki af þeirri för, þó til Reykjavíkur ætti hún leið undir lokin. Hún var flutt helsjúk á Landspítalann laust fyrir síðustu jól. Heim af sjúkrahúsum átti hún ekki afturkvæmt. Dásamlegt var að vita, og við því mátti búast, að hún héldi sinni sálarró og heilli hugsun allan þann tíma, sem hún var veik. Hvað hún var glöð, þegar hún sagði frá blómum og gjöfum, sem henni bárust á afmælisdaginn í vor og hvað hjúkrunarfólkið var dásamlegt og gerði henni daginn gleðiríkan með óvæntri uppákomu um morguninn ásamt myndatök- um og munaði. Þetta var ævi- kvöldið. Tvítug að aldri réðst þessi Reykjavíkurmær til sumarstarfa að Arkvörn í Fljótshlíð. Unga kaupakonan og einkasonurinn í Múlakoti, Ólafur Túbals, felldu hugi saman. Ævidagurinn var ákvarðaður. Þau voru gefin saman árið 1924 og hófu sinn búskap í sambúð við foreldra Ólafs, þar sem Guðbjörg móðir hans hafði skapað landsins frægasta garð. Ólafur og Lára bjuggu alla sfna tíð í Múlakoti, tóku þar við búi og um- svifamiklum hótel- og gistihúss- rekstri. Að koma og vera á þessum stað á uppgangsárum staðarins var eins og að koma í framandi borg, listamenn gengu um sali, innlend- ir sem erlendir. Þegar morgunsol- in glitraði gekk húsbóndinn með trönur sínar og liti á vit náttúr- unnar og málaði málverk, á meðan hornsteinn heimilisins, húsmóðir- in, vinnandi að þjónustustörfum við gesti og gangandi, veitandi bros, góð orð og vináttuþel. Það var stundum stuttur svefn og lítil hvíld, þó ekki væri hægt að marka það af þessari sívökulu og kviku konu. Hún fór fyrst á fætur og síðust að sofa. Ef einhvern tíma er hægt að nota orðið mannbætandi, þá á það við um hana. Frá hennar garði var ekki gengið öðruvísi en með betri hugsanir og vor í huga. Ævinlega sagði hún sögur af vinum og vandamönnum, þær voru alltaf af hinu góða, allir voru góðir, vel gefnir og alls staðar gekk svo vel. Það segir sögu af hennar innri manni. Rúm sextíu ár hefur heimili Láru verið í Múlakoti. Henni þótt vænt um þennan stað og kunni að meta þá náttúrufegurð, sem blasti við augum. Æviskeið hennar er runnið, kvöldið liðið, nóttin komin. Henn- ar nótt hófst að morgni dags, þennan sama dag kom ég seint heim. Það var stjörnubjartur him- inn, norðurljósin sindruðu, og ég horfði á fegurð himinsins og dá- samaði tign þess ókunna, sem vis- indamenn hugsa sér að kanna. Þangað í ómælda fegurð og vidd var hún Lára mín komin. Börnum Láru, Reyni og Fjólu, svo og vinum hennar öllum sendi ég samúðarkveðjur. Sjöfn Árnadóttir Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.