Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984 + Móöir okkar og dóttir, GUÐRÚN ÁSGEIRSDÓTTIR, er látin. Jaróarförin auglyst siöar. Viöar Jónsson, Ólafur Jónsson, Kristrún Jónsdóttir, Kristrún Fransdóttir. Dóttir mín og systir okkar, ODDNÝ GUDRÚN ÞORVALDSDÓTTIR, Fellsmúla 4, lést 27. október. Jaröarförin fer fram frá Bústaöakirkju mánudag- inn 5. nóvember kl. 13.30. Gróa Oddsdóttir og systkini hinnar látnu. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, BJÖRN STEFÁNSSON, Garói vió Vatnsenda, sem andaöist í Landspítalanum 21. október sl. veröur jarösunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 1. nóvember kl. 13.30. Þuríöur Björnason, Hulda Björnsdóttir, Jón Einarsson, Kolbrún Jónsdóttir, Þurföur Jónsdóttir, Rakel Jónsdóttir. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, TÓMAS S. JÓNSSON frá Sólheimahjáleigu f Mýrdal, Laufvangi 16 Hafnarfirói, lést 26. október. Útför hans veröur gerö frá Sólheimakapellu laug- ardaginn 3. nóvember kl. 13.30. Gróa Þorsteinsdóttir, Elín Tómasdóttir, Gunnar Jónasson, Sigurlín Tómasdóttir, Egill Bjarnason og barnabörn. + Maöurinn minn og faöir okkar, HJÁLMAR HELGI GUÐMUNDSSON, húsasmiöur, Hrfsateig 39, andaöist i Borgarspitalanum 20. þ.m. Jaröarför hans hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Innilegar þakkir til lækna og alls starfsliös á deild A7 Borgar- spitatans fyrir frábæra umönnun. Jóna EiríRsdóttir, Sævar Hjálmarsson, Sólrún Hjálmarsdóttir, Helgi Hjálmarsson. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, INGÓLFUR PÁLSSON, húsgagnasmióur, Lyngbrekku 1, Kópavogi, andaöist 29. október. Minningarathöfn fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. nóvember kl. 16.30. Jarösett verður frá Skaröi, Landsveit, laugardaginn 3. nóvember kl. 14.00. Jónína Salný Stefánsdóttir, Stefán Þórarinn Ingólfsson, Margrét Einarsdóttir, Halldóra Ingibjörg Ingólfsd., Siguröur Ragnarsson, Páll Rúnar Ingólfsson, Eydís G. Siguröardóttir, Hafdfs Odda Ingólfsdóttir, Ingjaldur H. Ragnarsson, Ingvi Ingólfsson, Fanney Ingólfsdóttir og barnabörn. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. ________________ Björgvin Sigurjóns- son - Minningarorð Fæddur 7. febníar 1898. Dáinn 22. október 1984. Hann Björgvin afi minn er dá- inn og í dag verður hann jarðsett- ur í Fossvogskirkjugarði við hlið konu sinnar, Sigmundu Guð- mundsdóttur, sem þar hvílir. Hann afi minn var svolítið sér- stakur maður og fyrst þegar ég man eftir honum hef ég líklega verið 6—7 ára gömul og hann hef- ur þá verið um sextugt. Hann var þá að vinna við ketilhreinsun í skipum og kom heim úr vinnunni, alveg kolsvartur upp fyrir haus og flampaði á hvítuna í augum hans. Ig hélt mig í hæfilegri fjarlægð, því ég var svolítið skelfd og létti, þegar hann með grænsápu hafði náð af sér mesta sótinu og ég sá að þetta var örugglega hann afi minn. Og ég var svo sem ekkert viss um að hann birtist sjálfur innan úr öllu sótinu því afi hafði sjálfur sagt okkur krökkunum að hann + Þökkum af alhug auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför, GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR, konnara. Steinþór Guöbjartason, Rósa Guöbjartadóttir, Þóróur Ólafsson, Helgi G. Þóröarson, Cecilia Þóröardóttir, Siguröur Þ. Guömundsson, barnabörn og Guölaug Guömundsdóttir, Meyvant Þórólfsson, Kristín S. Helgadóttir, Þorgeröur Mortensen, Þórunn Þóröardóttir, Kristín Einarsdóttir, aörir vandamenn. + Innilegt þakklæti sendum viö ölium þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móöur, fósturmóöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUDRÚNAR EIRÍKSDÓTTUR, Kírkjuvegi 3, Hafnarfiröi, er lést aö Hrafnistu Hafnarfiröi 12. október sl. Guð blessi ykkur öll. Ragnheiöur Ólafsd. Suggitt, Bryndís Ólafsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega samúö og hlýhug viö fráfall SIGURDAR H. ÞORSTEINSSONAR, Bræöraborgarstig 10. Matthildur Elíasdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins mins, fööur, tengdafööur og afa, STEFÁNS EINARSSONAR, járnsmiös, Miklubraut 90. Hildur Benediktsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur mins, tengdafööur, bróöur og afa, BJARNA G. MAGNÚSSONAR, félagsmálafulltrúa, Kúrlandi 22, Reykjavfk, er lést 2. október sl. Jóna Bjarnadóttir, Gylfi Þ. Sigurjónsson, Bjarni G. Gylfason, Högni Magnússon, Sigurjón Gylfason, Ingibjörg Gylfadóttir. + Þökkum öllum þeim sem sýndu samúö og heiöruöu minningu eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu okkar, SIGURVEIGAR GUOLAUGAR ÞORGILSDÓTTUR, sem jarösungin var frá Hafnarfjaröarkirkju 25. október sl. Sérstakar þakkir til starfsfótks Hrafnistu í Hafnarfiröi og annarra þeirra sjúkrastofnana sem veittu hinni lótnu góöa umönnun í veik- indum hennar. Pétur Eggerz-Stefánsson, Sólveig Eggerz Pátursdóttir, Árni Jónsson, Elin Eggerz-Stefánsson, Árni Friöfinnsson, Bergljót Siguröardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. kynni að galdra. Og við fengum meira að segja stundum að skoða Galdrabókina hans, sem voru nú reyndar Þjóðsögur Jóns Árnason- ar og þar lásum við um Sæmund Fróða og fleiri góða menn. Og svo var hann eini afinn sem borðaði galdragraut. Stilltum við krakk- arnir okkur þá upp fyrir framan eldhúsborðið og störðum á hann taka stóra sleif og sletta hafragr- aut á disk, taka síðan vel af skyri og hræra saman við. Síðan göpt- um við af hrifningu þegar hann með stórri skeið át allan hræring- inn og við vissum að hann afi hafði ekkert verið að plata — hann kunni örugglega að galdra. En hann kunni meira en að galdra. Þegar ég er órðin læs, þá lánar hann mér Barnablaðið, sem í var ýmis trúarlegur fróðleikur og sögur. Hann var nefnilega mjög trúaður maður og las Biblíuna mikið og man ég vart eftir honum, einkum hin síðari ár, án þess að Biblían hans lægi á hnjánum á honum, eða væri alla vega ekki langt undan. En ef hann ekki ias Guðs orð, þá var Þjóðviljinn hans helsta lesning og lágu þau gjarnan hlið við hlið, Biblían og Þjóðvilj- inn. Afi var verkamaður alla sína ævi og því mikill vinstrimaður og var harður á móti íhaldinu, en það kom hans trú ekkert við og marga ferðina fór hann til Ragnhildar í Tjarnargötunni til að láta biðja fyrir sjúkum og bágstöddum. Börn sóttu mikið til hans og ein- hvern veginn var hann alltaf afi allra krakkanna í götunni. Hann hafði reyndar sjálfur tekið snemma til hendinni með sín eigin börn, þar sem amma var lengst af heilsuveil, og þegar hann kom heim úr vinnunni tók hann til við að þvo krökkunum og koma þeim í rúmið. Gegnum barns- og unglingsárin liggur leið okkar frændsystkin- anna oft á Bergstaðastrætið þar sem afi og amma bjuggu lengst af og afi síðan ásamt yngstu dóttur sinni, Dísu. Seinna tökum við okkar börn með og síðan fóru langafabörnin bara sjálf í heimsókn til afa. Einn- ig hændust að honum önnur börn, og má nefna dreng sem var föður- laus og var mikið hjá honum. Afi hugsaði vel um hann og átti drengurinn þarna sitt annað heimili. Örlæti hans við smáfólkið voru lítil takmörk sett. öllum var boðið upp á drykk og eitthvað að narta í, gjarnan dreginn fram brjóstsykurspoki og enginn fór án þess að afi teygði sig f budduna sína og styngi smáaur að viðkom- andi í kveðjuskyni. En þetta er allt saman eftir mínu minni, en afi minn, Björgvin Sigurjónsson, er fæddur að Kringlu í Grímsnesi þann 7. febrúar 1898, sonur hjónanna Jó- dísar Sigmundsdóttur og Sigur- jóns Gíslasonar. Voru þau hjón bæði úr Flóanum, Jódís frá Kambi en Sigurjón frá Heimalandi. Jódís og Sigurjón bjuggu búi sínu að Kringlu og þar ólst afi upp við fremur kröpp kjör og hin hefðbundnu sveitastörf. Eftirlifandi 10 systkina eru nú aðeins tvö, þau Jónína og Torfi. Jónína er gift Geir Gestssyni bónda og búa þau að Byggðarhorni í Flóa. Torfi býr ásamt konu sinni, Margréti Sæmundsdóttur, að Miðhúsum í Garði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.