Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984 51 l^L^AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI FÖSTUDA Ljósm.Mbl./Ól.K.Magnússon Sumar konur vilja og geta eytt tíma sínum med börnunum. J.L.L. fínnst þessum konum gert lægra undir höfði en öðrum við álagninu tekjuskatts. „Hvers á ég að gjalda?“ J.LL hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Hvers á ég að gjalda, að vera heimavinnandi húsmóðir með þrjú börn, sex mánaða, tveggja ára og sex ára? Þá er ég auðvitað að tala um tekjuskattinn. Hvenær ætlar hæstvirt Alþingi að leiðrétta þetta, þannig að tekjur hjóna, hvort sem annað þeirra eða bæði vinna fyrir þeim, skiptist jafnt á hjón, þegar álagning fer fram? Það er verið að refsa konum fyrir að vilja vera heima og hugsa um börnin. Ástand Sturlungaaldar ríkjandi Þorkell Hjaltasoit, Hverfísgötu 70, skrifar: Það má segja, að styrjaldar- ástand hafi ráðið ríkjum hér á landi undanfarnar vikur, eða réttara sagt reglulegt sturlungaaldarástand, þó án vopnaviðskipta enn sem komið er, en hvað verður það lengi. Thor- lacius og Haraldur berjast um á hæl og hnakka við að brjóta niður ellefu alda þjóðskipulag með kommúnista í fararbroddi, að sjálfsögðu, og skeyta hvorki um skömm né heiður í því sambandi. Þeirra ær og kýr eru alltaf þær sömu, að heimta allt af öðrum en ekkert af sjálfum sér. Ósvífni BSRB-manna er svo heimskuleg. Þeir útiloka mestalla þjóðina frá því að gegna skyldu- störfum sínum fyrir almenning, s.s. póst- og símaþjónustu, og skip landsbyggðarinnar fá enga af- greiðslu. Það hindra verkfallsverðir með ólögmætum hætti. Útvarps- menn gengu út og hættu útsending- um, en það var einnig hrein lög- leysa. Að lyktum voru þeir þó þvingaðir til að lesa fréttir tvisvar á dag. Auðvitað er þetta athæfi þeirra ólögmætt með öllu og stór- lega vítavert. Ýmsir þættir út- varpsins, sem voru mjög vinsælir, heyrast að sjálfsögðu aldrei, eins og t.d. sönglagaþáttur Hermanns Ragnars Stefánssonar, sem eldri kynslóðin hlustar jafnan mikið á, sér til mikillar ánægju. Og forystu- greinar dagblaða steinþegja, eins og útvarpið. Það er skýlaus krafa mikils meirihluta þjóðarinnar, að þessu ólögmæta ófremdarástandi ljúki þegar í stað, já, strax í dag. Þetta ástand, sem nú er í landinu, hafa þeir kommúnísku félagar Kristján og Haraldur skapað og það er í reynd harðsnúin árás á ríkjandi þjóðskipulag. BSRB virðist orðið ríki í ríkinu og telur sér allt leyfi- legt og fer hvergi að lögum að hætti siðmenntaðra þjóða. Þegar svo er komið er glötunin vís og svartnætti stjórnleysis blasir við. Á öllu þessu ástandi ber BSRB fulla ábyrgð og verður að sjálfsögðu að svara til fullra saka fyrir það tjón, er sam- tökin hafa valdið skipastól lands- manna með sinni vitlausu verk- fallsvörslu, sem hefur valdið skip- unum og skipafélögunum tugmillj- óna tjóni. Þetta tjón skipafélag- anna ber BSRB að greiða upp í topp. Reykjavík, 26.10 1984. Þorkell lljaltason, Hverfisgötu 70. Afnemum einkarétt útvarpsins Gestur Sturlaugsson hringdi: Nú hafa verið dimmir haustdag- ar, þó veður hafi verið óvenju blíð, allt þjóðlíf meira og minna lamað af verkföllum, eiginlega ríkt hálf- gerð borgarastyrjöld. Þjóðin er klofin í herðar niður milli andstæð- ra fylkinga, þetta land er að segja má eitt allsherjar „galehus". Mis- jafnl ega hefur þetta komið niður á landslýðnum, sjálfsagt erfiðast hjá þeim, sem í stríðinu standa. En það eru fleiri, sem orðið hafa fyrir hnjaski og það að ósekju. Þar á ég við, að öll fjölmiðlastarfsemi hefur lagst niður, fyrst öll blaða- pressan (sem er sem betur fer kom- in I gang aftur eftir sex vikna verk- föll) og síðan útvarp og sjónvarp. Ég er þó nokkuð kominn til ára minna og hef haft nægan tlma til að fylgjast með því, sem er að ger- ast í kringum mig og veit ekki nein dæmi þess að svona lagað hafi gerst í nokkru landi nema íslandi. Og það í annað skiptið á átta árum. í einu vetfangi var þjóðinni kippt aftur í leik og gamni. HVernig hefur nú til tekist með það? Jú, bara vel, að því er mér finnst, ég held að við þessar stofnanir sé valinn maður í hverju rúmi núna. Miðað við útsendingar- tíma finnst mér íslenska sjónvarpið standast samanburð við hvaða sjónvarp sem ég hef séð erlendis. Eg gagnrýni því ekki þessar stofn- anir, þegar þær eru í gangi. En það er mikið öryggisleysi, að starfsfólk- ið geti hvenær sem því þóknast lok- að þessum stofnunum. Að vísu sá Rfkisútvarpið sig um hönd og hóf að útvarpa fréttum tvisvar á dag, en af hverju? Af því að þegar útvarpið þagnaði, hófu litlar útvarpsstöðvar að útvarpa, bæði í Reykjavík og úti á landi. Þá tók Ríkisútvarpið við sér, en lög- reglan gerði litlu stöðvarnar upp- tækar að kröfu útvarpsstjóra lögum samkvæmt. En hvað sem öllum lög- um líður, þá er það klárt mál, að fréttaútsendingar Ríkisútvarpsins hefðu ekki byrjað aftur fyrr en að verkfalli loknu, hefðu þessar stöðv- ar ekki komið til. Og hverjar eru svo þakkirnar, sem þeir fá er að þessum útsendingum stóðu? Ætli þeir megi ekki velja um fjársektir eða tugthúsvist? Lög eru víst lög, en stundum virðast vegir laganna jafn órannsakanlegir og vegir Guðs al- máttugs. Sjónvarpið hefur t.d. einkarétt á að varpa út sjónvarpsefni, en þó hafa risið upp kapalkerfi um allar trissur og ekkert gert I málinu. Eru ekki allir jafnir fyrir lögunum? Nú er tækifæri til að kippa þessu í lag, a.m.k. hvað útvarpinu viðkemur. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um að aflétta einkaleyfi ríkis- ins á útvarpsrekstri, þ.e. leyfa fleiri en eina útvarpsstöð. Ég trúi ekki öðru fyrr en ég tek á en að þetta frumvarp fái greiðan gang á þing- inu. Ég trúi því ekki að nokkur al- þingismaður geri sig sekan um þann molbúahátt og afturhalds- semi, að tefja fyrir frumvarpi þessu eða fella það, með tilliti til þess sem á undan er gengið. 1 x 2 - 1 x 2 10. leikvika — leíkír 27. október 1984 Vinningsröð: 111—011 — XX1 — 12X (0=fellur út) 1. vinningur: 11 réttir — kr. 44.430.- 11648+ 40187(2/11+6/10) 51761(4/10) 90397(6/10) 37858(4/10)+ 42821(4/10) 58288(4/10) 164183+ 2. vinningur: 10 róttir — kr. 668,- 342+ 36052 53455 87490 161516+ 50344**+ 343+ 36132 54740 88194 161765+ 50736* 958 36829 55160+ 88386 163714+ 51315** 1011 37681 55161+ 88389 164021 52773*+ 1012 " 38976+ 55171+ 88403 164289 52864* 1017 39430 55556+ 88405 6455* 56905* 1739 40225 55558+ 88902 36268*+ 58614** 1914 43070 55562+ 88903 36766*+ 58620** 2125 43421 55566+ 88980 36965* 58740* 2856 43580+ 56282 88989+ 37015* 58905**+ 5071+ 43836 56284 90417 37016* 58998* 6264 44016 57673 90418 37149*+ 85975* 6619 45812+ 58159 90956+ 37867*+ 86072* 7704 47325 58284 91408 37875*+ 86426(3/10) 7899 47367 58286 91492+ 40747* 87392* 9054 47514 58287 92104 40958*+ 89077* 10961 47515 58292 92113 41714* 89595* 11585 47516 58304 92253+ 41973*+ 92949* 11659+ 47517 85095 92280+ 42882* 181117* 11688+ 47848+ 85345 92325+ 43757* Úr 9. viku: 12172 47857+ 86051 92454+ 44882*+ 42941* 12696 47864+ 86200+ 92590 46576*+ 54955* 12704+ 49360+ 86207+ 92594 47008** 91560 13368 49704 86309 160249+ 47293* 13604 49717+ 86442+ 161010+ 48641**+ 14982 51196+ 86455+ 161022+ 49608* 15049 52468 86996 161206+ 49736*+ 36043 52475+ 87435+ 161504+ 50336* * (2/10), **(4/10) Kaerufrestur er tll 19. nóvember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboösmönnum og á skrifstofunni í Reykjavik. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — íþróttamiöstöóinni — REYKJAVÍK KRISTJÁn SIGGEIRSSOn HE LAUGAVEGI 13. REYKJAVIK, SIMI 25870 miðaldamyrkur. Verst hefur þetta komið niður á fólki, sem einhverra hluta vegna þarf að halda sig sem mest heima við vegna fötlunar eða elli. Ég sjálf- ur hef ekki farið sem verst út úr þessu, þótt ég hafi ekki haft mikið fyrir stafni. Ég get þó alltaf lesið bækur, enda er ég mikill bókaorm- ur. En sumir eru ekki svo vel stadd- ir. Hvað með þá blindu, þegar út- varpið er tekið af þeim? Já, útvarpið, þar er ég kominn að kjarna þess máls, sem ég ætlaði að drepa á. Það eru útvarpslögin. Eins og allir vita, hefur útvarpið einka- rétt á öllu útvarpi og sjónvarpi. Þessar ríkisstofnanir eru skyldaðar til að miðla landslýð fréttum, fróð- 03= SIGGA V/öGA £ 6VENDUR ER 6LÆSI- 6VENDUR ER ÖRLRT- EFRUIRRTVINNU- LE6RSTI MRDURINN RST! MROURINN/ REKENDUR VÆRU 5EM É6 HEF RU6UM, k DEM É6 HEF / EIN5 Oó 6VENDUR, Vkynnstx V/ERI HIMNE5KT/ HP |I0 LIFfl \ÞÆR ERU RÐ KEPPfl UM HUER GETI KOMIO MEÐ FRRRN- 1EÓUSTU FULLYRÍMNGUNR,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.