Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÖVEMBER 1984 Mikil örtröð myndaðist á skrifstofu ÁTVR og fengu færri afgreiðslu en vildu. Lögreglan hefur nú tekið til við hraðamælingar á nýjan leik eftir tæplega manaðar hlé. Annríki hjá ríkisstarfsmönnum eftir mánaðarhlé frá vinnu úr skipum, eftir að hafa legið þar á meðan á verkfallinu stóð. Ari Jóhannesson, yfirdeildarstjóri böggladeildar, kvað mörg tonn af bögglapósti liggja enn í skipum og úti á flugvelli, og sakir geymslu- skorts þyrfti að flytja mikið af honum í geymslu á Umferðar- miðstöðinni. Sagði hann að flug- pósturinn gengi alveg fyrir í af- greiðslu og sjópóstur yrði afgreiddur þegar um hægðist. Þá væri mikið magn af innlendum flugpósti frá því fyrir verkfall sem biði afgreiðslu og gnægð af sjó- og flugpósti væri á leiðinni til lands- ins. Kristján Hafliðason, yfir- deildarstjóri bréfadeildar, sagði að nú væri að dembast inn mánað- argamall innlendur póstur frá hinum ýmsu fyrirtækjum og skiptu bréfin jafnvel tugþúsund- um. Ari kvaðst búast við því að bögglapósturinn, sem nú liggur fyrir, yrði tilbúinn til afgreiðslu um aðra helgi og því má telja víst að í nógu verður að snúast fyrir starfsfólk pósthúsanna næstu daga. RÍKISSTARFSEMI hefur nú hafist að nýju eftir nær mánaðarlangt verkfall BSRB og má búast við miklum önnum í ríkisfyrirtækjum næstu daga. Blaðamaður og Ijósmyndari brugðu sér í nokkur slík fyrirtæki í gær, og blöstu hvarvetna við sjónum langar raðir af fólki sem beið afgreiðslu. Annríki á skrifstofu ÁTVR Á skrifstofu Áfengis- og tó- baksverslunar ríkisins hafði safn- ast saman hópur fólks strax er opnað var, til að kaupa tóbak, og sáu starfsmenn sér ekki annað fært en að láta viðskiptavinina bíða frammi á gangi, til að aftra því að örtröð myndaðist við af- greiðsluna. Menn fengu í hendur tölusetta miða og voru síðan af- greiddir í númeraröð, einn í einu. Um miðjan dag var búið að af- greiða um 80 viðskiptavini en hins vegar hafði 270 númerum verið út- hlutað, svo að færri komust að þann daginn en vildu. Sölumenn áfengis sögðu að síminn hefði vart þagnað allan daginn, enda voru flest vínveitingahús landsins orð- in vínlaus. Ragnar Jónssson, skrifstofustjóri ÁTVR, kvaðst vonast til að hægt að væri að ganga frá öllum áfengis- og tó- bakspöntunum sem borist hefðu, fyrir helgi. Fjallháir staflar af pósti f Póstmiðstöðinni Ármúla gaf að líta fjallháa stafla af óafgreiddum bögglapósti. Þangað hafði hann verið að berast um daginn, frá Keflavíkurflugvelli og í Póstmiðstöðinni Ármúla varð vart þverfótað fyrir fjallháum stöflum af bögglapósti. Moixunblaðið/ Július Hvað segja formenn félaga og sambanda í BSRB um samningana? VaJgeir Gestsson, form. Kennarasambands íslands: „Dugir ekki til að stöðva flótta úr kennarastéttinni“ „SAMNINGURINN gefur kennur- um ekki það sem þarf til að stöðva flótta úr stéttinni," sagði Valgeir Gestsson, formaður Kennarasam- bands íslands, í samtali við Mbl. um BSRB-samninginn, sem samþykktur var af samninganefnd bandalagsins á þriðjudagskvöldið. „Það er þó verulegur kostur, að leið til sérkjara- -iamninga opnast strax, þeim á aö rera lokið innan sex vikna, og þar munum við kennarar berjast mjög ákveðið fyrir frekari launaleiðrétt- ngum. Þetta er spurning um hvaða kennarar verða áfram í starfi." — Menn hafa ýmsir látið í ljós 3fasemdir um að samningurinn haldi — að kauphækkunin verði nokkurs virði þegar kemur fram á næsta ár. Hvert er þitt álit? „Enginn vinnuveitandi í landinu hefur það betur í hendi sér en rík- ið hvort þessi samningur heldur. Það þarf ekki ein króna að fara út í verðlagið nema ríkisvaldið kjósi að svo verði,“ svaraöi Valgeir Gestsson. „Og það er ekki hægt að vitna til „fjárhagsvanda ríkis- sjóðs“, því ríkið hefur að undan- förnu verið að setja frá sér veru- lega tekjustofna. Skattaleg staða atvinnurekenda og fjármagnseig- enda hefur verið bætt mikið — hækkun skattafrádráttar þeirra hefur verið um 57% á þessu ári, eignaskattur hefur lækkað um 20% og vaxtatekjur fyrirtækja eru ekki lengur skattlagðar. Ef dæmið verður gert upp eftir árið mun koma í ljós, trúi ég, að gífur- legt fjármagn hafi verið sett til atvinnuveganna á sama tíma og kaupmáttur launafólks fer niður um fjórðung. Ég vorkenni ekki stjórnvöldum að koma í veg fyrir að þessi kauphækkun fari beint út í verðlagið. Ef það gerist, þá er það beinlínis ákvörðun stjórn- valda.“ — Telur þú að verkfallið hafi skilað þeim árangri, sem að var stefnt? „Verkfallið skilaði gífurlegum árangri. Samningurinn, sem nú liggur fyrir til staðfestingar eða synjunar í allsherjaratkvæða- greiðslu, er að vísu mjög umdeild- ur og mikill fjöldi félaga er afar óánægður með hann. En það eru ekki nema nokkrar vikur siðan fjármálaráðherra landsins sagði í sjónvarpi að opinberum starfs- mönnum væri nær að taka launa- lækkun en að fara fram á hærri laun. Vikum saman fengum við engin tilboð frá fjármálaráðherra, sem hægt var að ræða um alvar- lega. Sáttatillagan var felld, bæði af okkur og ríkisvaldinu — og svo byrjaði ráðherrann á að gera til- lögu um samninga, sem væru und- ir sáttatillögunni! Jafnvel eftir að Reykjavíkursamkomulagið var gert leið langur tími áður en samninganefnd BSRB var gert til- boð sambærilegt við þá samninga, sem var hafnað af félagsmönnum i Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar. Kaupliðir þessa samnings gefa um 50% meira en Reykjavík- ursamkomulagið, þannig að við höfum farið frá engu upp í um 20% á tiltölulega skömmum tíma — en það hefur kostað átök og fórnir." Valgeir sagði að verkfallið hefði einnig skilað annarskonar árangri. „Það hefur komið vel í ljós, að BSRB er gífurlega sterkt verkalýðsfélag," sagði hann. „Fé- lagsmenn voru mjög virkir í bar- áttunni og margir voru til í að berjast áfram. Stöðugar hótanir ríkisvaldsins í garð samtakanna og einstaklinga innan þeirra urðu til að þjappa fólkinu enn betur saman og varð til þess að enn fleiri urðu virkir í baráttunni. Einna mikilvægast þykir mér, að nú geta allir vitað að gegn því hugarfari, sem kom i ljós með að- gerðum og hótunum stjórnvalda, er fólk reiðubúið að rísa upp sem einn maður,“ sagði Valgeir Gestsson. Sigþrúður Ingimundar- dóttir, form. Hjúkrunar- félags íslands: „Álitleg prósentuhækkun“ „Ég mælti með þessum samningi, en það er álitamál hvort hann skilar þeim kaupmætti sem að var stefnt,“ sagði Sigþrúður Ingimundardóttir, formaður Hjúkrunarfélags íslands. „Viðvíkjandi kaupmáttar- ákvæðinu þá er það einungis upp- sagnarákvæði, og ég hefði helst viljað ná meiri árangri í þeim efn- um. En það gekk einfaldlega ekki og þar sem ég taldi að búið væri að ná fram atriðum sem skiptu máli, eins og til dæmis að þarna var komin nokkuð álitleg prósentu- hækkun, þá mælti ég með sam- þykkt samningsins. Þetta hefur verið afskaplega erfiður og þungur róður og mikil fyrirstaða. Það hefur kostað mikið að ná upp því sem hægt var að ná. Ég mat stöðuna a.m.k. þannig að ekki væri hægt að ná meiru fram. Og við hefðum aldrei náð þessum samningi öðru vísi en með verk- falli,“ sagði Sigþrúður. Tómas Jónsson, form. Landsambands lögreglumanna: „Hyggilegt að sætta sig við þetta tilboð" „ÉG VAR einn þeirra sem sam- þykkti samninginn,“ sagði Tómas Jónsson, lögregluvarðstjóri á Sel- fossi, formaður Landsambands lög- reglumanna. „Ég mat stöðuna svo að hyggi- legt væri að sætta sig við það til- boð sem komið var. Ég var ekki sáttur við ýmis atriði samnings- ins, t.d. taldi ég uppsagnarákvæð- in ótraust. Sem talsmaður lögreglumanna, sem voru í vinnu og fengu sín laun í verkfallinu, var ég í sjálfu sér ekki ósáttur við sjálfa launahækkunina, en ég skil vel ýmsa þá, sem háðu sjálfa verk- fallsbaráttuna, þótt þeim fyndist að ekki fengist nægilegt út úr samningunum. Við stóðum frammi fyrir því að samþykkja og Ijúka samningunum eða að halda áfram verkfallinu í langan tíma enn. Baráttuvilji félaga okkar var enn í hámarki, en ég óttaðist að svo tæki að þrengja að fólki, að þessi baráttuvilji gæfi sig ef verk- fallið héldi lengi áfram. Ég tel að við höfum ekki náð fram því sem við stefndum að og baráttan fyrir réttlátum launum hlýtur enn að halda áfram. En eins og ég sagði hefur baráttuvilji félaga okkar og samstaða verið mjög mikil. Ég vona að niðurstaða þessarar baráttu verði sú að stjórnvöld, hver sem þau eru á hverjum tíma, skilji að það verður að hafa fólkið með sér og gleymi því ekki að síst af öllu má sýna því lítilsvirðingu þegar það fer fram á að fá að lifa mannsæmandi lífi af launum sínum. Ég hefði sjálfur kosið að skatta- dæmið hefði fyrr komið inn í myndina og þá ekki sem sýndar- plagg heldur útfært þannig að fullvissa væri fyrir hvað það þýddi í kaupmætti. Þetta var engan veg- inn hægt að meta á þeim skamma tíma sem við höfðum til stefnu. Ég tel að fjármagnstilfærsla hafi orð- ið svo mikil frá launafólki til ann- arra aðila i þjóðfélaginu að ef þeirri stefnu væri breytt þurfi ekki að láta þessa samninga auka á verðbólguna. Sárast þykir mér að stjórnvöld skyldu ekki skilja strax í upphafi að það þurfti að koma til móts við okkur. Á því hefðu allir hagnast, ekki síst ríkis- stjórn og ríkissjóður. Ég hvet alla opinbera starfs- menn til að samþykkja samning- ana.“ Ragnhildur Guðmunds- dóttir, form. Félags íslenskra símamanna: „Ekki ánægð með þennan samning“ „Ég er ekki ánægð með þennan samning, mér finnst vanta betri kauptryggingarákvæði í hann,“ sagði Ragnhildur Guðmundsdóttir formaður Félags íslenskra síma- manna. Ragnhildur sagði það bera hæst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.