Morgunblaðið - 02.11.1984, Síða 1

Morgunblaðið - 02.11.1984, Síða 1
64 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 212. tbi. 71. árg. FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins - Símamynd/ AP. INDLAND — Frá óeirðunum í Nýju Delhí í gær. Hús í miðborginni stendur í björtu báli og óbreyttir borgarar flýja undan eldtungunum. Blóðug átök hindúa og sí kha á Indlandi Hundruð þúsunda gengu fram hjá líkbörum Indiru Gandhi Nýju Delhí, I. nóvember AP. ÚTGÖNGUBANN var sett á í Nýju Delhí og fleiri borgum á Indlandi í dag eftir að til blóðugra bardaga kom milli hindúa og síkha í kjölfar morðsins á Indiru Gandhi forsæt- isráðherra. Upplýsingar um fjölda fallinna og særða stang- ast á, en talið er að a.m.k. 115 manns hafí látið lífíð og nokkur hundruð slasast í átökum víðs vegar um landið, þar af um sex hundruð í höfuðborginni. Sonur Indiru, Rajiv, sem tekið hefur við embætti forsætisráð- herra, flutti útvarpsávarp til þjóð- arinnar i gærkvöldi og hvatti til stillingar. Lögreglumönnum hefur verið skipað að skjóta á þá óeirða- seggi, sem ekki hlýða fyrirmælum þeirra. Að sögn Wali, innanríkisráð- herra Indlands, hafa sveitir her- manna verið kallaðar út til að að- stoða lögregluna við að bæla óeirðirnar niður. „Við munum ekki líða ástand af þessu tagi,“ sagði hann á blaðamannafundi í dag. Hann kvaðst vongóður um, að á morgun, föstudag, yrði kyrrð komin á víðast hvar í landinu. Morðingjar Indiru Gandhi, tveir síkhar í öryggissveitum hennar, voru nafngreindir í dag. Þeir eru Beant Singh, sem skotinn var til bana eftir ódæðisverkið, og Satw- ant Singh. Þeir notuðu hríðskota- riffil og skammbyssu til að myrða forsætisráðherrann. Fjölskyldu- fólk þeirra Beants og Satwants, feður þeirra, bræður og systur, var handtekið í dag, en kona Be- ants og börn voru horfin á braut þegar lögregla kom á heimili hans í Nýju Delhí. í morgun gengu hundruð þús- unda manna framhjá líki Gandhi, sem liggur á viðhafnarbörum á heimili föður hennar, Nehrus, sem var fyrsti forsætisráðherra Ind- lands. Á tímabili var fjölmennið slíkt, að lögregla varð að beita táragasi til að halda aftur að fólki. Margir reiðir hindúar í röðinni, sem var rúmlega þriggja kíló- metra löng, hrópuðu á hefndir fyrir víg leiðtogans. „Blóð fyrir blóð,“ heyrðist víða kallað .Útför Gandhi verður gerð á laugardag og munu helstu þjóðhöfðingjar og stjórnmálaleiðtogar heims fylgja henni til grafar. Símamynd/ AP. HUNDRUÐ þúsunda gengu fram hjá líkbörum Indiru Gandhi í gær og vottuðu hinum látna leiðtoga virðingu sína. Andófsmenn í Gdansk hvetja til verkfalls Walesa andvígur aðgerðunum VnrNjá, 1. nóvember. AP. HÓPUR andófsmanna í borginni Gdansk í Póllandi hvatti í dag til þess, að vinna yrði lögð niður í eina klukkustund til að mótmæla morð- inu á séra Jerzy Popieluszko, sem var einn helsti málsvari óháðu verkalýðshreyfingarinnar í klerka- stétt landsins. Lech Walesa, fyrrum leiðtogi Samstöðu, segist ekki taka undir þessa hvatningu þar eð að- stæður séu ekki heppilegar til slíkra aðgerða nú. Þá hafa fyrrum forystumenn Samstöðu í Varsjá hvatt til þriggja mínútna þagnarstundar í öllum verksmiðjum landsins á há- degi á laugardaginn, þegar séra Popieluszko verður borinn til grafar. Andófsmennirnir í Gdansk leggja til að verkfallið verði annað hvort á laugardaginn eða 9. nóv- ember, ef frí verður gefið frá vinnu á útfarardaginn. í hópnum í Gdansk er m.a. And- rzej Gwiazda, sem á sínum tíma keppti við Walesa um forystuhlut- verk í Samstöðu. Hann var, ásamt sjö öðrum foringjum óháðu verka- lýðshreyfingarinnar, náðaður í júlí sl. þegar pólitískum föngum voru gefnar upp sakir. Veggurinn umhverfis kirkju heilags Stanislas í Varsjá, þar sem séra Popieluszko þjónaði og útför hans verður gerð, var þakinn log- andi kertum og skrýddur blómum í dag, Allra heilagra messu, sem er helgidagur í Póllandi. Þar gat einnig að líta myndir af prestinum og spjöld með pólitískum vígorð- um. Stöðugar messur hafa verið í kirkjunni allan daginn og hefur mannfjöldi streymt að án afláts Bretland: Er ógerlegt að semja við Scargill? London, 1. nóvember. AP. STJÓRNENDUR ríkisreknu kolanámanna í Bretlandi segja, aö þeir sjái ekki nokk- urn möguleika á því að sam- komulag takist, sem bindi enda á verkfall kolanámu- manna, meöan marxistinn herskái, Arthur Scargill, er í forystu fyrir samtök þeirra. í gær slitnaði upp úr samn- ingafundi í vinnudeilunni, sem staðið hefur í sjö mánuði. Ian MacGregor, formaður stjórnar kolanámamanna, sagði að ekki virtist neinn grundvöllur fyrir frekari viðræðum. Arthur Scargill sagði aftur á móti, að samkomulag gæti tek- ist ef stjórn kolanámamanna félli frá þeirri fyrirætlan sinni að loka námum, sem ekki skila arði. Hann kvaðst ekki ætla að falla frá andstöðu sinni við lok- un náma af fjárhagslegum ástæðum. Eina réttlætingin fyrir lokun náma væri, að verkamönnum væri hætta búin í þeim. Svetlana farin til Rússlands? London, 1. nóvember. AP. SVKl LANA Peters, dóttir Jósep Stalíns, fyrrum leiðtoga Sovétríkj- anna, hefur snúið til Rússlands ó ný eftir 17 ára útlegð ó Vestur- löndum, að því er skólastjóri í skóla þeim í Essex ó Englandi, sem 13 óra gömul dóttir hennar hefur sótt, greindi fró í kvöld. „Svetlana hringdi í mig 22. október," sagði skólastjórinn, „og sagðist vera á förum til Moskvu. Olga, dóttir hennar, myndi því ekki koma aftur í skólann.“ Svetlana Peters, sem er 59 ára að aldri, yfirgaf Sovétríkin í mars 1967 þegar hún var á ferðalagi á Indlandi. Hún fékk pólitískt hæli í Bandaríkjunum og giftist þar bandarískum ark- itekt, William Peters, sem er faðir Olgu. Þau slitu samvistum árið 1973. Þá fluttist Svetlana til Cambridge á Englandi. Nánir vinir Svetlönu á Bret- landi hafa lýst furðu sinni á þessum fréttum og segjast eiga erfitt með að trúa þeim. Hvorki sovéska sendiráðið í London né útlendingaeftirlitið hafa vilja staðfesta fregnina. Svetlana á son og dóttur frá fyrsta hjónabandi sínu og eru þau búsett í Sovétríkjunum. I viðtali við Lundúnablaðið The Observer í mars sl. sagði hún, að það væri „nánast ofurmann- legt að streitast við að kasta ekki öllu frá sér, hlaupa á brott, ná í farseðil og fara og hitta þau“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.