Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 Listsýningar í verkfalli Myndlist Bragi Ásgeirsson Fyrri grein Ef eitthvað er alveg öruggt á ís- lenzkum myndlistarvettvangi, er það tvíma'lalaust, að enginn leikur sér að því að halda myndverkasýningu í fjölmiðlaverkfalli og raunar ekki í verkfalli af neinu tagi. Vettvangur íslenzkra myndlist- arsýninga er allsérstæður og mjög ólíkur því, sem t.d. gerist á hinum Norðurlöndunum. Hið fyrsta er, að hér eru myndlistarsýningar í langflestum tilvikum algjört ein- staklingsframtak, þannig að ger- andinn stendur og fellur með sýn- ingu sinni. Þá eru myndlistarsýn- ingar einnig í flestum tilvikum settar upp í þeim tilgangi að minnka skuldabaggann, er hlaðist hefur upp frá fyrri sýningu. Marg- ir myndlistarmenn eru meðlimir í BSRB, og það leikur enginn fjöl- skyldumaður sér að því að lifa á þeim launum, er slíkir hafa, hvað þá að þeir geti leyft sér þann mun- að að halda úti vinnustofu og kaupa hátolluð efni til mynd- rænna athafna, liti, pensla, léreft o.fl. — Kynning á listrænni at- hafnasemi er að vísu nauðsyn en að standa undir henni sjálfur að öllu leyti er slík þolraun, að flestir eru gjörsamlega tómir í marga mánuði á eftir og slík tímabil eru ekki sérlega æskileg á ferli at- hafnasamra myndlistarmanna. A hinum Norðurlöndunum er miklu meira um það, að aðrir sjái um sýningar myndlistarmanna og svo er hægt að sækja um styrki til að halda hinar stærri sýningar, þannig að áhættan er stórum minni. Þá kaupa opinberir aðilar margfalt meira á slíkum sýning- um en almenningur hins vegar minna. Hér halda áhugasamir ein- staklingar og almenningur okkar myndlistarmönnum að mestu uppi og í þeim mæli, að einsdæmi er í heiminum. Það góða við þetta er, að þetta fólk leitast við að þroska sig í gegnum myndlist og tekur lítið mark á gagnrýnendum og listsagnfræðingum. Þetta er sem sagt af hinu góða að mínu mati, en hér kemur það einmitt til, sem er öllu öðru mik- ilvægara, að þetta fólk viti af sýn- ingunum — en það gerist síst í fjölmiðlaverkfalli. Svo að við höld- um áfram samanburðinum, þá taka fjölmiðlar betur við sér ytra, þegar um markverðari sýningar er að ræða og gera mikinn mun á sýningum þekktra og óþekktra listamanna annars vegar og stórra og smárra sýninga hins vegar. Hér er það undir hælinn lagt og marg- ar dularfullar tilviljanir, hvernig sýninga er getið í fjölmiðlum, þeg- ar margfrægu fréttajafnrétti sleppir. Þá getur lítil sýning gjör- samlega óþekkts byrjanda fengið meira rými og stóra mynd í föstu- dagsopnu dagblaðanna en stór og markverð sýning landsþekkts listamanns, sem kannski fær enga mynd að auki. Hér þarf vissulega ýmislegt að breytast því að það er allt eins mögulegt að dæma um vægi atburða á andlega sviðinu sem hinu líkamlega og er hvar- Hallgrímur Helgason myndlistarmaður. Stöllurnar Edda Jónsdóttir og Guðný Magnúsdóttir á sýningu sinni í Gallerí Langbrók. vetna gert þar sem metnaður og víðsýni sitja í öndvegi. — Af framanskráðu má vera skiljanlegt, að yfirstandandi verk- fa.ll hefur leikið margan myndlist- armanninn grátt, að ekki sé fastar að orði kveðið, og ég fer nærri um það, að um sumar þær sýningar, er ég get hér í stuttu máli, hefur margur ekki vitað fyrr. Ofan á allt þetta ólán og dauða önd verkfallsins bættist það sl. laugardag, að er gesti bar að garði við opnun sýningar hinnar mætu listakonu, Steinunnar Marteins- dóttur, á Kjarvalsstöðum voru tíu verkfallsverðir mættir til að meina mönnum inngöngu til að njóta listar hennar og annarra, er þessa dagana sýna á staðnum. Nokkuð harkalegt og lítt skiljan- legar aðfarir í ljósi þess að ekki brauðfæðir myndlistin þjóðina, en eykur reisn hennar út á við — auk þess, að hér er um einstaklings- framtak að ræða, er engan skaðar, en mörgum gerir gott. Ekki skil ég með nokkru móti ávinninginn af þessum aðgerðum en þykir verk- fallið hér fá á sig mynd skrílsláta. Ég set hér punkt á þennan for- mála, en fjalla um íslenzkan myndlistarvettvang í annarri grein fljótlega, sný mér þess í stað að þvi að geta þeirra sýninga í Bókin menningarmiðill, sem er öllum öðrum mikilvægari Bókmenntír Jenna Jensdóttir Karnabókagagnrýni og barna- bókmenntir var yfirskrift nám- skeiðs sem haldið var í Biskops- Arnö dagana 6.—10. ágúst sl. Að námskeiðinu stóðu: Nordens Folkhögskola Biskops-Arnö, Avd. f. Litteratursociologi, Upp- sala Universitet, Nordiska For- fatterrádet, Svenska Barnboks- institutet og Forening Norden. Lýðháskólinn í Biskops-Arnö er þekktur fyrir menningarráð- stefnur sínar sem eru nokkrar á ári hverju. Þátttakendur voru 45 frá öll- um Norðurlöndum nema Fær- eyjum. Þótt rithöfundar væru kannski í meirihluta voru þarna bókmenntafræðingar, gagnrýn- endur, bókaverðir og nokkrir kennarar. Fyrirlesarar voru kunnir menn í þessum greinum og var framlag þeirra í senn fróðlegt og vandað. Asamt Birgittu östlund rektor í Biskops-Arnö stjórnuðu tvær aðrar konur námskeiðinu og allri tilhögun sem að flestra dómi var til fyrirmyndar. Konur voru í meirihluta á námskeiðinu. Og spurningin er hvort það verði í framtíðinni einungis konur sem skrifa bamabækur, fjalli um þær sem gagnrýnendur og starfi með þær í skóla- og bókasöfnum. Sem fyrr er áhugavert að hlusta á Samana og fylgjast með einlægri baráttu þeirra fyrir tungu sinni og menningarlegu sjálfstæði. Fyrirlesari þeirra var John Gustavsen rithöfundur og blaðamaður, sem er mörgum ís- lendingum að góðu kunnur. Hann hreif alla með frásögn sinni af sögu samiskra barna- bókmennta sem eiga sér langa tíð að baki. Einlægur áhugi hans á að fá samiskar barnabókmenntir inn í norrænt samfélag var smitandi. Vandamál sem snertir alla minnihlutamálahópa á Norður- löndum. Efni flestra fyrirlestra var um barna- og unglingabókagagn- rýni. Almennt kom fram að gagnrýni gegnir miklu hlutverki. Gagnrýnendur hljóta alltaf að vera stýrandi og hafa því meira vald en útgefendur og rithöf- unda grunar. Að mörgu leyti var talið erfið- ara að lesa og dæma barnabæk- ur en bókmenntir fullorðinna af því hve erfitt er að setja sig inn í hugarheim barnsins. Oft leita gagnrýnendur gjarnan eftir fag- lega gerðum setningum, gæðum sögunnar, spennu og boðskap en gleyma að meta möguleika ungra lesenda á því að tileinka sér efni sögunnar, og hafa gam- an af því. Gagnrýni miðlar upplýsingum um viðkomandi bók og þar sem í henni felst aðeins skoðun einnar persónu er mjög erfitt og oft neikvætt starf að vera gagnrýn- andi. Gagnrýni er samt menningar- legt tæki til að leitast við að halda ritstörfum lifandi gagn- vart lesandanum. Barnabókmenntir eiga víða á Norðurlöndum á brattan að sækja í því að standa jafnt öðr- um greinum bókmenntanna. Þær hafa verið talsvert ein- angraðar á bókmenntalegu sviði. Það er meðal annars skylda gagnrýnenda og fjölmiðla að fylgja því eftir að gera til þess- arar bókmenntagreinar miklar og heiðarlegar kröfur byggðar á þekkingu án pólitfskra skoðana og fordóma. Það var sannarlega öðruvísi að sitja þetta námskeið en norræn námskeið og þing um barna- og unglingabókmenntir á árunum 1970-1980. Tímarnir hafa breyst og við- horf til listsköpunar orðs og mynda er nú annað. Sósíaliskt raunsæi byggt á hugmyndafræðilegum skoðun- um, ásamt vandamála- og kyn- lífslýsingum í bamabókmennt- um virðist hafa gengið sér til húðar. í stað þess virðist vakning fyrir því að lýsa mannlffi og lifsbaráttu út frá friði og skiln- ingi á lífsháttum og kjörum og sögulegar barnabækur ásamt ævintýrum eru nú áberandi fleiri en áður. Sú alvarlega staðreynd að við lifum f ógn kjarnorkunnar og margir sænskir foreldrar bera skírteini upp á vasann um það að hafa tekið þátt f fræðslunám- skeiði varðandi kjarnorkustyrj- öld — skírteini sem þeim er gert að bera á sér — hefur ef til vill vakið til umhugsunar um hvað felst í orðunum friður og bræðralag og gert hlutverk þeirra mikilvægt einnig í barna- bókmenntum. Sumum þátttakenda þótti námskeiðið fullstrangt þar sem fleiri fyrirlestrar voru dag hvern og því eðlilega minna um það að fólk sæti f hópum og skiptist á skoðunum. Þótt hópumræður væru f lág- marki leiddu þær af sér skemmtileg og gagnleg persónu- leg kynni og um leið vfðari sjón- arhring. Það var styrkur fyrir- lestra að heimilt var að koma með spurningar — jafnvel í miðjum fyrirlestri — og þvf urðu þeir meira lifandi um leið og þeir gerðu mönnum auðveldara fyrir að ná til annarra og skiptast á skoðunum. Hópar gáfu upplýsingar um samræðuefni sín. í fáum oröum sagt: Bókin var að allra mati sá menningarmið- ill sem í raun er öllum öðrum mikilvægari. í henni geymist lff og menning hverrar þjóðar. Aldurshópurinn sem nám- skeiðið sótti var allbreiður, allt frá tvítugu til rúmlega sjötugs. Hinn kunni barnabókahöfundur og blaðamaður Gunnel Beckman sem komin er yfir sjötugt var nýbúin að taka á móti barna- bókaverðlaunum og var sérstök kynning á bókum hennar ásamt blaðagreinum. Sfðsta kvöldið lásu rithöfundar úr verkum sín- um og bókaverðir sögðu sögur. Að lokum kvaddi Birgitta öst- lund gesti sína með sérlega góðri ræðu og hafði yfir skemmtilegt ljóð. Hún er áhugaverð kona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.