Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 Lax tekinn úr netum í hafbeitartilraun í Vogum. Fiskeldi íslendinga um aldamót: 15 til 20 þúsund tonn — ígildi helmings núverandi þorskafla Á undanfornum árum hefur verið mikið rctt um möguleika til fiskeldis í stórum stfl hér á landi. Tilraunir hafa verið gerðar á ýmsum stöðum með aðferðum sem menn hafa talið vænlegar til árangurs en árangur orðið cði misjafn. A undanflirnum mánuðum hefur verið rctt óvenjulega mikið um möguleika flskeldisins, bcði vegna frétta af stórgóðum árangri nokkurra nágrannaþjóða, þar sem Norðmenn fara fremstir í flokki, og þess að ekki virðast möguleikar til vaxtar þeirra aðalatvinnugreina sem landsmenn hafa hingað til stundað. Á vegum Rannsóknarráös ríkisins vinnur starfshópur að úttekt á möguleikum flskeldis sem atvinnugreinar bér á landi. Blaðamaður Morgunblaðsins rcddi á dögunum við Úlfar Antonsson, líffrcðing, sem er rítari starfshópsins, um möguleika fiskeldis. Eldi sem heild Úlfar var fyrst spurður að því hvað nauðsynlegt væri að gera til að koma fiskeldisbylgjunni af stað hér á landi: Ég lít á eldi sem heild, sem ekki verður rofin með sér- hagsmunum einstakra hópa. Ein- stakir hópar, þar á meðal bændur, verða þó að fá sérfræðilega ráð- gjöf til að finna eldisgerðir, sem hugsanlega geti tengst búskap þeirra. Ég er með þessu að benda á það sem aldrei verður nógsamlega undirstrikað að eldi verður aldrei stundað nema af fólki sem hefur aflað sér sérþekkingar á eldi. Það verður aldrei stundað samhliða búskap svo dæmi sé tekið. Benda má bændum, sem eru að leita sér að aukabúgrein í fiskeldi, á þá gif- urlegu möguleika sem felast í nýt- ingu stöðuvatna og áa. Til dæmis hefur verið áætlað að hægt sé að veiða um eitt þúsund tonn af bleikju úr stöðuvötnum landsins á ári, en nú eru veidd innan við 200 tonn á ári. Mikið má bæta nýtingu laxveiðiáa og hefja hafbeit í lax- litlum ám á Suður- og Vesturlandi sem ekki eru eftirsóttar til veiði vegna lítillar veiði eða erfiðs botnlags. En vegna þess að í þess- um ám er ef til vill náttúruleg laxagengd upp á 50 til 100 laxa á ári gætu verið aðrir möguleikar en sportveiði fyrir hendi sem frekar ætti að huga að. Síðan eru til fjöl- margar aðrar ár sem ekki ætti að hrófla við með hafbeit, svo sem Laxá í Kjós, Laxá í Aðaldal, Norð- urá og fleiri og fleiri. Gera þyrfti úttekt á því hvaða ám stangaveiði- menn gætu hugsað sér að sleppa til annarra nota en um það yrði að vera fullt samráð á milli veiðirétt- areigenda og stangaveiðimanna. Annað eldi er þess eðlis að sam- hliða eru ekki möguleikar á hefð- bundnum búskap. Með aukinni menntun bændastéttarinnar í að- ferðum og möguleikum eldis i tengslum við bændaskólana er hugsanlegt að bændur geti fengið tímabundna atvinnu i eldisfyrir- tækjum sem stofnuð verða i byggðarlögum þeirra, þvi ef eldi verður umfangsmikið verður það auðvitað alltaf úti á landsbyggð- inni. Rétt er að vekja athygli á þeirri þróun sem verið hefur í byggingu seiðastöðva viða um land. Eigendur stöðvanna, sem oft eru bændur, hafa lagt út í dýrar fjárfestingar sem byggðar eru á hæpnum rökum um arðsemi og tilgang. Tilgangur þessara seiða- stöðva var að framleiða seiði sem sleppa átti i ár, setja í hafbeit eða selja til Noregs. Salan til Norð- manna datt uppfyrir. Hún er að visu á uppleið aftur um þessar mundir vegna þess að Norðmenn eru i timabundnum erfiðleikum. Þeir geta ekki framleitt öll þau seiði sem þeir þurfa á að halda í hina gífurlegu aukningu fiskeldis sem þar er. Þá er það almennt við- urkennt i dag að seiðasleppingar í ár hafa engan eða mjög lítinn árangur borið. Kíkari áherslu á ardsemissjónarmið Ég tel að leggja verði ríkari áherslu á arðsemissjónarmiðin og hverfa burt frá allri oftrú varð- andi það að allir geti stundað eldi, burtséð frá réttri menntun og reynslu. Menn verða því að setja sér einhver arðsemismarkmið og leiðir að þeim markmiðum. Það er til dæmis hugsanlegt að sumar stöðvar verði reknar með tapi, þó flestar ættu að skila hagnaði ef rétt er að málum staðið. Við erum að tala um eldi sem að meðaltali skilar 10—15% arði en afurðirnar eru seldar á erlendum mörkuðum og verða að sæta lögmálum mark- aðarins í verðlagningu þar sem framboðið hefur afgerandi áhrif. í þessu sambandi verðum við að gera okkur grein fyrir því að verið er að byggja upp laxeldi, ekki ein- göngu í Noregi, heldur líka í Skot- landi og verið er að ræða um það í Chile, Nýja Sjálandi og fleiri lönd- um sem við höfum aldrei áður heyrt kennd við laxeldi. Miðað við framleiðslu núna er Atlantshafs- laxinn um 2,4% af heildarafla lax- fiska í heiminum en með auknu — Rætt við Úlfar Antonsson, ritara starfshóps um fiskeldi eldi er hugsanlegt að það aukist upp i 15 eða jafnvel 20% vegna þess að eftirspurn eftir honum er meiri en eftir öðrum laxategund- um. Það er oft á tíðum erfitt að skilja af hverju neytendur eru í dag tilbúnir til að greiða meira fyrir Atlantshafslaxinn en Kyrra- hafslaxinn. 1 þessu liggja mögu- leikar fyrir okkur en það er þó ekki þar með sagt að þannig verði þetta til frambúðar. Landbúnaðureða sjávarútvegur Svo vikið sé að því hvað mikil- vægast sé að gera nú til eflingar eldis á íslandi vil ég nefna eftir- farandi atriði: I fyrsta lagi að skapa lagaramma fyrir eldi sem sé utan við laxveiðilögin og marka eldi heimvist innan íslenska stjórnkerfisins. Með þvf yrði að taka á málum sem eru að mörgu leyti mjög pólitfsk. Hvort á eldi heima í landbúnaði eða sjávarút- vegi? Hver á rétt á nýtingu jarð- varma í dreifbýli? Á að hindra utanaðkomandi aðila, bæði inn- lenda og erlenda, í því að fjárfesta í eldi sem er vel staðsett? Bæði heitt vatn og kait og jafnvel heitur sjór er í dreifbýlinu og getur því orðið hagsmunaárekstur á milli þéttbýlis og dreifbýlis um hver á að fá að hagnýta aðstöðuna. Vitað er að bændurnir á þessum stöðum hafa ekki fjármagn til að leggja í fjárfestingar upp á tugi eða hundruð milljóna og þá verðum við að leita annarra leiða í sam- bandi við fjármögnun. Eigum við íslendingar að fjármagna fiskeld- ið sjálfir eða eigum að leita til er- lendra aðila? Ég held að það sama komi til með að gilda fyrir laxeld- ið eins og aðra stóriðju að við get- um aldrei ráðið við að fjármagna það alveg upp á eigin spýtur og þegar til lengri tíma er litið verði það okkur til hagsbóta að hafa samstarf við erlenda aðila um fjármögnun uppbyggingu fiskeld- is. En þetta er auðvitað hápólitfsk spurning sem getur vakið upp deilur, ekki eingöngu á milli þétt- býlis og dreifbýlis, heldur líka á milli stjórnmálaflokka. Með er- lendu fjármagni og eignaraðild fáum við líka ef til vill þekkingu inn í landið sem við ekki höfum tök á að afla okkur á annan hátt. Ég tel að umræða um þessar spurningar sé orðin meira en tímabær. ( öðru lagi þarf að efla sjóð sem veiti fyrirgreiðslu til eldis, þannig að tryggð séu fjárfestingar- og rekstrarlán. Benda má á að í Nor- egi er hægt eftir athugun á eld- ismöguleikum að fá mjög hagstæð fjárfestinga- og rekstrarlán, og jafnvel styrki sem samtals nemur 85% af stofn- og rekstrarkostnaði stöðvar fyrstu árin. Ef íslenskir eldismenn búa ekki við svipuö skilyrði, er mjög erfitt að tala um eðlilega samkeppni og hætta verð- ur á að eldi hér verði hvorki fugl né fiskur, vegna lélegrar sam- keppnisaðstöðu. Ekki er nóg að fjármagna fjárfestinguna því arð- ur í eldi fer ekki að skila sér fyrr en eftir nokkurra ára rekstur og allt eldi fer i gegn um tímabil byrjunarerfiðleika eins og margir hér á landi hafa þurft að læra af dýrri reynslu. Þetta tímabil er er mismunandi langt eftir tegundum eldis, lengst í hafbeit og þarf því að veita stuðning i lengri tíma við hafbeitina. Við aðrar tegundir eld- is þyrfti stuðningurinn aftur á móti að vera meiri í byrjun vegna meiri fjárfestinga í þeim. í þriðja lagi vil ég nefna að efla þarf til muna allt rannsóknar- og þróunarstarf í eldi. Slíkt starf ætti að hafa að Ieiðarljósi að finna og reyna leiðir i matfiskeldi með íslenskri orku og hráefnum. Við erum orðnir góðir í að beisla jarðhitann en vantar leiðir til að nýta hann. Fiskeldið er mikilvæg aðferð til þess. Siðan er það fóðrið, en hráefni til fóðurgerðar markar auðvitað stærð eldis. Við eigum gífurlega mikil auðæfi f þeim efn- um. Menn eru nú til dæmis að tala um að síldin sé á uppleið á sama tíma og markaðurinn er að lokast vegna vaxandi síldveiða annarra þjóða. Þá er það spurningin, hvað eigum við að gera við alla þá síld og loðnu sem veiðist hér við land? Við getum hugsanlega selt eitt- hvað af afurðunum en mestu möguleikar okkar í fiskeldinu fel- ast i þvi að nýta þessa auðlind á hagstæðan hátt sem fóðurupp- sprettu fyrir fiskeldið. Það er stærðin í þessari fóðuruppsprettu sem síðan markar stærðina á fisk- eldiskúlunni okkar ef við getum orðað þetta þannig. Rannsóknirn- ar ættu að leiða það í ljós hvernig við getum nýtt möguleika okkar á sem arðbærastan hátt við að ná hrogninu yfir í matfiskinn. Við verðum einnig að fá afsetningu fyrir laxinn á erlendum mörkuð- um og þurfa þar að koma til markaðsrannsóknir. Við þurfum að finna út hvar besti markaður- inn fyrir laxaafurðir er og hvenær best sé að selja þær. Ef við ekki kunnum á markaðinn er hætta á að við náum ekki eins góðum árangri og aðrir sem reynslu hafa í að selja lax, eins og Norðmenn til dæmis. Vegna jarðhitans sem við höfum umfram helstu keppinaut- ana ættum við með rannsóknum að geta stillt framleiðsluna inn á þann tima sem verðið er í hámarki og eftirspurnin í lágmarki. Ýmis fleiri atriði mætti nefna. Hefja þarf stórfelldar tilraunir með hafbeit í laxlitlum ám, efla tengsl á milli stofnana sem fram- kvæma rannsóknir og tilraunir tengdar eldi og koma stoðum und- ir nám í fiskeldi, þannig að sér- hæft fólk fáist til starfa í eldis- stöðvum. Höfum allt nema fjármagnið — Hverjir eru framtíðarmögu- leikar okkar í fiskeldi? Framtíðarmöguleikarnir tengj- ast nýtingu jarðhitans, sjávarhita, fóðurmagni, þekkingu og fjár- magni. Við höfum allt þetta nema fjármagnið. Við vitum það að sjór- inn við Suður- og Vesturland er nægjanlega heitur til að hægt sé að stunda kvíaeldi tímabundið yfir Úlfar Anton8son líffrcðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.