Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 41 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Að tapa jafnvæginu egar verðbólgan seig upp á við með sífellt meiri hraða deildu stjórnmálamenn harkalega um það, hvaða ráð dygðu best til að sigrast á henni. Tekist var á um tvær meginleiðir að lokum: Niður- talningarleiðina sem fram- sóknarmenn fylgdu þar til Steingrímur Hermannsson varð forsætisráðherra og leiftursóknarleiðina sem sjálfstæðismenn kynntu fyrst fyrir kosningarnar 1979. Eftir að niðurtalningarmenn höfðu myndað ríkisstjórn í febrúar 1980 hækkaði verðbólgan jafnt og þétt og kaupmáttur launa hrapaði að sama skapi þar til öllum var nóg boðið vorið 1983. Eftir kosningarn- ar þá sneru framsóknarmenn við blaðinu, gengu til liðs við sjálfstæðismenn og stóðu að því að slá verðbólguna niður í einu höggi. Á meðan harðast var barist um það hvor leiðin skilaði betri árangri í verðbólgubar- áttunni héldu menn bæði inn- an Sjálfstæðisflokksins og utan því fram af mikilli hörku í áróðursstríðinu, að nú væri flokkurinn hætt kominn af því að leiftursóknaröfl með frjálshyggjupostula í broddi fylkingar hefðu hrifsað flokk- inn í sínar hendur og ætluðu af hugsjónalegri mannvonsku að beita honum í þágu gróða- afla heima og eriendis. Eftir því sem árangurinn kom bet- ur í ljós, verðhækkanir minnkuðu og jafnvægið varð meira dró úr þessum áróðri og að lokum þagnaði hann. Með kjarasamningum í febrú- ar 1984 veittu launþegasam- tökin ríkisstjórninni tóm til að halda áfram á sömu braut. Harkan sem hljóp í kjara- viðræðurnar strax eftir að kröfur komu fram sýndi að í sumar hafði ríkisstjórninni hins vegar mistekist að halda þannig á málum að launþegar sættu sig við kjaraskerðing- una sem verðbólguslagnum fylgdi. Ekki tókst að ná breiðri samstöðu um leið sem tryggði kaupmátt með hófleg- um og jöfnum launahækkun- um, þolinmæðin var brostin á þeim vettvangi og þar að auki blasti við óþolandi taprekstur í sjávarútvegi. Ríkisstjórn- inni hafði ekki tekist að halda nauðsynlegu jafnvægi í efna- hagsstarfseminni. Miðað við niðurstöðuna sem nú blasir við hljóta menn að velta því fyrir sér, hve mikil alvara bjó að baki stuðningi við skattalækkun- arleiðina svonefndu hjá þeim sem féllust á meginhugmynd- ina sem á baki henni býr, að með hófsömum launahækk- unum og skattalækkunum sé frekar unnt að tryggja kaup- mátt en með því að fjölga sí- fellt verðminni krónum í launaumslaginu. Þótt þessari leið hafi verið vel tekið og framsóknarmenn hafi slegið eign sinni á hana eftir að hún mæltist æ betur fyrir manna á meðal og tengt hana nafni forsætisráðherra, hefur hún orðið að víkja fyrir launa- hækkunarleiðinni við gerð kjarsamninganna. Auðvitað hljóta menn að hafa efasemd- ir um að ríkisstjórninni takist að fylla stórt gat vegna skattalækkana úr því að henni gekk jafn illa og raun bar vitni að fylla tiltölulega lítið fjárlagagat á nýliðnu vori. Hvað kemur svo í ljós þegar leitað er álits almennra fé- lagsmanna í BSRB á nýgerð- um kjarasamningi? Enginn er alsæll og fæstir ánægðir. Fólk hefur ekki gleymt verð- bólgureynslunni. Til þess að fá staðfestingu á því er nóg að menn lesi viðtölin við hina al- mennu félagsmenn í BSRB í Morgunblaðinu í gær: „Auk þess er ég sannfærður um að það verður gengisfelling eftir áramótin sem gerir þessa hækkun að engu. Og það er ég óánægðastur með,“ sagði Trausti Hermannsson, skatt- endurskoðandi. „Ég hefði frekar viljað að skattalækk- unarleiðin hefði verið farin, því ég óttast að það sem nú hefur áunnist gufi fljótlega upp í verðbólgunni," sagði Sveinn Erlendsson, lögreglu- þjónn. Og Inga Guðmunds- dóttir, galdkeri hjá Póstinum, sagðist óttast að verðbólgan færi á fullan skrið aftur og gerði hækkunina að engu. Það tók langan tíma og var dýrkeypt fyrir þjóðarbúið að læra af reynslunni í átökun- um við verðbólguna. Hitt ætl- ar þó líklega að taka lengri tíma fyrir stjórnmálamenn og verkaiýðsforingja og verða dýrkeyptara fyrir launþega, hvern og einn, að finna skyn- samlegustu leiðina sem skap- ar nauðsynlegt jafnvægi og tryggir kaupmátt án verð- bólgu. í þessu samhengi er fróðlegt að huga að takmörkun vígbúnaðar þar sem slík takmörkun kynni að tryggja Bandaríkjamönnum yfir- burðina sem republikana dreymir um. Raunar eru skilyrðin fyrir takmörkun vígbúnaðar þau að Sovétríkin virði umsamin samn- ingsákvæði og heimili eftirlit. Samkvæmt stefnuskránni er það óhugsandi að Bandaríkjamenn láti neyða sig í varnarstöðu gagn- vart Sovétríkjunum. Stefnuskráin ber öll merki um hið gagnstæða eins og fram hefur komið. Hins vegar er þess ekki getið hvernig þessir yfirburðir verði í reynd tryggðir. Sovétríkin eru greinilega fær um að taka þátt í vígbúnað- arkapphlaupi og ef til vill standa þau best að vígi hvað það snertir. Hugmyndin að baki stefnu repu- blikana virðist því vera sú að víg- hinu pólitíska og efnahagslega sviði sem og á sviði hernaðar og tækni. Með þessu móti vilja republik- anar tryggja yfirburði Bandaríkj- anna gagnvart sérhverjum óvini, þ.e.a.s. Sovétríkjunum. Bandarík- in eiga að ná yfirburðum á öllum sviðum og sérstök áhersla er lögð á að Bandaríkjafloti verði hinn öflugasti. ar, og nú Mondale, gagnvart ógninni sem stafar af Sovétríkjun- um og kommúnismanum. Yfírburðir Bandaríkjamanna Rebublikanar vilja bregðast við þessum ógnvaldi og sigra hann með kröftugu átaki þar sem nýta skal yfirburði Bandaríkjanna á eftir Arne Œav Brundtland Ummæli Gerald Ford, fyrrum Bandaríkjaforseta, á flokksþingi republikana á dögunum, vöktu ekki almenna hrifningu. Ford sagðist aldrei hafa svo mikið sem litið á stefnuskrána sem honum var ætlað að starfa eftir. Þar vestra er ekki farið eftir stefnu- skrám heldur eru þær settar fram til að vinna kosningasigra. Hefði einhver norskur stjórnmálamaður látið áþekk orð falla hefðu heyrst raddir um skrum og svik við al- menning. í Noregi leggja stjórn- málaflokkar mikia vinnu í stefnu- skrár sínar auk þess sem gerð er krafa um að starfað sé í samræmi við þær. Ef ætlunin er ekki að framkvæma stefnuskrána sem republikanar samþykktu á flokks- þingi sínu í Dallas er ástæða til þess að gleðjast. En ef til vill er ekki ráðlegt að vera of bjartsýnn í því efni. Stefnuskráin er skýr og greini- leg. Hún er gegnsýrð af sjálfsör- yggi og stolti, auk þess sem hún er bein ögrun við Sovétríkin. í stefnuskránni kemur fram sú af- staða að Sovétríkin séu ógnvaldur, sem Bandaríkin verði að berjast gegn af alefni út um allan heim. Það er einungis hægt að vona aö Kremlverjar taki stefnuskrána ekki bókstaflega því þá virðast átök stórveldanna á flestum svið- um utanrikismála óumflýjanleg. Ekki er þó hætta á beinum hern- aðarátökum en allsherjar vígbún- aðarkapphlaup og valdatafl út um allan heim gæti fylgt í kjölfarið. Föðurlandsást Hið mikla stolt sem fram kemur í stefnuskrá republikana er í sjálfu sér ekki svo slæmt. Banda- ríkjamenn geta verið stoltir af sjálfum sér fyrir margt og það er ágætt að þekkja mátt sinn og megin. En stoltið má ekki verða aðalatriðið því þá hættir því til að breytast í föðurlandsrembu og fyrirlitningu í garð annarra þjóða. Reagan forseti höfðaði mjög til þjóðarstolts Bandaríkjamanna þegar hann komst til valda fyrir tæpum fjórum árum. Aðalatriðið var að endurvekja trú Bandaríkja- manna á sjálfum sér. í stefnu- skránni er enn á ný hamrað á þessu þjóðarstolti og þó að það nægi til að vekja upp föðurlands- ást Bandaríkjamanna árið um kring gæti þetta atriði haft erfið- leika í för með sér ef fylgja á sveigjanlegri utanríkisstefnu í stórmálum eins og stöðugleika, al- þjóölegri samvinnu, slökun á spennu milli stórveldanna, frið- armálum og siðast en ekki síst af- vopnunarmálum. Ógnvaldurinn Rauði þráðurinn í stefnuskránni er andúð í garð Sovétstjórnarinn- ar og tekur hún bæði til beinna samskipta við Sovétríkin og al- þjóðastjórnmála. Mesta ógnin við stefnu Bandaríkjastjórnar er út- þenslustefna Sovétríkjanna I Mið-Ameríku, Evrópu, Mið-Aust- urlöndum, Afríku og Asíu. Repu- blikanar líta svo á að Sovétríkin beiti öllum brögðum til að ná hernaðarlegum yfirburðum gagn- vart Bandaríkjunum og löndum hins frjálsa heims og hiki ekki við að beita vopnavaldi, vopnasölu, undirróðri, hryðjuverkum og sölu á eiturlyfjum til að ná þessu markmiði. { stefnuskránni vilja republikanar benda á þessa miklu ógn og skera upp herör gegn henni. Það er einmitt hvað varðar þessa herskáu stefnu gegn Sovét- stjórninni sem republikanar greina sig frá demókrötum. Repu- blikanar hafa hamrað á sljóleika og barnaskap Carter-stjórnarinn- Þjóðarstolt mótar stefnu Reagans og flokks hans búnaðarkapphlaup stórveldanna geti kollvarpað efnahag Sovétríkj- anna. Þá virðist einnig liggja þarna að baki vissa republikana um að bandamenn og vinir Bandaríkj- anna fari að dæmi þeirra, og að bæði pólitísk og efnahagsleg skil- yrði séu fyrir hendi til að hrinda þessari stefnu í framkvæmd. En reyndin kynni að verða önnur. Lýðræðislegur kapítalismi Republikanar kveðjast vera stoltir vegna efnahagsbatans, sem einkafjármagnið hefur orsakað, og styrks bandarísks lýðræðis. I stefnuskránni segir að einka- framtakið, í öllum sínum mynd- um, hafi skilað mun meiri árangri en ríkiskapítalismi og kommún- ismi. Auðvelt er að fallast á þessa fullyrðingu. Hins vegar virðist það sjónarmið nú ráðandi á meðal republikana að réttlætanlegt sé að neyða flestallar þjóðir heims til að fara að dæmi Bandaríkjamanna í efnahagsmálum. Republikanar telja sem sé að hinn lýðræðislegi kapitalismi eigi að vera öðrum þjóðum fyrirmynd og vitna til efnahagsbatans í Bandaríkjunum og I stórum hluta Asíu. Undir stjórn republikana eiga Bandarík- in í auknum mæli að setja sem skilyrði að þær þjóðir sem þiggja fjárstuðning og þróunaraðstoð þeirra fari að fordæmi Banda- ríkjamanna í efnahags- og stjórn- málum. Þannig telja republikanar að það sem kemur Bandaríkjum vel komi öllum vel. f beinum tengslum við þessa af- stöðu republikana setja þeir fram afgerandi skoðanir varðandi Sam- einuðu þjóðirnar. Þeir telja að Bandaríkjamenn eigi ekki lengur að leggja fram stóran hluta af því fjármagni sem rennur til Samein- uðu þjóðanna, þar sem Banda- ríkjamenn þurfi stöðugt að taka tillit til aðildarríkja við mótun utanríkisstefnu sinnar. Þar að auki telja republikanar það óvið- unandi að móðursjúk og áhrifa- laus aðildarríki gagnrýni Banda- ríkjastjórn en njóti síðan góðs af fjárframlögum hennar til Samein- uðu þjóðanna. í stefnuskránni er lýst yfir ánægju með úrsögnina úr UNESCO, en ákvæði á sviði haf- réttarmála, sem takmarka frjálst framtak Bandaríkjamanna, eru harðlega fordæmd. í stuttu máli eiga þeir að njóta góðs af, sem vilja samstarf við Bandaríkjamenn og eru reiðubún- ir til að ganga að skilyrðum þeirra. Hinir verða að sjá um sig sjálfir. Stefnan í mannréttindamálum er óbreytt. í stefnuskránni eru mannréttindabrot gagnrýnd en gagnrýnin í garð hægristjórna er mjög hóflega orðuð. Hins vegar fá kommúnistaríkin það óþvegið. Að mati republikana gengur komm- únismi í berhögg við allt sem kalla má mannréttindi og því telja þeir að frjálsum þjóðum beri að berj- ast gegn honum. Þannig er engin markalína dregin á milli varnar- og mannréttindamála. Lof er bor- ið á ríki, sem kölluð hafa verið „útverðir" Bandaríkjanna. Þeim er heitið frekari stuðningi á sviði hernaðar- og efnahagsmála þó svo að stjórnir þessara ríkja hafi verið gagnrýndar fyrir mannréttinda- brot. Hér skulu sérstaklega nefnd- ar stjórnir Kóreu, Thailands og Pakistans. Athygli vekur hve lítið er talað um Alþýðuveldið Kína í stefnu- skránni, þó er lögð áhersla á að vilji Kínverjar líkt og Bandaríkja- menn takmarka útþenslustefnu Sovétríkjanna. Skýringuna á þessu atriði má finna í stefnu- skránni sjálfri, því þar kemur fram að samskiptin við Formósu (Taiwan) skuli ganga fyrir. Innan flokks republikana hefur löngum verið deilt um afstöðuna til þess- ara tveggja fjandríkja. Áherslan á samskipti við Formósu hefur þeg- ar leitt til mótmæla frá sendi- herra Kína í Washington. Svo virðist sem stefna republikana gagnvart Kína mótist að jafn- miklu marki af hugmyndafræði og hagnýtri stjórnspeki. Er þeim alvara? Hægri öflin hafa greinilega ráð- ið miklu um mótun stefnuskrár- innar. Spurningin er hvort þessi afgerandi hægristefna verði í raun utanríkisstefna republikana eða hvort þessari stefnuskrá sé fyrst og fremst ætlað að tryggja repu- blikönum atkvæði og takmörkuð alvara sé að baki henni. Hvað sem þessum bollalegging- um liður er ljóst að republikanar telja þau skilyrði fyrir hendi í bandarískum stjórnmálum að skoðanir eins og hér er lýst hafi hljómgrunn meðal kjósenda i komandi kosningum. Hrifning vegna skoðana af þessu tagi hverf- ur ekki á svipstundu. Hún hlýtur að hafa áhrif á þá stefnu sem Reagan fylgir. Á hinn bóginn hef- ur verið á það bent að Reagan geti leitt stefnuskrána hjá sér þar sem næsta kjörtímabil verði hans síð- asta. En það gæti reynst honum erfitt, sérstaklega þar sem honum er umhugað um vinsældir sínar og vill að Bandaríkjamenn minnist hans sem skörungs í forsetastóli. Sjónarmið Norðmanna Aukin harka Bandaríkjastjórn- ar gagnvart Sovétríkjunum gæti leitt af sér ört vaxandi spennu og það kynni að koma sér illa fyrir land eins og Noreg, sem er á jafn- viðkvæmu hnattsvæði og alkunna er. Greinilegt er að meðal republik- ana er sú skoðun ráðandi að aukin spenna styrki samningsstöðu Bandaríkjastjórnar og geti þannig tryggt raunverulegan árangur á sviðum sem gagnaðiiinn telur mikilvæg. Yrði raunin þessi myndu viðbrögð bandamanna þeirra vafalaust verða jákvæð. Hins vegar er það eilíft vanda- mál hversu takmörkuð áhrif bandamanna eru á mótun stefnu Bandaríkjastjórnar hverju sinni. Þeir geta engin áhrif haft á sveifl- ur eins og fram koma í stefnuskrá republikana. Áhrifaleysið kemur sér illa fyrir þjóð eins og Norð- menn því þeim er fyrst og fremst í mun að stöðugleiki ríki í sam- skiptum stórveldanna, hvort held- ur spennan er meiri eða minni. Sveiflurnar, sem greina má í bandarískum stjórnmálum, verður að meta af köldu raunsæi. Við þessar aðstæður verða aðrar þjóð- ir að sýna röggsemi og gæta hags- muna sinna. Varla kemur til álita að mæta þeirri hægri-sveiflu, sem virðist liggja í loftinu í Bandaríkj- unum, gagnrýnislaust. (Þýtt og endursagt — Áiív.) Arne Olar Brundtland er séríræö- ingur í öryggis- og aíropnunarmál- um viö norsku utanríkismálastofn- unina. „Vona að starf okkar bæti mannlíf á Grænhöföaeyjum“ segir Jóhannes Guðmundsson, verkefnisstjóri EINS og menn rekur eflaust minni til, sendu íslendingar bát- inn Feng til Grænhöfðaeyja í apríl sl. og skyldi áhöfn bátsins vinna að fiskveiðiverkefni þar á vegum Þróunarsamvinnustofn- unar íslands. Jóhannes Guðmundsson er verkefnisstjóri á Grænhöfða- eyjum og lét hann vel af dvöi- inni þar, er hann kom í stutt fri hingað til lands fyrir nokkru. Hann kvað verkefnið hafa geng- ið framar björtustu vonum. „Það starfa 5 íslendingar við verkefnið, sem er fólgið i kennslu, rannsóknum og veið- um,“ sagði Jóhannes. „Við þjálf- um upp áhafnir, en alls geta 18—20 manns verið um borð í Feng. Samstarfið við eyja- skeggja hefur verið mjög gott og þeir virðast hafa mikinn áhuga á að bæta sinn hag.“ Grænhöfðaeyjar hlutu sjálf- stæði árið 1975 en höfðu fram að því verið nýlenda Portúgala. íbúar eru 330 þúsund, en eyj- arnar eru um 4000 km2 að stærð. Þær eru 14 talsins, þar af eru 8 í byggð. Opinbert tungu- mál íbúa er portúgalska, en flestir tala þeir creol-mál, sem að uppistöðu er portúgalska og afrískar mállýskur. En hvert er lifibrauð eyjaskeggja? „Þetta er erfið spurning," svaraði Jóhannes. „Flestir virð- ast lifa á matargjöfum, enda er þetta fátæk þjóð. Gjaldeyris- tekjur þeirra voru um 3—4 milljónir dollara árið 1983, en til samanburðar má geta þess að gjaldeyristekjur okkar ís- lendinga verða líklega um 1,5 milljarðar dollara í ár. Það virðist þó vera mikill hugur í mönnum að reyna að bæta af- komuna, en það tekur langan tíma að byggja atvinnulífið upp. Þeir eiga 2 stóra báta núna, sem hvor um sig er yfir 300 tonn og eru þeir eingöngu notaðir til túnfiskveiða, en annars veiða þeir á smábátum með utan- borðsmótor eða segli. Nú er ver- ið að smíða fyrir þá 8 nýja báta, Jóhannes Guómundsson, verkefnis- stjóri á Grænhöfóaeyjum. sem þeir ættu að geta nýtt vel. í hafnarborginni Mindella, þar sem við höfum bækistöðvar okkar, eru dálitlar skipakomur og þar er tóbaksverksmiðja, spaghetti-verksmiðja og ýmis- legt smávegis. Stærsta fyrir- tækið er slippur, sem Portúgalir byggðu." Jóhannes kvaðst vera undr- andi á því hversu lítið væri um handiðnað á Grænhöfðaeyjum. „Það er yfirleitt svo í þjóðfélög- um sem þessum að alls konar smáiðnaður þrífst vel, en svo er alls ekki raunin þarna. Ég veit ekki af hverju, en kannski er efnisskorti um að kenna." Jóhannes sagðist hafa heyrt að helmingur eyjabúa væri án atvinnu, en opinberar tölur væru að vísu nokkru lægri, því stjórnvöld væru treg til að við- urkenna svo mikið atvinnuleysi. íslendingarnir, sem starfa á Grænhöfðaeyjum, eru ánægðir með sinn hag, þótt margt sé ólíkt þar og hér. Jóhannes Guð- mundsson sagði úrval matvöru vera miklu minna þar, en menn gerðu sér að góðu það sem feng- ist. „Hérna hefur mikið verið deilt um kartöflur og hvort þær séu ætar eða ekki. Þegar ég kom hingað í lok september þá höfðu ekki fengist kartöflur á Græn- höfðaeyjum í 6 vikur og þótti engum neitt tiltökumál," sagði Jóhannes. „Ég skoðaði Búvöru- sýninguna og þar sá ég greini- lega muninn á löndunum, því annað eins úrval og þar var gæti enginn látið sig dreyma um þar suður frá. Við fáum þó allt til daglegra nota, geitakjöt er algengt, en ekkert kindakjöt fæst og stundum fáum við svínakjöt eða kjúklinga. Börnin hræra mjólkurdufti saman við vatn, bæta út í kakódufti og eru ánægð með. Annars tókum við með nokkuð af matvælum þegar við sigldum út, aðallega niður- suðuvörur. Við fáum Morgun- blaðið sent og yfirleitt er það viku til tíu daga gamalt, þegar það kemst i okkar hendur, en það hefur þó komið fyrir að það er allt að tveggja mánaða gam- alt. Þrátt fyrir allt þá kvartar enginn, enda vissum við fyrir að þarna yrði margt öðruvísi en við áttum að venjast." Jóhannes sagði að skipt væri um Islendinga í áhöfn Fengs á 6 mánaða fresti og væru tveir ís- lendingar nú í Portúgal til að læra tungumálið. Sjálfur kvaðst Jóhannes dveljast á Græn- höfðaeyjum allan tímann sem Fengur yrði þar, eða a.m.k. til ársloka 1985, eins og samningur ríkjanna kveður á um. „Það hef- ur gætt nokkurs misskilnings varðandi skipið, það eru margir sem halda að íslendingar hafi Fengur flutti með sér mikió af hjílpargögnum frá Rauóa krossi íslands og landlæknisembsttinu I aprfl. Á myndinni má sjá, aó fjölmargir kepptust vió að taka á móti vörunum. íslendingar kenna innfæddum réttu handtökin viö viögerð á trolli. gefið Feng. Svo er ekki, en skip- ið verður notað þarna svo lengi sem báðir aðilar telja þörf á. Heimamenn greiða laun inn- lendu áhafnarinnar og kost á skipið. Þeir útvega okkur einnig aðstöðu í landi, en annað, s.s. laun íslendinganna og olíu á skipið, greiðum við.“ Um miðjan september fór að rigna á Grænhöfðaeyjum eftir fimm ára þurrk. Jóhannesi sagðist svo frá, að um morgun- inn hinn 16. september hefði farið að rigna, en ekki ýkja mik- ið. „Um hádegið var komin úr- hellisrigning, skýfall. Það hélst næsta sólarhringinn með stutt- um hléum. Tjónið varð gífur- legt, um 730 hús eyðilögðust, vegir rofnuðu, matarbirgðir eyðilögðust, flugvellir lokuðust og a.m.k. 32 fórust, en nokkurra er enn saknað. Það hefur ekki rignt svona í 30—35 ár á þessu svæði. Gróðurinn tekur ótrú- lega fljótt við sér, en það væri ólíkt betra ef vætan kæmi ekki öll á einum degi.“ íbúar Græn- höfðaeyja sendu strax út hjálp- arbeiðni til vinveittra þjóða og Rauða krossins, sem vonandi bregðast fljótt og vel við. Jóhannes Guðmundsson sagði að lokum, að hann vonaðist til að verkefnið gengi vel áfram og að við gætum verið stolt af því fyrir íslands hönd. Hann kvaðst einnig vonast til að verkefnið bætti afkomu og mannlíf á Grænhöfðaeyjum. RSv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.