Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 Stjömubíó: „Moskva við Hudsonfljót“ STJÖRNUBÍÓ hefur frumsýnt kvikmyndina „Moskva við Hud- son-fljót“, en það er nýjasta kvik- mynd framleiöandans og leikstjór- ans Paui Mazurskys. Hann hefur áð- ur gert myndirnar An Unmarried Woman, Harry & Tonti og Bob & Carol, Ted & Alice. Myndin fjallar um ungan rússn- eskan saxófónleikara i fjölleika- húsi, sem fer i sýningarferðalag um Bandaríkin. Hann leggur leið sína í bandaríska stórverslun og fer þá atburðarásin að ganga hratt fyrir sig. Upphaflega ætlaði hann aðeins að kaupa gallabuxur en þegar hann yfirgefur verslun- ina hefur hann eignast kærustu, kynnst kolgeggjuðum kúbönskum lögfræðingi og lífstíðar vini. Myndin er af aðalleikurunum Robin Williams og Mariu Conch- ita Alonson. Biblíuhátíð í Reykja- víkurprófastsdæmi A SUNNUDAGINN kemur, þann 4. nóvember, efnir Reykjavíkurpró- fastsdæmi til sérstakrar hátíðar á biblíu-árinu, sem nú er notað til þess að minna á Biblíuna, sögu hennar og boðskap. Er tilefnið vitanlega 400 ára afmæli Guðbrands-Biblíu, en hún kom út 1584. Verður annars vegar samkoma kl. 16 í Langholtskirkju hinni nýju og hins vegar sýning á öllum út- gáfum Biblíunnar í safnaðarsölum á eftir. Eru þarna komnar útgáfur þær, sem þeir prestahöfðingjarnir séra Sigurður Pálsson, vígslubisk- up og séra Eiríkur J. Eiríksson, prófastur, hafa safnað. Mun Steingrímur Jónsson, bókavörður, kvnna þessa fágætu sýningu, en auk þess verður Hið íslenzka bibl- íufélag með kynningu á nýjum út- gáfum Biblíunnar. Kvennalistinn: Á samkomunni flytja þeir ávörp biskupinn yfir íslandi, herra Pét- ur Sigurgeirsson, og séra ólafur Skúlason, dómprófastur, en ræðu- maður verður dr. Björn Bjömsson, prófessor, sem talar um Biblíuna og siðfræðina. En frú Guðrún Ásmundsdóttir les valda kafla úr Biblíunni, frú Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir, óperusöngkona, syngur við undirleik Jóns Stefánssonar, sem einnig leiðir annan söng. Ungt fólk flytur helgileik og guð- fræðinemar flytja fornan tíða- söng. Allir eru hjartanlega velkomnir til þessarar hátíðar í Langholts- kirkju á ári Biblíunnar, en for- maður undirbúningsnefndarinnar var séra Halldór S. Gröndal. (Frá dómprófasti.) Tillaga um frystingu kjarnorkuvopna ÞINGMENN Kvennalista hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um frystingu kjarnorkuvopna. Fyrsti flutningsmaður er Guðrún Agnars- dóttir, en í framsöguræðu sagði hún að nauðsynlegt væri að vilji Alþing- is lægi fyrir þegar utanríkisráð- herra tekur ákvarðanir á alþjóða- vettvangi og vitnaði til þess þegar ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um . 1 tillögu Svíþjóðar, Mexíkó og fleiri ríkja á vettvangi Sameinuðu þjóð- Vörður varar við stjórnleysi og lögleysu MORGUNBLAÐINU hefur borist svohljóðandi ályktun frá Landsmála- félaginu Verði: Fundur haldinn í Landsmálafé- laginu „Verði“ 30. október 1984 varar alvarlega við því stjórnleysi og lögleysu, sem um of hefur við- gengist í yfirstandandi verkfalli opinberra starfsmanna, og telur að með slíku háttalagi sé svo gróflega vegið að undirstöðum réttarfars í landinu, að ekki verði við unað. Fundurinn telur sjálf- ■ sagt og eðlilegt, að lögum sé fram- fylgt í hvívetna án tillits til hverj- ir eigi hlut að máli. anna, um frystingu kjarnorku- vopna. I tillögu Kvennalistans er skor- að á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að Sovétríkin og Bandaríkin lýsi yfir tafarlausri frystingu kjarnorku- vopna. Breytingartillaga frá þingmönnum Alþýðubandalags hefur verið lögð fram og er þar lagt til að fulltrúar Islands á al- þjóðavettvangi lýsi yfir eindregn- um stuðningi við ýmsar aðgerðir í afvopnunarmálum, s.s. að kjarn- orkuveldin skuldbindi sig til að beita ekki kjarnorkuvopnum að fyrra bragði, vopn í himingeimn- um verði bönnuð, Norðurlönd verði kjarnorkuvopnalaust svæði o.n. í umræðum um tillögurnar síð- astliðinn fimmtudag sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra, að frysting kjarnavopna væri ekki nóg heldur þyrftu menn að komast að samkomulagi um af- vopnun, en Atlantshafsbanda- lagið hefur gert Varsjárbanda- laginu tilboð um að öll kjarnorkuvopn í Evrópu verði tekin niður. Þá benti utnaríkis- ráðherra á nauðsyn þess að huga einnig að minnkun hins hefð- bundna vopnabúnaðar. Utanríkisnefnd Alþingis mun fjalla um tillögurnar. Sjálfstæðisflokkurinn á Austurlandi ályktar: Framkvæmdir við Fljóts- dalsvirkjun verði boðnar út haustið 1985 ^ilsstöAum, 31. oltlóber. HINN 29. september sl. var aðal- fundur kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins á Austurlandi haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum. Fundinn sátu fjölmargir fulltrúar víðsvegar af Austurlandi auk þingmannanna Eg- ils Jónssonar og Sverris Hermanns- sonar, iðnaðarráöherra. Hér á eftir fer útdráttur úr stjórnmálaályktun aðalfundarins. „Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austur- landi lýsir yfir fyllsta stuðningi sínum við núverandi ríkisstjórn. Sérstaklega fagnar fundurinn þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni við verðbólguna. Fund- urinn vill þó benda á þann háska sem nú steðjar að í sjávarútvegi, sem er undirstöðuatvinnuvegur Austfirðinga. Fundurinn leggur áherslu á að þar verði brugðið við hart svo að næg atvinna haldist í kjördæminu og komist verði hjá flótta fólks í aðra landshluta. Jafnframt því sem undirstöðuat- vinnuvegir verða treystir verði leitað nýrra atvinnutækifæra svo að byggðir víðs vegar um land megi dafna. í því sambandi er lögð áhersla á það að hraðað verði byggingu kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði og hefjist framkvæmdir við hana eigi síðar en á fyrri hluta næsta árs og framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun verði boðnar út haustið 1985. Aðalfundur kjördæmisráðsins fagnar þeim árangri sem náðst hefur í samningaviöræðum við Alusuisse og þakkar iðnaðarráð- herra giftudrjúga forystu í þeim málum. Fundurinn bendir sérstaklega á þann árangur sem náðst hefur í Uppselt í ferðina á lands- leikinn í Wales FLUGLEIÐIR auglýstu nýlega viku- ferð til London, en innifalið var ferð til Cardiff í Wales, þar sem mönnum Íafst kostur á að sjá landsleik milli slendinga og Walesbúa. Um 100 sæti voru boðin til fararinnar. öll sætin voru uppseld síðastliðinn mánudag. Þegar er ljóst var hve eftirspurn var mikil var ákveðið að fara aukaferð í sama tilgangi og voru 50 sæti í boði. öll þau sæti eru nú upppöntuð, en óljóst mun enn vera, hvort af aukaferðinni getur orðið, þar sem eftir er að tryggja mönnum hótelaðstöðu í London. ^NNLENT Mbl./Ölafur. Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi var haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum hinn 29. september sl. Um kvöldið var þar efnt til veglegs mannfagnaðar, sem 160 manns sátu víðs vegar úr fjórðungi. Heiö- ursgestir samkomunnar voru Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, og kona hans, frú Brynhildur Jóhannsdóttir. verðlagsmálum hvað tekur til þjónustu Pósts og síma og raf- orkuverðs, þar sem gjaldskrár hafa ekki hækkað í heilt ár. Hins vegar bendir fundurinn á að ekki hefur enn náðst tilskilinn árangur í jöfnun orkuverðs til húshitunar. Fundurinn fagnar því sérstak- lega að Sjálfstæðisflokkurinn skuli nú hafa tekið við forræði 1 mennta- og menningarmálum þjóðarinnar eftir hartnær 30 ára hlé, og væntir mikils af störfum núverandi menntamálaráðherra. Fundurinn telur að endurskoða þurfi grunnskólalög og endurskoð- un þeirra sé jafnvel forsenda þess að markmiðum þeirra verði náð. Hverfa verður frá röðun nemenda í námshópa eftir fæðingardegi og ári, en raða nemendum þess i stað í námshópa eftir hæfni þeirra, áhuga og starfsgetu. Fundurinn leggur áherslu á mikilvægi mynd- og handmennta- kennslu í grunnskólum, tón- menntakennslu og kennslu hvers konar verkmenntagreina í stað þeirrar mötunar sem oft hefur viljað bregða við og stundum keyrt úr hófi. Fundurinn vekur athygli á því að öflugt æskulýðs- og tómstunda- starf er grundvöllur þroska æsk- unnar í landinu og því leggur fundurinn áherslu á aðhlynningu hverrar þeirrar viðleitni sem eflir þau markmið. Fundurinn minnir á skýrt markaða stefnu Sjálfstæðisflokks- ins í Vegamálum og leggur áherslu á það að hlutur Austurlands verði bættur frá því sem verið hefur við endurskoðun vegaáætlunar. Fundurinn fagnar frumkvæði núverandi samgönguráðherra um áætlanagerð varðandi skipulega uppbyggingu flugsamgangna, en þar er tilgreind endurbygging Eg- ilsstaðaflugvallar sem forgangs- verkefni. Stjórn kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins á Austurlandi var endurkjörin á aðalfundinum, en hana skipa: Albert Kemp, Fá- skrúðsfirði, formaður; Ragnar Steinarsson, Egilsstöðum; Brynjar Júlíusson, Neskaupstað; Unn- steinn Guðmundsson, Höfn; Alex- ander Árnason, Vopnafirði. Ólafur. Athugasemd í FRÉTT sem birtist í Morgun- blaðinu 29. okt., um umræður á „fundi um fyrirbæri", hjá nýals- sinnum, var sagt að einn fræði- mannanna hefði vitnað í bók eftir G. Zukav, „mikinn eðlisfræðing". Hið rétta er að Zukav er rithöf- undur um eðlisfræðileg efni, en heimsfrægir eðlisfræðingar fóru yfir handritið að bók hans The Dancing Wu Li Masters (Hinir dansandi Vú Lí meistarar), áður en hún var birt. Þetta leiðréttist hér með. Þorsteinn Guðjónsson. Hljómleikar í Nýlistasafninu LAUGARDAGINN 3. nóvember verður hátíð í Nýlistasafninu. In- ferno 5 heldur sína fyrstu opin- beru hljómleika og einnig munu koma fram og leika Hið afleita þríhjól. Inferno 5 skipa fimm kornungir menn um og innan tví- tugs. Húsið opnar kl. 21.30, en hljóm- listin hefst upp úr kl. 22. Rétturinn er útvarpsins ekki ríkisins Sjávarútvegsráðuneytið: Kannar viðbrögð og reynslu af kvótakerfinu NÚ STTENDUR yfir könnun sjávar útvegsráðuneytisins á viðhorfum og reynslu útgerðarmanna og skip- stjórnarmanna af kvótakerfinu. Er könnun þessi liður í heildarmati á reynslunni af kerfinu. I frétt frá ráðuneytinu segir, að öllum útgerðarfyrirtækjum á landinu, sem eigi skip er úthlutað hafi verið kvóta, hafi verið sendar tvær spurningaskrár, önnur ætluð útgerðarmanni, hin stjórnar- mönnum viðkomandi skips. Upp- haflegi skilafresturinn í könnun þessari var 8. október síðastliðinn, en vegna verkfalla hefur hann verið framlengdur til 8. nóvember næstkomandi. Ráðuneytið hvetur alla þá, sem enn hafa ekki svarað i könnuninni, að gera það hið fyrsta og senda svörin til ráðuneytisins. VEGNA frétta í blöðum og útvarpi nýlega um að hjá menntamálaráð- herra vsru til umfjöllunar umsóknir ýmissa aðila um leyfi til útvarps- rekstrar vill menntamálaráðuneytið taka fram: Samkvæmt núgildandi út- varpslögum nr. 19/1971 hefur Ríkisútvarpið einkarétt til út- varps á íslandi. Sá réttur var í höndum ríkisstjórnar samkvæmt eldri lögum. Ráðherra skortir því lagaheimild nú til að veita undan- þágu til útvarpsrekstrar. Þess vegna hefur ráðherra ekki fallist á umsóknirnar. Öllum umsóknum sem ráðuneytinu hafa borist um leyfi til rekstrar útvarps hefur verið vísað til Rikisútvarpsins til afgreiðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.